Vísir - 10.03.1961, Síða 6

Vísir - 10.03.1961, Síða 6
VlSIR Föstudaginri. 20.- rttarz 1961 WÍSXR DAGBLAÐ ' Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aigreiðsla: Ingólfssti'æti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm linur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. Gísli J. Johnsen áttrapftur. Skytdí það vera tilviíjun? Senn eru liðin fimm ár frá.því að kommúnistar og' i Framsóknarkommúnistar á Alþingi samþykktu tillögu til þingsályktunar um að varnarliðið skyldi á brott af landinu hið bráðasta. Sú samþykkt varð til þess, að Molotov minntist þess austur í Moskvu, að þeir Kreml- verjar ættu marga vini hér úti á hjara veraldar. Engum hugsandi manni kom lil hugar þá, að komnuin- istarnirí þessum tveim flokkum hefðu haft þjóðarhagsmuni Islendinga í huga, er þeir gerðu samþykktina um, að Island skyldi standa öllum opið og óvarið. Mönnum kemur það enn síður til hugar nú, þegar þessir aðilar hafa haft ærin lækifæri til að sýna þjóðinni innræti sitt og raunverulegt hugarfar.Tillagan var runnin undan rifjum formanns Fram- sóknarflokksins, sem var með henni að lialda áfram þeim undirbúningi á stjórnarsamvinnu við kommúnista, sem liann hóf með því að veita þeim stuðningi í skemmdarvcrk- fallinu mikla vorið 1955. Tillagan var þáttur í kosninga- undirbúningi Framsóknarkommúnista, sem voru logandi hræddir við Þjóðvarnarflokkinn og ætluðu m.a. steypa undan honum með þessu hætti. Nú brá svo við, að þegar landhelgismáiið var aftur kornið á dagskrá vegna möguleikans á að koma deilunni út úr heiminum, uppgötvuðu aðrir aðilar er- lendis — að þessu sinni á Bretlandi — að þeir eiga góða vini á Islandi, sem berjast fyrir bá. I>að liefir verið haft eltir forvígismanni og' aðaltalsmanni yfirmanna á hrezkum togurum og hirt i hlaði hér að hami telji þá menn hér á landi, sem vilja ekki failast á samkomulagið, \ ini sína og einlæga bandamenn. Mann- inum varð að orði, þegar hann heyrði, að hér væru til menn, sem herðust með öllum ráðum gegn samkomulag- inu, að þeir í liull væru þá ekki algerlega vinalausir á ls- landi eða heillum horfnir. Skyldi það vera alger tilviljun, að þessir tveir aðilar tali um vini sína hér á landi — fyrst og fremst helztu forsprakkar kommúnista í Moskvu, og síðan foringi mestu fjandmanna Islendinga meðal brezku þjóðarinnar? Nei, hér er vitanlega ekki um tilviljun að ræða. Þetta er eins eðlilegt og það getur verið, því að í bæði skiptin hafa kommúnistarnir í stjórnarandstöðuflokkunum barizt gegn hagsmunum þjóðar sinnar. Um leið og' þeir gera það, gerast jxeir vrnir og bandamenn annarra þjóða, sem vilja okkur ekkert gott, enda þótt annar aðilinn sé svo hygginn, að hann brosir jafnan Ixlítt til okkar, en hinn svo hrein- skilinn, að hann fer aldrei í fclur með kala sinn i okkar garð. Það verður að óska öllum þessurn bandamönnum til hamingju með bræðralag beirra og einlæga sam- stöðu. Islending-ar ættu að geía ýmislegt af því lært að virða þessa kumpána fyrir sér. . , í dag er áttræður einn mesti athafnamaður þessa lands fyrr | og síðar, Gísli J. Johnsen stór- kaupmaður. Það var sagt um Gisla J. Johnsen í Vísi fyrir tuttugu . árum, á sextugsafmæli hans. i að hánn hefði verið brautryðj- j andi á mörgum sviðum og jafn- an fylgt sínum mörgu áhuga- málum fram af elju og dug, og verið einn af athafnamestu mönnum þessa lands seinustu fjóra áratugina. Þetta var gullsatt. Hið sama má í raun- inni segja nú, að því við bættu, að nú má segja „seinustu sex- tíu árin“. Gísli J. Johnsen hefir nefnilega ekki dregið sig í hlé enn. Því fer mjög fjarri, því að hann gengur enn teinréttur, fjörlegur og höfðinglegur meðal vor, enn sistarfandi og jafn áhugasamur um allt, sem til framfara má vei'ða, og hann ávallt hefur vei'ið. Gísli J. Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum 10. marz 1881 og þar ólst hann upp og dvald- ist mikinn hluta sinnar löngu starfsævi. Er nafn hans ói'júfan- jlega tengt viðreisnartímabilinu isem þar hófst um aldamótin. Þegar á barnsaldrx lét hann hendur standa frarn úr ermum, því að 12 ára missti hann föður sinn. Hann var elztur barnanna og hjálpaði nú móður sinni, sem bezt hann gat, til þess að sjá fyrir heimilinu, Utan fór hann fyi'st 16 ái’a og segir hann, að við það hafi sér aukist áræði, og svo hóf hann verzlunari-ekst- ur svo ungur að árum, að hann varð að reka verzlunina í nafni móður sinnar. Hann eignast hlut í fyrsta bátnum sínum — og fyi'sta bátinn sinn einn alda- mótaárið, en upp úr aldamót- unum kemur hann auga á nýja möguleika, og keypti 1904 fyrsta mótoi'inn sem fluttist til Suðurlands, og lét smíða sér bát, og fór að gei'a út á vélbát, og fór það allt vel, og jók það trú hans og annara á vélbátun- um oó hófst nú vélbátaaldan. Þetta er í rauninni forsaga mik- illar athafnasögu í fáum drátt- um, en til þess að rekja athafna- sögu Gísla J. Johnsen þyrfti heila bók, ef vel ætti að vei'a. Á það skal aðeins di'epið að G. J. J. hafði forgöngu um fjölda margt, sem til mikiliar framfara varð. Hann kom upp viðgei'ðai'- vei’kstæði fyrir vélbáta, reisti i Eyjum fyrsta vélfrystihúsið hér á landi, stofnaði þar fiskimjöls- verksmiðju, byggði þar fyr^tu plíugeyma hérlendis, yar>frum- kvöðull að byggingu sjúkra- hússins þar og forustumaður á sviði björgunarmála, og hann barðist ósleitilega fyrir, að Vest- mannaeyjar fengu símasam- band. Gísli J. Johnsen hefir nú um langt árabil átt heima hér í bæ og starfsvettvangurinn ver- ið hér því að hann rekur hér heildsöluverzlun, en greinar þeirrar starfsemi ná víða, því að viðskiptavinir G. J. J., sem ei'u margir og víða, einkum í verstöðvum, hafa margreynt, að hann er hollráður, sanngjarn maður og góður viðskiptis, þar er hann jafnan allur og heill, eins og hann hefir verið sem forustumaður á vettvangi hinna stóru mála. Munu þeir vei'ða margir, sem minnast þessa höfðingsmanns á áttræðisafmæli hans í dag. Lelkféíag SigEufjariar 10 ára. Tekur tií meðfer5ar Fjalb-Eyvíud á afmælinu. Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði í gær. Leikfélag Siglufjarðar hefur að undanförnu æft leikritið Fjalla-Eyvind undir stjórn Gunnars R. Haixsens leikstjóra. Leikfélagið er 10 ára um þess- ar mundir, var það stofnað 24. apríl 1951. Áður höfðu starfað liér leikfélög með sama nafni, sem störfuðu um lengri eða skemmri tíma. í sambandi við frumsýningu á þessu leikriti verður gefin út vönduð leikskrá með fjölda mynda og yfirlit um leikstarf- semi á Siglufirði frá öndverðu. Jóhann Hannesson, skólameist- ari, skrifar þar unx skáldið Jó- hann Signrjóisson og Gunnar Hansen, lekstjóri, um leikritið sjálft. Núverandi stjórn Leikfé- lags Siglufjarðar er þannig skipuð: Formaður Steindór Hannesson, vai'aformaður Júlí- us Júlíusson, ritai'i Halldóra Jónsdóttir, gjaldkeri Haraldur Árnason, og meðstjórnandi Gisli Þorsteinsson. i Leikritið Fjalla-Eyvindur verður frumsýnt föstudaginn 10. marz næstk. Verður vandað til sýningarinnar eftir föngum. Gunnar R. Hansen hefur skipu- lagt fyrirkomulag leiksviðs og gert teikningar af leiktcöldunx, en Herbert Sigfússon málar tjöldin. — Laugardaginn 11. marz verður svo haldin afmæi- ishátíð félagsins með fjölbreytt- um skemmtiatriðum á Hótel Höfn. ÞrJ. Hertoginn af Kent opinberar. Tilkynnt var í London , gær- kvöldi opinberlega, Irúlofun hertogans af Kent og ungfrú Kathlyn Worsley, af kunnri aðalsætt í Yorkshire. Hertoginn er 25 ára, en unn- usta hans nærri 4 árum eldri og tókst vinátta með þcim fyrir 4 árum. Elisabet drottning hefur veitt samþykki sitt og vei'ður brullaup tilkynnt og haldið innan tíðar. Hertoginn, fi’ændi hennar er áttundi mað- ur til ríkiserfða á Bretlandi. — Hann er liðsfoi’ingi og verið með herdeild sinni i Vestur- Þýzkalandi að undanförnu. úr einu í annað. BERGMAL Annars var Jxað einkennandi fyrir málflutning eða öllu heldur máljióf stjórnarandstöðunnar, að fiarparnir í þeim herbúðum flýðu stöðugt úr einu víginu í annað. Ekki getur aðstaðan talizt góð, Jxegar á það er litið, cn fortíð rauðu flokkanna í Jxessu lífshagsmunamáli er líka á þann veg, að aðstaða þeirra var mjög óhæg. Kemur )>ar helzt til, að vanrækslusyndir Jieirra eru mýmargar, en auk þess er Iiægt að rifja upp ummæli þeirra, er J>eir réðu til þess, að fariðskyldi að lögum í öllu. Var þetta til dæmis rifjað upp á þriðjudagskvöld, að þvi er snerti ummæli Einars 01- geirssonar fyrir nokkrum árum varðandi stækkun land- hclginnar. Og fleiri tóku í líkan streng, áður en J>á grun- aði, hvemig gaugur málanna mundi verða. 1 Stjórnarflokkarnir mega vel við una, hvernig farið hefir í bessum umræðum, og beim mun betur sem lengra líður, cg almenningi verður ljós munurinn á gerðum þeirra og skinhelgi stjórnarandstöðunnar. j Við og við heyrist kvartað yfir því fyrirkomulagi, sem er á sölu brauða o. fl. matarkyns, og hefur Ber'gmál nýlega fengið tvö stutt bréf um þetta. „Einhleyp" skrifar: „Hér í bæ mun vera fjöl- mennur hópur einhleypinga, sem hefur aðstöðu til þess að fá sér matarbita heima hjá sér á morgnana og kvöldin, en kaup- ir sér eina aðalmáltíð úti í bæ. Þessu fólki mundi henta vel að geta fengið keyptar nokkrar brauðsneiðar í einu, í stað þess að verða að kaupa a. m. k. hálft fi'anskbrauð eða „sundur skorið rúgbrauð“ — og verða svo að henda helmingnum af því það er orðið þux'rt eða ólystugt, og heyri ég sagt, að sömu sögu sé að segja á mörgum heimilum. Er hér um mikla óþarfa eyðslu að ræða á löngum tíma. Hvers vegna er ekki sinnt óskum, sem stundum hafa verið fram born- ar í blöðum, að hafa sneitt brauð á boðstólum fyrir þá, er ekki þurfa að kaupa brauð nema til dagsins eða til tveggja daga í senn? Ekkert ætti að vera hægara á þessari öld plast- pappírsumbúða. Eg hygg, að það yrði mjög vinsæl þjónusta við stóran hóp manna, ef slík þjónusta væri látin í té. Einhleyp.“ „Húsmóðir“ ski'ifar: „Nýlega er byrjað á því að selja súrmjólk i hyrnum og dettur mér ekki í hug að amast við því, en ég vildi mælast til þess, að hún yrði einnig' til sölu í hyrnum, sem taka hálfpott en hún fæst aðeins í hyrnum, sem taka pott. Áður gátu menn fengið súrmjólk í heilflöskum og hálfflöskum, en nú mun vera hætt að selja mjólk í flöskum Það þótti sjálfsögð þjónusta fram að þessu að menn ættu þess kost að fá súrmjólkina í hálfflöskum og ætti að vera jafnsjálfsagt nú, að menn geti fengið hvort heldur er hálfan pott af þessari vöru eða heilan, þótt umbúðirnar séu aðrar. Húsmóðir.“-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.