Vísir - 04.04.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 04.04.1961, Blaðsíða 10
10 VlSIR Þriðjudaginn 4. april 1961 JDHN DG WARD HAWKINS: HÆTTULEGUR — Það verður langur listi, sagði Crcmby. — Enginn veit livar hann borgar peningana, og við getum ekki krafizt þess að fólk setji á sig númerin. — Nei, að vísu, sagði Barney. — En ef við finnum þessa seðla á honum geturn við sannað að hann sé sekur. — Rétt er það, sagði Crömby. Hann hringdi bjöllu og skipaði ritaranum sem inn kom að fara að ganga frá peningunum. Barney stóö kyr. — Eg hef aðra uppástungu. Lögreglan á auð- vitað að hlusta á símtölin mín. En ef samtölin væru tekin á segulband og ég hlustaði á röddina aftur og aftur, er ekki ómögu- legt að ég áttaði mig á henni. — Já, gerið þér það, sagði Cromby stutt. — En þið hafið ekki svarað spurningu minni: Vill lögregian bíða þangað til ég hef borgað þessa peninga? Brandon hugsaði sig um. — Bezta tækifæri ckkar er að ná í manninn þegar hann sækir peningana. Hann verður að vitja um þá sjálfur. En þér hafið á réttu aö standa hvað það snertir, að ekki má stofna lífi fólks í voða. Þess vegna lofa ég að bíða. Fundinum var slitið. Gavin fór með Barney til þess að tala nánar um hvernig skyldi hlustað á símtölin hans. — Ertu ennþá að hugsa um þessa rödd? spurði hann. — Já, sagði Barney, — en það stoðar líklega eklcert. Gavin kveikti i vindlingi. — Þú heíðir ekki þurft að segja að þú kannaðist við röddina. Þú hefðir getað þagað yfir þvi þangað til það gekk upp fyrir þér hvaða rödd það væri. — Eg var ekki svo slyngur, sagði Barney. — Nei. Hefurðu frétt nokkuð af Lucy? — Það er lítið. Þeir gefa henni svefnskammta. Hún er fótbrotin og nieð rnikil brunasár. En ég held ekki að hún setji það fyrir sig. Hún hugsar mest um augun. — Fær hún sjónina? •— Læknar vita það ekki ennþá. Þei.r vilja að minnsta kosti ekki gefa mér neina von. — Heyrðu, sagði Gavin. — Þú ert þreyttur. Það er mesta furða hvað þú lafir, eftir allt sem þú hefur orðið að reyna. Hef- urðu nokkuð til að sofna af? — Whitnall læknir gaf mér einhverjar töflur. — Farðu þá heim og taktu þær. Þú verður að sofa vel, svo að þú verðir vinnuíær á morgun. Kannske þú munir röddina þegar þú hefir hvílt þig. — Eg skal reyna það, sagði Barney þreytulega. Barney kom snemma í skrifstofuna morguninn eftir. Gavin sat þar og beið með segulbandstækið. Hann leit á Barney. — Þú ert enn þreytulegri en ég, þó mér hafi ekki komið dúr á auga, sagði hann. Manstu röddina? — Nei, ég reyni það — en það stoðar ekkert. Gavin fó'r og Barney sat einn eftir í stofunni. Hann sat fram á hádegi og beiö. Klukkan eitt fékk hann mat á bakka, en hafði enga matarlyst. Stúlkan sem haföi tekið við af Lucy horfði vor- kennandi og áhyggjufull á hann. — Iierra Strand, sagði hún loksins. Afsakið að ég segi það, en þegar maður bíður eftir sírna kemur hann aldrei. Eg veit það' af eigin reynslu. Gangið þér út yður til hressingar — ég skal hafa gát á símanum á meðan. — Hvert ætti ég að ganga? 1 — Á spitalann. Eg veit að þér eruö að hugsa um Lucy. Ef i maðurinn hringir þá get ég beðið hann um að bíða, og gert lög- reglunni aðvart í öðrum síma. — Það stoðar ekki, sagði Bamey. — Það vekur grun hjá honum. — Það er hugsaniegt, sagði stúlkan. — Allt í einu stóð Barney upp. — Eg held ég fari nú samt. Hann verður að síma til mín til þess að fá peningana. Ef hann verður að bíða veröur honum kannske órótt, og það skaöar ekki. En Roy Clark var ofur rólegur. Hann sat kyrr í bílnum sínum á biðstöðinni, þar sem hann sá sjúkrahúsið og alla sem fóru út eða inn. Við götuna var símaklefi. Það væri ekkert áberandi þó hann brygði sér þar inn sem snöggvast. Svo gæti hann ekið á burt á eftir. Honum lá ekkert á. Hann hafði gert ráð fyrir að Strand mundi fara í sjúkrahúsið á heimsóknartímanum, ef ekki í dag þá annan dag. Unnustan hans lá þar, í herbergi nr. 359. Hann hafði hringt til spítalans og fengið að vita það. Og svo beið hann'. Venjulegur maður í venjulegum bíl. Enginn mundi veita honum athygli. Hjúkrunarkonan sem tók á móti Barney bað hann um að hafa hljótt um sig. — Hún sefur núna, hvíslaði hún. — Má ég sitja hjá henni dálitla stund? — Já, ef þér látiö ekki heyra í yður. Hann settist og horfði á Lucy Evans. Það var ekki mikið, sem hann gat séð, því að höfuðið var allt reifað. Hjúkrunarkonan stóð bak við hann. — Hún verður alveg eins og áður, hvíslaði hún. Andlitið er bólgið núna, en það hjaðnar eftir nokkra daga. — En augun? — Það er von um þau. Alltaf von. Cromby forstjóri sagðist vilja borga allan kostnað. í dag kemur frægasti augnlæknirinn til að skoða hana. Hann getur gert kraftaverk. Önnur hjúkrunarkona kom inn og studdi hendinni á öxlina á Barney. — Það er sími til yðar, sagði hún. — Þér getið tekið hann i skrifstofunni. Barney fór með henni. Hann hugsaði aðeins um Lucy þegar hann tók símann. — Halló, þetta er Strarid. Svo datt honum í hug að hann hefði átt að gera lögreglunni aðvart svo að hún gæti hleraö. Nú var það of seint. — Þér munuð vita hver ég er, sagði röddiri i símanum. Hún var lág, ofur venjuleg og án allra einkenna. Barney varð æfur. Mannfýlan hafði þá elt hann að spítalanmn og var einhver staðar þarna nálægt. Og aftur varð hann sárinfærður um að hann þekkti bæöi röddina og manninn. Bara aö hann gæti munað.... — Já, ég kannast við yður, sagði hann. — Þér vitið að ég sendi yður böggul í gær, já. En þaö er lika allt og sumt sem þér vitið um mig. Ef þér hefðuð munað nafniö mitt mundi ég vera kominn í vörslu lögreglunriar núna. — Eg.skal áreiðanlega muna nafnið, sagði Bamey. — Nei, þér heyröuð mig aðeins stutta stund fyrir löngu. Og nú eruð þér að hugsa um að gera lögreglunni aðvart, svo að hún geti hlustað á samtalið. En það'verður enginn töni til þess. — Hvað viljið þér mér? spurði Barney ,æfur. — Hvernig líður ungfrú Evans? — Þér ættuð að sjá hana — þú munduð þér kannske iðrast. — Nei, ekki ég, sagði röddin. — Eg hef enga samvisku. Þegar ég spyr eftir ungfrú Evans er það aðeins tií að ganga úr skugga um hvort sprengajn hafi verkað eiris og hún átti að gera. Nú munuð þér væntanlega skilja að mér er alvara. Ef þér ekki gerið nákvæmlega eins og ég skipa yður, deyja margir og særast. Blýantur og blað lá á borðinu. Barney gat hripað niður orð- sendingu, sem hann rétti hjúkrunarkonunni. Þar stóð: „Hringið til Gavin fulltrúa, i öðrum síma. Biðjið hann um að hlusta — fljótt!“ Stúlkan tók miðann og hljóp út. — Hvað segir Cromby forstjóri? spurði röddin. — Hann ætlar að borga, svaraði Barney. Hann reyndi að tala sem hægast. — Hann ætlar að verða við kröfum yðar og fylgja fyrirskipunum yöar út í æsar. Hann vill gera það sem hægt er til þess að verja viðskiptavinina og starfsfólkið. Svo að ef eitthvað kynni að ske, þá er það ekki honum að kenna — hann vill gera.... — Þegiö þár! sagði röddin. — Þér reynið að tefja tímann, svo R. Burroughs UN56LI5VA5t.Vv TK£ LlTTLE \VA!?XIO!ð QUICK.LV 6tZA&5£? THE AgE'S AKM, HUK.LEP’ IT OVEZ. HlS SHOULgEKr WM TARZAN- a \ 3772 V&Íjs i h< VwBuíW Jotlfi Csiíwö AN7 SLAMWcF iT OM THE GKOUN7— SO HAftP THAT THE 5EAST WAS K.NOCKST UNCONSCJOUSl THUS THE NATIVE SbVcZJEBV VICTOftlOUS- inamatter: of SECONITSl n-i MWZ Það skipti engum togum, dvergurinn náði í hendlegg apans og sveiflaði honum fram yfir sig og apinn fór í loftköstum og lá rotaður eftir á jörðinm. Þetta tók ekki nema nokkrar sekúntur og þar með hafði svertinginn sigrað í þessari þraut líka. * A KVÖLDVÖKONNI Það var ákveðin kona, sem stjórnaði bílnum. Og hún hafði ekið á mann og fellt hann, án þess að meiða hann mikið. Hún reyndi ekki að komast í burtu. Þess í stað stöðvaði hún bílinn, steig niður á fasta jörð, og stóð andspænis honum með karl- mennsku. — Mér þykir leitt að þetta skyldi koma fyrir, sagði hún með tregðu. — En það er allt yður að kenna. Þér hljótið að hafa gengið kæruleysislega. Eg er reyndur og vanur ökumaður. Eg hefi ekið bíl í 7 ár. — Ja, eg er nú enginn við- vaningur heldur, sagði fórnar- lambið hennar reiðilega. — Eg hefi gengið í 57 ár. I * 1 — Eg fór heim með fallegu stúlkunni úr búðinni eitt kvöld- ið og stal frá henni kossi. I —- Hvað sagði hún? i — Er það ekki meira, sem yður þóknast? ★ Hún: — Nei, eg get ekki dans að við þig aftur. En eg skal kynna þig fallegustu stúlkunni í salnu'm. Hann: — En eg vil ekki dansa við -fallegustu stúlkuna í salnum. Það ert þú, sem eg vil dansa við. Það dugði. — Flakkari kom inn í bakarí, skjálfandi og nötr- andi. — Franskbrauð, gerið þér svo vel, frú, sagði hann og lagði peningana á búðarborðið. Kon- an fékk honum brauðið. Þegar hann tók við því sagði hann skjálfandi röddu: — Hvar er næsti spítali, frú? — Næsti spitali? át hún eftir honum. — Já, frú, mér líður svo illa. Eg held eg sé að fá einhvern sjúkdóm, liklega skarlatssótt, held eg. — Hvað þá? skrækti hún. — Farið út úr búðinni. Hann sneri við til að hlýðn- ast skipuninni. —- Hérna, takið aftur við peningunum yðar, sagði hún. Hann gerði það og rétti brauð- ið fram auðmjúkur. — Þér vijið náttúrlega fá brauðið yðar aftur, frú? — Farið út úr búðinni. Hann skreiddist beygðu höfði og fyrlr hornið. Þá kom brátt annar vesalingur til hans. — Jæja, Bill, sagði hann. — Hverriig fór það? — Það fór vel, Henrik.. Nú getur þú reynt að fá svolítið svínakjöt, og svo getum við borðað. ★ i Hann (hefir rétt í þessu verið kynntur): —- Afskaplega er hann ólaglegur þessi maður, sem er þarna rétt hjá hljóðfær- inu. Frúin: — Já, er það ekki? Þetta er maðurinn minn. Hann: — Það er þá satt, frú mín góð, að ólaglegustu karl- menn nái sér alltaf í lagleg- astar konur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.