Vísir - 11.04.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 11.04.1961, Blaðsíða 9
Í»ri6judaginn apríl 1961 VÍSIE Q ‘ggteaaságggflwaws Errol Flynn fellir dom yfir ,lífsmorðingjanum‘. $A NNAR \ Ö G U K ☆☆☆ EFTIR VERUB ☆☆☆ Ekki er ýkja langt síðan hinn heirnsfrægi kvikmyndaleikari Errol Flynn var dáður og eft- irlæti milljóna manna um allan heim. Hann lifði furðulegu lífi Errol Flynn. og féll í valinn 51 árs, og sagt er, að hann fari ekki dult með það í sjálfsævisögu sinni, að á- fengið, sem hann kallar „lífs- morðingjann“, hafi verið það, sem gerði út af við hann. Ýms vandamál mannkynsins eru lífseig og þreytandi. Eitt þeirra er áfengisbölið. Ekki skortir þó vitnaleiðsluna gegn því fyrr og síðar, en hér skulum við nefna aðeins þrjú vitnin, vitandi þó, að heimurinn muni lítt láta sér segjast við alla vitnaleiðslu, því hann er blind- ur af krónu, dollara eða ein- hverjum öðrum gjaldmiðli. Væri ekki svo, myndi áfengi ékki vera til í frjálsri sölu, sVo miklu tjóni veldur það um allan heim. 1. vitni: Upton Sinclair er heimsfræg- ur rithöfundur. Alla ævi sína hefur hann’ vitnað drengilega og markvisst gegn áfengisneyzl- unni. Fyrir nokkru kom út bók- in hans The Cup of Fury — Bikar heiftarinnar. Þar segir skáldið hryllilega sögu, hvernig tugir frægra manna, skálda og rithöfunda, drápu sig á áfeng- inu. 2. vitni: Barrymore-fjölskyldan var einnig heimsfræg. Morgunblað- ið er nýbúði að birta sjálfsævi- sögu Diönu Barrymore. Hún varð fórnariamb ofdrykkjunn- ar, saga hennar og allrar fjöl- skyldunnar er hörmungarsaga, en lærdómsrík og hefði átt skil- ið að betur hefði verið vandað til íslenzkunnar í þýðingu Morgunblaðsins. Hið fræga leikarafólk kvaldi sig sjálft, Jifði í sífelldum árekstrum og ástarævintýrum, og alltaf og alls staðar flaut áfengið, sem að síðustu gerði út af við þessar hröktu mannverur. | 3. vitni: Errol Flynn og sjálfsævisaga hans. Norska Godtemplarblad- et birti fyrir skömmu örlítinn kafla úr þessari ævisögu. Hann er á þessa leið: „Áfengið sviftir miklu fleiri menn lífinu en allar ópíumteg- undir samanlagðar. Um allan iheim er hægt að fá keypt á- fengi því sem næst á hverju götuhorni. Það herjar sérstak- lega á heila manna og lifur. Það eyðileggur allt siðferði og alla lífsgleði. Maðurinn verður linjulegur og sljór. Það var hörmulegur skaði, að áfengis- bannið (í Bandaríkjunum) skyldi misheppnast. Sennilega var það of róttæk tilraun. í stað þess að banna áfenga drykki 'gersamlega, hefði átt að ákveða í lögum, að þeir skyldu fást að- eins eftir læknisávísun eða með einhverjum öðrum takmörkun- • um. I Bannið var mikilsverð tilraun !viss hluta þjóðarinnar til þess jað ákvarða fyrir heildina, en imeð banni finnst fólki oft að það sé svift vissu frelsi, og rís gegn því. Áfengi leikur menn illa, svo að þeir aðhafast hið furðuleg- asta. Samt er það svo, að bæði Isjónvarp og mörg blöð lifa á 1 auglýsingum um öl og brenni- j vín, og sala þess er veigamikill þáttur í þjóðartekjum. Eg heíd, að eg sem drykkju- maður, sé fórnardýr vissrar til- hneigingar, sem er auðskilin og auðsæ, og hún er staðreynd í heimi manna. Hún hertekur okkur, sem erum veikir fyrir, og gerir út af við okkur.“ Meira birti norska blaðið ekki úr þessari ævisögu, sem vafa- laust er mikil saga, og rauna- saga. ! Hér eru aðeins þrjú vitni af þeim milljónum manna, sem með eyðilögðu lífi og dauða sin- um hafa vitnað gegn áfengis- neyzlunni. Hafi blóð eins mannsí í fyrstu1 morðsögunni, hrópað til Guðs,! þá hlýtur blóð hinna óteljandi fórnardýra áfengissölunnar að hrópa hátt í himininn, en mik-1 j ill hluti, ef til vill mestur hluti ; þjóðanna heyrir ekki það hróp.1 Peningurinn blindar og deyfir einnig heyrnina, og nautnasýkin , leggur til lið sitt. Pétur Sigurðsson. Gervitungl Bandaríkjamanna 1) Þcgar á miðju ári höfðu Bandaríkjamenn sent 34 gervi- tungl á loft. Þau hafa sent til jarðar margvíslegar upplýsing- ar og þúsundir mynda, sem hafa hjálpað mönnum til þess að gera sér betri grein fyrir veð- urfari, geisliun og öðrum leynd- armálum himingeimsins. Þess- ar upplýsingar hafa ver’ð send- ar vísindamönnum annarra þjóða, jafnóðum og þær hafa legið fyrir. Aðaltilgangur Bandaríkjamanna með þessum gervitunglum er að afla upplýs- tímum.---------r- Explorer I var skot’.ð á loft af bandaríska land- hcrnum. Hann kom mönnum á snoðir um geislunarbelti, sem liggur tunhverfis jörðina og nefnist Van Allen beltið,' eftir Dr. James A. Van Allen, sem uppgötvaði það. Þetta var að öllum lík’.ndum merkilegasti viðburður á jarðeðlisfræðiárinu. Tunglinu var skotið á loft 31. jan. 1958, óg 30.8 pund, sívalt I, í laginu, og 6 þuml. í þvermál. Ævi þess er 3—5 ár, og um- ferðartíminn 107.9 mín. Næst jörðu fór það 216.8 mílur en fjærst 1.198.3 mílur. — — —- Vanguard I var skotið á loft af sjóhernum. Hann staðfcsfú þá tilgátu manna, að jörðin væri svipuð í laginu og pera, og að ummálið rnn miðbaug væri ekki eins in’.kil og talið hafði verið. Því var skotið á loft 17. marz 1958 og óg 3.25 pund. Það var hnöttótt og 6.4 þumlungar í þvermál. Gert cr ráð fyrir að það verðii á lofti 200—1000 ár,- Það fer kringum jörðina á 131 mínútum, er í 405.7 mílna fjar* lægð þegar það er næst jörðu, en 2.460.6 mílna fjarlægð fjærst. 2) Explorer III var skotið á Icft af landhemum, og .safnaði það mikilsverðum upplýsingum um innri hluta Van Allen belt- isins og einnig um áhrif lítilla loftstcina. Tungl’.nu var skotið 26. marz 1958 og óg 31 pund. Það var sívalt í laginu, 6 þuml í þvermál og var á lofti frá 26. marz til 28. júní. Umferðartími var 115.87 mínútur og fór næst jörðu í 21 mílna fjarlægð. — — — Explorer IV var sömu- leiðis skotið á loft af landhern- um og tilgangurinn með ge'm- skotinu var svipaður og átti sér stað um Explorer III, þ. e. að safna frekari upplýsingum um Van Allen beltið. Því var skot- ið á loft 26. júlí 1958 og óg 38.4 pund. Það var sömulcið’.s sívalt í laginu, 80.39 þml. langt og 6.25 þuml. í þvermál. Það var á lofti fram til 23. okt. 1959. Umferðartími tunglsins var 110.27 mínútur, fór næst jörðu í 163 milna fjarlægð, en fjærst í 1.380 mílna fjarlægð.------- Score hét þessi eldflaug og var ' skotið af flughernum handa- | ríska. Hún var notuð til þess að taka við og endurvarpa mannsrödd'.nni utan úr geimn- um. Heiini var skotið á loft 18. | desember 1958. Þyngd eldflaug- arinnar var 8.750 pund, hún var sívöl í laginu, 85 feta Iöng, 10 fet í þvermál og var á löfti fram til 21. janúar 1959. Flaug- in fór umhverfis jöríT.na á 101.46 mínútum, fór næst jörðu í 110 mílna fjarlægð en var f jærst í 920 mílna fjarlægð. I Dæmt skal um umsækjendur. Skipuð hefir verið dómnefnd til þess að dæma hæfni umsækj- enda um prófessorsembætti í sögu við heimsepkideild Há- skóla íslands. í nefndinni eiga sæti: dr. Steingrímur J. Þor- steinsson prófessor, af hálfu heimspekideldar, og er hann jafnframt formaður nefndar- innar. Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, af hálfu há- skólaráðs og Finnur Sigmunds- son landsbókavörður; skipaður af menntamálaráðuneytinu. Sex umsóknir bárust um em- bættið, en einn umsækjenda, Gunnar Finnbogason cand. mag., hefir tekið umsókn &ína aftur. 3) Vanguard II var skotið á loft af ga’mrannsóknaráði Bandaríkjanna, og tigangurinn var að ná myndnm af yfirborði jarðar, sem gætu orðið að liði bæði landfræðingum og veður- fræðingum. Því var skotið á loft 17. febrúar 1959 og óg 20.74 pund. Tunglið var kringlótt, og áætlað að það verði á'Iofti í allt að 10 ár. Það fer uiuhverfis jörðu á .125.3 mínútum, er í 346.9 mílna fjarlægð næst jörðu en 2.045 mílna fjartægð fjærst. Discoverer I var skotið á loft af flughernum, og var þetta fyrsta gervitunglið scm fór umhverf’s jörðina, þannig að Ieið þess lægi umliverfis heimsskaut.n. Því var skotið 28. febrúar 1959, óg 245 pund, var sívalt, 19.2 feta langt og 5 fet í þvermál. Það var á lofti fram til 5. marz 1959 og fór umhverfis jörðina á 95.9 mín. Næst jörðu í 99 mílna fjarlægð, fjærst í 605 mílurn, — — — Pioneer IV var skotið á loft af geimrannsóknaráðinu banda- ríska. Þetta var gervitungl sem fór á svo víðri braut, að það komst í aðcéns 37.500 mílna fjarlægð frá tunglinu. Það stað- festi það sem áður var vitað um geislunarbelti og gerði athug- anir á geimryki. I»ví var skotið 3. marz 1959, óg 13.4 pund, var kcilulagað, 20 þuml. langt og 9 þml. í þvermál. Það getur ver- i'ð á lofti til eilífðar, fer um- hverfis jörðu á 406.95 dögum. Sólfirð þess er 107.951.000 míl- ur en sólnánd 91.720.000 mílur*. idbky^J.w

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.