Vísir - 11.04.1961, Síða 10

Vísir - 11.04.1961, Síða 10
10 VÍSIR Þriðjudaginn 11. apríl 1961 JDHN □□ WARD HAWKINS: HÆTTULESUR VITFIRR 11 Hann reýndi að láta ekki á því bera hve örmagna og kvíðinn hann var. Það var erfitt. Loftið var dulmagnað og allra veðra von. Frederick Sunner, lögfræðingur firmans, ræski sig. — Ilerrar mínir, sagði hann og leit á Barney og þá hina. — Eg held að i okkur sé öllum likt í hug. En við skulum ekki sakast um orðinn ^ hlut. Strand hefur sannarlega átt nógu erfitt, og þó að við viljum áfellast hann, höfum við engan tíma til þess. Við skulum horf- ast í augu viö staðreyndirnar. Glæpamaðurinn hefur simað Strand og sagt að hann æti sér að nota nýja sprengju. Strand áegir þetta, en getum við treyst honum? ; Pa.Ul Gavin hafði staðið upp. — Eg ábyrgist Barney Strand, áagði hann. — Þið getið sagt hvað sem þið viljið um hann, en hann er ábyggilegur maður. — Hvað álítið þér, hr. Cromby? spurði Sunner. . Eg held að Strand segi satt, svaraði Cromby. — Að minnsta kosti getum við átt von á að fólk verði drepiö og sært. Við kom- umst ekki hjá að gera ráð fyrir því. ' Hinir kinkuðu kolli. ; — Jæja, hélt Sunner áfram. — Við lítum þá svo á, að þessi hót- un sé í gildi. En framkvæmir glæpamaöurinn hana? Það eru ekki margir, sem mundu geta gert það. . — En þessi gerir það, sagði Barney. Sunner svaraði honum ekki. Hann horfði á Cromby og beið svars. Það er órrtögulegt að vita, sagði Cromby loksins. — En við komumst ekki hjá að eiga von á þessu. Hinir kinkuöu enn kolli. — Þá er spurningin: Hvernig eigum við að afstýra na?stu sprengingu, sagði Sunner. — Með því að loka vöruhúsinu, sagði Brandon. Cromby sagði: — Strand segir að glæpamaðurinn búist við að við gerum það. En þá ætlar hann aö bíða þangaö til opnað verð- ur aftur. — Þá látum við hann bíða, sagði Brandon. — Því lengur sem hann bíður þess lengri tíma fáum við til að finna hann. Viö þurfum ekki að taka hann með sprengjuna í hendinni. Við þurf- um aðeins visbendingu til aö komast að h'ver hann er. Og við höfum komist nær markinu. Við höfum getað vinsað úr ýmsa þeirra sem við grunuðum, svo að um færri er að ræða en áður. — En þér gétið ekki fullyrt að glæpamaðurinn sé í hópi þeirra sem þið grunið, sagði Cromby, — Enginn veit hver hann er. Þetta er vonlaust verk, úr því að þið hafið ekki meira að styðjast við. Spurningin er aðeins þessi: eigum við að hætta lífi við- skiptavina og starfsfólksins, eða eigum við að leggja þetta fyrir- tæki niöur? Brandon sagði hugsandi: — Er aðeins um þetta að velja? — Já, sagði Cromby. — Þið munið verða hissa er þið heyriö hve mikið þaö kostar að loka vöruhúsinu, þó ekki sé nema einn dag, í jclaönnunum. Tuttugu og fimm þúsund handa bófanum er ekki nema smáræði i samanburði við það. Gayle-vöruhúsið mundi blátt áfram verða gjaldþrota, ef við yrðum aö loka lengi. Og hvað mundi bófinn gera? Byrja á því sama hjá einhverjum keppinautum? Samt álít ég að við verðum aö loka. Eg spyr sjálfan mig: Hef ég rétt til að stofna mannslífum í hættu hér í fyrirtækinu? Eg svara nei. En önnur leið er til. Við getum hafiö baráttuna gegn þeim, sem viil eyðileggja okkur. Og almenningur getu^ tekið þátt í þessari baráttu. Ef við leggðum málið fyrir al- menþingsdóm, alveg eins og það er.... — Hvað eigið þér við? spurði Brandon. — Að við látum blöðin hafa það eins og það leggur sig, bæði þaö sem gerst hefur og það sem við óttumst' að eigi eftir að ger- ast. Fii'máð gerír grein fyrir sinni skoðun á málinu með aug- lýsingum. Við megum ekki draga dul á, að sá sem komi inn í vöruhús Gayles stofni lífi sinu i hættu. Við allar dyr og í öll- um gluggum setjum við upp aðvaranir. Enginn kemur inn fyrir dyrnar án þess að hafa verið aðvaraður. —En þá koma heldur ekki neinir til að verzla, sagði Sunner. — Ef til vill ekki, sagði Cromby. — Eg ætla að minnsta kosti ekki biðja þá um að koma. En dyrnar verða opnar. — Kannske kemur einhver slæðingur, sagði Brandon. — Við verðum að setja lögregluvörð þar. — Vitanlega, sagði Cromby, — lögreglu við allar dyr, og auk þess lsynilögreglu inni. En það sem mestu skiptir er að þeir nái í glæpamanninn áður en hann skilur sprengjuna við sig. Um kvöldið kom aukaútgáfa af flestum blöðunum. Sölustrák- arnir öskruðu sig hása og íólki þótti mikill matur i fréttinni af Gayle-vöruhúsinu. Barney ók til skrifstofunnar, eftir andvökunótt, og lagði bíln- um sínum skammt frá. Hann hafði búist við að koma að tómum kofunum. En úti á götunni varö hann að olnboga sig áfram gegnum mannfjöldann. Lögreglan hafði nóg að hugsa, að halda íólkinu í skefjum. Og þsgar inn var komið voru þrengslin enn meiri. Það var likast að allir bærinn hefði mælt sér mót þarna. Barney komst loksins í skrifstofu sina og þar beið Gavin. — Eg varð að komast á rólegan stað, sagði Gavin. — Vertu velkominn, svaraði Barney. — En skilurðu þetta? A.llstaðar fullt af fólk, á öllum hæðunu! — Fólk er skrítið, sagði Gavin. — Undir eins og það á voil á gífurtíðindum þá kemur það. En ekki er hægt að segja að þuð hafi ekki verið varað við. Blaðamennirnir hafa dugað vel. Skömmu síöar fóru þeir í hringferð um verzlunardeildirnar. Það var erfitt að komast áfram, og ómögulegt að taka eftir einstöku fólki í allri þvögunni. Barney reyndi. Hann tald-’ yist.að sprpiigju- bófinn væri einhversstaðar í fjöldanum. Þó ekki væri nema af forvítni. Bamey horfði hátt og lágt, ef ske kynni að hann sæi einþvern,. sem honum þætti grunsamlegur. Þar var úr nógu að veIja.. Eftir nokkra stund fór hann að gruna alla, sem honum var? íitið á. Hann hypaði sig inn í skrifstofuna aftur og settist á stólinn eins og slytti. Roy Clark hafði elt Barney upp á fimmtu hæð. En þá hafði hann snúið við og farið í lyftunni niður. Clark var ánægður með tilveruna. Tvívegis hafði hann rekið sig á Strand, en hann ekki tekið eftir honum. Það var auðsjáan- KVÖLDVÖKUNNS II e I _ :1 =ili5«ltólB Franois Mauriac er einn af stað- föstustu bölsýnismönnum. Hann á landeign nálægt Bordeux og einu sinni þegar hann kom úr heimsókn þaðan talaði hann með aðdáun um gamlan ráðs- mann sinn. — Eg öfunda þenna gamla vitring, ságði hann. — Getið þér trúað því að hann er alveg hamingjusamur — og hann skammast sín ekki vitund fyrir það! Fundunt Diefenbakers og Macmillans lýkur í dag. Ræddu sömu mál og í Washington. Hiuold Maemillan forsætis- ráðherra Bretlands kom til Ott- awa í gær og hófust viðræður hans í milli og Johns Diefen- bakcr forsætisráðherra Kanada nokkru eftir kcmuna. Þeim verður haldið áfram í dag og mun ljúka í kvöld. í dag flytur Macmillan ræðu í félag- inu Canadian Club. í gær ræddu þeir Laos, Congó og Norður-Atlantshafsbandalag ið og viðskiptabandalögin í Ev- rópu. Macmillan er sagður hafa fullvissað Diefenbaker um, að hann þyrfti engar áhyggjur að takanna — það rnundi ekki hafa áhrif á þau márkaðskjör fyrir landbúnaðarvörur, sem Kanada nýtur á Bretlandi. — Sagt er að Kennedy hafi hvatt Macmillan til þess að halda til streitu áformiiiú um aðild áð sammarkassamtökunum, þrátt fyrir, að það gæti bitnað á sölu á bandarískum vörum á Bret- landi. Macmillan hreyfði því við Kennedy, að greitt yrði fyrir, að Vestur-Indiumenn gætu kom ið til Bandaríkjanna í atvinnu- leit, og mun fitja upp á hinu hafa af því, að hann reyndi að sama við Diefenbaker, en gerði brúa bilið milli Sammarkaðs- það þó ekki í gær. landanna og Fríverzlunar sam- ;• R. Burroughs -IARZAW- 3777 LNP' TmENJ ATOINISTEgEÞ A VlC- TOCIOUS, RONE-CK-USHINS HOUF Tarzan varð hálf ruglaður | og miður., sín og áður en hann var búinn að átta sig var svertinginn kominn oían á hann og búinn að ná háls- taki á Tarzan svo hann gat sig hvergi hreyft. Sugar Ray Robihson hafði einu sinni gefið mjólkurfélagi í New York leyfi (fyrir marga dali) til áð nota náfn sitt'í aug- lýsingaskyni og það var gert á þessa: lund'með niynd af hon- um: „Þessi sterki og ’ hugrakki maður drekkur aðeins mjólk frá okkur.“ Þá greip annað mjólkurfélag tækifærið, Það sýndi mynd af brosandi ungbai'ni og þessi teksti fylgdi ineð: ' ■ „Til þess að drekka okkar mjólk þurfið þér hvorki að vera sterkur eða hugrakkur.“ ★ Kvikmyndaleikkona: —«■ Eg' hefi vottorð um það hér frá lækni mínum,(að eg gæti ekki leikið í dag. Forstjórinn: — Hvers vegna voruð þér að hafa fyrir þessu? Ég hefði getað gefið yður vott- orð um það, áð þér getið aldrei leikið. ★ * \ Hinn nýi aðstoðarprestur var að heimsækja sjúka á spít* ala bæjarins. Þegar hann kom í sjúkrastofu 2 sá hann þar föl- an mann, sem var allur vafinn í sárabindi. Hann riam staðar og sagði nokkur huggunarorð og var hress í máli: ' — Látið yður á sama standa, maður mirín. Yður mun brátt batna. Brösið bara, það er að- ferðirí. — Eg mun aldrei aftur brosa, sagði ungmennið hryggur. — Hvaða vitleysa, gall að- stoðarpresturinn við. — Það er engin vitleysa, svar- aði hinn og hitnaði í hamsi. — Það er fyrir það að eg brosti til stúlku annars manns, sem eg er kominn hingað. ir Benni flakkari: — Eg ætlaði að spyrja hvort eg gæti fengið jrauða lukt að láni hjá yður. Eg þarf að sofa á götunni í nótt og' ;þarf að hafa rauða lukt svo að umferðin aki framhjá mér. * Filmstjarnan Iledy Lamarr jhefir nýlega gefið út enclur* jminningar sinar, sem hún segir að séu; hreinskilnar. Frá því að hún var Hedy Keissler og kom fram í kvikmyndinni Ecstase, og sýndi heiminum meira af sér en vopnakónginum Mande, sem varð síðar maður hennar géðj- aðist að, hefir alltaf verið held- ur stormasamt um hana. Nú f eru það fimm eiginmenn, sem jmega hneykslast — og margir í aðrir. .

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.