Vísir - 05.05.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 05.05.1961, Blaðsíða 3
Föstudaginn 5. maí 1961 yísiR Stöðugra verðlag eitt höfkrðverke^na alþjóða fisfímjöEsráðstefniF.rc.nai'. Mcrkar tilraunír nseH fistcmjöl til manneidis. Alþjóðaráðstefna um fiski- mjöl var haldin í marz s.l. á vegum Matvæla- og landbúnað- arstofnunarinnar (FAO), e'.ns og áður hefur verið getið hér í blaðinu. Ráðstefnuna sóttu yfir 120 fulltrúar frá 27 þjóðum, auk áheyrnarfulltrúa frá nokkrum stofnunum. — Þar var rætt um hvaða ráðstafanir væri unnt að gera til þess að tryggja stöðugra verðlag á fiskmjölsmarkaði heims, en eins og kunnugt er hefur fiskmjölframleiðslan auk- ist gífurlega á undangengnum árum; afleiðingin er hin mikla verðlækkun sem bakaði fisk- mjölsframleiðsluþjóðum mikið 'tjón á s.l. ári aðallega. Dr. Norman C. Wright, að- stoðarframkvæmdastjóri FAO kvað tilganginn með ráðstefn- unni, að gera sér fulla grein fyrir eftirspurn á fiskmjöli í heiminum, nú og í framtíðinni, rannsaka öll skilyrði til stöðug- leika í fiskmjölsiðnaðinum. M. a. var rætt á ráðstefnunni um aukna notkun fiskmjöls til skepnufóðurs, og kom fram sú skoðun á ráðstefnunni, að ef í iðnaðinum væri þess gætt bet- ur að hagnýta vísindalegar og efnahagslegar upplýsingar, mundi ,,á flestum svæðum vera unnt að auka notkun fiskmjöls til skepnufóðurs". Einnig var rætt um hreinsað (refined) fiskmjól til manneld- is. Fulltrúar frá þjóðum, sem hafa gert tilraunir með notkun þess í stórum stíl, létu í Ijós bjartsýni um aukna notkun þess. Jazoli Abdelkrin frá Mar- okkó kvað svo að orði: „Tilraunir okkar með fisk- mjöl hófust fyrir 2 árum — og árangur er með ágætum og við- taka (acceptability) alger, því I að við sannfærðum þjóðina um nauðsyn þess, að bæta úr pro- tein-skorti hennar. Notkun fisk- mjöls til manneldis jókst um helming í Marokko 1959—60 og við vonum, að enn verði um aukna notkun þess að ræða 1961. í tveimur verksmiðjum er framleitt kex sem inniheldur ! 15% protein úr fiskmjöli. Ríkis- stjórnin hefur, með aðstoð al- þjóðastofnana eins og FAO, hafið mikla sókn til aukningar já notkun fiskmjöls. Ríkisstjórn okkar gerir sér grein fyrir, að 40% landsmanna þjást enn af næringarskorti." Þessar skoðanir fulltrúans frá Marokko nutu stuðnings full- trúa UNICEF (United Nations Children's Fund) eða Barna- ! hjálparsjóði Sameinuðu þjóð- anna, sem einnig hefur tekið virkan þátt í fiskmjölssókninni í Marokkó. Einn af fulltrúum UNICEF, Max Milner, kvað svo að orði: „Eg er þeirrar skoðunar að fullnægjandi tilraunir hafi ekki verið gerðar til aukinnar fisk- mjölsnotkunar til manneldis í löndum þar sem næringaskort- ur er mikill. Tilraunir í Sví- þjóð og Suður-Afríku . voru gerðar meðal fólks, sem átti völ annarrar proteinauðugrar fæðu." Fulltrúi Perú, mesta fisk- mjölsframleiðslulands heims, gat um tilraunir þar með notk- á f iskmjöli un fiskmjöls til manneldis, en þær hófust fyrir tveimur árum. „Fiskmjölið var blandaðs í I brauð og börnin tóku því vel," ! sagði fulltrúinn, Christobal JVecorena. „Aðal erfiðleikarnir eru að sannfæra þjóðina, að ! þessi tegund fæðu er einmitt sú, sem vinnur bug á protein- skortinum. — Fiskmjöl bland- að í fæðu fólks sem býr við proteinsskort mundi vei*ða til mikillar hjálpar. j Fulltrúi Bandaríkjanna sagði, að rannsóknir færu fram á fisk- mjölsframleiðslu sem þar væri boðin og tilraunir með notkun þeirra. Athuganir færu og fram I varðandi framleiðslu á vélum til þess að geta framleitt þessar fiskmjöls-tegundir ódýrt. I Nærri allir fulltrúar fisk- mjölsframleiðslu landa sögðu, að í löndum þeirar væru skil- lyrði fyrir hendi til aukningar á ifiskmjölsframleiðslu, þeirra meðal fulltrúar Noregs og ís- lands. Fyrsta hópferð sumarsins til Norðurlanda. Sintna fer þá fer5, sem hefst 13. þ.m. Fréftabréf frá Patreksfirðh Þeir hýsa heila sauma klúbba í Hveradölum. Benzínafgreiðsla allsn solarhrimjinn, hljómsveit á hverju kvöidi, barnaleik- völlur væntanlegur. Skíðaskálinn í Hveradölum skipí': talsvert um svip skömmu eftir að tveir ungir menn tóku við rekstri hans fyrir 19 mán- uðum, þeir Óli J. Olason og Sverrir Þorsteinsson, og enn halda þeir áfram ætlan si-nni að gera þennan stað að fjalla- höteli með nútímasniði. Þey félagar buðu blaðamönn- um í gær að skoða setustofuna, sem þeir hafa búið nýjum hús- gögnum, og þeir eru búnir að steypa stétt framan við skálann, þar sem eiga að koma veitinga- borð undir berum himni eins og tíðkast í útlandinu. Þá er kom- ið afgreiðsluborð í anddyri, þar • sem selt er sælgæti og töbak . og látnar í té upplýsingar fyrir gesti og gangandi. Veitingamenhirnir tóku upp á því í fyrrasumar að útvega gestum sínum hesta í útreiðar- túra, og 'þeir ætla að halda því áírám í sumar, -á laugarddgum verða farnar stuttar ferðir, en á sunnudögum heils dags útreið- arferðir. Þá verða útveguð veiðileyfi í Þorleífslæk hjá Hrauni í Ölfusi. Og á næstunni kemur benzínafgreiðsla við skálann, og verður allan sólar- hringinn. Og verða seldir þar nestispakkar handa þeim, sem þarna eiga leið um. I Mjög hefir það tíðkast í seinni tíð að fjölskyldur heim- sækja skálann, og til þæginda barnafjölskyldum eru veitinga- mennirnir að láta útbúa barna- leikvöll og hafa líka til taks barnastóla við veitingaborð. Það er fólk af Öllu tagi, sem komið hefur auga á vistlegheitin í Skíðaskálanum, margir hóp- ar fara þangað til að eiga þar góða stund og gista, og það nýj- asta er, að saumaklúbbar fara þangað í heilu lagi og leggja jafnvél undir sig skálann sól- Fulltrúi Perú minntist á hin miklu skilyrði, sem Perú hefur til fiskmjölsframleiðslu, ein hin beztu í heimi, en ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að framleiðsla „aðeins 3 milljónir tonna (metric tons) af fisknrjpli á þesu ári." Fulltrúi Bandaríkjanna, næst mesta fiskmjölsframleiðslu- landsins kvað nauðsynlegt að taka tillit til verðlagsins og mundu Bandaríkin framleiða á- líka magn af fiskmjöli á þessu ári og s.l. ári, en Bandaríkin gætu framleitt 15.000 tonn af fiskmjöli á klukkustund og væri þá miðað við fulla notkun fiski- skipa og báta og fiskmjölsverk- smiðja. Fyrsta hópferð sumarsins til Norðurlanda verður á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu og verður flogið með Flugfélagi ís- lands til Kaupmannahafnar 13. maí og komið aftur til Reykja- víkur að kvöldi 1. júní. Er hér um að ræða ferð, þar sem fólk getur valið um dval- arstaði, þegar út er komið Dval ið verður á gistihúsi í Kaup- mannahöfn og tíminn að mestu til frjálsrar ráðstöfunar fyrir fólk. Hægt er að fara í stuttar ferðir frá Kaupmannahöfn og einnig tii Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir því að flest- ir þátttakendur í þessari ferð vilji einnig fara til Hamborgar og munu þeii- sem þangað ætla hefja ferðina með því að kom- ast í lengri og styttri ferðir suð- ur um Þýzkaland, eðá dvel.ia þar þangað til farið er heim.. Einnig geta þeir sem taka þátt í þessari fyrstu hópferð ársins til Norðurlanda farið á- fram í ferðalög til meginlands- ins með dönskum ferðaskrifstof um, sem Sunna hefur samvinnu við. Eru þátttakendur í ferðinni algjörlega frjálsir að því hvort þeir vilja áfram, á vegum Sunnu til meginlandsins, eða dvelja í Hamborg, eða Kaup- mannahöfn. Heimförin er held- ur ekki bundin við neinn sér- stakan dag, innan 30 daga tíma bils frá brottfarardegi. Ferða- kostnaður miðað við tveggja vikna dvöl í Kaupmannahöfn, flugferðir, hótelgisting og uppi- hald er 10.400,00, en nokkru dýrara miðað við jafnlanga dvöl í Hamborg BcÍJidi sEasast í ÖnuitrfarfirJri. (Þk tls'esegti. sem vnlt á hann wítiu. Önfirzkur bóndi, Björn Hjálm arsson á Mosvöllum, varð í fyrrákvöld fyrir því óhappi að lehda undir dráttarvél, er hún lenti út af veginum og hvolfdi þegar hann var á heimleið frá Flateyri. Björn meiddist mikið, m.a. munu nokkur rif hafa brotnað og ekki óliklegt talið að hann kunni að hafa skaddast inn- vortist, en meiðsli hans voru ckki að fullu kunn þegar síðast íréttist. Þrátt fyrir þessi iklu meiðsl gat Björn bóndi komist af eigr in rammleik til næsta bæjar, enda var þá áliðið kvölds, eng- in umferð eftir veginum og enginn séð er slysið vildi til. Björn komst heim að bænum Breiðadal, en þangað var lækn- is strax Vitjað' og Björn síðan fluttur út á Flateyri til nánari \ rannsóknar og hjúkrunar. iússi slgurvegari viíí [I Alamein! 4arhringum saman. í fyrri viku birti brezkt vikublað eftir- farandi fréttastofufregn, er símuð var frá Moskvu: Það var rússneskur ofursti, sem hafði til— hneigingu til að miklast af afrekum sínum, sem átti hugmyndina að heyja orrustuna við EI Alamein, og skipulagði hana að verulegu leyti. Frá þessu er sagt í rússneska tímarit- inu „Ungi varðmaðurinn". Og þar á ofan voru það Rússar, sem vörðu Tobruk tvo daga til viðbótar, eftir að hershöfðinginn hafði fyrirskipað uppgjög! Þessar upplýsingar er að finna í skáldlegri lýsingu á afrekum líðsforingja, skrifaðri af fyrrverandi stríðsfréttaritara, Sergei Bor- zenko. í formála er sagt til skýringar, að frá- sögnin byggist á því, sem raunverulega gerð- ist, samkvæmt samtíningi úr frásögnum þeirra, sem raunverulega tók þátt í hcrferð- inni. Borzenko kallar Iiðsforingjann „Klebnikov, ofursta" og segir, að hann hafi ekki notað sitt rétta nafn, og þeir sem upplýsingarnar létu í té hafi ýmist kallað hann,-Klebushko, Bulkin eða Klebov!.' „MONTGOMERY ÞÖGULL". Þeim tilmælum var bcint til Montgomerys marskálks, að hann legði til að Klebnikov fengi Viktoríukrossinn (æðsta heiðursmerki Breta fyrir stríðsafrek), segir þar, cn — „Montgomery var þögull" (um afrekið). Og svo segir Borzenko: „Klebnikov strauk úr þýzkura fangabúð- um. Hann komst til Bretlands og var sendur til Norður-Afríku. Dag nokkurn, er hann ók um sandauðnirn- ar með brezkum liðsforingja, kom hann auga á El Alamein. Hann sá undir eins, að Bretar þyrftu að hörfa 'pangað 02 búa sig undir stór- orrustu þar, til þess að gereyða her Rommels. Hann náði fundi Auchinlecks hershöfð- ingja, sýndi honum teikningar af EI Alamein og gerði honum grein fyrir áætlun sinni." Og svo er vitnað í Auchinleck: „Þegar ég sá El Alamein, veitti ég athygli aðstöðu þar, en 'pctta gleymdist mér brátt. Sú staðreynd, að þér veittuð henni einnig athygliy veldur, að ég mun hugleiða á ný upphaflega ákvörðuh niína að heyja orrustu við EI Ala- HAFÐI STJÓRN Á HENDI í TOBRUK! Samkvæmt frásögninni fyrirskipaði Auch- inleck nú allsherjar undanhald brczka hers- ins til Alamein, þar sem herinn bjó um sig. Þegar nú Klebnikov var nú búinn að ieysa þennan vanda lagði hann leið sína til Tobruk. Þar fékk yfirmaður brezka hersins lionum í hendur herstjórnina. Og Þjóðverjar voru furðu lostnir yfir hve vörnin efldist. En Klebnikov lét ekki þar við sitja. Ilann ruddi sér braut út úr Tobruk, komst til Ala- mein, komst að baki ítalsks herfylkis og réðst á það. ' Endalok hetjunnar urðu þau að falla fyrir kúlnahríð úr Messerschmit-orrustuflugvél — cinhversstaðar í.Norður-Afríku; l'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.