Vísir - 05.05.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 05.05.1961, Blaðsíða 4
4 V ISI K Föstudaginn 5. maí 1961 Jakob Jakobsson, fiskifræðingur: Ungsíldarmerkinpr Fiski- deildar m áransur beirra. Dr. Bjarnl Sæmundsson segir svo í bók sinni, Fiskarnir: „Nytsemi síldarinnar er svo mikil, aS hún er sá fiskur, sem mest er veitt af, mest er höfð til matar og mestan gefur arð- inn", og á Bjarni þá við heild- arveiði annarra þjóða. Þegar þetta er haft í huga, verður skiljanlegt, hvers vegna síldargöngur og hinar tíðu sveiflur þeirra hafa oft tekið hug íslendinga fanginn. Eftir því sem tímar hafa liðið og haf- rannsóknum vex fiskur um hrygg, hefir þekking manna á göngum og hegðun síldarinnar stöðugt aukizt. Til skamms tíma hafa íslenzku síldarrannsókn- irnar fyrst og fremst beinzt að fullorðnu síldinni, en xmgsíldinni, þ. e. a. s. 1—3 ára smásíld og millisíld, hefir verið minni gaumur gefin. Nokkur breyting hefir þó orðið á þessu hin allra síðustu ár og haustið 1959 gerðust þau tíðindi, að smásíld og millisíld var merkt í fyrsta skipti hér við land. Hinn 28. okt. það ár voru um 250 síldir merktar á hinum fornu og alþekktu uppeldisslóð- um íslenzkrar síldar, Eyjafirði, og hinn 7. nóvember 1959 voru 3500 síldir merktar í Vest- mannaeyjahöfn. Á síðast liðnu hausti var þessum merkingum haldið áfram á Eyjafirði, og í vetur endurheimtust nokkur merki suðvestanlands úr þeim merkingartilraunum, auk fjöl- margra merkja, er endurheimt- ust á Eyjafirði* sjálfum, og munu þau gefa mjög mikils- verðar bendingar um smásíldar*- magnið í firðinum á s.l. vetri. Fyrstu endurheimturnar úr ' Vestmannaeyja-tilrauninni feng I ust í desember 1959, og veidd- ist sú síld í Grindavíkursjó, þ, e. mánuði eftir merkinguna. 1959—1960 virtist síldarganga þessi halda austur með suður- ströndinni, en engar frekari endurheimtur fengust fyrr en á s.l. sumri, að síldveiðar hóf- ust á grunnmiðum austanlands. Þar veiddust 16 síldir, en merkt- ar höfðu verið í Vestmannaeyj- um 8—9 mánuðum áður. Engin slík síld veiddist hins vegar við Norðurland, og sýnir það, að gangan hefur komið suðaustan fyrir land inn á hin rauðáturíku Austfjarðamið. Enn verður |Vestmannaeyjamerkja vart þeg ar síldveiðarnar hófust við Suð- | vesturland á sl. hausti. Fram til áramóta endurheimtust alls 16 slík merki, sem komu úr síld, er veiddist á svæðinu frá Vest- mannaeyjum að Reykjanesi, og !hefur hún því kosið sér vetur- setu í hinum hlýja sunnlenzka sjó. I Þó ekkert fleira hefði komið itil, virðast þær endurheimtur, sem hér hefur verið getið, sýna furðu skjótan árangur af merk- ingum ungsíldarinnar, þar eð aldrei fyrr höfðu sannast náin tengsl milli Austfjarðarsildar- innar og síldarinnar við Reykja- nes. Enn gleggri mynd fæst þó af göngum þessarar tveggja og þriggja ára gömlu síldar, ef einnig eru athugaðar endur- heimtur síldarmerkja, er merkt var með við Austfirði kjs.l. sumri, því að við Suðvestur- land veiddust í haust 20 slík Austfj arðamerki. Til dæmis má geta þess, að í síldarverksmiðjunni í Keflavík fundust í nóv. og des. s.l. alls 14 síldarmerki. Tólf þeirra komu úr aflahrotu, er varð í Grindavíkursjó um mánaða- mótin nóvember og desember, ellefu þessara tólf sílda voru merktar á Reyðarfirði í ágúst- mánuði s.L, og hefur sjaldan fengizt svo örugg vitneskja um síldargöngur milli landshluta sem hér hefur nú verið lýst. Með sanni má því segja, að við þetta hafi mynd sú, er við reyn- um að gera okkur af hinum margslungnu síldargöngum, skýrzt til mikilla muna. (Ægir.) Kennedy fær 5000 bréf á dag að meðaltali. Hver boðskapurinn á fætur öðrum kcmur úr Hvíta húsinu yfir £-< ngið og bandarísku þjóo- ina, en ckki verður annað sagt en almenningur að minnsta kosti sé í stöðugri „gagnsókn". - Bréfin, sem berast til Hvíta. hússins, stíluð til sjálfs forset- áns, eru nefnilega hvorki fleiri né færri en 5000 a dag ('meðal- ¦tái) og auk þess fa hinir ýmsu ráðunautar hans þar starfandi og starfsmenn þeirra um 2000 bréf á dag .áð meðaítali. i Mestur hluti bréfanna er frá fólki í Bandaríkjunum sem að "líkum lætur, og frá allra stétta fólki, en bréf berast annars úr að kalla öllum lönduin heims. og á ótal tungumálum. Og efni bréfanna er ærið . margvíslegt. Menn hafa yfir ýmsu að kvarta. Aðrir telja sig 4iafa merkar tillögurv fram að flytja. Og enn aðrir eru hVjálpar þurfi — og sjá engin önnur úr- ræði en að skrifa sjálfum lands- föðurnum — . ríkisforsetanum. Frá rómverskkaþólsku f ólki bérast nú mörg bréf, þar sem Kennedy er fyrsti forseti Banda- ríkjanna kaþólskrar trúar. Flest flytja aðeins góðar óskir og tjá' forsetanum ag bréfritarinn og h'áns folk minnist hans jafnan í bænum sínum. Og svo mætti lengi telja. Karinske -mætti því :við bæta, að súmir stinga hi'ðúr penna af því að þeir hafa hneykslast á einhverju, eins og konan, sem hneykslaðist á því, að í fyrstu móttöku í Hvíta húsinu var boð- ið upp á glas, og taldi konan það sýna, að forsetinn hefði ekki „siðferðiiegt þrek til þess að gera það, æmöllumEr fyrir beztu." Rauðakrossmaúur semur við foringja kongósk a, - a smuiii i.uia ^k uai.iiarborgina Matadi af sveitum Sþ. í Kongó. Til hægri er yfirmaður súdanska liðsins, sem varð að gefast upp eftir nokkra viðureign. Skákkeppni bankamanna og Hreyfilsmanna 1961. Hin árlega skákkeppni Tafl- félags Hreyfilsmanna og Sam- bands ísl. bankamanna fór fram &W Hlégarði, þriðjudaginn 18. apríll s.l. Fóru leikar svo að bankamenn báru sigur úr být- Athugasenid frá Eddu. Reykjavík, Herra ritstjóri! 3/5 1961. Af smágrein á 12. síð'u í blaði yðar í dag, gætu ókunnir álykt- að, að Prentsmiðjan Edda hefði sýnt „hernámsandstæðingum" sérstakan velvilja með þvi að prenta blað það, er þeir gáfu út um s.l. helgi. Út af þessu óska ég að þér sjáið yður fært að biHa eftirfarandi: ¦ ^- 1. Prentsmiðjan Edda er hluta- félag, sem starfar á sam- keppnisgrundvelli eins og flestar aðrar./prentsmiðjur hér í bænum. Mat á efni þeirra blaða og bóka, er hún prentar, telur hún utan síns verksviðs, enda var mér t. d. ókunnugt.um efni þess blaðs er hér um ræ'ðir fyrr en það barst á mitt heimili. 2. Er framkvæmdastjóri ,,Sam- taka hernárnsandstæðinga" hringdi til mín og óskaði eftir tilboði í prentun blaðs- ins, kom mér hvorkf í hug illviji eða velvilji, heldur prenttaxtar. Á þeim töxtum byggði ég tilboðið og miðað'i ¦ við fullt gjald. . 3. Framkvæmdastjóri „her- námsandstæðinga" er eini maðurinn, sem ræddi við ¦ mig um prentunina á nefndu blaði. Hafi þvi' „hjáleigan tekið að sér prentunina", er ég einn í þeirri hjáieigu. Hygg ég að fleirum en mér sjálfum finnist þau búsetu- skipti mín ótrúleg. Með fyrirfram þökk. fyrir birtinguna. Stefán Jónssgn,' prentsmiðjustj. í Eddu. Til ritstjóra Vísis, Reykjavík. um ög fengu 16% vinning en Hreyfibmenn 13%. Keppt var í annað sinn um fagran silfurbikar, er Lands- banki íslands gaf til keppninn- ar og hafa bankamenn unnið hann í bæði skiptin. Alls hafa liðin keppt sex sinnum og á- valt á þrjátíu borðum. Hafa bankamenn sigrað þrisvar sinn- um, Hreyfilsmenn tvisvarogí eitt skipti skildu liðin jöfn. Áður én keppnin hófst að Hlé garði buðu lireyfilsmenn þátt- takendum og nokkrum gestum til kvöldverðar óg voru borð hlaðin köldum. úrvalsmat' og. á. öllu hinn mesti myndarbragur og rausn. Síðar um kvöldið voru kaffiveitingar, hinar rik- mannlegustu. Formaður Taflfélags Sam- vinnufélagsins Hreyfils, Magn- ús Einarsson, ávarpaði gesti og þátttákendur og fórmaður Sam- bands íslenzkra bankamanna. Hannes Pálsson, þakkaði frá- bæran undirbúning Hreyfils- manna og höfðinglegar mót- tökur, Bjarni G. Magnússon, banka- fulltrúi, afhenti fyrir hönd stjórnar Landsbanka íslands fyrirliða sigurvegaranna, Gunn ari Gunnarssyni, hinn fagra bik ar Landsbankans og var gef- anda færðar þakkir fyrir góðan hug og stuðniiig við iðkun skák íþráttarinnar. Þá afhenti hann einnig Mar- gréti Þórðardóttur, bankaritara. í- Búnaðarbanka íslands áletr- aða silfurskál í minningu þess að hún hefur verið eini kven- maðiirinn, sem hefur tekið þátt í skákkeppninni og verið þátt- takandi öll sex ár: að undan- förnu og ávalrt teflt við góðan orðstír. Það skal tekið framað öllum þátttakendum og gestum var ekið að Hlégarði og heim í Hreyfilsbifreiðum. Beit að auglýsa í VÍSI Japanska flúgféiagið heíur nýlega í'engið til notkunar nokkrar flugvélar af gerðiniíi DC-8C. Þessar vélar á að nota á „pólar- rútunni" sem svo nefnist. Nýlcga var farin reynsluferð, o? þá tók forstjóri dönsku ferðaskrifstofanna, Hans Meyer, á móti forstjóra Japan Air Lines, T. Oba. Hann sést í miSjunni, ea Meyer til vinstri. Til hægii er ein af japönsku fíugfrcyjunum, klædd í lumono. ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.