Vísir - 29.05.1961, Síða 11

Vísir - 29.05.1961, Síða 11
Mánudaginn 29. maí 1961 VÍSIR U / / * Á.ttrmður i dag: Magnús Gíslason skáld Magnús Gíslason er fæddur að Helgadal í Mosfellssveit 29. maí 1881, og er því áttræður í dag. Voru foreldrar hans búandi hjón þar um tveggja áratuga skeið, eða rúmlega það. Árið sem Magnús fæddist er kennt við frostaveturinn mikla, og vorið 1882 féll búpeningur um land allt og var því almennt nefnt fellivorið, öðru nafni mislingasumarið. Harðindi voru þá óslitið til og með 1888. Mik- ill landflótti var þá til Kanada, en það er önnur saga. Leið Magnúsar lá til Reykja- víkur, þar sem hann lagði fyrir sig ljósmyndasmíði, sem hann svo stundaði nær áratug. Árið 1910 þegar blaðið Vísir hóf göngu sína varð Magnús starfs- maður þess, hann er því fyrsti blaðamaður Vísis og minnist hann þess skemmtilega í af- mælisblaði Vísis sem út kom í desember sl. og skal ekkert af því endurtekið hér. En það sem Magnús er þekkt- astur fyrir er þó hvorki ljós- myndasmíði né blaðamennska, heldur skáldskapur hans sem hér verður þó l,tillega minnzt á. þar sem þessi grein er skrifuð í flýti, og við óhæg skilyrði. Fyrsta rit Magnúsar kom út árið 1906, nefnist það: Morg- unþjarmi; það er saga. Magnús lagði þó sagnagerð á hilluna og sneri sér að kvæðagerð, sem honum lét óefað betur. Árið 1910 gaf hann út lítinn pésa (undir dulnefni), og næstu 30 ár gaf hann út átta ljóðarit, flest að vísu smá, og í litlum upplögum, og eru sum þeirra nj orðin harla torgæt, en slíkt varðar að vísu fáa. Síðasta ljóðabók Magnúsar kom út fyrir 20 árum, og minnt- ist undirritaður hennar hér í blaðinu á sínum tíma. í þeirri bók eru beztu kvæði hans, eins og „Nótt“ þ. e. „Nú ríkir kyrrð í djúpum dal“, kunnasta Ijóð hans, við lag eftir Árna Thor- s'teinsson. Kvæði Magnúsar eru ekki mikil að vöxtum, en sum þeirra eru haglega gerð og vitna um ríka ljóðgáfu og næman feg- urðarsmekk. Önnur miður, eins og gengur. Það bezta úr þeim ætti að gefa út í litlu en snotru kveri, og helzt meðan höfund- Sjálfs er höndin... Tilkynnt hefur verið í Moskvu, að Iæknir einn rússneskur, sem starfandi er við afskekkta rannsóknastöð á Suðurskautslandinu, hafi framkvæmt skurðaðgerð, er hvergi eigi sinn líka. Að- staða skurðlæknisins var nefnilega svo erfið, að hann varð að nota spegil til að sjá almennilega til, þegar hann beitt hnífnum. Hann tók botnlangann úr sjálfum sér, að sögn Moskvuútvarps- ins! Kynnisferð kaupmanna til meginlandsins. Kaupmannasamtök íslands efna til kynniferðar til Norður- landa og Þýzkalands hinn 10. júní. Ferðaskrifstofan SUNNA annast um þessa ferð fyrir sám- tökin, en fararstjóri verður Jón Helgason ritstjóri Verzlunartíð- ina. Ferðin er miðuð við það að hún geti orðið þátttakendum bæði til fróðleiks og skemmt- unar. Flogið verður héðan til Oslo og dvalið þar í nokkra daga. Ferðast meðal annars inn á Þelamörk, þar sem landslag er undurfagurt. Frá Noregi er haldið til Gautaborgar. Þaðan til Kauppiannahafnar og svo loks til Hamborgar. Að lokinni 16 daga dvöl á þessum stöðum er snúið heim á leið með við- komu í Kaupmannahöfn, þar sem ferðafólkið getur orðið eftir á eigin vegum. Það skal tekið fram, að þó að þessi ferð sé sérstaklega ætluð kaupmönnum og þeirra fólki er ekkert því til fyrirstöðu að aðr- ir geti komist með í ferðina, þó að ferðin sé að nokkru miðuð við það að þeir, sem vinna að verzlunarstörfum, geti um leið hafi sérstök hagnýt not af ferðalaginu. Hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að menn geti kynnt sér búðir og verzl- unarhætti sérstaklega í öllum þeim fjórum löndum, sem gist er í ferðinni. Nánari upplýsingar um ferð- ina veita Ferðaskrifstofan SUNNA og skrifstofa Kaup- mannasamtaka fslands. Aðalfundur húsasmiða stjórnarkosning Hafa samið nýjan uppmælingataxta arins nýtur við, hann er að vísu nær blindur en andlega heill og viðræðugóður. Ég innist þess að á árunum 1936—1939 hafði Magnús litla eínkaprentsmiðju og þrentaði í henni smárit eftir sig, m. a. bókarpésa um „K. N.“ og kveð- skap hans sem nú mun vera í fárra höndum. Ég var unglingur þá, en gam- an hafði ég af að ltía inn í smiðju Magnúsar, bæði til að huga að ritum og rabba við hann mér til fróðleiks og á- nægju. Hann á þá innri glóð sem nokkurs er verð, og má með sanni kallast „Nestor“ ís- lenzkra ljóðskálda. Nú, er Magnús stendur á átt- ræðu, óska ég að ævikvöldið verði honum fagurt. „Eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar se lygn í leyni liggur marinn svali.“ (Matth. Jochumsson). Rvík, 29. maí 1961. Stefán, Rafn. Fabiola með barni LundúnablötSin birta nú frétt- ir um, að Fabiola drottning i Belgíu sé barnshafandi og eigi von á sér í október. Ekkert hefur verið tilkynnt um þetta opinberlega í Briissel. Baldvin konungur og drottning hans eru væntanleg í opinbera heimsókn til Bretlands í júlí. Sama blað birti þessa frétt undir eindálka fyrirsögn, birti fréttina um að Margrét prins- essa væri barnshafandi með 7 dálka fyrirsögn með stóru letri á forsíðu. Meistarafélag húsasmiða hélt aðalfund sinn þann 28. apríl síðastliðinn. í skýrslu formanns kom fram m.a. eftirfarandi: Á starfsárinu tók til starfa verkleg kennsla við Iðnskólann í Reykjavík í faginu, og er þar með gömlu baráttumáli félags- ins komið í höfn. Lokið var við að umsemja uppmælingartaxta í húsasmíði í samstarfo við Trésmiðafélag Reykjavíkur. Vélataxti fyrir verkstæði var saminn og lagt til grundvallar í samstarfi við Trésmíðafélag „praxis“. Sótt var um athafnasvæði til bæjarins fyrir húsasmíðameist- ara til afnota. Megn óánægja ríkis meðal félagsmanna yfir því að fá ekki að hækka álagningarprósentu þá á vinnu, sem nú er í gildi. Það er eitt af baráttumálun- um, að komið verði á fót hið fyrsta meístaraskóla við Iðn- skólann í Reykjavík, með hag- nýtri kennslu í tæknilegum fræðum og öðrum þeim grein- um, sem að gagni koma í at- vinnugreininni. Kosning stjórnar fór þannig: Ingólfur Finnbogason, for maður. Gissur Sigurðsson, vara formaður, Anton Sigurðsson, gjaldkeri, Össur Sigurvinsson, ritari, Gissur Símonarson, með- stjórnandi. Varamenn: Daníel Einarsson, Leó Guðlaugsson, Indriði Ni- elsson. Endurskoðendur: Þórður Jas- onarson, Ólafur Jóhannesson. Tómas Vigfússon, sem áður var í stjórninni, baðst undan endurkosningu. Skrifstofa félagsins er nú á Laufásvegi 8, og er opin alla virka daga á venjulegum skrif stofutíma. 3 sýningar ©nn Ein var framlengd Þeim málverkasýningum, er staðið hafa yfir að undanfömu, fer fækkandi, einni lauk í gær- kvöldi, önnur var framlengd, tvær verða út mánuðinn. Sýningu Jóhanns Briem í Bogasalnum lauk í gærkvöldi eftir góða aðsókn og dóma og seldust margar myndir. í Hafn arfirði hefur Sveinn Björnsson sýnt vatnslitamyndir í Iðn- skólanum, og átti henni að ljúka í gærkvöldi, en verður framlengd vegna mikillar að- sóknar í gær. Þá höfðu 500 gestir komið, sem er góð aðsókn í Firðinum, og 12 myndir höfðu selzt. í Iðnskólanum í Reykja- vík sýnir Eggert Guðmundsson og verður sú sýning til mið- vikudagskvölds. Hann hefur selt 42 myndir, en yfir 1200 gestir hafa komið. Loks er svo sýning Finns Jónssonar í Lista- mannaskálanum, hún stendur til mánaðamóta. Aðsókn hefur verið ágæt og fjölmargar mynd ir seldar. Þessar þrjár sýningar eru opnar frá kl. 14 til 22. Þeir sem búa á austurströnd Bandaríkjanna norðan til og í Kanada segja, að veturinn 1961 sé sá harðasti, sem þar hafi komið í manna minnum. Þorp og bæir voru einangruð dög- um saman í hörðum frostbylj- um. Vatnsleiðslur frusu og ís hrúgaðist upp í höfnum. Skip frusu inni og mannvirki skemmdust í ísreki, stormur, frostum eða flóðum. Sjómenn- irnir fóru ekki varhlutar af erfiðleikunum, sem tímaritið Fish Boat segir frá. Þeir voru vanir volkinu í Boston, Glou- cester og hinum fjölmörgu út- gerðarbæjum á austurströnd- inni, en þeim ber saman um það, að þetta sé sá langversti vetur á sjónum sem þeir muna. Land- legur voru tíðar og oft þegar farið var út var það aðeins til að tapa mestu af veiðarfærun- um og halda í landi í öskuroki og hamast við að berja ísingu af reiða og yfirbyggingu svo ekki hvolfdi undir þeim. Fisk- verðið hélzt lágt þrátt fyrir lít- ið framboð á nýjum fiski. Þeir hafa sín vandræði þar ekki síð- ur en við hér og afkoma hefir verið slæm þetta ár. Aflakóngar. Bátabylgjan náði sambandi um daginn við kunningja, sem hafði sitthvað að segja um þessi skrif blaðanna um aflakóngana. Það sem hér fer á eftir eru hans óbreytt orð: f fyrsta lagi eru aflasölur, sem blöðin gefa upp, alls ekki réttar. Þetta eru oft á tíðum slumptölur. Sumir bátar koma alltaf með óslægðan fisk, aðrir eru með sumt slægt. Svo er öllú slengt saman eins og um óslægðan fisk væri að ræða. Fiskveiðar eru ekki kappleikur, sem háður er eftir ákveðnum reglum, sem allir hlýða á einn veg. Menn fara ekki á sjó í þeim tilgangi að fiska meira en hinn næsti, eins og um sport væri að ræða. Tilgangurinn er að útgerð og menn beri sem mest úr býtum í hreinum ágóða. En því miður hendir það oft, að þetta sjónarmið stjórnar ekki gerðum manna. Kappsamur formaður, sem. tekur engan þátt í útgerðarkostnaði, hugsar ekki alltaf sem skyldi um veiðarfær- in. Hann á eitt sjónarmið og það er að fiska sem mest hvað sem það kostar. Svo eru aðrir, sem líta á kostnaðarhliðina og gætu ef til vill aflað meira, ef þeir bruðluðu meira með veiðarfæri. Það hefir aldrei verið gerð at- hugun á því hvaða skipstjóri flytur ódýrastan fisk að landi þegar allt er tekið með í reikn- inginn. Og það er áreiðanlegí eftir því sem maður hefir séð og heyrt, að ekki myndu þar aflakóngar í þeim flokki. Það er áreiðanlega dýrt hvert kíló í afla sumra þeirra. Mér finnst blöðin ættu að fara gætilega í sakirnar með þessa aflakónga- dellu, sagð ikunningi vor. \ i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.