Vísir - 12.06.1961, Page 2

Vísir - 12.06.1961, Page 2
ýíS; & •• •• •' • •'- •:•' • > Björgvin Hermannsson markvörður Reykjavíkurliðsins VÍSIR Utanbæjarmenn sigruöu Reykvíkinga. Satt að segja bjóst ég við, að Reykjavíkurúrvalið myndi færa sínum gamla melavelli verðuga afmælisgjöf í gær. 5—0 hefði svona fyrirfram verið viðeig- andi.En þetta fór nú á annan veg. Utanbæjarmenn komu í veg fyrir afmælisgjöfina og minntu hressilega á, að sá tími er löngu liðinn að Reykvíking- ar voru ósigrandi á heimavelli. í heild var þessi leikur frem- ur bragðdaufur, sérstaklega af hálfu Reykjavíkurliðsins. — Fyistu 15 mínúturnar voru á- gætar, vel leiknar og 1 mark skorað, en síðan var sem bar- áttuviljinn væri horfinn. Utan- bæjarmenn náðu er líða tók á hálfleikinn stöðugt betri tökum á leiknum og í síðari hálfleik sýndu þeir, að þeir vildu sigra. Fyrsta mark leiksins kom er 6 minútur voru af leik eftir á- hlaup frá vinstri. Þórólfur lék á Kristinn á miðjunni, gaf til Gunnars Felixsonar, sem sendi Þórólfi knöttinn aftur ag skor- aði Þórólfur þannig, eftir að bú- ið var að sundra vörninnif Þetta mark verður að skrifa algjör- lega á reikning varnarinnar, sem leyfði hinum leiknu mönn- um, Þórólfi og Gunnari Felix- syni að prjóna að vild sinni. Þetta voru einu stóru mistök varnar utanbæjarmanna, sem eftir þetta mark náði sér veru- lega á strik og átti í heild góðan leik. Ekki liðu nema 4 mínútur þar til utanbæjarmenn jöfnuðu metin/ Það var Steingrímur Björnsson, hægri útherji, sem það gerði eftir ágæta sendingu frá félaga sínum Skúla Ágústs- syni sem kominn var út á hægri kantinn. Þetta mark má að sama skapi skrifa á reikning reykvísku varnarinnar, sem átti alla möguleika á að ná knettinum. Næst á Þórólfur fast skot framhjá. Utan frá hægri skapaðist færi, er Guðm. Ósk- arssón sendi hæðárbolta inn í vítateiginn, sem Ellert . skall- aðí til Gunnars Felixsonar, en hann skaut kontra mjög föstu skoti, sem vel staðsettur Helgi markvörður bjargaði yfir þver- slá. Björn Helgason og Ingvar starf a veí saman að áhlaupi upp miðjuna, sem lauk með hörku skoti Ingvars rétt yfir þverslá. Þá átti Skúli Ágústsson hörku- skot framhjá rétt í lok hálfleiks- Helgi Danielsson markvörður gerir tilraun til að hand- sama boltann en mistókst og boltinn lenti í markinu. Síðari hálfleikur var mun slakari en hinn fyrri. Utanbæj- armenn létu stöðugt meira að sér kveða og við borð lá strax á 4. mín. að Ingvar skoraði, eft- ir að Hreiðar hafði „kiksað“, en Rúnar bjargaði á síðustu stundu í horn. Mínútu síðar mistekst Rúnari svo að spyrna frá úti við vítateigshorn. Ásgeir Þorsteins son vinstri útherji utanbæjar- manna fékk upp úr því knött- inn og sendi hann með fastri hæðarspyrnu rakleitt í mark- ið. Nú upphófst langt þóf og var lítið um að knötturinn fengi að ganga milli margra sam- herja. Utanbæjarmenn voru á- kveðnari, sóttu fast og hrundu sérhverri tilraun Reykvíkinga. Vörn Reykvíkinga var vægast sagt léleg íjþessum leik. Rúnar hefur maður ekki séð svona slakari lengi. Hreiðari mistókst hvað eftir annað og framverð- irnir virkuðu seinir og þungir báðir tveir. Framlínan reyndi töluvert til að ná saman, en tókst ekki. Tríóið var bragð- dauft og leikdreifingin hvergi nærri nóg til að skapa árang- ur. Það er einkennilegt, að svona skotharðir menn skuli / ekki reyna að skjóta t. d. frá vítateig, en það sást tvisvar að- ins. Það er ótækt að ætla sér ávallt að leika inn að mark- línu. Lið utanbæjarmanna kom skemmtilega á óvart. Þeir voru ákafir og leikglaðir og náðu furðu vel saman. Bakverðirn- ir áttu báðir góðan leik og mætti landsliðsnefnd vel hugsa til Jóns Stefánssonar sem bak- varðar. Framverðirnir Magnús, Sigurjón og Kristinn voru mjög duglegir. Sigurjón og Magnús mættu þó báðir temja sér spyrn ur með jörðu til samherja sinna í framtíðinni einkum Sigurjón, sem alltof oft séndi þeim hæð- arbolta, þegar hitt var hægt. í framlínunni bar mest á tríóinu og vakti Skúli Ágústsson sér- staka athygli fyrir lipran leik. Björn skortir boltameðferð , en er geysiduglegur. Ingvar er ávalit marksækinh og átti hann í fullu tré við Rúnar. Stein- grímur og Ásgeir voru vel með og skoruðu sitt hvort markið. Vel hefði landsliðsnefnd mátt gefa Steingrími tækifæri sem miðframherja í seinni hálfleik og færa/Ingvar út á kantinn. H. grípur boltann í upphlaupi mótherjanna. Árni Njálsson fylgist spenntur með. Að utan Júgóslavía sigraði Pólland 2:1 í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu. í Lissabon léku landsleik Argentína og Portúgal og sigr- aði það fyrrnefnda 2:0, sem teljast verður athyglisverður sigur, þegar litið er á að Portú- gal gerði jafntefli við England nú fyrir skömmu. Allar líkur eru til þess að sænski knattspyrnumaður- inn, Rune Börjesson, sem verið hefir bezti maður sænska landsliðsins nú um nokkuri skeið, leiki ekki með á mót Danmörku 18. júní, því hann ei sagður vera um það bil aí skrifa undir samning við ítalsk; knattspyrnuliðið í Lanerossi Milano. Spurzt hefir að Agn: Simonsson sé einnig að far; til Lanerossi, frá Real Madrid en hvorki hann né spæski meistararnir munu vera ánægí ir með hlutskipti sín. Þá hefir Ole Madsen skrifac undir samning við ítalskt félag Kúpavnjur ( Utsölumaður Vísis í Kópavogi er Gerður Sturlaugsdóttir, Hlíðarvegi 35, sími 14947. Fastir kaupendur og þeir, sem óska að gerast áskrifendur, snúi sér til afgreiðslumannsins. Dagblaðið VÉSIR

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.