Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 2

Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 2
Laugardagur 17. júnl 1961 VÍSIR^ jr jmi $r ^ k. "" ' ^nf I---J Ll i |---------Ul l==f Td 17. júní mótið liefst í dag. Margt góðra keppenda. 17. júní mótið í frjálsum íþróttum hefur um Iangan tíma verið fastur viðburður, og svo verður einnig að þessu sinni, þótt að öðru leyti verði ekki eins mikið um viðburði í Reykjavík og undanfarin ár. Mótið fer fram á Laugardals- velli, og hefst kl. 5 síðdegis í dag. Keppt verður í 9 greinum í dag, en á morgun, sunnudag, hcldur mótið áfram, og þá verður keppt >' 7 greinum. — Margt góðra þátttakenda er með að þessu sinni, þótt nokkra af þeim, sem á undanförnum árum hafa verið í fremstu röð, vanti nú. Engu að síður má bú- ast við talsverðri keppni í sum- um greinum, þar sem margir kcppendur eru, og tiltölulega góðum árangri í öðrum, s.s. þrístökki og hástökki. Mótið hefst með 110 m grhl. og þar keppa Sigurður Lárus- soti og Guðjón Guðmundsson, heimsmet í þrístökki, 16.70 m, er einnig með. Vilhjálmur er sagður í góðri æfingu, og má búast við bezta afreki mótsins af honum. Auk þess má nefna Ólaf Unnsteinsson, Þorvald Jónasson og Matthías Ásgeirs- son, sem er einn af beztu hand- knattleiksmönnum ÍR. Valbjörn Þorláksson, stang- arstökkvarinn góðkunni, verð- ur að sjálfsögðu með í þeirri keppni, en hann mun bezt hafa náð 4.22 í vor. Hins vegar má búast við mun betri árangn hjá honunij ef vel viðrar. Auk hans taka þátt í þessari grein þeir Páll Eiríksson frá Hafnar-. firði, nýbakaður stúdent, og Heiðar Georgsson, sem undan- farin ár hefur keppt fyrir ÍR, en kemur nú fram fyrir Njarð- víkur. Heiðar er sterkur stökkv ari og hefur oft stokkið yfir 4 m. í kúluvarpi leiða saman Valbjörn Þorláksson, sést hér flúga yfir stöngina. Hann keppir í þeirri grein, en auk þess í 100 m. hlaupi og spjót- kasti. sem hefur verið einn bezti grindahlauparinn hér. í 100 m hlaupi eru alls 11 þátttakendur, þ.á.m. Valbjörn Þorláksson, Grétar Þorsteins- son og Einar Frímannsson. Kristleifur Guðbjörnsson, Agnar Leví, Hafsteinn Sveins- son og Jón Guðlaugsson keppa í 1500 m hlaupi, og til gamans má geta þess, að þeir Haf- steinn og Jón hafa báðir hlaup- ið maraþonhlaup á ferli sín- um. í 1000 m boðhlaupi verða 2 sveitir, sveit Ármanns og sveit KR. Vilhjálmur Einarsson, sem á síðasta ári jafnaði þágildandi hesta sína þrír gamalkunnir i faginu^ Gunnar Huseby, Guð- mundur Hermannsson, sem nú er talinn í beztri æfingu þeirra félaga, og Hallgrímur Jónsson, sem einkum er þekktur fyrir góðan árangur í kringlukasti. Hallgrímur verður einnig með í kringlukastinu, ásamt þeim Þorsteini Löve og Hall- grími. Þetta eru allt gamal- kunnir keppendur, sem ætíð mæta með sama keppnisand- ann til leiks. í hástökki keppir m. a. okk- ar bezti hástökkvari í dag, a.m.k. ef með eru taldir þeir, sem dveljast á landinu hér um þessar mundir. Það er Jón Ól- afsson, sem nýlega stökk 1.96 m, og hefur auk þess farið yfir 1.98 m nú í vor. Jón er mjög vaxandi stökkvari, og hefiur æft af elju í vetur. Sunnudagur: Á sunnudag hefst keppnin kl. 2 e.h. og þá skal hlaupið 400 m grindahlaup, en hæpið er þó að búast við miklum ár- angri í þeirri grein, því að hún er í senn „teknisk“ og krefst úthalds, og hvorutveggja er erfitt að æfa upp svo snemma árs. í 800 m hlaupi keppir Svav- ar Markússon, en því miður fær hann sennilega ekki nema einn keppinaut að þessu sinni, og það er Þorvarður Björns- son. 3000 m hindrunarhlaupið ætti hins vegar að geta orðið æði spennandi, því að þar taka þátt 5 keppendur, þeir Krist- leifur Guðbjörnssonj sem er ís- landsmethafi í greininni, Agn- ar Leví, Reynir Þorsteinsson, Hafsteínn Sveinsson, og Jen Guðlaugsson. Vilhjálmur Einarsson keppir í langstökki, og síðast þegar hann stökk í vor var hann að- eins rúma 20 sm frá meti sínu í þeirri grein, og við góðar að- stæður má búast við hverju sem er. Auk hans taka 7 aðrir þátt í þeirri grein, m.a. Matt- hías Ásgeirsson og Einar Frí- mannsson. Methafinn í sleggjukasti tek- ur þátt nú, og hann hefur þeg- ar náð kasti langt á 52, metra. Auk hans keppa Friðrik Guð- mundsson, Jóhannes Sæ- mundsson og Birgir Guðjóns- son. Hafsteinn Sveinsson, Agnar Leví og Kristleifur Guðbjörns- son keppa á hinum lengi vegalengdum í þessu móti. Síðasta grein síðari daginp er 4x100 m boðhlaup, og þar keppa þrjár sveitir. Ýmissa góðra keppenda er saknað á þessu móti, svo sem Hilmars Þorbjörnssonar, sem á undanförnum árum, eða alveg síðan hann setti met sitt, 10.3 sek. í 100 m hl. 1957,' hefur náð að hlaupa á tíma, sem er fyllilega sambærilegur við það, sem gerist erlendis, er ekki með nú. Ekki er ljóst; hvort hann mun nú alveg hættur keppni, en vonandá er þó ekki svo, því að hann er enn ungur að árum. Annar, sem ekki er með að þessu sinni, er Jón Pétursson, hástökkvari, sem á þessu vori hefur stokkið 1.96 m, en hann dvelst um þessar mundir í Málmey, og er því ekki með að sinni — af skiljanlegum ástáeðum. Björgvin Hólmj sem á s.l. ári keppti í tugþraut á Ol-leikun- um er einnig.í Svíþjóð, og hef- ur náð ágætum árangri þar í nokkrum greinum í vor, m.a. 15.1 sek. í 110 m grhl. Hans verður einnig saknað í mörg- um greinum. Sá íslenzkra íþróttamanna, sem hefur náð hvað athyglis- verðustum árangri á þessu vori, er Pétur Rögnvaldsson (Ronson), en hann dvelst nú við nám í Bandaríkjunum. Þar hefur hann jafnað ísl. metið 1 110 m grhl. — 14.6 sek. — og farið nærri meti Arnars Clau- sen í 200 m grhl. — en þar hefur Pétur náð 24.5 sek. i þeirri grein. Hins vegar eru allar líkur á því, að þetta mót geti orðið skemmtilegt. sérstaklega cf veðurguðirnir verða hliðhollir — og þá a>ttu sem flestir að leggja leið sína á Laugardals- völlinn. Jón Ólafsscon, er bezti hástökkvarinn á landinu nú, og hefur nýlega stökkið 1,96 m. og má búast við góðum árangri af honum 'k Þær fregnir hafa borizt frá Rússlandi, að Valerii Brunscl, heimsmethafinn f hástökki, muni enn hyggja á ný met — og þykir surhurh nóg um. — Metið er 2.25 m.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.