Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 6
6 V í S I R Laugardagur 17. júní 1961 ÞJÚÐHÁTlD I REYKJAVÍK VEDRID I MAÍ Þjóðhátíðamefnd kvaddi blaðamenn á fund sinn í gær til þess að skýra frá tilhög- un hátíðahaldanna í dag. — Dagskráin verður með svip- uðu sniði og að undanfömu, að öðru leyti en því, að dans- inn á götum úti fellur niður, svo sem alþjóð veit. Dagskráin hefst kl. 10 f.h. með því að öllum kirkjuklukk- um bæjarins verður sam- hringt í stundarfjórðung. Kl. 10,15 leggur forseti bæjar- stjómar, frú Auður Auðuns, blómsveig á leiði Jóns Sig- urðssonar. Karlakór Reykja- víkur syngur undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Þessi dagskrárliður hefur venju- lega farið fram að lokinni at- höfn á Austurvelli, en þar sem íþróttasýningar fara nú fram í Laugardal, en ekki á Melavelli, varð ekki hjá því komizt að breyta þessu. Skrúðgöngur hefjast frá þrem stöðum í bænum, kl. 13 frá Melaskóla, Skólavörðu- torgi og Hlemmi. Kl. 13,40 setur formaður Þjóðhátíðamefndar, Eiríkur Ásgeirsson, hátíðina, síðan verður gengið til kirkju, en þar tekur biskupinn yfir Is- landi, herra Sigurbjöm Ein- arsson, á móti ríkisstjórn, forseta Hæstaréttar og bæj- arráði og fleiri embættis- mönnum. Síðan verður guðs- þjónusta í Dómkirkjunni, biskupinn prédikar, einsöng- Frakkar smsöa skip Frönsk skipasmíðastöð héf- ur tekið að sér að smíða sjö 210 Iesta línuveiðara fyrir færeyska aðila. Tvö fyrstu skipin eru full- smíðuð og verða afhent inn- an tíðar. Heita þau Havomin og Gudmundur. Skipin eru fyrst og fremst ætluð til línu- veiða, en hægt að nota þau til togveiða, ef það þykir hentugra. Hægt er að hafa 24 menn á hverju. ur Ámi Jónsson, organleikari Páll Isólfsson, dómkórinn syngur. Kl. 15 hefst bamaskemmt- un á Arnarhóli, sem Klemens Jónsson stjómar. Kl. 17 hefst íþróttakeppni og sýningar í Laugardal. Kl. 20 hefst kvöldvaka að Arnarhóli. Ólafur Jónsson setur kvöldvökuna, en síðan flytur Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, ræðu. Að henni lokinni verða ýmis skemmti- atriði. Kl. 22 verður hátíðinni slit- ið frá Amarhóli, en þá hefst bæjarins. Nánari dagskrárlýsingu er dans í flestum danshúsum að finna í auglýsingu í blað- inu. Stærsti togari Breta í þessum mánuði munu Bretar taka við stærsta tog- ara, sem þeir hafa eignazt — Lard Nelson. Togarinn er smíðaður í Bremerhaven í Þýzkalandi, og er hvorki meira né minna en 1400 lestir. Skipið verður prófað eftir fáeina daga, en síðan verður því siglt til Lon- don, þar sem það verður haft til sýnis, áður en það hefur veiðar frá Hull. „Maímánuður var hlýr og þurr mánuður í Reykjavík", sagði Adda Bára Sigfúsdótt- ir, veðurfræðingur, er frétta- maður Vísis innti hana eftir yfirliti um veðurfar í mán- uðinum. 1 Reykjavík var meðalhiti í maí 8,2 stig, sem er um tveim stigum hærra en í með- alárferði. — Á Akureyri var sami meðalhiti, 8,2 stig, en meðalhiti þar í venjulegu ár ferði er um 5 stig. Stafar þetta fyrst og fremst af suð- vestan átt, sem var nokkuð þrálát í mánuðinum, en sú átt er tiltölulega hlýrri nyrðra en hér sunnanlands. tírkoma í Reykjavík var lítil — aðeins 27 mm, miðað við 39 mm í venjulegu ári. — Á Akureyri var úrkoman 16 mm, og fer það saman við það sem gert er ráð fyrir í meðalári. Heitast var í Reykjavík 13, 9 stig í maí, og var það þann 29. Oft gerir smáfrost í mán- uðinum, og svo var einnig að- faranótt hins 24., hér í Rvík, en þá mældist 0.4 stig frost hér. Þá nótt gránaði einnig í Esjuna. Sólskinsstundir í maí voru aðeins 133 hér í Reykjavík, en í meðalárferði er gert ráð fyrir 188 stundum. Hér er orsakarinnar einnig að leita í SV-áttinni, en samfara henni var talsverð þokumóða. Flestar sólarstundir voru þann 25 n þá var sólskin samfley t. _i sólarupprás til sólarlags, eða í 16,2 stundir. I heild sinni hefur mánuð- urinn því verið hlýr og þurr, þótt sólarstundir hér í Reykjavík hafi verið færri en venjulegt er. Hótar að svelta Foringi ofstækismanna í hópi Sikha á Indlandi, hefur hótað að svelta sig í hel. Þetta er Tara Singh, 76 ára gamall foringi hreyfing- ar, sem kallast Sikh Akali Dal og heimtar, að stofnað verði sérstakt fylki innan sam- bandsríkisins indverska, þar sem töluð verði tunga Sikha, punjab. Segist Tara Singh munu hefja föstuna 15. ág. — á fullveldisdegi Indlands — og halda henni áfram, unz látið verði að kröfum hans, en svelta sig í hel ella. Klœðir hverii mann vel Bezta öryggið gegn afleiðingum slysa er Slysatrygging Hjá TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS getið þér keypt: Almennar slysatryggingar Feröatryggingar Farþegatryggingar í einkabifreiðum Leitið upplýsinga um hentuga tryggingu fyrir yður. Tryggingastofnun ríkisins — Slysatryggingadeild — Laugavegi 114 — Sími 19300.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.