Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 4
4 VISIR Laugardaginn 10. júní 1961 Foröar fúlki frá ör kumlun og bana. Ólafur Guðmundsson varð- stjóri hjá lögreglu Reykja- víkur hefir um hálfan ann- an áratug haft á hendi kennslu í umferð í barna- skólum Reykjavíkur, og sennilega getur enginn kenn- ari á öllu landinu státað af jafn stórum nemcndahópi og hann. Enþá meira virði er þó það. að ekki má ólíklegt telja að með kennslu sinni hafi Ólafur bjargað fleiri eða færri manslífum, enda þótt slíkt verði aldrei sannað. Það er heldur ekki ólíklegt að fyrir tilstilli Ól- afs hafi árekstrar ökutækjaa orðið færri en ella og slys- um fækkað. En hér verður aðeins farið eftir líkum. Sannanir éru engar fyrir hendi. — Hvað kom til að þú tókst að þér umferðar- kennslu í barnaskólum Reykjavíkur, spurði frétta- maður Vísis Ólaf. — Árið 1946 fór eg við sjötta mann héðan á lög- regluskóla í Stokkhólmi. En áður en eg fór bað þáverandi lögreglustjóri í Reykjavík, Agnar Kofoed-Hansen, mig 'Verné'ð heimiliyégr.... HEIIVIILISTRVGGIIMGAR IIMNBIJSTRVGGIIMGAR Umboðsmenn um land allt BRUNABÓTAJFÉLAG ISLANDS Skrifstofur : ljaugavegi 103 — Stmi 24423 um að kynna mér umferðar- kennslu í Svíþjóð. — Var hún almennt tekin upp í barnaskólum þar? — Já og yfirleitt á Norð- urlöndunum öllum og eins í Þýzkalandi. — En ekki hér heima? — Ekki neitt í föstum skorðum. Eitthvað hafði Jón Oddgeir Jónsson, þáverandi fulltrúi Slysavarnafélagsins,, hafið umferðarkennslu, og er ekki ævinlega hægt að komast yfir að kenna eins mikið og þyrfti. — Hvernig eru viðbrögð krakkanna til kennslunnar? — Yfirleitt er vakandi á- hugi hjá yngri krökkunum. Þau leggja sig í líma að skilja það sem þeim hefir verið sagt og fara eftir því sem þeim hefir verið kennt. Áhuginn er misjafnari og almennt minni hjá þeim eins Erlingur Pálsson yfir- lögregluþjónn eitthvað í Miðbæjarbarnaskólanum og e. t. v. víðar. — Kennirðu í mörgum skólum? — Meir og minna í öllum barnaskólum bæjarins, eftir því sem við verður komið, og í gagnfræðaskólunum líka, en nokkuð með öðrum hætti, þannig að í barnaskól- unum er námið meira verk- legt, en í þeim síðarnefndu er kennt með fræðslukvik- myndum. — Hvað er átt við með verklegri kennslu? — Það, að þá er farið með krakkana út í umferðina sjálfa og þeim sýnt hvernig farartæki og' fótgangendur skulu haga sér. Viss hópur krakkanna fer með reiðhjól inn í umferðina og æfir sig með þvi í gildandi umferðar- reglum. Þau eru látin gefa stefnumerki og taka tillit til mismunandi umferðar- merkja svo og götuvita i bænum. Venjulega fer ég með þrjá eða fjóra bekki samtímis út á götuna. Auk þess safnast hópur vegfarenda í kringuni okkur til að h.rfa og hlusta á Þetta fólk lærir líka — og það er gott. Gallinn er aðeins sá, að veðurfar hér á landi leyfir ekki slíka útikennslu nema endrum og eins. Þess vegna eldri. Hjá sumum e. t. v. j vegna þess að þau telja sig j kunna umferðarreglur og j vita nóg í þeim efnum. í I heild má samt segja að heim- j sókn okkar lögreglumanna t í skólana hafi verið hin 1 ánægjulegasta. — Kenna fleiri en þú? — Já, skólarnir eru svo t margir að einn maður kemst ekki yfir allar leiðbeiningar t 1 þessum efnum. • — Hvaðan fáið þið kennslukvikmyndir? — Aðallega frá Englandi og Svíþjóð því bæði þau lönd hafa vinstri umferð eins og við. Við höfum líka notast við umferðarkvikmyndir frá Rússlandi. — Telur þú að kennslan beri góða raun og komi að gagni? — Um það eru að vísu engar tölur til og ekkert sem unnt er að miða við. En þrátt fyrir það tel eg per- sónulega engan vafa leika á því að umferðarkennslan miðar í rétta átt og dregur stórlega úr slysahættu á götum úti. Hún auðveldar líka umferðina, enda ekki vanþörf, eins og hún er orð- in mikil í jafn þröngum og mjóum götum og hér eru. Eg hefi oftlega rekið mig á það að krakkar, sem lært hafa umferðarreglur í skól- unum, hafa fylgt þeim eftir í umferðinni sjálfri. Tungan og bókmenntirnar. Framhald af 7. síðu. merkilegar eða varla þeim gaumur gefandi. Vér höfum sjálfir ætíð verið hneigðir á að meta það mest, sem elzt er, og því hafa margir á meðai vor tekið í hinn sama streng og látið eins og ekk- ert væri ritað síðan á fjórt- ándu öld, sem aðkvæðarit mætti heita. Ég held og ekki að neinn geti neitað því, áð bókmál vort hafi náð þeirri fegurð og afli á tólftu og þrettándu öld, að það hafi ekki síðan tekið því fram; en þetta er einungis að skilja um einstakar greinir og einstök rit, en ekki um allar greinir bókmennta vorra. Á hinum síðari öld- um hefur sífellt verið vak- mdi hinn sami fróðleiks- andi, stundum með meira, stundum með minna afli, og íslenzkir vísindamenn hafa jafnan staðið á þjóðlegri rót, hvort sem þeir hafa ritað á vora tungu eður ekki, Vér getum sýnt frá sérhverri öld fleiri eða færri frumrit á vora tungu rituð, sem sum eru ágæt í sinni röð eða að minnsta kosti sóma sér vel, hvort sem þau eru borin saman við íslenzk rit forn eða ný eða þau eru borin saman við samtíða rit sam- kynja tegundar annars stað- ar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.