Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 5
Laugardagui 17. júru itíbl
Meistari Kjarval teiknaði myndina sérstaklega með þess-
ari grein, og á hún að tákna fæðingu Jóns Sigurðssónar.
Hann var þungstígur, því
að brekkan var brött. Það sá
ei á svipnum, að honum væri
órótt hið innra. En hugur
þessa hversdagsgæfa manns
var allur í uppnámi. Þegar á
brekkubrún var komið,
varpaði hann sér niður, lagð-
ist endilangur í grænt vor-
gresið og horfði til hafs. Það
var víðsýnt af henni Bælis-
brekku: milli gulra sinustrá-
anna sá hann iða gjálfrandi
bláöldur Arnarfjarðarins.
hvíta fugla bar við svart
berg, lagskiptir hamrar
fjallanna líktust virkisveggj-
um hlöðnum af tröllahönd-
um. En hið næsta spruttu
úr þéttum jarðvegi, harð-
gerðar jurtir, er þola jafnt
kaldan hafvind sem austan-
næðinga. Þær voru að byrja
að blómgast.
Maðurinn var hávaxinn,
þrekinn vel og hinn karl-
mannlegasti. Bjartur var
hann íaugum og yfirlitum.
Þótt ekki væri hann nema á
miðjum aldri hafði lífsbarátt
an rist andlit hans rúnum
sínum. Það var eins og leys-
ingarlækir hefðu skorað
vangana, en raunar voru
þeir sorfnir af særoki og
sjávarseltu.
Maðurinn var síra Sigurð-
ur Jónsson, aðstoðarprestur
til Hrafnseyrarkirkju, og
þetta var á sautjánda degi
júnímánaðar árið 1811.
Það hafði verið harður
vetur, og svo fylgdi óþerra-
vor. Hafíshröngl var á reki
fyrir fjörðunum. Það var
líka harðæri í landinu, skort-
ur á öllum nauðsynjum,
korni, hampi, salti, járni og
trjáviði. Mörg híbýli stóðu
innviðalaus, og sumstaðar
gerðu menn líkkistur úr
rimlum og strengdu skinni.
Það fóru sögur af fólki, sem
hafði lagt sér skóvörp og
skinnsnepla til munn's og
ekki orðið sviðagjarnt af
...... Það var dýrtíð hjá
Danskinum vegna stríðsins.
Hann horfði niður á Eyr-
og mikill framburður hafði
rutt sig í vorleysingdnum
og mikillf framburður hafði
bætzt við úteyrina. f flæð-
armálinu handan óssins
vögguðu æðarfuglar í að-
fallsöldunni ........ Þannig
hafði hann oft horft af Bæl-
isbrekkunni. Honum var
eðlilegt að vera áhorfandi
Hún var gerandinn í þeirra
lukkulífi, hún Þórdís, konan
hans. Engin furða heldur,
„orðlögð um alla Vestfirði
fyrir framúrskarandi gáfur,
dugnað og alla þá kosti, sem
prýða góða konur“ .........
Og nú stóð hún í þessari
þrekraun.
Það fór svo margt um
hugann þessa stundina —
því kannski var hann að
flýja þann ugg, sem höfuð-
sat þá gleði, sem mundi
meiri en nokkur önnur. sem
hann hafði í brjósti borið
...... Já, bannsett stríðið
Þetta árið hafði það drepið
hann Ketil Melsted, son Jóns
í Kiðey. Hann hafði verið
sveitarforingi í liði Dana og
fallið, þegar Englendingar
gerðu hlaupið á Anholt.
Ekkjan hans gekk fyrir kon-
ung eftir fráfall manns síns
og afhenti honum sax gull-
búið, sem kóngur hafði gefið
Katli. Hún sagðist ekki vilja
eiga það, því að hún og börn
hennar myndu ekki hafa
lífsframfæri af þeirri gjöf,
er eigi fylgdi annað. Veitti
konungur henni þá styrk
þann, er hún óskaði eftir
...... Þetta stríð hafði
byrjað með árás Englend-
inga á Kaupinhöfn árið
1807, — fimm árum eftir að
hann gerðist aðstoðarprest-
ur hjá föður sínum ..........
Nei, Friðrik VI. var ábyggi-
lega misvitur þjóðhöfðingi.
Þetta með mannbæturnar
fyrir Ketil var gott og bless-
að, en stríðið, það var nú
verri sagan. Bankóseðlarnir
stöðugt fallandi í verði og
silfurspesíurnar hverfandi
úr landi.... Hann fann
kannski ekki mikið fyrir
þessu hann Friðrik kóngur
búandi í 300 mílna fjarlægð
og stjórnandi þessu eyskeri
í gegnum kansellíið og
þar héldu ábyggilega óvald-
V i i ii
ir legátar um stjórnartaum-
ana. Hafði ekki hann Bjai’ni
Þorsteinsson frá Kerlingar-
dal, sem sjálfur vann í
renntukammerinu sagt: —
„Hér situr hæfileikasnauður
og fáfróður karlfauskur,
jústisráð að nafnbót — og
heitir Jensen og sýslar um
málefni landsins eftir geð-
þótta, sökum þess að enginn
af forráðamönnum stjómar-
deildarinnar hefur minnsta
áhuga á að skipta sér af
þeim.“.... \
Og hérna heima. Mestráð-
andi var auðvitað skiptamt-
maðurinn, Johan Carl Thu-
erecht von Carstenschold,
hálfþrítugt tildurmenni,
sem embættaður var Magn-
úsi gamla Stephensen tii ó-
virðingar og að sögn þess
skírmælta Bj. Þorsteinsson-
ar „einhver lélegasti stipt-
amtmaður, sem verið hefur
á íslandi, veill af ímyndun-
arveiki, þekkingarlaus og
óduglegur til embættisstarfa,
fégjarn og hlutdrægur og
heiftrækinn, þegar því var
skipta.“
Síra Sigurður leit niður til
bæjarhúsanna. Það var stað-
arlegt að horfa til Hrafnseyr-
ar. Þau voru mörg bæjarþil-
in og glerrúður á sumum
stöfnunum. Þarna voru líka
sextán manns í heimili
......Það lagði reyk upp af
eldhússtormpinum. Það var
verið að hita vatn. Þess
mundi gerast þörf...........
Líklega einnig farið að
matselda, sjóða steinbít-
inn. Hann var góðmatur
steinbíturinn, miklu sætari á
bragðið en þorskurinn og
þar að auki feitur og safa-
mikill um þetta leyti vors,
svo að menn þurftu ekki
smér með honum.
Danskurinn vildi gjarna
kaupa steinbítinn, sögðu þeir
í bréfum að sunnan. Allar
fi’éttir bárust með bréfum.
Þær voru svo sem ekki allar
merkilegar. Þó hafði menn
Vestra rekið í rogastanz yf-
ir ævintýri þessa Jörgens
Jörgensens, — hundadaga-
kóngsins, sem hafði sagt, og
það með rembingi, þegar
hann var arresteraður og
honum útskipað: „Fanden
maa være Konge paa Is-
land.“ ......
í vorbréfum hafði ekki
verið ýkja margt fréttnæmt:
Frydensbsrg var enn land-
og bæjarfógeti í Reykjavík.
Stefán Þórarinssori amtmað-
ur nyrðra og eystra og sat
sem fyrr á Möðruvöllum,
Stefán Stephensen yfir suð-
5
uramtinu, búandi á Hvann-
eyrunum — og Geir Vídalín
biskup landsins, — síðasti
Skálholtsbiskupinn ........
Þetta var allt við það sama.
Fréttnæmast þó, að Hall-
grímur Scheving hafði
dimmitterað sína fyrstu
studiósi frá Bessastaðaskóla
og Bjarni Vigfússon Thor-
arensen kannsellísekretérari
var kominn heim frá Höfn.
Einhver enskur barón, Mac-
kensie, hafði verið á ferða-
slangri um landið og vísitér-
að hrakfallaklerkinn Jón
Þorláksson norður á Bægisá
og fengið hjá honum afskrift-
ir af þýðingum hans á kveð-
skap eftir Milton nokkurn
enskan og Klopstock, þýzk-
an mann. ........ Það var
enn verið að skrá handrit á
íslandi.......
Einkennilegt af prestlærð-
um manni að fást við svona
dútl ...... Síra Sigurður
taldi sínum tíma betur varið
við búskapinn. Á sumrum
gekk hann að heyskap. Það
var natnis- og nostursverk
þarna á Eyrinni, — mátti
hreint nauðraka hvern
þúfnakoll, því beitilandið
var naumt og engjarnar
mag-1 r, en töðulandið
sæmJagt. Á vetrum óf hann,
og á vorin réri hann til
fiskjar. Hann var formaður
á opnu áraskipi föður síns og
kunni þeim starfa vel......
En hann unni líka kirkj-
unni sinni. Það kenndi yls í
augnaráðinu, þegar honum
var litið til hennar. Hún var
ekki háreist, kirkjan sú
arna. Fyrir henni var ramm-
gerð hurð, sem þó var á gat
eða rifa. Sögusagnir sögðu
að hurðin væri frá Sturl-
ungaöld og gatið eftir örva-
skot. Boganum var beint að
presti, sem stóð fyrir altari,
og hæfði örin og deyddi
guðsmanninn.
Það skeðu mörg ósköpin
á Hrafnseyri á fyrri öldum.
Þetta var landnámsbær, sem
átti sér mikla sögu, sem oft
var rifjuð upp af Jóni Sig-
urðssyni, gamla prestinum,
föður Sigurðar, sem enn sat
staðinn.......Án hét hann
og var kallaður rauðnefur,
óg var af Hrafnistuætt, sá
sem landið nam. Þó var það
kona, sem bólsetunni réð.
Þær hafa lagt sitt til mál-
anna fyrr og síðar, húsfreyj-
urnar að Hrafnseyri. Hin
fyrsta hét Grelöð. Þau Án
höfðu áður freistað sinnar
gæfu á öðrum slóðum, en þar
undi Grelöð ekki sínum hag.
en nær hún kom að Eyri,
kaus hún sér umsvifalaust
land, því að þar fannst
henni „hunangsilmur úr
grasi“. Þessir frumbyggjar
voru gæfufólk, sem ekki
fara fleiri sögur af.
Svo sótti ógæfan Hrafns-
eyri heim — og þó ómak-
Framh. á bls. 7.