Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 11

Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 17 júní 1961 VISIR 11 Jtn Sigurðssoii Framh. af 9. síðu. þingi vel, þegar hann skrif- aði í bréfi: „Lítið gagn hefur verið í þinginu nema að Jóni.“ Árið 1848 er mikið um- brotaár í Evrópu allri og frelsishugur i mönnum. í Danmörku afsalar Friðrik 7. sér einveldi. Má geta nærri, að íslendingum í Höfn var ekki rótt, nú reið á, að ís- lendingar héldu vel á mál- um. Jón Sigurðsson skrifar eina af sínum merkustu greinum í Ný félagsrit, Hug- vekju til fslendinga, og vel- ur henni að einkunnarorðum upphaf Bjarka-mála hinna fornu: Dagur er upp kominn, Dynja hana fjaðrar, mál er vílmögum að vinna erfiði. Er skemmst af að segja, að í ritgerð þessari leggur hann grundvöll að sjálfstæð- isbaráttu fslendinga. Er þeg- ar hafinn undirbúningur undir þinghald um framtíð- arskipun landsins og tengsl þess við Danmörku — Þjóð- fundinn. Vonarneisti hefur kviknað, þjóðin er að vakna af löngum dvala. Fundir eru tíðir um landið, blöð og tímarit skrifa ein- arðlegða um málið. Úti í Höfn liggja þeir ekki á liði sínu Jón Sigurðsson og Brynjólfur Pétursson. Brynj- ólfur er orðinn forstöðumað- ur við íslenzku stjórnar- deildina, sem stofnuð var sumarið 1848. Hvílir mjög á honum að hafa áhrif á stjórnarfrumvarp það, sem leggja á fyrir Þjóðfundinn. Vann hann bæði vel og drengilega. Svo missir hann heilsuna og andaðist sama árið og Þjóðfundur var hald- inn. Ég fjölyrði ekki um Þjóð- fundinn. Stjórnarfrumvarp- ið, sem fyrir hann var lagt, var óræsti mikið, ísland átti að vera eins konar amt í Danmörku. Þegar sýnt var, að fundarmenn fengust ekki Kalli frændi til að samþykkja þetta, sleit stiftamtmaður, Trampe greifi, fundi. Þessi endalok urðu gífur- leg vonbrigði. En þrátt fyrir það, er Þjóðfundurinn einn af merkustu atburðum ís- landssögunnar og lokaþáttur hans einhver sá svipmesti í sögu alþingis. Hin glæsilegu og snöggu viðbrögð Jóns Sig- urðssonar við óréttinum verða munuð, meðan fsland stendur. Og setningin Vér mótmælum allir hefur hljómað siðan í hugum fs- lendinga. Næstu árin eftir Þjóðfund þokaði stiórnarmáli lítt fram, þó að hvert alþingi tæki það upp, að undan- teknu þinginu 1855, en það þing sat Jón Sigurðsson ekki. Jón ritar ekki mikið um stjórnmál fslendinga um sinn, enda hafði hann gert það svo rækilega áður, að fáu var við að bæta. En hann brást skelegglega við, ef honum fannst réttu máli hallað, eins og þegar frægur lagaprófessor, Larsen, gaf út indafélagi í Munchen. Heima á íslandi dró fjárkláðamálið nokkuð úr vinsældum hans um hríð. Ekki er kostur að rekja hér stjórnmálabaráttu Jóns Sigurðssonar eftir Þjóð- fundinn, hún er of viðamikil til þess. Hún var í senn and- óf og sókn. Skriður komst nokkur á stjórnarmálið eftir 1864. Stjórnin lagði frum- vörp fyrir hvert þing — öll óaðgengileg og var hafnað, og hafði Jón Sigurðsson for- ystu í því. Hafði hin ákveðna afstaða íslendinga þau áhrif, að frumvörp þessi fóru stöð- ugt batnandi, þar til 1873, að ekki var lengur á móti staðið, þó að langt væri frá, að Jón Sigurðsson teldi frumvarpið þá fullnægja réttindum þjóðarinnar. Ekki er hægt að hlaupa hér fram hjá fjárhagsmál- inu, því að það er svo ljóst dæmi um það, hvílík áhrif barátta Jóns Sigurðssonar hafði. Tildrög málsins voru vitaskuld væntanlegur að- skilnaður fiárhags íslands og rit '1855 og taldi sig þar—'Banrnerkur. Áður en þessu sanna, að fsland væri löngu máli-var-hreyft, töldu Danir innlimað í Danmörku sam- kvæmt öllum þjóðarrétti. Lét stjórnin strax snúa rit- inu á íslenzku. Jón samdi þegar bók til andsvara, og hrakti niðurstöður prófess- sorsins rækilega af lærdómi og skarpskyggni. Olli þessi ritgerð þáttaskilum í stjórn- málabaráttu íslendinga, og var aldrei gerð tilraun til að vefengia niðurstöður hennar. Á öðrum sviðum var Jón Sigurðsson störfum hlaðinn af stórvirkjum. Árið 1851 varð hann forseti bókmennta- félagsins eftir Brynjólf Pét- ursson, og Árnasafn hvíldi að öllu leyti á herðum hans. Fylgdu þessu mikil og vandasöm útgáfustörf. Um þekkingu alla á íslenzkum fræðum, fornum og nýjum, var jafnan til hans leitað fremur en nokkurs annars og hafði hann út af því mikil samskipti við útlenda menn. Árið 1-859 var hann heiðr- aður með riddarakrossi fyrir vísindastörf og 1866 var hann kjörinn félagi í vís- ísland vera í skuld við sig. En þegar Jón fór að kanna málin var niðurstaðan mjög á annan veg. Sýndi hann fram á með óyggjandi rök- um, að við áttum stórfé inni í Danmörku eftir viðskipti undanfarinna alda fyrir and- virði konungsjarða, stóls- jarða, stólseigna og af verzl- unararði. Gerði hann kröfu um, að viðurkennd yrði upp- hæðin 1270000 rd. og fór þó mjög hóflega í sakirnar, en 4% vextir af þessari upphæð eru 50800 rd. á ári. Tóku Danir þessu fjarri í fyrstu, en 1861 var svo komið, að þeir buðu 8000 rd. fast ár- gjald, og þótti vel boðið. Þvi var hafnað. 1869 var tilboð þeirra komið upp í 15000 rd. og var ekki heldur gengið að því. Árið eftir buðu þeir svo 30000 rd. Er þetta því merki- legra sem þetta er í rauninni verk Jóns Sigurðssonar eins. Þótti mörgum þessi barátta hans í fjárhagsmálinu mjög óheppileg og ekki til annars en spilla fyrir öðrum málum. þó að enginn nefni það, eftir að hann hafði sigrað. Jóni Sigurðssyni var ekki boðið heim á þjóðhátíðina 1874. Töldu margir það mestu hneysu, sem það og var, en hvergi verður þess vart, að Jón hafi tekið sér það nærri Er vafasamt, að hann hefði kunnað við sig innan um þá konunglegu embættismenn, sem þar voru, ekki sízt fyrir það, að hann hafði nú þegar hafið baráttu fyrir umbótum á hinni nýju stjórnarskrá, sem konungur færði íslending- um á þjóðhátíðinni. En Þingvallafundurinn 5. —7. ágúst sendi Jóni ávarp, sem hefst á þessa leið: „Virðulegi herra. Á þessum hátíðardegi þjóðar vorrar er það hin Ijúfasta skylda, er þessi fundur fær fullnæet, að votta yður í nafni íslands sona og dætra systkinalegar þakkir fyrir hið mikla gagn, er þér hafið unnið landi yð- ar sem forvörður í frelsis- baráttu þess, og fyrir hina miklu frægð, er þér hafið unnið því sem þjóðlegur vís- indamaður, meðal hins menntaða heims . ...“ Var ávarp þetta virðulegt og sjálfsagt, því að eigna mátti Jóni Sigurðssyni flest það eða allt, sem nýtilegt var í hinni nýju stjórnar- skrá. Jón Sigurðsson sat á tveimur þingum eftir þetta. Á síðara þinginu var hann sjúkur, gegndi þó forseta- störfum sínum alltaf, en tók aMrei til máls. Vissu þá allir, að hann mundi ekki sitja fleiri þing. Eftir þetta var hann sjúk- ur lengst af. Hann andaðist 7. des. 1879. Skammt var á milli hans og frú Ingibjargar konu hans. Hafði hún gengið of nærri sér við að hjúkra honum síðustu dagana. Var hún á fótum aðeins tvo daga eftir lát hans og andaðist 16. desember. Þau voru að eigin ósk jarðsett heima á íslandi. Fór hin virðulega athöfn fram hér 1 Reykjavík 4. maí vorið eftir. Séra Eiríkur Briem lýsir í Andvara 1880 framkomu Jóns Sigurðssonar á þingi á þennan hátt: „Ræður hans höfðu venju- lega mikil áhrif, enda var röddin ákaflega sterk og framburðurinn hrífandi. Það var einkennilegt, að hann nafngreindi mjög sjaldan þá menn, er voru á annarri skoðun en hann, eða sneri máli sínu beinlínis á móti þeim, hvort sem heldur var í ræðum eða ritum. Aft- ur sparaði hann eigi að vitna til orða þeirra manna, er voru á sama máli og hann; þótti þeim oft vænt um. Hann hugsaði eigi um að svala geði sínu, heldur um það að vinna sem flesta til að fylgja því, er hann áleit rétt, eða að minnsta kosti koma þeim til að leggja sem minnst á móti því. Hann tal- aði aldrei undir rós, og kerskni og kímni þótti hon- um ósamboðin virðingu þingsins.“ Því fór fjarri, að íslend- ingar næðu því marki, sem Jón Sigurðsson dreymdi um, meðan hans naut við. Þeir hafa sjálfsagt ekki náð því að öllu leyti enn. Eigi að síð- ur má fullyrða, að enginn íslenzkur stjórnmálamaður hefur haft slík áhrif sem hann. Þar kemur ekki aðeins til greina forvsta hans í höf- uðmálum þjóðarinnar, held- ur eigi síður áhrif hans á þjóðina sjálfa, framtak henn- ar og hugsunarhátt. Þegar hann hefur stjórnmálabar- áttu sína er þjóðinsundruðog dauf. Þegar hann skilur við hana, hefur hún öðlazt sjálfstraust og áhuga, sam- einuð um háleit mál. Ég ætla að ljúka þessu máli með því að taka upp kafla úr bréfi, sem Jón Sig- urðsson skrifaði norðlenzkri konu 1871, því að það sýnir í fáum orðum, hver draum- sýn hans í rauninni var. Ég veit ekki til þess, að bréfið hafi verið prentað; en það er geymt í Lbs. 2561, 4to.: „Ég vona við getum öll huggað okkur við, að þegar allt íslenzkt fólk, konur sem karlar, leggst á eitt með að halda fram málum vor- um, sannleikanum og vor- um þjóðlega rétti, og það maður fram af manni, þá sé ekki einungis sigurinn oss vís, heldur einnig notin af honum til heilla lands og lýðs. Þó hverjum einstökum verði lítið ágengt, þá safnast þegar saman kemur, og margar hendur vinna létt verk. Þegar móðirin brýnir föðurlandsást, dyggð og þreklyndi -til allra framfara og alls góðs fyrir sonum og dætrum, þá má treysta því, að allt landsfólkið heldur saman sem góð systkin, og smásaman ryðst landinu og þjóð vorri braut til vel- gengni og farsældar.“ ☆ '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.