Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 17. júní 1961 V í S I R 15 12 hraustur líkamlega. Maður gæti haldið, að þér hefðuð verið í sumarfríi“. Hann snéri sér að lögreglumanninum. „Þér þurfið ekkert að óttast, hr. Easton getur hvenær sem er ferðazt til London“. Hann kvaddi kurteislega. Þegar hann opnaði dymar gekk Graham, varaaðmíráll, inn. „Viljið þér leyfa okkur að vera einum eitt augnablik, Gregson“. Gregson stóð þeg- ar upp og fór út úr herberg- inu. „Ég verð niðri, ef þér þurfið á mér að halda“, sagði hann um leið og hann lokaði dyrunum. Aðmírállinn gekk til Max, sem sat uppréttur í rúminu. „Kæri Easton, þér vitið ekki hvað það gleður mig, að þér skuluð vera kominn fram heilu og höldnu". Það var mjög fallega gert af yður að koma alla leið hingað“, muldraði Max og var dálítið óöruggur yfir hin- um vingjamlegu orðum að- mírálsins. „Vitaníega kom ég hingað, é gflaú|' hingað um leið og ég frétti, að skilaboð yðar hefðu fundizt. Það er óhætt að segja, að þér hafið verið heppinn. Það er raunar furðu- legt, að þessi flaska skyldi finnast, miklu eðlilegra hefði það eiginlega verið, að hún hefði brotnað á klettunum. Já, það er furðulegt, það verð ég að segja“. „Já, furðulegt er það, satt er það“, sagði Max og braut heilann um, hvaða flaska þetta væri, sem aðmírállinn væri að tala um. „Jæja, aðalatriðið er nú samt það, að flaskan með bréfinu yðar fannst — og að þér eruð vel á yður kominn“. „Nú, það er þá svona“, hugsaði Max. Flöskupóstur. Þá vissi hann það. Hafði Virginía virkilega verið svo snjöll að nota flöskupóst. Þýddi þetta, að hún hefði get- ið upp á því, að hann væri í nauðum staddur og því notað þessa aðferð? Graham trufl- aði hann í þessum bollalegg- ingum......og héma ... með- an þér hafið verið í burtu frá — ja, við getum sagt — menn ingunni, þá hafa komið fyr- ir nokkrir leiðinlegir atburð- ir. Eg reikna með því, að þér hafið ekki getað fylgzt með .tburðum í London“. i i „Égl,fikki.engin blöð með morgunkaffinu, ef það er það, sem þér erað að tala um“, sagði Max. „Auðvitað ekki, en svo að við sleppum nú öllu gamni. Það hlýtur að hafa verið ó- þægilegt að híma þarna og brjóta heilann um, hvað fólk hugsaði ?“' „Ég á nú engin náin ætt- menni“, svaraði Max. „Ég átti ekki við hvað fjöl- skylda yðar mundi segja eða hugsa, heldur hvað fólk yfir- leitt mundi hugsa. Datt yður það aldrei í hug, að fólk mundi halda, að þér hefðuð aðhafzt eitthvað óheiðar- legt?“ „Eigið þér við, að fólk hafi haldið, að ég hafi brotið eitt- hvað af mér og stungið af?“ „Eitthvað í þá áttina, í raun og vera hélt fólk, að þér værað komipn yfir“. „Kominn yfir?“ Max tókst að láta líta svo út, sem hann skildi ekki neitt. „Kominn yf- ir hvað?“ Graham átti nú greinilega erfitt með að koma orðum að hugsunum sínum. „Ja, þér skiljið, ég meina sko stjórn- málalega séð“. „Það er ómögulegt", hróp- aði Max æstur. „Það er ég því miður hræadur um ekki“. „Hvað um flotamálaráðu- neytið ? Hélduð þið þetta líka?“ Max leit spenntur á yfirmann sinn. Það leit út fyrir, að þrátt fyrir allt hefði áætlunin tekizt fullkomlega og að þetta með flöskuskeyt- ið hefði enga þýðingu, nema að það setti raunveruleikablæ á atburðina". „Eh, hérna, við reyndum náttúrlega að spoma við þessu, Easton, en með tilliti til sönnunargagnanna, ja, þá.. .“ „Hvaða sönnunargagna?“ spurði Max. „Núna virðast þau auðvit- að mjög léleg, en með tilliti til aðstæðna og þess, sem á undan var gengið og þess að skjölin skyldu hverfa, fram- komu yðar í rússneska sendi- ráðinu og þess, að þér skyld- uð sjást í Liverpool rétt við rússneskt skip og ...“ „Ég fór aðeins í land í Li- verpool á þessum stað, af því að það er rétt hjá skipshöndl- ara“. „En skjölin, Easton, sltjöl- in. Það vora þau, sem bundu endahnútinn á þetta. Nokkur leyndarskjöl, sem yður hafði verið trúað fyrir, vora horf- in — þau voru ekki einu sinni á bak við skjalaskápinn yðar. Ég er viss um, að það er til rökrétt skýring á þessu öllu saman. En þar sem það leit út fyrir, að þér værað gjör- samlega horfinn, þá héldum við ... skiljið þér ekki?“ Max horfði dapur fram fyrir sig. Hann tók viskíglas, sem stóð á náttborðinu og fékk sér sopa. Hann hélt því í hendinni meðan^hann svar- aði: „Þér viljið náttúrlega, að ég segi upp stöðunni í flota- málaráðunéytinu, ekki rétt?“ „Segja upp, hvers vegna í ósköpunum?“ „Mér skilst, að ég hafi ver- K V 3 S T Gregson, umsjónarmaður, yfirheyrði Max um dvöl hans á skerinu SKYTTtRNAR ÞRJÁR 13 Og Aramis bætti við: ,,Ég hef þann heiður að fullvissa yður um, að ég drap einn af hirðmönnun- um með hans eigin sverði, þegar mitt hafði verið tekið frá mér, og ...“ Hann var stöðvaður af hávaðanum í dyrunum, þegar þær voru opnaðar og fallegt en náfölt andlit birtist. ,,Athos“, hrópuðu þeir allir upp einum rómi. „Félagar mínir sögðu, að þið hafið kallað á mig“, sagði Athos veikri röddu. Hrærður af hreysti manns sins, þrýsti de Tre- ville hönd hans svo fast, að hinn bugaði skyttuliði fölnaði. „Lækni" hrópaði foringinn, minn, kóngsins, þann bezta — minn hrausti At- hos er að deyja. Þá fyrst þegar Athos var kominn undir vernd- arvæng læknisins, fór de Treville til herbergis síns, þar sem d’Art- agnan stóð ennþá á sama blett- inum, að hætti sannra Gascogn- ara. „Afsakið, ungi maður, en það að vera „foringi er ekkert annað en að vera faðir yfir stórum börn- um. Nú, jæja, ég hef alltaf dáðst að föður yðar — hvað get ég gert fyrir son hans?” Þegar foringinn hafði heyrt hina brennandi þrá d’Artagnan til að verða skyttu- liði, sagði hanp: „Hans hátign krefst tveggja ára þjónustu I ein- hverju herfylki eða þátttöku í bardögum, áður en menn komast í lífvörðinn. Þér hafið ekki upp- .fyllt þessi skilyrði, og hafið þar að auki ekkert meðmælabréf”. — Hún er rétt að tensa svolítið til og kemur eftir þær lengstu tvær mínútur, sem þér hafið nokkumtíma upp- lifað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.