Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 17.06.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. júní 1961 VlSIR 9 ætla að verða barnlaus og hafi leiðzt það mjög, hafi þeim því þótt fyrirtaks vænt um Jón, þegar hann var ungur .... Þeir, sem muna helzt eftir uppvaxtarárum Jóns Sig- urðssonar segja hann glaðan í lund og jafnlyndan og kom ið sér mjög vel, en jafnan viljað halda hlut sínum, en þó með stillingu .... “ (Lbs. 2591, 4to.) Bernsku- og unglingsár Jóns Sigurðssonar hafa ver- ið svipuð og annarra ís- lenzkra ungmenna, og er fátt um þau að segja. Honum var snemma haldið til vinnu og var t. a. m. látinn stunda sjóróðra fyrir fermingu. Átti hann að vera hálfdrætting- ur á skipi föður síns. En Jón þóttist draga á "við hina og undi þessu illa. Lenti í þófi með honum og formanni, og endaði það þannig, að Jóni var skipt sama hlut og hin- um. Jón Sigurðsson segir sjálf- ur í umsókn einni, að hann hafi allt frá barnæsku haft mestan hug á tungu og fræð- um fósturjarðar sinnar. Má álykta af því^ að heiman hafi hann haft það veganesti, sem síðar réð lífsstefnu hans og ævistarfi — ást á íslenzkum fræðum og íslenzku þjóð- erni. Jón Sigurðsson nam lat- ínuskólalærdóm í föðurhús- um, en hélt svo til Reykja- víkur vorið 1829 og tók stúd- entspróf hjá síra Gunnlaugi Oddssyni. Er skemmtilegt að minnast þess, að Jón Sig- urðsson og Jónas Hallgríms- son, þeir tveir áfburðamenn, sem áhrifamestir og ástsæl- astir hafa orðið af íslending- um síðari alda, tóku stúd- entspróf sama vorið. Síðan réðst Jón til reikn- ingshalds hjá verzlun í Reykjavík, en varð 1830 skrifari hjá Steingrími Jóns- syni biskupi í Laugarnesi, miklum lærdómsmanni í ís- lenzkum fræðum. Fékk bisk- up hið mesta dálæti á Jóni og reyndist honum jafnan vel síðan. Síðsumars 1833 sigldi Jón Sigurðsson til Hafnar og hóf háskólanám í málvísindum. / Voru aðalnámsgreinar latína, gríska og saga. Stundaði hann þetta nám af alúð til ársloka 1838. En hann leysti aldrei af hendi embættis- próf, þó að sízt hafi þar ver- ið ónógri þekkingu um að kenna. Var einkum þrennt, sem teppti framhald á há- skólanámi: í ársbyrjun 1840 veiktist hann hættulega og var ekki albata aftur fyrr en 1841. Einnig höfðu hlað- izt á hann mjög tímafrek störf, bæði í Árnasafni og víðar. Síðast en ekki sízt hafði hann fengið slíkan á- huga á málefnum fslands, og þau urðu nú brátt annað aðalviðfangsefni hans. í upphafi háskólanáms síns hafði Jón Sigurðsson ætlað að vinna sér inn tekj- ur með kennslu samhliða há- skólanámi. En það brást ein- hverra hluta vegna, og varð það til þess, að árið 1835 sótti hann um að verða styrkþegi Árnasafns og fékk það starf, einkum af því, hvílíkt dálæti Finnur Magn- ússon hafði fengið á honum, en efnilegir menn sóttu á móti, og var annar þeirra Konráð Gíslason. Var þetta mikið happ bæði Árnasafni og fslendingum, því að fáir, sem í safninu hafa starfað, hafa reynzt þarfari því en Jón Sigurðsson, bæði að því er snertir könnun og skrá- setningu handrita, upp- skriftir og útgáfur. Varð hann brátt svo fær í hand- ritalestri, að fáir hafa staðið honum á sporði í því, og segja má, að hann hafi orð- ið fyrstur manna til að greina aldur íslenzkra hand- rita, svo að gagn væri að. En starf hans í safninu var líka afar mikilvægt fyrir stjórnmálabaráttu hans síð- ar. Þarna öðlaðist hann þá þekkingu á íslenzkum efn- um, sem hann hefði hvergi annars staðar geta aflað. Auk þessa starfaði Jón mjög mikið fyrir bókmennta félagið og fornfræðafélagið. enda kvað Finnur Mágnús- son hann vera kjörinn „stator et stabilator“ ís- lenzkra fræða, og var það ekki að ástæðulausu. Á þessum árum gerðist Jón Sigurðsson mikill bóka- og handritasafnari og var það alla tíð. Hann las mjög mikið, eins og títt var um suma Hafnar-íslendinga þá, og varð brátt með fjölmennt- uðustu mönnum, bæði í bók- menntalegum, stjórnfræði- legum og hagfræðilegum efnum. Er auðséð, að nú er hann tekinn að vinna mark- víst að undirbúningi undir þá baráttu, sem hann finnur bíða sín. Sjáum við á upp- hafsorðum Nýrra félagsrita, hvað hann taldi nauðsynleg- ast þeim, sem vilja vinna þjóðinni gagn: ,,....vér eig- um einkum tvennt að at- huga, ásigkomulag vort og ásigkomulag annarra þjóða, og meðan vér lærum ekki að meta hvort um sig nokk- urn veginn réttilega, þurfum vér ekki að vænta, að oss auðnist framför sú og vel- gengni, sem vér gætum ann- ars náð.“ Breytti hann sam- kvæmt þessum orðum, og kom síðar í Ijós, að hér var rétt séð. Þegar út í barátt- una kom, var hin mikla og trausta þekking sterkasta vopn hans. Árið 1845 kvongaðist Jón Sigurðsson frændkonu sinni, Ingibjörgu Einarsdóttur, kaupmanns í Reykjavík, Jónssonar. „Reyndist hún Jóni hin ástríkasta og bezta kona og leitaðist jafnan við að gjöra honum lífið heima fyrir svo þægilegt sem henni var unnt. Hún unni öllu því, er hann unni, og hvatti hann til alls þess, er hann hafði hug á.“ (Eiríkur Briem: Andvari 1880). Þau fluttust 1852 í húsið Östervold nr. 8 í Kaupmannahöfn og bjuggu þar alla tíð síðan. Stjórnmálaafskipti Jóns Sigurðssonar hefjast í raun- inni með Nýjum félagsritum 1841. Aðalgreinin í 1. árg. er, eins og vænta má. eftir hann og fjallar um alþinei. Þar birtir hann skoðanir sínar í fyrsta sinn. Þing- bundin konungsstjórn er það mark, sem við eigum að keppa að um sinn, en lengra fram sér hann hilla undir lýðræðisfyrirkomulag nútím- ans. Hér er eigi rúm til að rekja afskipti og tillögur Jóns Sigurðssonar í málum þessa tíma, verzlunarmáli, fjárhagsmáli, alþingismáli, skólamáli. Þó verður að geta um, að í 2. árg. félagsrit- anna birti hann ritgerð, er hann nefndi Um skóla á ís- landi. Kemur hann þar fram með hugmynd um búnaðar- skóla og skóla fyrir stýri- menn, verzlunar- og iðnað- armenn, sem hann vill tengja fyrstu bekkjum lat- ínuskólans, með öðrum orð- um taka upp gagnfræðapróf nútímans. fslendingar fengu ráð- gjafarþing 1843, og kom það fyrst saman 1845. Sjálfsagt þótti, að tveir Hafnar-ís- lendingar tækju þar sæti, þeir Jón Sigurðsson og Brynjólfur Pétursson. Einkahagir Brynjólfs öftr- uðu honum frá því, en ís- firðingar kusu Jón Sigurðs- son þingmann sinn með 50 atkvæðum gegn 2. Þetta þing var ekki áhrifamikið, þingmenn óvanir þingstörf- um og bændur heldur mál- stirðir innan um konung- kjörið stórmenni. En fram- koma Jóns Sigurðssonar var hin glæsilegasta á þessu fyrsta þingi. Er í frásögur færandi, að nokkrar hnipp- ingar urðu með honum og konungsfulltrúa, Dananum Bardenfleth, strax í fyrsta málinu, en það fjallaði um þing í heyranda hljóði. Sagði Jón, að það væri vilji þjóðarinnar, að þinghald yrði þannig. Brást kon- ungsfulltrúi þá reiður við og kvað „vilja vors ein- valdskonungs“ eiga hér að ráða, og ef alþingismenn efuðust eitthvað um það, taldi hann skyldu sína „að grípa til þeirra ráðai sem nú verður ekki séð fyrir endann á.“ Jón svaraði sam- stundis og kvaðst með orð- inu vilja hafa átt við ósk þjóðarinnar. En þetta sýnir, hversu lýðræði, vilji al- mennings, er honum ríkt í huga strax á þessu fyrsta þingi. Annars mun Brynjólfur Pétursson hafa lýst þessu Frh. á 11. s. Máluð mynd af Jóni Sigurðssyni 25 ára gömlum. IMokkur atriði tim ævi hans og störf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.