Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. júní 1961 VtSIR 7 A £ Pulitzer - ver ðlaunin. Pulitzer-verðlaunin eru fyrir löngu orðin Keims- fræg. Þau eru veitt í Bandaríkjunum fvrir frábær verk í öllum helztu greinum bók- mennta, fyrir blaða- mennsku, tónlist og loks eru sérstök heiðurs- verðlaun. Það er að vísu orðið nokk- uð um liðið síðan Pulizer- verðlaunin voru veitt fyrir þetta ár. Hins vegar hefir þeirra verið lítið getið hér. Það er því ekki úr vegi að nefna, að Harper Lee, sem fékk skáldsagnaverðlaunin fyrir bók sína „To Kill a Mockingbird“. Harper Lee er fædd í einu Suðurríkjanna í Bandaríkj- unum, fylkinu Alabama, og þar gerist saga hennar. Hún kaus að vísu tilbúið nafn á bæinn, sem er vettvangur sögunnar. En hún þekkir sitt heimafólk prýðilega. Mannlýsingar hennar eru slíkar, að þær geta átt við menn og konur alls staðar í heiminum. Þó hafa þau þær sín séreinkenni, sem ekki er öllum eiginleg. Sagan dregur nafn sitt af einni setningu bókarinnar: „It’s a sin to kill a mocking- bird“ var boðskapur Atti- Harper Lee. cusar Finch til barna sinna. „Mockingbirds harm no one, and they create beautiful music“. En er honum ekki auðið að kenna móðurlaus- um börnum sínum allt. Þau verða að læra sjálf og það gera þau þegar Scout eða 3Iannaveiðar. Hafnarbíó. MANNAVEIÐAR nefnist mynd, sem Hafnarbíó sýnir um þessar mundir. Það kemur kunnuglega fyrir sjónir, er hún hefst á því að frægur leigu- morðingi, Gant að nafni, ríður inn í bæinn. Þar endar þó allur skyldleiki við fyrri „cowboy“- myndir. Nú á dögum sálfræð- innar gengur hann þó ekki hreint til verks, heldur lætur menn ráðast á sig og drepur þá síðan í sjálfsvörn. Þegar fregn- in um komu hans berst um bæ- inn, reynast margir hafa ó- hreina samvizku og halda allir aí þeir séu næsta fórnardýr. Leysir þetta úr læðingi hatur og tortryggni, og hefjast mann- víg mikil. Læknir staðarins, og aðrir. heiðarlegir menn. reyna að stöðva ófögnuðinn en geng- ur illa. Svo fer að lokum að Gant er gerður óvígur með hamarshöggi og mun það nýtt í sögunni að hamar hafi grandað hetjunni. Gant er leikinn af Audie Murphy, sem er stríðshetja úr heimsstyrjöldinni og óvenju- lega sakleysislegur maður. Aldrei hefur frammistaða hans á tjaldinu þótt jafnast á við vígvallarafrek hans, og hvort sem hann er að fá sér kaffisopa eða hóta manni að drepa hann, er hann á svipinn eins og barn sem er nýbúið að fá pelann sinn. Charles Drake leikur lækn inn af talsvert meiri tilþrifum. í stuttu máli: Fremur skemmtileg. sálfræðileg „cow- boy“-mynd. Ó. S. Kf !!i trændi Jean Louise, eins hún heitir nú reyndar dóttir hans — tekst að laumast inn í rétt- arsalinn þar sem faðir henn- ar er að verja negra einn, sem hefir verið ákærður fyrir afbrot móti lögum. Jean Louise á tólf ára gaml- an bróður, og sagan fjallar um það, hvernig þau sjá veröldina. Bókin lýsir hleypidómum, fátækt og misskilningi, en einnig þolgæði og örlæti. Bókin er laus við allar pré- dikanir og lesendur mega sjálfir draga sínar ályktanir af efninu. Efnisatriðin eru sett fram á ljósan og ein- faldan hátt. Frásagnarhæfileikar Har- per Lee leyna sér því ekki. Og áköfustu aðdáendur hennar líkja henni við Mark Twain, þegar henni tekst bezt upp. Hún hefir dregið AfíWian rróðfynni efnis, slitr- - um úit'sögnum bæjarfólksins óg ofið úr þeim snilldarlega. Orðfæri barna og sérkenni Suðurríkjamálsins dyljast ekki í skrifum hennar. Harper Lee, sem er fjar- skyld Suðurríkjahershöfð- ingjanum úr þrælastríðinu, Robert Lee er fædd í bæn- um Monroe-ville , Alabama. Hún segist hafa verið stað- ráðin í því allt frá yngri ár- um sínum að verða rithöf- undur. Hún kaus að nema lög við háskólann í Alabama og skýrði það síðan á þann hátt, að „það væri góð þjálf- un fyrir verðandi rithöfund" En hún yfirgaf háskólann án þess að hafa lokið prófi og fór til New York, hinnar miklu stórborgar. Þar starf- aði hún á skrifstofu flugfé- lags við afgreiðslu. Hún seg- ist hafa gert þetta af ásettu ráði. Henni fannst það of- raun að sitja við skriftir allan liðlangan daginn og eiga síðan að æfa sig við skáldsagnagerð á kvöldin. Starfinu sem hún valdi fylgdu nefnilega engar skriftir. Fréttaauki Leifs Þórar- inssonar frá Sameinuðu þjóðunum var skýrlega sam- an tekinn, en þar var þó ekki annað að heyra en menn hafa heyrt í útvarpi og lesið í blöðum. Hvort mundi Ríkisútvarpinu aldrei takast að velja neinn til að flytja fréttir frá Sameinuðu þjóðunum, sem láti sér til hug- ar koma að virða eins mikils og hinar margtuggnu fregnir af pólitískri refsskák tíðindi af hinu mikla menningarlega- og atvinnulega fræðslu- og hjálp- arstarfi, sem innt hefur verið af hendi af einmitt Sameinuðu þjóðunum? Hinn meira en sjötugi fræð- ari með hálfrar aldar kennara- og skólastjórareynslu að haki, Bjarni Bjarnason, minntist fjörutíu ára afmæli ltjndssam- Eftir nokkurn tíma hætti Harper Lee á það að heim- sækja bókmenntafulltrúa og leita ráða hans og álits. Hún var með tvær ritgerðir og þrjár smásögur undir hend- inni þegar hún kom til hans. Bókmenntaráðunauturinn tók henni mjög vel og þótti sérstaklega koma til einnar sþgunnar, en sagði henni að gera úr henni skáldsögu. Þaðan á verðlaunabókin uppruna sinn. Síðan hún kom út hafa henni verið veittar margvís- legar viðurkenningar aðrar en Pulitzer-verðlaunin. — Bókafélög hafa haft hana á boðstólum eða mælt með henni og tímarit hafa birt kjarna hennar. Löngu áður en bókin hlaut Pulitzer-verð- launin var hún kornin hátt á lista metsölubóka í Banda- ríkjunum. Það hefur einhvern tíma verið sagt, raunar nýlega, að beztu rithöfundar Banda- ríkjanna hafi komið frá Suðurríkjunum. Þetta á einkum við á síðari árum. Þetta kann vel að vera, og sagan eftir Harper Lee styð- ur þetta. taka íslenzkra barnakennara með alllöngu erindi um sögu ís- lenzkra barnafræðslu og þróun hennar, um íslenzka kennara- stétt og starfsemi landssamtak- anna, sem hann stjórnaði fyrstu ár þeirra. Erindið var vel samið og flutt, yfir því bjarmi hug- sjóna og í því ylur minmnga um starf og samstarf og upp- eldislega handleiðslu, og hvort sem menn geta orðið sammála lokaniðurstöðum hins aldna skólamanns um framtiðar- menntun barnakennara eða hafa á því máli aðra skoðun, mun engum hlustendum hafa dulizt, að hann talaði af djúpri alvöru og sannfæringu. Ævar Kvaran flutti sinn Úr ým,sum áttum. Flutningur hans var mjög góður og þátturinn auk þess vel samin og forvitni- legur. Ævar ræddi að þessu sinni um hinar ómetanlegu fornminjar í Egyptalandi, sem nú er búin tortíming sakir hinnar miklu Asvanstíflu, sem Egyptar eru að gera yfir þver- an Nílardalinn — nema eitt- hvað verði að gert. Freistaði Ævar þess — og fórst það all- vel — að gefa hlustendum nokkra hugmynd um mikilleik þessara fornu minja, og skýrði frá, að hafin hefur verið fjár- söfnun vítt um lönd til að kosta björgun þess, sem unnt kynni vera að bjarga. Fer söfnunin fram á vegum UNESCO, hinnar gagnmerku deildar innan sam- taka Sameinuðu þjóðanna, sem starfar til styrktar uppeldis- málum, menningu og visindum. Hafa mörg ríki þegar lagt íram mikið fé til fyrirhugaðra björg- unarstarfa. fsland tekur þátt í mörgum samþióðlegum og al- þjóðlegum samtökum, eri ekki í UNESCO, þó að einmitt ís- land, hið litla óvopnaða riki, eigi alla sína framtíð undir við- gangi þeirra mála, sem starf UNESCO beinist að! t Músík kvöldsins var með á- gætum að þessu sirmi. Þar var mikið fyrir unnendur fagurrar tónlistar og eitthvað fyrir alla. G.G.H. + Nefnd frá SÞ. er Iögð af stað frá New York til Evr- ópu og Afríku til að fram- kvæma rannsókn á öllum atvikum í sambandi við morðið á Lumumba Copyrlght P. I. B Bo» 6 áopenhooen 74/7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.