Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 1
VISIR 51. árg. — Miðvikudagur 21. júní 1961. — 138. tbl. 220 þús. tn. seldar. Síldarútvegsnefnd hefur sam ið um sölu á 220 þúsund tunn- um af saltsíld til Svíþjóðar og Finnlands. Er hér um talsvert meira magn að ræða en þangað hefur verið selt undanfarin ár. Af þessu magni sem hér um ræðir eru 15 þúsund tunnur af síld sem má innihalda nokkru minni fitu, en algengt er um Norðurlandssaltsíld. Eru það Finnar sem kaupa þessa síld og er nú verið að salta upp í þessa samninga. Búið er þegar að salta í nær 9 þúsund tunnur af þessari síld. Enn hefur ekki tekizt að semja um síldarsölu til Rússa, en þeir hafa verið stærstu kaupendur saltsíldar undanfar- in ár. Átök viö Sláturfélagiö. Átök urðu við Sláturfélag Suðurlands x gær er verkfalls- verðir réðust að einum sölu- stjóra Sláturfélagsins og ætl- uðu að hindra hann í að komast lciðar sinnar. Sölustjórinn var að sækja varning í birgðageymslu félags- ins eins og sölustjórar félagsins eru vanir þegar um smávegis er að ræða. Réðust þá að hon- um formálalaust tveir verk- fallsverðir og þrifu svisslykil- inn úr bifreið hans. Sölustjór- inn tók lyklana af þeim aftur og kostaði það smá átök. Verkfallsverðirnir verða kærðir fyrir líkamsárás. IKE sendiherra? Sherman Adams, sem um eitt skeið var skrifstofustjóri Eisenhowers í Hvíta húsinu hefur lagt til að Eisenhowcr verði gerður að sérstökum „friðarsendiherra". Adarhs kvaðst fullviss um að Eisenhower mundi taka við slíkri skipun ar hendi Kennedy Bandaríkjaforseta. Eisenhower hefði ætíð reynt að efla friðinn meðan hann var 1 forsetastóln- um og vildi vinna frekar að þessu göfuga markmiði. Eisen- hower á ónotaða krafta sem mundu nýtast vel í þessu starfi, sagði Adams. dvíst um sáttafundi. Það er óvíst hvort haldnir verða sáttafundir vinnuveit- enda og Dagsbrúnar í dag. Þeir eru sjaldnast ákveðnir löngu fyrir fram sagði sáttasemjari ríkisins Torfi Hjartarson í morgun. Með öðrum orðum, það er óvíst um fundina og ekkert frekar um málið að segja að sinni. Nei, þetta er misskilningur. Myndin er ekki tekin við Bláströndina, heldur suður í Naut- hólsvík. — Maðurinn á skíðunum er Þórir Jónsson, gamalkunnur skíðakappi — í snjó. Hann er dregin af bát Gunnars Ásgeirssonar og og hraðinn er 40 km. — Þetta er íþrótt sem segir sex! Lögbann á Dagsbrún Laust fyrir hádegi í dag kvað borgarfógeti Kristján Kristjánsson upp úrskurð í ögbannsmáli Dagsbrúnar og Kassagerðar Reykja- úíkur. Lagt er lögbann við því að stjórn Dagsbrúnar, þeir Eðvarð Sigurðsson farm., Guðm. J. Guðmundsson vara- form., Tryggvi Egilsson ritari, Tómas Sigurþórsson gjaldkeri, Kristján Jóhannsson fjármála- ritari, Halldór Björnsson með- stjórnandi og Hannes M. Stephensen meðstj. persónu- lega eða í nafni félagsins hindri eða láti aðra félagsmenn hindra afgreiðsu, móttöku og flutning á vörum að og frá verksmiðju- húsum Kassagerðar Reykjavík- ur hf. við Skúlagötu 26 og við Framh. á 5. síðu. Thorolf Smith kærir Hannes. í gær var þingfest meiðyrða- málið Thorolf Smith gegn Vil- hjálmi S. Vilhjálmssyni (Hann- esi á Horninu). índtt. Frá fréttaritara Vísis. Raufarhöfn í morgun. Tíðindalaust er með öllu af síldveiðunum í nótt. Síldin stóð djúpt og ekki tök að kasta á hana. Aðeins einn bátur, Guðbjörg ÍS, fékk síld í morgun i Reykja fjarðarál, 550 tunnur. Bátarnir telja sig hafa fengið minni lóðningar en áður, auk þess var kalsi á miðunum við Kolbeinsey, en veður fór batn- andi þar í morgun og gefur það von um veiði með kvöldinu og að síldin lyfti sér þá. Átuskil- yrði norðvestur af Kolbeinsey eru talin mjög sæmileg. Bátaflotinn heldur sig aðal- lega við Kolbeinsey og í Reykja fjarðarál sem stendur. Skip, sem afla hafa fengið frá því kl. 7 í gærmorgun voru þessi: Eldey 300 tunnur, Sæ- fari BA 400, Stapafell 150, Sunnutindur 500, Gnýfari 250, Páll Pálsson 300 og loks Guð- björg, sem áður er nefnd og fékk 550 tunnur í morgun. Málið er sprottið af því að Hannes ásakaði, í dálkum sín- um fyrir skömmu, fréttamann Ríkisútvarpsins fyrir kommún- istaáróður í fréttaflutningi af útifundi „hernámsandstæðinga“ við Stjórnarráðið. Hlutaðeigandi fréttamaður var Thorolf Smith. Telur Thor- olf það meiðyrði að Hannes bendlar hann við kommúnisma í skrifum sínum, auk þess sem hann vænir hann um brot í opinberu starfi. Þ. e. brot á hlutleysisreglum Ríkisútvarps- ins. ' Málflutningsmaður Thorolfs er Gísli ísleifsson en vérjandi Hannesar á Horninu er Áki Jakobsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.