Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 21. júní 1961 ferðatöskur á gólfinu. „Ertu að fara?“ spurði hann. „Já, ég er að fara til Bandaríkjanna, það er engin ástæða fyrir mig að vera hér lengur“. „Jæja“, hún er þá búin að segja Charles upp, hugsaði Max. „Hvað viltu hinga?“ spurði Virginía. „Ég ætlaði bara að þakka þér, þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því, en þú bjargaðir lífi mínu“. „Það er greinilegt, að það hefði ég aldrei átt að gera“, svaraði hún beizklega. „Hversvegna gerðir þú það þá?“ „Ég veit það ekki. Ég — ég vildi óska, að ég hefði ekki gert það. Þú ert eins og hættulegt deyfilyf, ef maður ekki gætir sín, þá verður maður forfallinn — og það vil ég ekki verða, vertu sæll, Max“. Áður en hann gæti svarað, i var dyrabjöllunni hringt. j Þeg^r ^irginía opnaði dyrn- 'ar, stóð Charles fyrir utan. „Góðan daginn“, sagði hann ánægður og gekk inn- fyrir. „Ég hringdi til Skot- lands til að tala við þig, en systir mín sagði mér, að þú hefðir farið til London með morgunlestinni. Hvernig var ferðin?“ Hann klæddi sig úr frakkanum og tók af sér hattinn. „Ég er búinn að bjarga þessu öllu við. Þeir lofuðu að minnast ekki á okkur“. „Gott kvöld, Charles", sagði Max. Charles Holland brá held- ur, þegar hann sá Max. „Ég mundi meta það við yður, Easton, ef þér yfirgæfuð hús- ið og það strax, ég kæri mig ekki um, að þér verðið hand- tekinn hér“. Virginíu brá við, þegar hún heyrði hann segja þetta. „Nú það er svona, sem þú hefur bjargað þessu við“, sagði hún æst. „Þetta var andstyggilega gert. Þú ert hreinn og beinn svikari og kjaftatífa. Ekki einu sinni glæpamenn mundu gera svona nokkuð“. Charles lét sér hvergi bregða og bjóst við að ráða við þetta, eins og öll önnur vandamál. „Ég hef ekki í hyggju að rökræða við þig um hollustuhugsjónir ame- rískra glæpamanna, sem ef- laust eru mjög athyglisverð- ar“. Hann hló og snéri sér að Max. „Þér sleppið ekki með minna en 5 ár, Easton“. „Fyrir hvað?“ spurði Max og virtist forviða. „Fyrir svindl — fyrir til4 raun til þess að gabba fé út úr blöðunum“. „Það er naumast, að þér hafið hugmyndaflug, Hol- land“. Charles yppti öxlum. „Það er þó ekki nema brot af því, sem manneskja nokkur, sem er meðsek, sýndi. Ég nefni engin nöfn, en ég á við þá sömu persónu og setti flösk- una, sem kom upp um yður, í sjóinn. Það er sagt, að af- brotamanni skjátlist alltaf í einhverju, þér brennduð yð- ur illilega á þessari flösku". „Á hvaða flösku?“ „Ég skil það vel, að þér spyrjið, þar sem þér hafið aldrei séð þessa flösku, og þessvegna sitjið þér líka í því“. „Hvaða flösku?" endurtók Max. „Þegar ég talaði við Gregson, umsjónarmann í dag, þá skýrði ég það út fyr- ir honum, að það væru að minnsta kosti 10 flöskur, sem um væri að ræða, og hann skildi það mæta vel, að ég gæti ekki munað eftir þeim öllum“. Charles Holland skildist nú, að Max hafði bjargað sér úr klípu, sem virtist óviðráðan- leg. Hann snéri sér að Virg- iníu. „Þú getur þá að minnsta kosti vitnað um það, að þú hafir sett flöskuna í sjóinn, ekki rétt?“ Virginía hristi höfuðið. „Ég óska ekki eftir að bera vitni um eitt eða neitt, Char- les“, sagði hún og benti í átt- ina að töskunum á sófanum. „Mér þykir leitt að segja þér það, en ég er að fara heim“. „Gerir þú þér þá ekki grein fyrir því, að þessi maður er þjófur, og að hann hefur í hyggju að fara í mál við blöð- in“. „Hvemig í ósköpunum haf- ið þér fengið þessa hug- mynd?“ greip Max fram í heldur illilega. „Þér hafið kannski búizt við því, en mér SKYTTURIMAR ÞRJAR 13 „Ef þið hlýðið ekki, tökum við ykkur með valdi", hrópaði Jueeae, foringi hirðmanna kardinálans. „Þið eruð fimm, við erum aðeins þrir", sagði Athos lágt, en d’ Artagnan heyrði þetta. „Ég vil með yðar leyfi mótmæla. Þér sögðuð ykkur vera þrjá, en þið eruð fjórir". „Bjargið skinni yð- ar, ungi maður", hrópaði Jussae í hæðnistón og það tók af skarið. „Gott og vel, fram þá Athos, Port- hos, Aramis og d’Artagnan", hróp-1 aði Athos og níu stríðsmenn geyst- | ust fram i villtan bardaga. D’Ar- tagnan réðist á sjálfan Jussae, sem var snjall skylmingamaður. Hann var þó fljótlega neyddur til að verjast hinum fima ungling, sem kunni allt það sem hann skorti vegna æfingaleysis. Jussae varð brátt þreyttur og þegar hann gaf aðeins eftir, að aflokinni harðri hríð, smeygði d’Artagnan sverði sínu undir hans og rak það i gegnum hann. Aramis hafði á meðan sigrazt á sínum tveimur andstæðingum, og Porthos reyndi sífellt að yfirbuga sinn. Eftir þá- gildandi einvígisvenjum mátti d’ Artagnan koma einum af félög- um sínum til hjálpar og hann valdi Athos, sem vegna sára sinna, átti fullt í fangi með andstæðing sinn. gæti aldrei komið til hugar að gera slíkt. Ég veit, að ég gæti gert það — en ég er bara ekki þesskonar maður, ég er alltof heiðarlegur, það er mín ógæfa“, sagði hann með miklu sjálfstrausti. . Charles Holland stóð kyrr og leit á þau til skiptis, síð- an sagði hann: „Eitt af því erfiðasta í þessum heimi er að læra að taka ósigri karl- mannlega“. Hann brosti og hneigði sig fyrir þeim, „ég er ekki búinn að læra það enn“. „Mér þykir þetta leitt, Charles“, sagði Virginía. Hann skellti hurðinni á eftir sér. Virginía snéri sér að Max. „Þú ættir að fara líka, Max“, sagði hún hægt. „Mig langar ekkert til þess að kveðja núna“, sagði Max. „Vertu sæll, Max“, sagði Virginía ákveðin. „Þú segir alltaf og eilíflega „vertu sæll, Max“, mér fannst það mjög óviðeigandi síðast þegar þú sagðir það, og enn frekar nú“. Hún rétti honum hattinn. „Það hefur ekkert breytzt. Þú hefur lagt þetta allt á þig án árangurs“. „Ekki án árangurs, hvað þér viðkemur“, sagði hann. „Ekkert hefur breytzt“, staðhæfði Virginía. \ „Þar skjátlast þér, ég er nú þegar orðinn frægur og verð bráðlega ríkur maður“. „Þýðir þetta, að þú ætlir eftir allt saman að fara í mál ? Ég hélt, að þú værir að segja sannleikann, svona til tilbreytingar“. „Það gerði ég líka“, sagði Max brosandi. „Auðvitað fer ég ekki í mál, en ég er búinn að fá alveg snilldarlega hug- mynd. Ég ætla að selja sögu mína því blaðinu, sem bezt býður. Segja sannleikann um þetta allt“. „Sannleikann?“ Var Max nú genginn af vitinu, hugsaði Virginía. „Ætlar þú að segja allan sannleikann um það hvemig þú skipulagðir þetta allt oð bjóst til öll þessi sönn- unargögn og . . .“ „Að sjálfsögðu ekki. Ég segi sannleikann um það hvemig ég strandaði á sker- inu og lifði það af að lifa þar matarlaus og vatnslaus, eins og kraftaverk hefði gerzt... ég ætla að segja sannleikann um það“, hann leit sigri hrósandi á hana. „Ég er viss um, að ég fæ meira út úr því en ef ég hefði farið í mál. Þetta er þó ekki neitt óheiðarlegt, eða hvað?“ Þessi skyndilega umhyggja hans fyrir sannleikanum fannst Virginíu alveg óborg- anleg. Hún gat ekki varizt hlátri, og það var glaðvær hlátur. Hvemig hafði hún getað hugsað sér að fara frá honum? Peningar eða ekki peningar, hvaða þýðingu hafði það ? Hvað kom það eiginlega málinu við ? Hún elskaði hann og hafði allan tímann verið að reyna að flýja frá þeirri sömu stað- reynd og henni fannst nú svo eðlileg og sjálfsögð. Hlátur Virginíu smitaði Max. „Þú ert mest æsandi mað- ur, sem ég get hugsað mér“, stundi Virginía. „Beztu mennimir eru það alltaf“, svaraði Max hæversk- ur, henti hattinum frá sér og faðmaði Virginíu. „Þú ert óheiðarlegur, óá- reiðanlegur og samvizkulaus U „Já, elskan“, hvíslaði Max. „Hugsjónalaus”, hélt Virg- inía áfram og þrýsti sér að honum. „Stigamaður, kvenna- bósi og.. og ....“ „Þrjótur?“ stakk Max upp á. „Já, þrjótur“, sagði Virg- inía og var ánægð með orðið. „Óheiðarlegur...“ „Það er komið einu sinni“, sagði Max. „Óáreiðanlegur þá, ósann- gjam og ...“ Það er ómögulegt að vita, hve lengi Virginía hefði get- að haldið áfram að romsa upp úr sér. Max fannst brátt kominn tími til að þagga nið- ur í henni. Hann gerði það með kossi. E n d i r. K V I $ T 3SO t Já, nú lítur það út fyrir að vcra í lagi, frú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.