Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 16
 VISIR Miðviðudagur 21. júiíí 1961 Stjórn Dagsbrúnar kærð. Samið var á Siglufirði Frá frcttaritara Vísis. Siglufirði í morgun. í nótt tókust samningar milli verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði og stjórnar Síldar- verksmiðja ríkisins. Samning- arnir eru í aðalatriðum þeir að kaup hækkar um 10 iirósnt og eftirvinna úr 50 í 60 prósent. Stofnaður vcrði sjúkrasjóður og greiði verksmiðjurnar 1 pró- sent af dagkaupi í sjúkrasjóð- inn. Það var áskilið að annar endurskoðandi sjúkrasjóðsins skyldi skipaður af stjórn síld- arverksmiðjanna og sérstök rcglugerð yrði samin fyrir sjóðinn. Vinna hófst í verksmiðjunum í morgun en þær hafa ekki enn tekið á móti síld til bræðslu. í nótt var lítil veiði. Aðeins fjög- ur skip komu inn með slatta. Veður hafði versnað á miðun- um, kominn vestan stinnings- kaldi. Síldin er djúpt og því erfitt að ná til hennar ef eitt- hvað er að veðri. Alls mun vera búið að salta í 6000 tunnur í þessari fyrstu síldarhrotu. Það hefði varla verið hægt að taka á móti meiri síld til söltunar því stúlkurn- ar voru orðnar gersamlega svefnlausar og þvi mál á hvíld. Enn er hér mikill skortur á kvenfólki. Það eru nær ein- göngu sigifirzkar stúlkur á plönunum enn sem komið er, en vonandi rætist úr því í næstu viku. Hækkuð söltunarlaun. Með hinum nýju samningum sem gerðir hafa verið, hafa söltunarlaun hækkað. Fá stúlk- urnar nú kr. 30.13 fyrir að salta í heiltunnu af hausskorinni og slógdreginni síld. Fyrir hálf- tunnuna eru greiddar kr. 15.62 að viðbættu orlofi. Rannsókn er þegar hafin. Kristján Jóhann Kristjáns- son forstj. Kassagerðar Rvík- ur hefur kært Guðmund J. Guð mundsson og stjórn Dagsbrún- ar svo og aðra þá sem á sannast að hafi staðið fyrir ólöglegum verkfallsaðgerðum við Kassa- gerðina dagana 29. maí, 30. maí, 13. júní og 15. júní. í ákæruskjalinu sem sent var yfirsakadómaranum í Reykja- vík eru þessir aðilar sakaðir um að bera ábyrgð á ofbeld- isaðgerðum og hótunum í garð starfsfólks Kassagerðarinnar. Eru verkfallsmenn sakaðir um að hafa brotið umferðarlögin, ákvæði almennra hegningar- laga og lögreglusamþykkt Rvík ur. Rannsókn málsins er hafin og hefur Kristján Jóhann Kristjánsson mætt og staðfest ákærur sínar, en Guðmundur J. Guðmundsson er væntanlegur fyrir réttinn. Hér sézt stórmeistáfiníiTriðrik Ólafsson (til hægri) ræða við E. Vasjúkov og Smyslov, sem urðu í 1. og 2. sæti á Moskvumótinu. — Friðrik varð 3. sem kunnugt er. Mynd þessi var sínisend til London frá Moskvu og hingað með flugvél í gær. ísland í frönsku sjónvarpi* Hér á landi er nú stadd- ar kvikmyndatökuflokkur frá franska sjónvarpinu. Vísir náði í morgun sam- bandi við leiðsögumann flokksins hér, enskan blaðamann, Mangeot að nafni. Flokkurinn er hér i þeim er- indum að taka myndir fyrir sjónvarpsþátt, sem á íslenzku mætti kalla 5 dálka frétt þ. e. a. s. þátt um eitthvað, sem er ofarlega á baugi þá og þá stundina. Þáttur þessi er einu ■ sinni í mánuði og stendur í | eino og hálfa klukkustund i í hvert skipti. — Hann J skiptist í 4—5 hluta og er ætl-| unin að taka tvo hluta eins j þáttar hér á landi. í öðrum i þættinum verða yfirlitsrnyndir. frá fslandi um fiskveiðar, land- búnað og annað þesshátar svo og frá Reykjavík, einnig munu kvikmyndatökumennirnir taka eitthvað úr íslenzku stjórn- málalífi. Hinn þátturinn verður um franska hafrannsóknaskipið „Pourqoi Pas?“ sem fórst 1936, en flakið af því hefir nú fund- izt vestur við Mýrar. Þannig vill til, að einn af fulltrúum Frakkalnds á alþjóða skipamæl- ingarráðstefnunni, sem þessa daga er haldin í Reykjavík, var eitt sinn foringi á skipinu og mun hann ætla að fara vest- ur á Mýrar að flakinu. Einnig munu' þeir hafa samband við eina manninn, sem komst af skipinu og gera þátt um flakið. Mun jafnvel í ráði að fá hing- í morgun kl. 10,30 hófst prestastefnan 1961 með messu í Dómkirkjunni, séra Bjarni Jónsson prédikaði. Kl. 2 var prestastefnan sett í kapellu Há- skólans. Kl. 4 verður rætt um veit- að froskmann, sem gæti tekið myndir af því neðansjávar. Stjórnandi leiðangursins er einn af beztu útvarps- pg sjón- varpsmönnum Frakklands, Jacques Sallebert að nafni. Leiðangurinn kom hingað á laugardag og mun verða hér á landi til sunnudags að minnsta kosti. Flokkurinn hefir ekki getað athafnað sig hér að vild sinni, þar sem allar flugsam- göngur innanlands hafa eins og kunnugt er stöðvast vegna verkfallsins. ingu prestaembætta. Á morgun kl. 10 verður rætt um nýjar leiðir í kirkjulegu starfi. Kl. 6 flytur séra Jakob Jónsson guð- fræðilegt erindi. Á föstudag kl. 10 ávarpar Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri, prestastefnuna. Gengi lækkað Kanadastjórn hefur ákveðið að lækka gengi kanadíska doll- arsins. Þessi yfirlýsing var gefin út í kanadíska þinginu af fjár- málaráðherranum Mr. Fleming í fjárlagaræðu. Ráðherrann tók ekki fram, hve lækkunin mundi verða mikil, en talið er, að hún verði að minnsta kosti 5%. Árangurinn með lækkun- inni mundi verða mikil. Tilgangurinn með lækkun- inni er sá að draga úr innflutn- ingi í Kanada og auka útflutn- ing. Þetta er einnig hugsað til að bæta úr alvarlegu atvinnu- leysi, sem ríkt hefur í Kanada nú um skeið og verið eitt helzta vandamál Kanadastjórnar. Kl. 2 verður fundur með pró- föstum og kl. 6 verða synodus- slit. Bænagjörð er á hverjum morgni meðan prestastefnan stendur í kapellu Háskólans. Prestastefnan 1961. FA EKKI AD LANDA Dagsbrúnarmenn hafa ' nú stöðvað löndun á fiski úr drag- nótabátum. Stöðvunin kom til framkvæmda í fyrradag. í gær var ekkert róið og mun svo verða um sinn nema þeim tak- ist að selja aflann í Keflavík og annars staðar þar sem samið hefur verið. Afli í fyrstu róðrunum hefur verið ágætur og allmargir bát- ar voru byrjaðir á dragnót. Gera má ráð fyrir að nýr fiskur verði takmarkaður í fiskverzl- unum á næstunni, sérstaklega ef ekki gefur á sjó fyrir færa- báta, en frá þeim og dragnóta- bátunum hafa bæjarbúar feng- ið fisk að undanförnu. Veðrið: Vestan átt, skúrir, bjart með köflum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.