Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 4
4 V 1 S I R Miðvikudagur 21. júní 1961 tungum i Kirkjan í Görðum á merkilega sögu, hefir eitt sinn verið hið reisulegasta hús, veggirnir háir, hlaðnir úr grjóti, sem er með stein- lími, gluggarnir háir og bogamyndaðir. Á stafninum vestanverðum voru breiðar bogamyndaðar dyr og yfir þeim tveir bogamyndaðir gluggar. Það leynir sér ekki af rústunum að dæma, að kirkjan hefur gnæft eins og drottning yfir hinum lág- reistu býlum í kring. Svo kom tími niðurlægingar, og hrörnunar. Kirkjugripir, alt- ari og klæði voru borin á brott, þakið hrundi og eftir sátu rústirnar einar. Ein- hver nýtinn bóndi hefur svo líklega notað kirkjuna sem hlöðu eða gripahús, og sett á hana þak og steypt utan á hleðsluna í veggjunum. Saga kirkjunnar verður ekki rak- in hér. En það er mikið um að vera við Garðakirkju þessa dagana. Þegar eg kom þar um daginn var margmenni við kirkjuna. Allt var þetta ungt fólk, sumir grófu skurð fyrir vestan kirkjuna, en inni í henni voru einar 8 yngismeyjar, sem hömuðust við að moka mold í hjólbör- ur. í fyrstu gat eg ekki heyrt orðaskil en það leyndi sér ekki að þetta fólk talaði ekki íslenzku og kom mér þá auð- vitað í hug að þetta væri helgur staður og hér væri að gerast kraftaverk, því nú væru Álftnesingar og Garða- hreppingar farnir að tala tungurq. Kenndi eg þar tvo menn, séra Braga og Her- mann Ragnar, og fannst mér ekki ósennilegt að and- inn hefði komið yfir þá. Eg vatt mér að séra Braga og svaraði hann mér þáóðar á þeirri tungu sem veggir Garðakirkju hafa um aldir bergmálað. Gaf hann þá skýringu á þessu fyrirbæri að hér væri að verki ungt fólk komið alla leið vestan frá Ameríku til þess að hjálpa til við áð reisa Garða- kirkju að nýju. Einhverra hluta vegna verður að grafa upp úr gólfi kirkjunnar. Og þarna ham- aðist fólkið við að grafa og aka moldinni út í hjólbörum. Allt í einu birtist maður í Rústir kirkjunnar í Görðum. dyrunum. Hann stritaði með kúfaðar börur af mold og blés þungan. — Þarna kemur séra Bash með sínar börur, sagði séra Bragi og hvíldi sig stundar- korn fram á skófluna. Séra Bash hvolfdi úr börunum, þurrkaði svitann af enni sér og blés mæðinni. Eg tók hann tali stundarkorn. — Þetta fólk eru mest há- skólastúdentar, piltar og stúlkur eins og þú sérð. — Það er víðsvegar að úr Bandaríkjunum og þarna er ein stújka frá Kanada. Ekk- ert af þessu fólki þekktist fyrr en við hittumst í New York á leið til íslands. Eg er sjálfur í Minneapolis og er þar fyrir Youth Office of American Lutheran Church- es, það mun vera æskulýðs- samband Lútersku kirkjunn- ar í Ameríku, og er leiðtogi þessa hóps. Konan mín er hérna með mér, en aðra þekkti eg ekki fyrr en við lögðum af stað hingað. —■ Hver borgar svo ferðir og annana kostnað í sam- bandi við för ykkar? að halda á sér hita við þetta starf, segir pastorinn og strýkur af sér svitann. Okk- ur finnst fallegt hérna og svo erum við búin að bragða fiskinn ykkar. Hún Stella, sem eldar fyrir okkur í skól- anum, er alveg fyrirtaks matreiðslukona og eg hefði satt að segja ekki trúað því, að fiskur gæti verið svona góður. — f hvaða skóla eldar Stella? — Er það meiningin, að þetta fólk púli hér fyrir ekki neitt frá morgni til kvölds, sofni svo í skólahúsinu á kvöldin og feri svo héðan til Ameríku? — Nei ónei, við komum saman á kvöldin og um helg- ar. Svo er ætlunin að fara í ferðalög. Það gefst ekki tími til að ræða meira við síra Braga um þetta ágætisfólk, sem hingað er komið til að vinna með íslenzku æsku- fólki að góðu málefni. Fólkið er á vegum alkirkjuráðsins og slíka hópa er hægt að finna víðsvegar í heiminum þar sem það notar frístund- ir sínar til að styrkja gott málefni og kynnast löndum og lýðum um leið. — Við búum í litla skóla- húsinu þarna. Stofunni hefir verið skipt í tvennt. Öðrum megin sofa piltarnir og hin- um megin stúlkurnar. Síra Bash er nú búinn að kasta mæðinni. Hann grípur bör- urnar og eg rölti á eftir hon- um inn í krkjuna. Hann er búinn að grafa stóra holu í suðvesturhornið og nú grípur hann skófluna og mokar eins og vegavinnumaður, sem er að moka sig í álit hjá verk- stjóranum. Það er líf og fjör inni í kirkjunni, stelpurnar moka í börurnar og strákarnir keyra út. Þetta er fyrsti dag- urinn og enginn kann sér hóf. Það er ekki breitt bakið á Lornu, en hún dregur ekki af sér, og eykur sér erfiði, því það er auðséð að hún hef- ir aldrei verið í vegavinnu. Mary og Gay eru farnar að bregða hendi á mjóhrygginn, — Það borgar hver fyrir sjálfan sig. Þetta er sjálf- boðaliðastarf. Hver og einn verður að borga 350 dali í ferðakostnað og annað. Þetta er ekki svo lítið en hér er fólk, sem hefir að minnsta kosti einu sinni áður varið sumarleyfi sínu á þennan hátt. — Hvernig líkar ykkur svo dvölin hér? — Okkur hefir öllum fundizt kalt, en það er hægt því þær eru búnar að moka meira en hálfan dag og þreyt an er farin að segja til sín, en gamanyrðin eru látin fjúka. Myra, Sally og Idery svara fullum hálsi, fylla bör- urnar svo strákarnir hafa vart undan að keyra út. — Það er von á fleira fólki hingað, segir síra Bragi. — Hópur af æskufólki frá Eng- landi kemur á næstunni. Ameríkufólkið verður hér í þrjár vikur. Akreinar og stöðu- bönn. Frá fréttaritara Vísis Akranesi í morgun_ Frá áramótum til 10. júní s.l. hefur 121.825 tunnxun af síld verið landað á Akranesi. Bróð- urparturinn af síldinni, sem landað hefur verið á þessu tímabili, er afli tveggja báta, Höfrungs 2. 33.277 t., og Har- alds 25.000 tunnur. Auk síldaraflans lagði Höfr- ungur 2. á land 440 lestir af þorski og byrjaði aftur á síld- veiðum 27. apríl, en Haraldur byrjaði 18. apríl. M.b. Sigurð- ur, sem var með mestan þorsk- afla á vetrarvertíðinni á Akra- nesi, fékk 660 lestir af þorski og 11.000 tunnur af síld. Höfrungur byrjaði á síld- veiðum í haust og er saman- lagður síldarafli bátsins fra þeim tíma 45 þúsund tunnur. Hrapaði 40 m og lifði. Norskur piltur Tom Oshaug, 13 ára gamall, var með nokkr- um félögum sínum í vor í eggjaleit í háu fjalli í heim- byggð sinni, er steinn sem hann sat á losnaði og féll 40 metra með piltinn sitjandi á niður í fjöru. Steinninn kom niður þrjá metra frá fjöruborðinu og þar kastaðist Tom af honum út í sjó. Hann var lærbrotinn og fékk heilahristing, en samt tókst honum að hafa sig hjálp- arlaust til lands. Félagar hans komu honum til læknis og þótti ganga kraftaverki næst að hann skildi lifa af fallið og komast úr sjónum þótt særður væri. Fyrst yfir í ár. Ensk stúlka hefur synt yfir Ermarsund frá Frakklandi til Englands. , Hún var fyrst allra til þess að synda yfir sundið í sumar og var 20V2 klst. á ledðinni. Hún er 19 ára og heitir Doro- thy Perkins. r j Ahugi vex á Su5- urskautslandinu. Bandaríkjastjórn ætlar að stofna nýja skipulagsskrifstofu vegna könnunarstarfa á Suð- urskautslandinu. Mun skrifstofa þessi hafa með höndum allan undirbúning á rannsóknarstörfum þar syðra, og sýnir þetta vaxandi áhuga Bandaríkjanna fyrir. þessu lítt kannaða landssvæði. Mun auk- in áherzla verða lögð á allskon- ar vísindastörf þar framvegis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.