Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 21.06.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. júní 1961 VISIR 5 Sendiherraspjall um handritamálið. Vísir hitti snöggvast að máli í gær Stefán Jóhann Stefáns- son, sendiherra í Kaupmanna- höfn, en hann er nýkominn hingað til lands. Mun hann dveljast hér heima til 29. júní, en hingað er hann kominn til skrafs og ráðagerðar við ís- lenzk stjórnvöld og þá auðvitað fyrst og fremst til þess að gefa þeim skýrslu um handritamál- ið. Frestunin í handritamálinu var mikil vonbrigði, sagði sendiherrann. Vinir okkar fs- lendinga munu fæstir hafa trú- að því að það tækist að fá 60 undirskriftir undir mótmæla- skjalið. En það tókst, enda sýndu forystumenn undir- skriftasöfnunarinnar afburða dugnað og beittu ýmsum harð- vítugum ráðum til þess að fá þingmenn til þess að rita undir. Persónulega er ég sannfærð- ur um að handritin koma heim og verður lengst biðin í þrjú og'' hálft ár. Stjórnarflokkarnir hafa gefið hér þær yfirlýsingar, sem ótvíræðar eru. Ég vona aðeins að ekki komi til breytingar á frumvarpinu, þegar það kemur aftur til um- ræðu, á hinu nýkjörna þingi, en búast má við því að and- stæðingar afhendingar reyni að koma inn breytingum. Er mörg- um Dönum í Höfn mjög tregt að sjá af Flateyjarbók og Eddu. — Það hefir mikið gengið á í Höfn út af þessu máli undan- fari? — Já, það tók mjög hugi manna. Þótt það sé að sumu leyti kannski ótrúlegt þá hefir handritamálið verið efni í að- alfyrirsagnir dönsku blaðanna nú um alllangan tíma. — Hvað um heiðursdoktors- nafnbót Jörgensen menntamála- ráðherra á afmæli Háskólans í haust? — Ekkert vil ég um það segja, en full ástæða er að við sýnum honum sóma. íslending- ar, svo drengilega hefir hann Stefán Jóhann. barizt í þessu máli. Veit ég að frestunin hefir valdið honum vonbrigðum. — Að lokum vil ég leggja á það áherzlu, sagði Stefán Jóhann, að þótt nú verði frest- un á afhendingu þá eigum við fjölmarga vini og stuðnings- menn í þessu máli meðal dönsku þjóðarinnar, sem mjög vel skilja hin íslenzku sjónar- mið. Lögbann — Kleppsveg framkvæmda af starfsmönnum fyrirtækisins, sem ekki eru félagsbundnir í launasamtökum, er eiga í verk- falli. Þetta þýðir að Kassagerðinni er heimilt að láta framkvæma þau störf, sem verkfallsverðir Dagsbrúnar stöðvuðu með of- beldi fyrir nokkrum dögum og ber lögreglunni að sjá um að þau fari fram hindrunarlaust Krafist er tryggingar af Kassagerðinni því að svo kann að fara að síðar verði leitað staðfestingar Hæstaréttar á undirréttarúrkskurðinum. — Verður að tryggja að Dagsbrún skaðist ekki, ef svo skyldi fara að sá dómur félli félaginu í vil UndanfariS hafa birtzt af því fregnir í dagblöðum að erlendir kaupmenn hyggðu bér á húsgagnakaup í stór- um stíl. Hefur sá fyrsti þeirra, Bandaríkjamaður, nýlega gert samning um kaup á Akureyri og í Reykjavík fyrir á þriðju millj. króna. Hafa stjórnarandstöðublöðin glaðst yfir þessum tíðindum, ekki síður cn blöð stjórnar- flokkanna. A það er vert að benda að útflutningur íslenzkra hús- gagna hefði verið með öllu ó- hugsandi ef gengisbreytingin hefði ekki verið gerð fyrir rúmu ári. Þá hefði verð hús- gagna verið svo hátt að enginn erlendur aðili hefði viljað líta við þeim. Útflutningurinn er því bein afleiðing af efnahagsráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar oir þá fyrst og fremst gengisbreyting- Dragnótaveiði nú leyfð i Eyjum Frá fréttaritara Vísis Vestmannaeyjum í gær. j Sex bátar voru tilbúnir dag- j inn, sem leyfi var gefið til; dragnótaveiða. Lítið hefur enn borizt: á land af dagnótabátum, j því verið hafa frátafir vegna veðurs og svo vegna helgidaga. Ekki er tekið á móti fiski í frystihúsum á laugardögum. Sá háttur mun verða hafður á að e.ins mikið verður tekið til frystiij».gar af flatfiski og unnt er, en það sem fram yfir er, munu. frýstihúsin flytja út ísað á érlendan fnarkað. Verður flatfisjkurinn fluttur út ísaður í kössum og tók m.b. Eyjaberg, sem riú er á heimleið 400 tóma fiskkassa í Englandi. Afli hefur verið ágætur í vor. Er hér um að ræða mikið blandaðri afla en gerist á ver- tíð, þegar nær eingöngu berzt þorskur á land. Togbátarnir landa hér afla. Þá eru humar- bátarnir með humar og flat- fisk og bætast nú við dragnóta- bátarmr með bolfisk. Auk þess hafa síldarbátar lagt hér upp síld, esn það er óvanalegt um þetta Ieyti árs, þó ekki sé það einsdasmi. Nú á skömmum tíma er búið að landa hér 10 þúsund mál- um af síld. Gert var ráð fyrir að sildarbræðslan gæti brætt 2.500 málum á sólarhring, en vinnslan hefur aldrei orðið það mikil og ekki eru tök á að láta miklar birgðir af síld bíða bræðslu í einu, þar sem ekki eru til þrær að geyma síldina. Mikil vinna og margt fólk. Hér er óvenjulega mikil vinna um þessar mundir, einna líkast því sem er á vertíð. — Unnið er fram eftir á hverju kvöldi og veitir ekki af til að hafa undan að ganga frá afl- anum sem daglega berzt á land. Hér er líka óvenju margt að- komufólk. Á götunum, í sam- komuhúsnum og á vinnustöð- um sér maður mörg ókunn andlit eins og á vertíðinni. — fólk hefur komið víða og margt af því frá Reykjavík, bæði karl- ar og konur sem leita úr verk- fallsbæjum í atvinnuna. ■jlf Fasteignasali nokkur í Lon- don er að reyna að koma af stað kappsmidi yfir Erm- arsund 3. ágúst. Hann býður ýmis verðlaun en enga pen- inga. ítalskir aðilar hafa gcfið Elisabet Bretadrottningu gullið Hkan af Kolosseum í þakklætisskyni fyrir heim- sókn hennar til Rómar í sl. mánuði. Skuldir ríkis við bæinn stórlega lækka&ar. Þjóðviljinn í morgun ger- ir mikið veður út af óskil- vísi ríkisins við Reykjavik- urbæ og segir að ekki hafi þokast um greiðslu skulda ríkisins þótt Gunnar Thor- oddsen hafi leyst Eystein Jónsson af hólmi sem fjár- málaráðherra. ★ Hér er mjög málum blandað. í fjármálaráðherra tíð Eysteins Jónssonar var ríkið í mjög miklum vanskil um við Reykjavíkurbæ. Skuldir þess við bæinn hlóð- ust upp ár frá ári þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir af hálfu borgarstjóra og bæj- aryfirvalda til þess að fá þær greiddar. ★ Algjör umskipti urðu á síðasta ári i þessum efnum eftir að Gunnar Thoroddsen hafði tekið við embætti fjár- málstráðherra. Á síðasta ári lækkuðu þartnig skuldir rík- isins við Reykjavíkurbæ úr 20.9 milljónum í 14.8 millj. króna. Er það lækkun um 6.1 tnilljón á einu ári. ★ Míun víst öllum ljóst, nenin Þjóðviljanum, að hér hefur mjög færzt ti! betra horfs og er það fyrst og frenist fyrir atbeina núver- andi fjármálaráðherra. Einar: „Það er ekkert að þakka, Eysteinn minn, þú kemur bara eins oft og þú þarft.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.