Vísir - 22.06.1961, Blaðsíða 1
1
ITTCIH
W Æ b9 l£f
51. árg. — Fimmtudagur 22. júní 1961. — 139. tbl.
☆ ☆ ☆
Frá fréttaritara Vísis.
Raufarhöfn í morgun.
Nú er blíða veður fyrir
öllu Norðurlandi, sjórinn er
sléttur eins og heiðatjörn
og glampar á hann.af sól.
Bátarnir eru dreifðir en
flestir eru þó á Kolbeins-
eyjarsvæðinu þar sem þeir
lóna á spegilssléttum sjón-
um, asdic tækin suða en
ekki sézt svartur depill af
síldarlóðningu á hvítum
pappírnum.
Aðeins fjögur skip fengu ör-
lítinn slatta af síld í gærkvöldi,
en svo hvarf hún og enginn,
hvorki leitarskipin eða veiði-
skipin hafa orðið vör við síld.
Mikið er samt af rauðátu á Kol-
beinseyjar svæðinu.
í morgun heyrðist í G. O.
Sars. Tilkynnti hann Norð-
mönnum að hann hefði ekki
orðið var við síld í alla nótt.
Síldarleitarflugvélarnar byrja
að leita í dag. Er von á annarri
vélinni hingað frá Akureyri
síðdegis.
Enn er ósamið við verka-
Framh. á 5. síðu.
bamið vio
Samningar hafa tekist milli
Verkamannafélagsins Hlífar í
Hafnarfirði og Vinnuveitenda-
félags Hafnarfjarðar. Þetta
gerðist seint í gærkvöldi, en
samkomulagið verður borið
undir félagsfund í Bæjarbíói
kl. 16 í dag. Þrír stjórnarmeð-
lima sögðu sig um leið úr
stjórninni, í mótmælaskyni.
Aðalatriði samkomulagsins er
að verkamenn fá 11% kaup-
hækkun, eftirvinnukaup verð-
ur óbreytt, eða með 50% álagi
á dagvinnukaup.
Atvinnurekendur skuldbundu
sig til að greiða 1% dagvinnu-
kaups í sjúkrasjóð. Varð sam-
komulag um að stjórn sjóðsins
skyldi skipuð einum manni
frá Hlíf, öðrum frá vinnuveit-
endum og þeim þriðja skipuð-
um af Hæstarétti.
Mennirnir, sem sögðu sig úr
stjórn Hlífar eru Sigvaldi
Andrésson, Pétur Kristbergsson
og Helgi S. Guðmundsson, allir
kommúnistar.
Fóturinn tætt-
ist sundur.
Þessa skemmtilegu mynd tók Sævar Halldórsson fyrir Vísi norður á Siglufirði fyrir nokkrum
dögum. Undirbúningnum er að ljúka; bryggjurnar eru þrifnar og sópaðar, áður en fyrsta
síldin berst á land.
Síldarmálið ákveðið
126 krónur.
Mikið annríki liefur verið í
sjúkraflugi lijá Birni Pálssyni
flugmanni síðustu dagana.
í fyrradag sótti Björn tvo
sjúklinga austur á Egilsstaði.
Var annar þeirra brezkur sjó-
maður,, sem slasast hafði á
hendi í togara. Var farið með
hann í skyndi til hafnar á Aust-
fjörðum og fluttur þaðan til
Egilsstaða, en þangað sótt Björn
hann í flugvél sinni. Hinn sjúk-
lingurinn, sem Björn sótti aust-
ur, var kona frá Norðfirði.
í gær var Björn beðinn að
sækja veika konu til Siglu-
fjarðar, hvað hann gerði, og
rrh. á bls. S.
Stjórn síldarverksmiðju rík-
isins, sendi í gær ráðherra til-
lögur um bræðslusíldarverð í
sumar. — Er þar lagt til að
bræðslusíldarmálið verði 126
krónur.
Eru tillögurnar byggðar á því
að verð á síldarmjöli hækki
nokkuð og er einnig miðað við
það að síldarverksmiðjur ríkis-
ins taki á móti 400.000 málum
í bræðslu í sumar.
Enn hefur ekki verið samið
um verð á síld til söltunar. —
L. f. Ú. og saltendur koma sam-
an til fundar í dag og er því
búist við að verðið verði ákveð-
ið fyrir helgi.
Framsókn biður
Dagsbrún leyfis.
Fyrir nokkrum dögum
kom Björgvin Jónsson, fyrr-
um þingmaður Seyðfirðinga,
til innflytjanda eins hér í
bænum og hafði í höndum
heimild frá Dagsbrún til þess
að afhenda mætti Asdic-
Framh. ai 5. síðu.