Vísir - 22.06.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 22.06.1961, Blaðsíða 15
Fímmtudagur 22. júní 1961 V í S IR (mrunaður um ylu»p "■EGEliT0N Skáldsaga urn ástir og afbrot MÉR kom það ekki á ó- vart að forstjórinn lirin,gdi á mig minna en fimm mínútum eftír a ðég fór út frá honum með undirskrifað bréf í hend- inni. En hitt kom flatt ,upp á mig hvernig hann hringdi. Hann hafði verið i slæmu skapi allan daginn — kann- ske var það hitinn sem olli því eða þá giftingarskjálfti. Nú voru aðeins fjórir dagar til brúðkaupsins •— en mér fannst ástæðulaust að láta það bitna á mér. Og svo að láta fingurgóminn liggja á hnappnum, eins og ég væri heyrnarlaus eða því sem næst Ég fór mér að engu óðslega og bjallan glumdi áfram. Þegar ég opnaði dyrnar sá ég hvernig í öllu lá. Hann lá fram á skrifborð- ið með höfuðið á hægri hand- leggnum en vinstri var á bjölluhnappnum. Hann hreyfði sig ekki þegar ég kom inn. — Herra Brett. . . Ég tók hönd hans af bjöllunni, svo að hún þagnaði loksins. En hann hreyfði sig ekki og sagði ekki orð. Ég tók í axlirnar á hon- um og reyndi að rétta hann upp í sætinu. Hann umlaði eitthvað og mun hafa létt á sér, því að hann var svo þung- ur að ég mundi varla hafa getað lyft honum ein. — Æ, . . . Kata. Ég horfði angistarfull á andlitið á honum og beygur fór um mig þegar ég sá hve grár hann var í framan. 1 — Hvað hefur komið fyr- ir ? — Það var fáránlegt. Ég flækti löppinni í símaleiðsluna og datt. Ég mun hafa rekið höfuðið í borðbrúnina. Meiri klaufskan . . . — Viljið þér ekki koníak? spurði ég. Hann muldraði: — Það er þarna í homskápnum . . . Hann hafði rænu á að draga lykilinn upp úr vasan- um. Ég hellti Hennesy-koní- aki í lítið glas, og þegar hann hafði hvolft þvi í sig, fór hann að jafna sig. — Kannske ég ætti að síma til Clewes læknis? Hann svaraði stutt: — — Hreinn óþarfi. Því þá það ? Við horfðumst i augu sem snöggvast. Ég veit hvenær ekki tjóar að pexa við hann. Ég stóð upp. — Gjlbert frændi yðar bíð- ur enn. Á ég að láta hann fara ? — Einmitt það . . . Andúð- arsvipur kom á andlitið. — Ég hafði gleymt honum. Nei, það er réttast að ég tali við hann núna. Það munu vera peningar, eins og vant er. Var það nokkuð fleira í dag? — Ekkert áríðandi. Gunner og Stainer langar til að vita, hvort þér getið talað við um- sjónarmanninn þeirra áður en þér farið í ferðalagið. — Ég er hræddur um að ég hafi ekki tíma til þess. Ég skal hringja til þeirra á morgun. Hvenær kemur Sel- wyn Locke? — Klukkan ellefu. Þeir vilja gjaman líta á tölumar fyrst. — Látið þér mig fá þær áður en ég fer. Ég tek þær með mér heim. Og biðjið þér Fairlie um þessa skýrslu. Gekk allt slysalaust með vegabréfið ? — Já, það er í lagi. Ég lagði það í skúffuna þama. Og peningana líka — hundr- að pund. Ég á að sækja ferða- tékkana og frankana á fimmtudaginn. — Hvernig ætti ég að kom- ast af án yðar, Kata? — Ætli þér munduð ekki bjarga yður, sagði ég þurr- lega. Hann stóð upp og gekk út að glugganum. Ég leit á durgslegt bakið á honum og fór svo inn í skrifstofuna mína, en þar hafði Gilbert Slade setið síðasta hálftím- ann og reynt að láta líta svo út, sem hann gerði frænda sínum stórgreiða með því að koma til hans. Hann stóð silalega upp þeg- ar ég sagði honum að hann gæti farið inn. — Hvíti höfðinginn mikli er líklega í vondu skapi í dag? Hann mun hafa haft löngu hringinguna í huga. Ég sagði: — Var það út af hringing- unni ? Bjallan er í ólagi. Hann skeytir elcki skapi sínu á SKVTTURIMAR ÞRJÁR 14 D’Artagnan fékk aðeins leyfi til að slá sverðið úr höndum and- stæðings Athos, því Athos sjáif- ur átti óuppgerða reikninga við þennan mann frá fyrri tíð. Bar- daganum var lokið. Aramis safn- aði saman sverðum hinna sigruðu og tók í klukkustrenginn í klaustrinu til að kalla á hjálp ínunkanna fyrir hina særðu. Eftir að hafa sigrað bardagann, fjórir á móti fimm, héldu þeir glaðir í bragði til aðseturs de Tre- ville. Þeir héldust í hendur, lögðu undir sig alla götuna, og tóku með sér hvern þann skyttuliða, sem þeir hittu, svo að endingu varð þetta ein stór sigurfylking. Hjarta d’Artagnan hoppaði af gleði og hann sagði við þá Athos og Port- hos: ,,Ég er að visu ekki full- gildur skyttuliði ennþá, en ég er þó allténd sem nemi hjá ykkur, er það ekki?" Herra de Treville vitti opinber- lega skyttuliðana, þó að hann með sjálfum sér óskaði þeim til ham- ingju með sigurinn. En þegar málið fór að vekja verulega at- hygli, fór hann til Louvre. Kon- ungurinn, sem var maður nizkur, var nýbúinn að vinna í fjárhættu- spili, og var því í ljómandi skapi, þegar hann spurðist fyrir um at- burðina. neinum með því móti, herra Slade. En hann á mjög ann- ríkt þessa dagana, eins og þér væntanlega skiljið. Það eru ekki nema fjórir dagar þangað til hann giftist — svo að ef þér viljið vera nærgæt- inn og tef ja hann ekki lengi. . — Vitanlega.. Ég tef hann ekki lengi með því, sem ég þarf að segja. Hann brosti, en mér fannst hann líta illa út, og efrivörin var rök af svita. Vitanlega var skelfing heitt. Hann var svo nauðalíkur frænda sínum, að mér féll það illa. Einsog léleg stæling. Ég heyrði hann segja: — Hæ, gamli kunningi, hvernig gengur það ? Þú munt vera önnum kafinn við að kaupa gjafir handa brúðar- mevjunum og þesskonar? Ég fékk mér vindling, þó ég væri ekki vön að reykja í skrifstofunní. Og mér datt margt í hug: hve höfuð hans var þungt við brjóst hennar er ég var að reisa hann upp, og að hárið var farið að grána. Ég hafði eltki æðrast þeg- ar Adam Brett opinberaði trúlofun sína og Rosemary Cope-Smith. Þegar maður er orðinn þrjátíu og átta ára er mál til komið að hann stígi skrefið, ef hann ætlar að stíga það á annað borð. Ég vonaði innilega að hann yrði ekki fyrir vonbrigðum .. . K V Ég hitti hana í fyrsta skipti í kokkteilboði viku eftir að þau opinberuðu trú- lofunina. Ég er ekki að gefa í skyn að ég standi jafnfætis henni í mannfélaginu, ég kom þama til þess að afhenda hús- bóndanum plögg, sem hann þurfti að hafa með sér til New York sama kvöldið. Hann var ekki kominn þegar ég kom, en unnusta hans mun hafa heyrt einhvem nefna nafnið mitt, því að hún kom til mín ásamt veiklulegum ungum manni, sem ég heyrði ekki hvað hét. — Ég hef verið veik af löngun í að' kynnast yður, byrjaði hún. — Adam talar svo mikið um yður, að eigin- lega er ég farin að verða af- brýðisöm. Ég hef reynt að hugga mig við að þér mund- uð vera öfugu megin við fert- ugt, ótrúlega vinnusöm og með horngleraugu. Og nú sé ég hve mér hefur skjátlast! — Ég hefði vafalaust verið rekin, hvemig sem ég hefði litið út, ef ég væri ekki sæmi- lega vel vinnandi, svaraði ég. Hún horfði á mig stórum, himinbláum augum og sagði: — Ég er hrædd um að þér getið verið gamansöm líka, og það gerir málið enn verra . .. Má ég kalla yður Kötu? Mér finnst ungfrú Stephens vera svo formleg og mig langar til að við verðum vinir. Eig- inkona mannsins og ritari hans eru tvær þýðingarmestu I S T — Ég hef slæmar fréttir að færa yður: Hann mun vera á fótum eftir nokkra daga og meira að segja í fullu f jöri. — Mér finnst það iíka, smyglaramir eru að verða frek- ari með hverjum deginum gagnvart lögreglunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.