Vísir - 22.06.1961, Blaðsíða 8
s
V I S I R
ÚTGEFANDI: 8LAÐAÚTGÁFAN VÍSIR
Ritstiórar: Hersteinn Pólsson Gunnor G Schram
Ritstiórnarskrifstofur: Laugavegi 2? Auglýsingar
og afgreiðsla: Ingólfsstrœ+i 3. ^kriftargjald er
krónur 30,00 ó mónuði f lausmölu krónur
3,00 eintakið. - Sími 11660 (5 Ifnun - Félag*
prentsmiðjan h.f.. Steindórsprent h.f., Edd- h.t.
Útflutningur húsgagna.
ÞaS hefir vakið mikla athygli manna á meðal, að nú
virðast vera að skapazt möguleikar á því að flutt verði
út íslenzk húsgögn. Húsgagnaiðnaður okkar hefir tekið
mjög stórstígum framförum síðustu 10 árin og er nú
allur annar en hann þá var, bæði hvað gæði snertir
og útlit. Otilokað var þó að við gætum flutt út húsgögn,
þar til á síðasta ári. Ekki skipti máli hve vel varan hefði
líkað á erlendum markaði; verðið var allt of hátt.
Við gengisbreytinguna breyttist þetta hinsvegar
mjög í hag íslenzkum húsgagnaframleiðendum. Nú varð
verðið samkeppnisfært og því er það, sem íslenzk hús-
gögn eru tekin að flytjast út. Er þetta enn eitt dæmið
um það hve gengisbreytingin hafði heilbrigð áhrif á
efnahags og atvinnulífið og þá sérstaklega á útflutnings-
atvinnuvegina.
Otflutningur húsgagna minnir á hve mikilvægt það
er að búa vel að íslenzkum iðnaði. Þar liggja ónýttir
miklir möguleikar og þar eru stórar auðsuppsprettur,
sem munu skapa þjóðinni betra líf á ókomnum árum.
Skilningur fer mjög vaxandi á því hve þjóðnýtu hlut-
verki iðnaðurinn hefir að gegna. Síðustu tölur, sem til
eru um hlutdeild þriggja höfuðatvinnuveganna í þjóð-
arframleiðslunni sýna að hlutur iðnaðarins var 17%,
landbúnaðarins 16% og sjávarútvegsins 19%. Hins-
vegar hefir verið fest miklu minna fé í iðnaðinum held-
ur en öðrum atvinnugreinum. Þannig voru til iðnaðar-
ins aðeins veittar 660 millj. króna 1945—1959, en
helmingi meira á sama tímabili til sjávarútvegsins og
þrisvar sinnum meira fé til landbúnaðarins. Þetta sýnir
að fyrir hverja krónu, sem fjárfest er í iðnaðinum hefir
orðið meiri verðmætaframleiðsla en öðrum atvinnu-
greinum. Gefur það því auga leið að æskilegt er að til
iðnaðarins sé veitt það fjármagn, sem hann þarf á að
halda, enda slík fjárfesting þjóðfélagslega mjög hag-
stæð.
Sérstaklega er það í fiskiðnaðinum sem við þurfum
að taka stórstígum framförum og vinna að mikilli upp-
byggingu. Þar liggja enn ónotaðar miklar auðlindir og
víst ætti enginn fiskur að fara öðru vísi út úr þessu
landi en sem fullunnin vara.
Mjólkin hækkar.
Kauphækkanirnar hafa það í för með sér að mjólk-
urlíterinn hækkar um 33 aura, kjötkílóið um nær
tvær krónur og smjörið um 4 krónur kílóið. Þessar
hækkanir eru óhjákvæmileg afleiðingar þess að kaupið
hækkar.
Margir munu ekki hafa gert sér grein fyrir þessu
og jafnvel færri áttað sig á því að mjólkin hækkar
nokkuð strax, eða sem dreifingarkostnaðinum nemur.
Má því búast við að eftir kauphækkun hækki mjólkur-
líterinn strax um ca. 10 aura.
, Fimmtudagur 22. júnf 1961
Braufry&fandi í
> I P 1 JB®
salartræði satinn
J^ýlega lézt í Svisslandi
einn af þremur fremstu
brautryðjendum nútíma sál-
sálarfræði, Carl Gustav
Jung. Hann fæddist í Sviss
árið 1865, var prestssonur,
sem snemma tók til við há-
leitan lærdóm, lagði stund
á latínu og rómantískar
skólabókmenntir á barna-
skólaaldri, en sneri sér síðan
að grísku og sanskrít og
dútlaði í heimspeki. Bernska
hans varð drungaleg og ein-
manakenndin var að minnsta
kosti framan af fylginautur
Jungs. Þegar komið var að
háskólaárunum hneigðist
hugur hans til fornleifafræði
en til að huggnast föður sín-
um, sneri hann sér að lækn-
isfræði og síðar að sálfræði.
Jung var kennari og starf-
andi læknir í Zurich, þegar
hann kynntist kenningum
Freuds um sálkönnun og
varð heillaður af þeim.
Hann hélt árið 1907 í eins-
konar pílagrímsför til Vín-
ar og varð síðan einn af
lærisveinum Freuds. Talið
er að Freud hafi hugsað sér
að gera Jung að arftaka sín-
um.
En eftir því sem á sam-
starf þeirra leið tók Jung cð
fara sínar eigin ■ götur og
að lokum sagði hann skilið
við skóla Freuds og setti
fram eigið kerfi sálfræði-
kenninga og sálarlækninga.
Þessi verk hans hafa síðar
orðið til þess að hann er
oftast nefndur 1 sömu mund
og Freud ásamt öðrum læri-
sveini hans Alfred Adler,
einnig sagði skilið við meist-
arann. Þetta gerðist árið
1913.
Jung felldi sig hvorki við
kenningar Freuds eða Ad-
lers. Að hans dómi lagði
Freud of mikið upp úr áhrif-
um kynhvatarinnar. Hann
taldi Adler heldur ekki kom
ast nógu langt í skýringum
sínum á mannlegri hegðun,
en Adler lagði áherzlu á
vilja mannsins til valda.
Jung taldi framtíðarhorfurn-
ar ráða miklu um gerð per-
sónuleikans og þróun hans.
Jung taldi mega leita
meginorsaka tauga-
veiklunar í því að hugurinn
gæti ekki mætt einstökum
atvikum. Og til þess að
lækna það yrði að losa um
bælda krafta og beina þeim
að þessum atvikum. Jung
skipti lækningaaðferð sinni
í fjögur stig. Fyrsta stigið
er játning, þegar sjúkiing-
urinn losar um hina bældu
krafta og gerir sér þær með-
vitandi. Annað stigið er
Carl Gustav Jung.
ekýringarstigið, þegar sjúk-
lingurinn skýrir fyrir sér
ástæðurnar sem ollu bæling-
unni. Þá er þriðja stigið, sem
er einskonar uppeldi í ljósi
þess sem játað ehfir verið
og sjúklingurinn hefir gert
sér grein fyrir. Og loks er
fjórða stigið, en þá verður
breytingin á viðhorfi sjúk-
lingsins til umhverfisins.
Brautryðjandi.-----— (2
Jung skóp hin frægu hug-
tök innhverfa (introvert) og
úthverfa (extrovert) og
skipti mönnum í tvo flokka.
úthverfa menn og innhverfa
menn. Þessi regla er þó ekki
algild fremur en aðrar regl-
ur, það viðurkenndi Jung
sjálfur, en hjálpar til að
skýra persónuleika manna.
Jung lagði mikla áherzlu
á hið félagslega. Og hann
hélt því fram að menningar-
heild ætti sér sameiginlega
tilfinningu eða samvizku,
sem tengdi saman hópana
innan hennar. Jung telur
hverjum manni hollt að líta
til sér ólíkra og dragá af því
lærdóm um eigin hegðun
með það í huga að bæta sig.
Bandaríkjastjórn hefur til
cnduríhugunar álcvæði um
bann við útflutningi á vélum,
sem gætu komið að hernaðar-
legum notum þjóð, sem kynni
að gerast óvinaþjóð Bandaríkj-
anna, en þetta ákvæði hefur
orðið til hindrunar því, að
Kanada gæti fengið afgreidd
tæki, sem þörf er fyrir, vegna
kornflutninga til Kína.
Hefur Kanadastjórn snúið sér
til bandarísku stjórnarinnar út
-af þessu. — John Diefenbaker
Hann er einnig sannfærður
um að trúarþörfin sé hverj-
um manni eiginleg. En mað-
urinn þarf að hafa samið frið
við hið ósýnilega og óþekkta
að baki sköpunarinnar til
þess að trúin geti orðið hon-
um eðlilegur styrkur í lífs-
baráttunni.
Jung hefir verið talinn
vitur maður. Hann hefir
ritað margar bækur, sem
tíðast vekja mikla athygli
allra hugsandi manna. Síðari
árin hvarf hann smátt og
smátt frá sálarfræðinni og
fást við dulræn og næsta ó-
ræð fræði. Hann tók aldrei
þátt í opinberum málum, en
stjórnaði um eitt skeið sál-
fræðití'mariti, sem gefið var
út af hópi nazista, sem not-
uðu sumar kenningar hans
í áróðrinum fyrir kynþátta-
stefnu sinni.
Síðan bók Jungs kom út
árið 1957 og fjallaði um
manninn á tímum tækni- og
atómvísinda. Hann telur
mannkyninu hættu búna af
tilhneigingu einstakliganna
til að skapast í sama mótinu.
Hann segir að menningunni
verði ekki forðað án þess að
bjarga einstaklingnum. Á
þessu er engin einföld lausn,
segir Jung. Hún er ekki
komin undir góðgerðarfé-
lögum eða áköfum áköllum
til mannsins um að beita
skynseminni, heldur með því
-ð einstaklingurinn skilji
sjálfan sig. ,,Þekktu sjálfan
þig“ var orðtak Sókratesar
og eilíf hvatning til læri-
sveina hans. Þessi orð eru í
góðu gildi enn í dag og eitt
hefir nútímaðurinn sér til
ágætis í þessari viðleitni,
sem Sókrates og lærisvein-
ar hans höfðu ekki: Sálar
fræðina,' sem Carl Jung átti
ómetanlega þátt í að skapa
sem vísindalega fræðigrein.
á þingi í gær, að þetta yrði ekkl
látið hafa nein áhrif á korn-
flutningana, og ef tækin fengj-
ust ekki í Bandaríkjunum eða
annarsstaðar, yrði kanadísku
fyrirtæki falið að framleiða
þau.
Það var af völdum langvinnra
þurrka, svo sem áður hefur
verið getið hér í blaðinu, að
Kína keypti feikna magn aí
korni í Ástralíu og Kanda.
Kornflutningar frá
Kanada til Kína.
forsætisráðherra Kanada sagði
/