Vísir - 22.06.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 22.06.1961, Blaðsíða 7
YtSlR Fimmtudagur 22. júní 1961 Eg var á Þingvöllum á sunnudaginn var, það var kalt í veðri og hráslagalegt enda íátt um manninn. Ennþá er ekki búið að Ijúka við nýja veginn þarna og eg verð að segja, sem betur fer. Eg vil alls ekki missa veginn um Almannagjá og það eru áreiðanlega margir fleiri á sömu skoðun, að minnsta kosti allir, sem fara með ferðamenn um Þingvelli. Vegurinn niður í g'jána er svo sérstæður og vek- ur svo mikla hrifningu hjá öll- um útlendingum, við megum ekki við að missa slíkt. Eg hefi stungið upp á því áður og vil ítréka það enn — veginn um gjána á að malbika. Þá losnar maður við rykið. Við skarðið hjá Lögbergi á að gera dálítið bílastæði, þar sem hópferða- vagnarnir geta stanzað, það mætti jafnvel ná alla leið niður að Öxarárbrú. Eg skora ein- dregið á þá, sem þcssum málum ráða, að taka þessa uppástungu mína til athugunar og loka ekki veginum um Almannagjá. Hótel Valhöll hefur aldrei verið aumara útlits en nú. Múr- húðunin er að detta utan af út- byggingunni, þar sem símstöð- in er, gluggarnir hafa ekki einu sinni verið málaðir á aðalskál- anum og þar er meira að segja ein rúða brotin. Gólfið í inn- ganginum er margsprungið og snyrtiherbergin eru iafn ófull- komin og áður. Eg vil þó taka það fram að þau voru nú hcein. Hvað hugsar ríkisstjórn og Þingvallanefnd að láta svona viðgangast á stað, þar sem eytt er hundruðum þúsunda af op- inberu fé árlega í veizluhöld fyrir útlenda gesti? Og hvað finnst forstjóra Ferðaskrifstofu ■’íkisins um þetta. Eg vi] taka það fram að eg fékk góðari mat þarna og lipra afgreiðslu en ekki kunni eg við það að sjá hinn unga og viðkunnanlega hótelstjóra ganga um salar- \ 0 kynni með hendur 1 vösum. Á saltfisk- veiðum. Frá Fréttaritara Vísis. — Akureyri, föstudag. Akureyrartogararnir hafa undanfarið veitt í salt úti fyrir Vestfjörðum nema Svalbakur, sem seldi afla sinn í Grimsby 7. þ. m., samtals 112 lestir fyrir 7566 pund. Landanir togaranna á Akur- eyri eftir verkfallið hafa verið sem hér segir: Slétrbakui 9. lúní 86 lestir. Harðbakur 12. lúní 101 lest af saltfiski og 30 lestir af ísuðum fiski og Norðlendingur 14. júní 99 ;est- um af saltfiski og 40 lestir af ísuðum fiski. Út af ummælum mínum um Tivolígarðinn hér í Reykjavík í síðasta dálki hefur mér borist bréf frá S.S. „Það, sem þú sagðir um Tívolí er því miður alltof satt en að þarna sé allt ómálað er ekki rétt hjá þér. Eg rek þarna smábíó og það var málað vel og vandlega nú í vor. Hinu er ekki að Ipyna að við, sem höfum þarna rekstur með höndum, vildum gjarnan að forráðamenn garðsins sýndu meiri kærusemi um viðhald og snyrtingu skemmtisvæðisins. Annars er þessi skemmtigarður á afar óheppilegum stað og lík- lega hvergi eins veðrasamt hér í Reykjavík og þarna. Eg vildi stinga upp á því að garðurinn Eins og mörgum er þegar kunnugt, hefir Stangaveiðifé- lag Hafnarfjarðar hafizt handa um fiskræktun í Kleifarvatni, sem áður var fisklaust með öllu og af flestum talið ,,dautt“ vatn, þ. e. að fiskur gæti ekki lifað í því. Félagið flutti fyrir nokkrum árum nokkurt magn af bleikju úr Hlíðarvatni og Þingvalla- vatni í Kleifarvatn og ennfrem- ur verulegt magn af seiðum, ef vera kynni að takast mætti að rækta fisk í vatninu og full- reyna hvort kenningin um að fiskur gæti ekki lifað þar væri röng. Tilraunir Stangaveiðifé- lags Hafnarfjarðar hafa nú borið þann árangur, að Kleif- arvatn er að verða vinsælasti veiðistaður hér í nágrenninu. Veiðar á stöng hafa verið stund- aðar í vatninu um þriggja ára skeið og fer veiði vaxandi. Hið ánægjulega er, að yfirleitt veið- ist þarna vænn fiskur, sjaldnast smærri fiskur en tveggja punda og allt yfir 8 pund- Stærsti fiskur sem veiddist í vatninu fyrir tveim árum var Krl'i frændi væri fluttur, t. d. suður að Nauthólsvík“. Eg tek undir þessi orð S. S. Það er gott að hafa svona garð hér í höfuð- staðnum, en hann þarf að vera á heppilegum stað og líta vel út. Mér hefur stundum dottið í hug að Klambratúnið væri til- valinn staður fyrir hann. Reksturinn á Hótel Borg hefur batnað síðan hinn nýi forstjóri tók við, sérstaklega á gestaafreiðslunni. Stúlkurnar þar eru mjög liprar, koma vel fyrir og sýna alúð í starfi. En mér finnst að það mætti að ó- sekju yngja þjónaliðið dálítið upp. rúm 8 pund, í fyrra var stærsta bleikjan rúm 7 pund og í ur hafa veiðzt allmargir 6 punda fiskar. í sumar hefir yfirleitt verið góð veiði í Kleifarvatni. Mesta veiði, sem vitao er að einn maður hafi fengið á dag, er hjá Hauki Magnússyni trésmið, sem fékk alls 23 bleikjur tveggja til sex punda, og hjá Einari Guðnasýni og félaga hans, sem fengu 14 bleikjur af svipaðri stærð og Haukur. Það er ánægjulegt að fylgj- ast með þessum merkilegu ræktunarmálum Stangaveiði- félags Hafnarfjarðar og verður manni í tilefni þeirra ósjálfrátt hugsað til hinna mörgu vatna vítt og breitt um landið, sem enginn sómi er sýndur, enda þótt möguleikar til fiskræktar þar séu e. t. v. sízt lakari en í Kleifarvatni. Er hér um verk- efni að ræða fyrir einstaklinga og félög og væri óskandi, að Hafnfirðingar yrðu hér teknir til fyrirmyndar. Blaðið vill loks geta þess, vegna hinna mörgu, sem áhuga hafa á stangaveiði, að veiðileyfi í Kleifarvatni eru seld í Bóka- búð Olivers Steins í Hafnar- firði. Tvennt var rætt í frétta- aukanum í gærkvöldi, síldarrann- sóknir og hag- nýt skólamál. Jakob fiski- fræðingur Jakobsson kvaðst í rauninni koma að hljóðnemanum til að gera landsmönnum grein fyrir, að síldarrannsóknum hans og annarra fiskifræðinga væri ekki lengra en það komið hér við land, að ekkert væri á þær að stóla og því engu hægt að spá að gagni um síldargöngur og veiði. — Dr. Matthías Jónas- son sagði fréttir af uppeldis- málaþingi, sem haldið var í Stokkhólmi og fjallaði um það, hvað undir því væri komið fyr- ir efnahagslífið, að hæfileikar barna og unglinga kæmu í ljós sem fyrst og gleggst, svo að unnt væri að hlynna að þeim og koma því til leiðar, að þeim væ'ri beint inn á heppilegar, hagrænar brautir. Fyrir þessu gerði dr. Matthías ljósa grein í fáum orðum, en raunar er þetta ekki annað en það, sem öllum mætti vera ljóst, og uppeldis- málaþirigið komst ekki að nein- um föstum niðurstöðum um skólakerfið eða kennsluna, frekar en fiskifræðingarnir um síldina og háttsemi hennar. Eftir geðþekka tónlist tveggja íslenzkra tónskálda, Sigurðar Þórðarsonar og Karls Runólfs- sonar, kom erindi, sem hin nýi söngmálastjóri íslenzku kirkjf unnar flutti, Dr. i Abraharri Ottósson. Erindið var ágætlega samið, vel flutt og fróðlegt, og mundi lítill vafi á því, að söng- málastjórinn nýi muni með starfi sínu færa íslenzkri kirkju og söfnuðum merkilegar og á- hrifamiklar nýjungar, vaxnar af fornum og þróttmiklum rót- um. Og margir munu þeir vera, sem taka undir þá ósk hins nýja söngmálastjóra, til handa íslenzkri kirkju, að almennur safnaðarsöngur megi sem mest koma í stað einhæfðs kórsöngs. Hákon hæstaréttarritari Guð- mundsson flutti fregnir af tveim dómum hæstaréttar vegna slys í frystihúsum. Mun áreiðanlega hafa verið hlýtt á hæstaréttarritarann með mik- illi athygli, og munu fáir geta skilið, að ekki skuli eftirlits- menn slíkra fyrrtækja hafa verið látnir sæta ábyrgð fyrir þær vanrækslur, sem ljóslega koma fram í frásögninni af málsatvikum fyrra slyssins. Þarna er sannarlega fyllsta þörf þess, að eftirlitsmenn gæti skyldu sinnar til hins ýtrasta. Seinasta atriði hins talaða orðs á dagskránni var kvöld- sagan, Þríhyrndi hatturinn, eft- ir Pedro Antonio de Alarcón, sem er í tölu hinna merkari skáldsagnahöfunda Spánverja á ofanveðri 19. öld. Hana les Eyvindur Erlendsson, og var þetta VII. lestur. Þýðing bókar- innar er sums staðar dálítið við- vaningsleg, en yfirleitt virðist lipurlega þýtt, og flutningur Eyvindar vitnar um skilning á efni og anda sögunnar. Víðtal dagsins — Framh. af 4. síðu. Matthíasarsafni. Gunnar á að mæta niðri í bæ, og við göngum saman út í sólskin- ið og leiðin Jiggur yfir skrúð garðinn við Fríkirkjuna. Þar eru fjöldamörg börn að leik, og Gunnari verður að orði: — Mikil dásemd og hreins unarlind er að heyra börn tala íslenzku. Það eitt er nóg erindi að koma hingað heim til að hlýða á slíka músik. Ég skal segja þér, að ég var svo lánssamur að hitta ung íslenzk hjón, sem komu ný- verið til Los Angeles með tvö börn sín. Annað var drengur 11 ára. Ég spurði hvort hann hefði lesið ís- lendingasögurnar, jú, hann sagði það vera. Ég fór að spyrja hann út úr. Og það skal ég segja þér, að ég kom ekki að tómum kofanum. Það var alveg stórkostlegt. þegar við fórum að tala saman um Gretti og Glám. Við verðum að kveðja Gunnar að sinni. Þrír þýzkir fjallamenn, þar á meðal 23 ja óra gömul kona, hafa farizt í snjóflóði skammt frá Salzburg í Aust- urríki. Víðförli. Agæt veiði í Kleifarvatni. Vatnið, sem lengi var „dautt", gefur nú allt ab 6 punda fiska

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.