Vísir - 22.06.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 22.06.1961, Blaðsíða 5
Rmmtudagur 22. júní 1961 VlSIR I Rangfærslur Tímans um matvöruhækkanir Það hefur tæplega farið fram hjá mönnum, að Tíminn hefur á undanförnum árum tileinkað sér margar baráttuaðferðir Þjóðviljans. Síðasta dæmi er birting langra lista yfir hækk- un á vöruverði. Þessir listar birtust til skamms tíma í Þjóð- viljanum, en nú hefur Tíminn tekið við. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að koma inn hjá fólki þeirri trú, að verðlag hafi hækk að óeðlilega mikið. Svo eiga þeir að réttlæta kaupkröfur og verkföll launþega, ef ekki hvetja til þeirra. Listinn, sem Tíminn birti í gær sýnir verðhækkanir nokk- urra vörutegunda um 30— 200%. Það er látið í veðri vaka að matvara hafi almennt hækk- að um ca. 50%. Og til skýring- ar er tekið fram að þessar hækkanir séu ástæðan fyrir kaupkröfum launþega. Hér skýtur óneitanlega skökku við, ef allar staðreynd- ir eru hafðar í huga. Verð- hækkanir á .matvarningi hafa síður en svo orðið svona miklar. Síðan í márz 1959 hefur hækk- un á matvörum aðeins orðið um 10% að meðaltali. Skýringin er sú að einstaka vörur hafa hækk að mjög lítið. T. d. hefur fisk- ur aðeins hækkað um 5%, kjöt um 7%, mjólk hefur ekkert hækkað. Myndin sem nú fæst verður ennþá hagstæðari, ef tekið er tillit til hinna víðtæku fjöl- skyldubóta og skattalækkana á iágtekjumönnum. Þess er svo rétt að geta að vörur, sem nú hafa hækkað hvaðmest voru sumar hverjar greiddar með 30% yfirfærslu- gjaldi fyrir gengisfellingu. — Þetta jafngildir í rauninni, að þær hafi verið niðurgreiddar og þáverandi verðlag þeirra alls ekki sambærilegt við nú- verandi verðlag. Jafnframt hafa sumar hækkanir aðeins orsakast af verðhækkunum er- lendis, en þær eru alveg óvið- ráðanlegar. Útkoma Tímans á dæminu, sem blaðið setti upp í gær fær því ekki staðizt með reikning- inn. Sléttur sjór — Framh. af 1. síðu. lýðsfélagið hér á staðnum. — Heyrst hefir að samningamenn fyrir síldarverksmiðjur ríkis- ins komi hingað með flugvél í dag. Verkalýðsfélagið á Rauf- arhöfn hefur farið fram á 11% hækkun á kaup og að vinnu- kaupandi greiði auk þess 1 % af dagkaupi í félagsheimiiissjóð. Baldvin Belgíukonungur og Fabiola drottning hans í Vatikaninu á leið til fundar við páfann Jóhannes 23. S.Í.S. kemur upp um sig. Játar, að því hafi vegnað betur á sl. ári en áður. 190 nemendur í Tónlistarskólanum. Tónlistarskólanum í Reykjavík var sagt upp 31. maí sl. Tæp- lega 190 nemendur stunduðu þar nám í vetur, en auk þess hélt Engel Lund söngnámskeið á vegum skólans með liðlega 20 þátttakendum. Tvennir nemendatónleikar voru haldnir á skólaárinu, þeir fyrri 11. desember og lék þá Hljómsveit Tónlistarskólans með einleikurum, en tónleikar hennar á þeim tíma árs eru nú orðin föst venja í skólalífinu. Vortónleikar skólans voru svo í lok apríl og voru óvenju fjöl- breyttir. f vor luku tveir nemendur burtfararprófi úr almenna skólanum, þeir Gunnar Reynir Sveinsson í tónsmíði og Ólafur Vignir Albertsson í píanóleik. Kennaradeild skólans hefir nú starfað í tvö ár og braut- sKráðist fyrsti hópurinn úr henni i þessu vori.Er þaðmikill áfangi í sögu skólans, en loka- próf úr deildinni veitir söng- kennararéttindi í barna- og unglingaskólum. Nýju söng- kennararnir eru þessir: Daníel Jónasson, Guðfinna D. Ólafs- dóttir, Haukur H. Gíslason, Helga Þórhallsdóttir, Jón Ás- geirsson, Kristján Gissurarson og Nanna K. Jakobsdóttir. Er nú hafin bygging nýs skólahúss við Skipholt og er jafnvel gert ráð fyrir að henni ljúki á næsta skólaári. Framsókn biður. - Framh. af 1. síðu. tæki, sem Iegið hefir undan- farið í vöruskemmu hjá hjá Eimskipafélagi íslauds. Þótt Dagsbrún sé nú ekki alveg á því að láta ’hvern sem er fá nauðsynleg tæki út úr vöruskemmunum, hafði hún vitanlega ekki getað neitað þessum gæðingi Framsókn- ar — og um leið kommún- ista. Fór svo maður frá inn- flytjendanum á fund Eim- skipafélagsins vegna þessa, en svör félagsins voru á þá leið, að þar sem það hefði ekki fengið að afhenda tveim öðrum aðilum, sem ættu tæki í geymslum þess — og þau tæki verið komin til landsins ' fyrr en tækið Björgvins — mundi það ekki verða afhent, nema jafnframt lægi fyrir leyfi til afhendingar á hinum tveim. Björgvin lá mikið á — og v;. ícriovh Vísi barst i gær yfirlýsing frá Sambandi ísl. samvinnu- félaga, þar sem bornar eru brigður á, að skuldir þess sé eins miklar og sagt hefur verið í blöðum, er farið hafa eftir reikningum, er fram voru lagðir á aðalfundi SÍS í síðustu viku. Heldur Sam- bandið því fram, að skuld- irnar hafi verið minni í lok hann bjargaði málinu. Dags- brún gat ekki ncitað honum um leyfi fyrir tveimur tækj- um til viðbótar. Já, livað gera menn ekki •fyrir vikalipra framsóknar- kommúnista!! Björn Pálsson - Framh. af 1. síðu. ætlaði strax að því loknu að fljúga norður á Hólmavík að sækja þangað fárveikan botn- langasjúkling. En strax þegar Björn var lentur á flugvellinm í Reykja- vík beið eftir honum hraðsam- tal frá Siglufirði þar' sem hann er beðinn að koma í skyndi norður aftur til að sækja stór- slasaðan mann, Jóel Hjálmars- son að nafni. Jóel er starfsmaður í Síldar- j verksmiðjum rndsins og var J hann að vinna við súreí'nis- j flöskur. Meða' annars ætlaði | hann að skrúfa ehttu af einni flöskunni, En það hafð: komizt leki frá ventli ' ’::tð mynd- síðasta árs en 1959, og er ástæðan þessi, að sögn SÍS: „ENDA GEKK AFURÐA- SALA AÐ ÝMSU LEYTI BETUR ÁRIÐ 1960 EN TVÖ FYRRGREIND ÁR.“ (Let- urbreyt. Vísis). Fyrir hvaða hagsmuni er Sambandið að berjast, úr því að það kemur í veg fyrir — með makki sínu við komm- aðist gífurlegur þrýstingur inn- an við hettuna, svo að þegar Jóel var búinn að skrúfa nokk- uð sprakk skrúfugangurinn sundur og hettan sentist með ofsalegu afli framaná annan fótlegg Jóels, þannig, að fót- leggurinn ekki aðeins möl- brotnaði heldur og tættist sundur. Varð af þessu hvellur svo mikill eins og eftir stærð- ar sprengingu og heyrðist um öll næi'liggjandi hús. Björn Pálsson brá strax við og flaug norður til Siglufjarð- ar, en kom við á Hólmavík á leiðinni og gat þannig komið báðum hinum fjársjúku og illa höldnu mönnum til hjálpar í sömu ferðinni. Kemur það sér oft vel að rými er fyrir tvo sjúklinga í flugvélinni auk sæta fyrir hjúkrunarfólk eða 'ækna. Björn kvaðst nú vera á þrot- urn með benzínbirgðir sínar, og því ekki geta tekið að sér far- þegaflug, en hinsvegar kyaðst hann fá benzín eftir þörfum til Júkraflugs. únista — að afurðasala geti gengið vel framvegis eins og á síðasta ári, þegar viðreisn ríkisstjórnarinnar bar þann árangur, að „salan gekk að ýmsu leyti betur en áður?“ Hlíf - Framh. af 16. síðu. annan og Hæstiréttur odda- manninn. Dagsbrún hefir hingað til þrjóskast við að sam- þykkja slíkt fyrirkomulag á stjórn sjóðsins og með því komið í veg fyrir lausn verkfallsins. Er sú fram- koma enn furðulegri þegar til þess er litið að atvinnu- rekendur buðu 11% kaup- hækkun og unnt var að leysa verkfallið þá strax, ef áróðurssjónarmið Edvarðs og félaga hefðu ekki komið til. Súla — , Frh. af 16. síðu: Skeiðarársandi kvaðst Hannes vita það eitt að þeim liði vel, en hefðu lítið getað að hafst m. a. vegna benzínskorts, og hefðu þurft að ná í auknar benzín- birgðir. í gær fóru þeir samt eitthvað gangandi um sandinn með málmleitartækið, en ekki kvaðst hann vita hvern árangur það hefði borið. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.