Vísir - 22.06.1961, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 22. júní
fg VlSIR
FÖLSUÐ SKJftL
eru nýjustu áróðúrsvopn Rússa
Roscoe Drummond: Úr New York Herald Tribune.
Sovét hefur tekið ný áróð-
ursvopn í notkun til þess að
niða niður álit manna á
Bandaríkjunum hvarvetna í
heiminum.
Þessi vopn eru fölsuð skjöl.
Þetta er ekki vandasamt
verk. Rússarnir semja og
birta fölsuð skjöl, er virðast
sanna það, að USA vinni að
því að ná heimsyfirráðum og
æsa til styrjaldar.
Þessi vopnaburður hófst í
ársbyrjun 1957. 1 fyrstu í
„smáum stíl“ — eins og um
tilraun væri að ræða. En inn-
an skamms færðist starfsemi
þessi í aukana.
I sambandi við óeirðimar
í Líbanon 1958, stjómlaga-
rofið í Irak, og aukið tauga-
stríð, óx skjalafölsurunum
rússnesku ásmegin. I síðast-
liðnum september var tala
hinna fölsuðu „ríkisleyndar-
mála“ komin upp í tuttugu.
Það vora einkum Asíuþjóð-
imar, sem Rússar reyndu að
gera óvinveittar í garð
Bandaríkjanna. Fyrst og
fremst þjóðir Mið-Austur-
landa.
Áróðursmennimir í Moskva
þykjast hafa komizt yfir eða
fengið í hendur, vegna hirðu-
leysis viðkomandi manna, er-
indisbréf frá stjóm USA til
ambassadora sinna og sendi-
sveita. Skjöl þessi voru þess
efnis, að amerískir erindrek-
ar jmnu markvisst að því að
ná yfirráðum í ýmsum lönd-
um til handa USA. Hér era
sýnishom af falsskjalafram-
leiðslunni:
Mörg símskeyti hafa verið
birt, sem haldið er fram að
séu frá ambassador USA í
Tokyo. Þau voru viðvíkjandi
þeim áformum að steypa
Súkamo forseta Indónesíu af
stóli. I sambandi við þessi
skeyti var skjal, er hafði að
geyma uppástungu frá stjóm
USA, þess efnis, að ambassa-
dor hennar í Indónesíu, Hugh
Cummings, tæki að sér að
láta myrða Súkamo forseta.
Loy Henderson, sendimað-
ur Eisenhowers, er sagður
hafa týnt mikilsverðum leyni-
skjölum, meðan hann dvaldi
í Istanbul. í skjölum þessum
mátti lesa, að stjórn Banda-
ríkjanna hugðist fá forseta
Líbanons í félag við sig til
þess að velta stjóm Sýrlands
úr valdasessi.
Þá er eitt falsbréfið sagt
vera frá hinum tæknilega
ráðunaut utanríkisráðuneyt-
isins, Herbert Hoover. í því
eru tillögur um það, hvemig
Ameríkanar geti náð yfirráð-
um yfir hinum frönsku olíu-
lindum í Sahara!
Eitt lygaskjalið segir frá
ummælum, sem höfð era eftir
Dulles heitnum utanríkisráð-
herra. Þau voru þess efnis,
hvemig japanskt herlið geti
sigrað eða unnið Asíu.
Eitt falsskjalið er bréf, sem
formaður Rockefeller-sjóðs-
stjómarinnar á að hafa skrif-
að Eisenhower. I bréfi þessu
er gerð grein fyrir því á
hvem hátt USA geti náð
heimsyfirráðum í sambandi
við hjálparstarfsemi (lán og
gjafir).
Af öllum fölskum skjölum,
sem kommúnistar fram til
þessa hafa borið á borð fyrir
almenning til að vinna USA
tjón, er hið svonefnda „Berry
bréf“ táknrænast viðvíkjandi
vinnubrögðum Rússa. Þetta
bréf er skýrsla til fyrrverandi
landvamaráðherra USA, Neil
McElroy, frá yfirmanni heil-
brigðismálanna, Dr. Frank
Berry. /
Aðalefni bréfsins er yfir-
lýsing um það, að 67% af
flugstjóram hersins og loft-
siglingafræðingum séu sál-
sjúkir, eða ekki heilir á geðs-
munum.
Þessi lygaskýrsla er kjam-
inn í gaumgæfílega skýrslu-
lagðri og þaulhugsaðri áróð-
ursherferð, sem greina má í
tvennu lagi.
1. Að koma mönnum til að
trúa því, að amerískir flug-
menn væra hættulegir vegna
hins illa sálarástands, sem
stafaði af drykkjuskap, sið-
leysi og fleira. Þeir gætu
valdið slysum og framið lög-
brot, hvenær sem vera vildi.
2. Að skapa svo sterka and-
úð gegn amerískum flug-
mönnum, að þeim væri bann-
að að fljúga atómsprengju-
flugvélum. Ef það tækist,
stafaði minni hætta frá USA
en ella.
1 nóvember 1957 notaði
Krúshév tækifærið, er hann
átti viðtal við blaðakónginn
William Randolph Hearst, en
það viðtal vissi Krúshév að
birtast mundi í öllum blöðum
heims, til þess að láta í ljósi
kvíða vegna þess, að USA
hefði sprengjuflugvélar sí-
fellt á Iofti. „Það er hættu-
legt — afar hættulegt", sagði
Krúshév, „þegar sálsjúkir
flugmenn hafa kjarnorku-
sprengjur meðferðis. Sálsjúk-
ur flugmaður getur misst
sprengju vegna klaufaskapar
og komið af stað styrjöld.
Það væri hörmulegt, ef styrj-
öld yrði háð sökum trassa-
skapar eða ósvífni eins
manns. Enga ríkisstjórn væri
hægt að ásaka um þvílíkt
stríðsupphaf".
Um hálfs árs skeið ollu
þessi ummæli Krúshévs kvik-
sögum manna á milli. En í
maí það ár, rejmdi sovét-
stjómin til þess að fá örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna til
að banna USA að láta vopn-
aðar flugvélar fljúga yfir
norðurheimskautið.
Þá kom Berrybréfið aftur
til sögunnar.
Það var birt í meiriháttar
blaði í Austur-Berlin, Neues
Dautschland. Auðvitað er
það kommúnistablað.
„Bréfið greinir frá því, að
67,3 % flugmánna og loftsigl-
ingafræðinga séu sálsjúkir og
hafi eyðilagðar taugar. Yfir-
leitt séu þeir síhræddir við að
fljúga og fái stundum æðis-
köst fyrirvaralaust.
I bréfinu er þess einnig
getið, að ofnautn áfengra
drykkja sé algeng méðal flug-
manna (einnig á meðan þeir
gegni skyldustörfum). Eitur-
lyfjanotkun og ólifnaður sé
einnig mjög almennt meðal
flugliða, æðri sem lægri.
Sama dag og þetta bréf var
birt í Neues Dautsehland, var
það sent út um allt af austur-
þýzku símamiðstöðinni ADN,
og næstu viku var því í sífellu
útvarpað frá Moskvu og Pe-
king á öllum helztu tungumál-
um veraldar.
Það ætti að vera ónauðsjm-
legt að geta þess, að dr. Ber-
ry hafði aldrei skrifað þetta
„bréf“ og daginn, sem hann
átti að hafa undirritað það í
Washington, var hann ekki
staddur í borginni.
Skömmu síðar gat „höfund-
ur“ Berrybréfsins komið með
nýjar fréttir. Rússneska
fréttastofan Tass sagði frá
því, að drakkinn vélamaður
hefði átt sök á því, að ame-
rísk sprengjuflugvél hefði
hrapað á Englandi. Daginn
eftir stóð þessi frétt í Pravda
og Moskvuútvarpið setti
þetta í samband við Berry-
bréfið.
Næst var birt bréf hins
ameríska flugmanns. Það
gerði rússneski ambassador-
inn í London.
Þetta bréf var frá amerísk-
um flugmanni, sem tilkynnti,
að hann hafði í hyggju að
kasta atómsprengju úti fyrir
strönd Englands tií þess að
sýna, hvp hryllilegur atóm-
sprengjuhemaður væri. Þetta
bréf settu Rússar í samband
við „Berrybréfið". Aldrei hef-
ur tekizt að hafa upp á send-
anda bréfsins. En orðalag
þess er svo einkennilegt, að
menn í enska utanríkisráðu-
nejrtinu era sannfærðir um
um hvorki Ameríkani né
Englendingur hefur samið
það.
Rússar hafa einkum notað
blöð og útvarpsstöðvar í
þrem löndum til þess að koma
áróðurslygum sínum á fram-
færi. Fimm fölsk stjöl hafa
verið birt í litlu blaði í Bom-
bay. Það blað heitir Blitz. I
Mið-Austurlöndum hafa
kommúnistar notað egypzk
blöð til að birta í aðrar lyga-
sögur viðvíkjandi amerískum
skjölum. 1 Austur-Þýzkalandi
komust fyrst á kreik ýmsar
lygar u mUSA. Einkum hef-
ur Neues Deutschland verið
látið birta ósómann um Ame-
ríkana. Neues Deutschland er
aðalmálgang austur-þýzku
stjómarinnar.
Blað þetta er bezti hand-
Iangari Moskvu lygaranna,
þar sem erlendir fréttaritar-
ar í Vestur-Berlín geta þegar
í stað fengið „fréttir" þær,
sem blaðið birtir og komið
þeim tafarlaust til blaða
sinna hvarvetna um heim.
Blaðið þarf ekki að óttast
málshöfðanir eins og komm-
únistablöð í vestlægum lönd-
um.
Aðalefni alls þessa mikla
lygaáróðurs er þetta: í Evr-
ópu skulu engin atómvopn
vera.
Bandaríkin vinna á móti
því, að æðstu menn stórveld-
anna haldi þing eða fund
(þetta var áður en Krúshév
Kona hefur nú í fyrsta
skipti fengið skipstjómar-
réttindi í Frakklandi.
Heitir kona þessi Sonja de
Borodeksy og er 4ra bama
móðir. Hún fæddist í Saigon
á Indókína, en fluttist síðan
til Royan í Frakklandi. Árið
1954, þegar bæði eiginmaður
hennar og dóttir vora veik,
Tveir ungir Nýsjálending-
ar luku fyrir nokkru 24 þús.
km. skemmtiferð í litlum bfl,
— vinsælasta og minnsta
brezka sportbílnum, Austin-
Healey Sprite.
Þessir ungu menn höfðu
starfað í London um skeið
og er þeir hugðu til heimferð-
ar tóku þeir í sig að aka
mestan hluta leiðarinnar í bíl
tók tilboð sitt aftur um því-
líka þíngsetu) .
Bandaríkin rejma til þess
(eða vinna að því), að ná yf-
irráðum yfir Mið-Austurlönd-
um.
Bandaríkin hafa uppi ráða-
gerðir um að ná fjárhagsleg-
um eða efnahagslegum yfir-
ráðum um heim allan. Hin
„stríðsóðu11 Bandaríki Norð-
ur-Ameríku era áköf eftir þvi
að koma af stað styrjöld.
í raun og sannleika geta
hinir önnum köfnu embættis-
menn í USA hundsað þessi
fölsku skjöl. Ef þau era lesin
gaumgæfilega, bera þau með
sér, að þau eru uppspuni —
lýgi. Menn reka sig á óná-
kvæmni eða villur, þegar sagt
er frá velþekktum stöðum í
USA.
Athugi menn t.d. Rockefell-
erbréfið vel, sem var fyrsta
falsbréfið, sem birt var, sjá
menn, að þar er sagt frá at-
burðum, sem gerðust ekki
fyrr en mánuði eftir að bréf-
ið var dagsett. Það er viðhaft
orðalag og talshættir, sem
engum Ameríkana kæmi til
hugar að nota. Og síðast en
ekki sízt: Mjmdin af bréfinu,
sem birtist í Neues Deutsch-
land, ber með sér að það er
ekki ritað á ritvél, sem búin
hefur verið til í Ameríku, en
að líkindum á austur-þýzka
vél, sem búin hefur verið til
fyrir stríðið.
Rangir talshættir og tíma-
skekkjur verða þéss þó ekki
valdandi, að enginn trúi fals-
skjölum þessum. Kommúnist-
um tekst ;að láta f jölda manns
taka falsskjölin fyrir góða og
gilda vöra. En að tuttugu
afar þýðingarmikil lejmiskjöl
týnist á átján mánuðum, hlýt-
ur þó ýmsum að virðast ó-
trúlegt.
og f jölskyldan skuldum vaf-
in, fékk hún sér vinnu á fiskí-
skipi. Frönsk lög banna, að
konur séu ráðnar á skip, en
Sonja hóf ótrauð baráttu fyr-
ir því að mega stunda sjóinn,
og nú er svo komið, að hún
hefur fengið skipstjómarrétt-
indi, fyrst franskra kvenna.
ofannefndrar gerðar. Þeir
óku til Finnlands, um Sovét-
ríkin, Austurríki og fleiri
lönd. Ferðalagið tók 146 daga
en benzíneyðslan 2300 lítrar
eða að meðaltali 6.7 lítrar á
klst. Við eftirlit á bílnum við
komuna til Ástralíu kom í
ljós, að engrar sérstakrar
viðgerðar var þörf.
Frönsk kona fær í fyrsta
sinn skipstjórnarráttindi.
Öku 34 þús. km. í sportbíl.