Vísir - 22.06.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. júní 1961
VISIR
Ég hef lengi haft í hyggju
að bæta fyrir það brot mitt
að gleyma einum eftirlætis-
rithöfundi mínum, þegar ég
skrifaði sögu heimsbók-
menntanna. Höfundur þessi
er Johannes Anker Larsen,
sem margir fullorðnir bók-
menntaunnendur munu
kannast við, einkum fyrir
skáldsöguna „De vises
sten“, sem hlaut hin miklu
bókmenntaverðlaun Gylden-
dals árið 1923 og gerði þá
höfund sinn kunnan um
heiminn.
„De vises sten“ kom fram,
meðan efnishyggjan stóð
enn sem hæst á Norðurlönd-
um og víðar. En saga þessi
fjallar um ýmsa þá hluti, er
jafnan fara í taugarnar á
efnishyggjumönnum. Vakti
því verðlaunaveitingin þeg-
ar í stað mikla andúð gegn
bókinni og höfundi hennar,
svo að jaðraði við ofsóknir,
og eimir jafnvel eftir af því
enn. Um tíma tókst að skapa
nokkurn veginn algjöra þögn
um höfund þennan, en eftir
síðustu heimsstyrjöld var
hann uppgötvaður á ný og
er nú mikið lesinn víða um
Evrópu. Hafa í Frakklandi
og víðar verið stofnaðir svo-
nefndir J. Anker Larsen
klúbbar, sem vinna að út-
breiðslu verka skáldsins og
kynningu á þeim.
J. Anker Larsen fæddist
18. september 1874 í Henn-
inge í Danmörku. Hann gekk
menntaveginn, varð stúdent
1894 og las síðan um nokk-
urt skeið trúarbragðaheim-
speki við háskólann í Kaup-
mannahöfn. Snemma vakn-
aði áhugi hans á leiklist. Hóf
hann feril sinn sem hvíslari
við leikhúsið í Árhus árið
1901 og gerðist síðan leikari
við Dagmarteatret og Folke-
teatret. Loks vann hann sem
leikstjóri við allmörg leik-
hús og vann sér mikið álit í
því starfi. Fyrstu sporin á
rithöfundarbrautinni steig v
hann árið 1905, er hann gaf
út smásögusafnið „Miskunn-
arleysi lífsins“. Á næstu ár-
um komu svo út eftir hann
nokkrar skáldsögur, flestar
litlar, og er „Bugten“ þeirra
bezt. Lýsir hann þar í in-
dælli frásögn ýmsum
bernskuævintýrum sínum.
Leikrit skrifaði hann einn-
ig nokkur, flest í félagi við
Egil Rostrup.
J. Anker Larsen var kom-
inn undir fimmtugt, er hann
tók að skrifa hin stærri
verk sín. „De vises sten“ var
hiS fyrsta. Sendi hann sög-
una allmörgum bókaútgef-
endum, en enginn þeirra
vildi gefa hana út. Olli því
bæði stærð hennar, en þó
öllu fremur efnið. Þá hóf
Gyldendal hina miklu skáld-
sagnasamkeppni sína og hét
sjötíu og fimm þúsund króna
verðlaunum fyrir bezta
verkið; var það mikið fé í
þann tíð. Sagt er, að dóm-
nefndin hafi verið mjög ó-
vokser ind í Himmelen“.
Eru það hvort tveggja sögur
í meistaraflokki, en fjalla
einnig um efni, sem lengi
hefur verið bannfært í bók-
menntunum: trú, von og
kærleika.
Enginn skyldi halda að
J. Anker Larsen.
höf. þar frábæra þekkingu
sína af skilningi á sálarlífi
barna.
í fimmta kaflanum, sem
heitir „Himnamálið“, lýsir
höf. því fyrirbæri, er hann
síðar skrifaði heila bók um,
bók, sem þýdd hefur verið á
íslenzku og nefnist „Fyrir
opnum dyrum“. Sama efni
tekur höf. til meðferðar í
sjöunda kapitula, sem heitir
„Hið opna“. Allur fyrri part-
ur bókarinnar fjallar um
barnæsku persónanna og
tekur höf. þar ýmislegt til
meðferðar sem var blátt á-
fram bannvara í skáldskap á
blómaskeiði efnishyggjunn-
ar.
En barnæskan líður skjótt,
og brátt taka persónur
skáldsins að fullorðnast.
Ástin vaknar á ýmsan hátt,
og stundum veldur hún
hræðilegum mistökum.
Danska skáldiö
J. Anker Larsen
sammála, en þar eð fæst af
handritum þeim, er send
voru til keppninnar, gátu tal-
izt útgáfuhæf, náðist meiri-
hlutasamkomulag um „De
vises sten“.
Kom bókin síðan út haust-
ið 1923 í tuttugu þúsund
eintaka upplagi og var
skömmu síðar þýdd á nokk-
ur tungumál. Gagnrýnin
Danmörku var kuldaleg á
köflum, og má segja, að
blöð allra Norðurlandanna
tækju bókinni fremur þung-
lega. En hún var keypt og
lesin upp til agna, svo að fám
árum síðar var orðið erfitt
að ná í hana, jafnvel hjá
fornbókasölum. Þótt merki-
legt megi virðast, hefur hún
aldrei verið endurprentuð,
svo að eg viti til. Og nálega
allir, sem skrifað hafa um
danskar bókmenntir, utan-
lands og innan, hafa líkt og
svarizt í fóstbræðralag að
þegja um skáldið. Þess er að
vísu stundum stúttlega get-
ið, að Anker Larsen hafi ver-
ið til og skrifað „De vises
sten“, en flestir hafa um það
eins fá orð og mögulegt er.
Kalla sumir 'SÖguna „anda-
trúarþrugl“, en aðrir „guð-
spekiáróður“, og áratugum
saman fékk hún naumast að
njóta sannmælis.
Næstu árin skrifaði svo
skáldið bækurnar „Martha
og María“ og „Sognet som
hægt sé til lengdar að þegja
í hel eða bannfæra skáld á
borð við J. Anker Larsen.
Og eins og áður er getið,
hafa nú bækur hans á ný
hafið sigurgöngu sína um
heiminn, og mun hún ekki
verða heft úr þessu. Eru það
einkum ofannefndar skáld-
sögur, sem athygli vekja, svo
og tvær sögur, er höfundur-
inn ritaði í elli sinni: „Olsens
Daarskab“ og „Hansen“.
í þessum línum skal að-
eins farið fám orðum um
nokkrar bókanna, og einkum
„De vises sten“, sem merk-
ur norskur gagnrýnandi hef-
ur kallað „et religiöst doku-
ment af rang“.
Fyrsti kapituli sögunnar
heitir „Kirkjugarður og leik
völlur“, en þar kynnist les-
andinn hinni dularfullu per-
sónu „kandidatinum“, sem
stendur uppi við kirkju-
garðsvegginn og horfir á líf-
ið kringum sig. Auk hans
ber fyrir augu flestar meiri-
háttar persónur í bókinni:
Holger, sonur ekkjunnar,
Martine, Tine, Hansine litla,
dóttir trésmiðsins, og Jens,
sonur djáknans. Jens er að-
alpersónan, hin leitandi sál,
er kannar dularvegu hinnar
austrænu speki, en villist
loks í völundarhúsum henn-
ar og ferst. — í næsta kafla
kynnumst við prestinum og
Christian syni hans. Sýnir
Tólfti kapituli segir frá því,
er Holger, sonur ekkjunnar,
drepur hina yndisfögru
Hansine, sem hann þó elsk-
ar af öllu hjarta. Það skal
strax tekið fram, að Holger
er frá byrjun ein af eftir-
tektarverðustu persónum
bókarinnar, og þegar höf.
hefur skilið við Holger í
lokin, er hann orðinn lesand-
anum ógleymanlegur.
Til Jens, sonar trésmiðs-
ins, kemur ástin á annan
veg, blíð og dularfull, en
honum verður seint ljóst,
hver raunverulega vekur
hana í brjósti hans. Lesand-
inn veit að fínlega og fallega
Tine á sinn þátt í því, en
hún er aðeins sveitastúlka
og Jens á að verða fínn mað-
ur. Hann fer til Kaup-
mannahafnar og tekur að
lesa guðfræði við háskólann.
Lítið verður þó úr guðfræði-
náminu, en í þess stað kynn-
ist hann guðspekinni og
gengur í einn hinna leyndu
dulfræðiskóla. Þar lærir
hann að fara vakandi úr lík-
amanum og starfa vitandi
vits á þeim sviðum, sem
næst eru jarðlífinu og ýms-
ir nefna geðheima.
Skal nú efni bókarinnar
ekki rakið lengra, en þess
aðeins getið, að fjöldi for-
vitnilegra persóna koma við
sögu — bæði þessa heims og
annars. Lesandinn er meira
3
Kristmann Guðmundsson.
að segja kynntur fyi'ir einum
af höfðingjum myrkursins
og honum lýst af snilld. Þá
kemst aðalpersónan einnig í
mörg og merkileg ævintýri
— í báðum heimum — margt
furðulegt gerist.
Þegar litið er á verkið
sem heild og frá listrænu
sjónarmiði eingöngu, verður
því ekki neitað, að frásögn-
in er stundum nokkuð lang-
dregin og byggingu sögunn-
ar víða ábótavant, einkum
er samtengingin gölluð. Það
kann að koma fyrir, að les-
andanum leiðist dálítið, en
aldrei lengi í einu, því að
alla bókina á enda eru
snilldarkaflar innan um, sem
vekja áhugann á ný. Margar
umhverfislýsingar eru prýði-
legar, sumar blátt áfram
töfrandi. Persónulýsingarn-
ar eru sumar mjög snjallar;
eru þær skýrast birtar í
skyndimyndum, en þróun
þeirra misgóð. Telja má t. d.
þróun aðalpersónunnar, Jens
Dahl, ekki með öllu sann-
færandi; einkum finnst mér
höf. setja niður í sálarlífs-
lýsingu hans, þegar líður á
bókina.
Ekki skal því neitað, að
verkið er gallað nokkuð. En
kostir þess eru svo miklir og
sérstæðir, a$ þeir gera miklu
meira en vega upp smíða-
lýtin.
Skáldsögurnar „Martha og
María“ og „Sognet som
vokser ind í Himmelen“, eru
að ýmsu leyti betur skrifað-
ar en „De vises sten“. Efnið
er þar tekið fastari tökum,
bygging og samtenging betri
og höf. orðinn á allan hátt'
kunnáttusamari. Sagt hefur
verið um þessar bækur, að
þær séu nær mannlífinu en
„De vises sten“, og víst er
þar vel sýnd fegurð og auð-
legð hins jarðneska lífs, eins
og það má bezt verða í því
umhverfi, er höf. lýsir,
Persónusköpun höf. í báðum
þessum bókum er víða hin
ágætasta, og auk þess er ó-
hætt að fullyrða, að þær hafi
fremur bætandi áhrif en
hitt á lesendur sína. En sá
eiginleiki skáldverka er
ekki jafnalgengur og við
mætti búast.
Skáldsögurnar „Rus" og
„Kong Lear frá Svendborg*1
Framh. á bls. 10.
(