Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 2
2
VtSlB
Þriðjudagur 11. júlí 1961
"T
s
£1 /%
7/Z*
>ixIf=rnI 'j
v//////mzmy//Æ
1 J "I r = J P~J)
W//////Æ
hafanum. Árangur Jóns og raunar ferill hans allur er mjög athyglisverður og gefur þær
vonir að meira megi vænta úr þeirri átt. — Jón Þ. Ólafsson er rúmlega tvítugur að aldri og
tckur íþrótt sína og æfingar mjög alvarlega. Við óskum honum til hamingju með verð-
skuldaðan árangur og góðs gengis í landskeppninni í kvöld.
Leikur Skotanna og úrvalsins
veröur síðasti stórteikur
arstns.
í kvöld Icikur Dundee sinn
síðasta leik hér á landi. And-
stæðingar þeirra, úrval Suð-
vesturlands hefir verið valið:
verið valið:
Heimir Guðjónsson KR,
markvörður.
Hreiðar Ársælsson KR, h.
bakvörður.
Árni Njálsson Val, v. bak-
vörður.
Sveinn Teitsson ÍA, h. fram-
vörður
Rúnar Guðmannsson Fram,
miðframvörður.
Ormar Skeggjason Val, v.
framvörður.
Iugvar Elísson ÍA, h. útherji.
Gunnar Felixson KR, h. inn-
erji.
Þórólfur Beck KR, mið-
herji.
Ellert Schram. KR, v. inn-
herji.
Guðjón Jónsson Fram, v. út-
herji.
Varamenn eru: Björgvin
Hermnnsson Val, Hörður Fel-
ixson KR, Helgi Jónsson KR,
Guðm. Óskarsson Fram og
Þórður Jónsson ÍA.
Nokkrar breytingar hafa
verið gerðar á „úrvalinu“ frá
landsleiknum. Þar sem nafn
„landsliðsins“ heitir að þessu
sinni Suð-Vesturdands-úrval,
eru norðanmenn útilokaðir frá
vali, en einhverjir þeirra hafa
?flaust komið til greina ella.
Hreiðar' Ársælsson er nú aft-
ur valinn eftir nokkra fjarveru
og er Árni færður yfir til
vinstri. Þessi tilraun ætti að
reynast vel, enda eru þeir fé-
lagarnir margreyndir við hlið
hvors annars úr fjölda lands-
leikja. í stað Garðars, sem enn
er frá vegna meiðsla, leikur
Ormar Skeggjason úr Val.
Ormar leikur nú sinn fyrsta
leik með úrvalinu og verður
gaman að sjá hvernig tekst til.
Framlínan er sú sama og skor-
aði sjö mörkin hjá St. Mirren
fyrr í sumar og þótt engum
detti í hug sjö mörk aftur, þá
er vonandi að piltarnir nái nú
góðum leik í kvöld.
Skotarnir hafa nú leikið hér
Þegar ítalska knattspyrnu-
sambandið gaf ítölskum félög-
um aftur leyfi til að kaupa er-
lenda knattspyrnumenn og
„flytja þá inn“, sló miklum
felmtri á forráðamenn brezkra
knattspyrnumála. Þeir vissu
sem var, að ítalir girntust
marga af þeirra beztu leik-
mönnum.
Það vakti því geysimikla at-
hygli, þegar ensku landsliðs-
mönnunum, Jimmy Greaves ;
Johnny Haynes var boðið of
fjár ef þeir skrifuðu undir
samning við ítölsk félög. Eins
og allir vita nú, fór Greaves,
en Haynes varð eftir og af-
tvo leiki, unnið báða og skor-
að 7 mörk gegn ei'nu. St. Mirr-
en hafði eftir tvo leiki skorað
10 mörk en fengið ekkert. Þó
eru flestir sammála um, að
Dundee-liðið sé mun betra
Ástæðan fyrir markatölunni er
einkum sú, hve neikvæður
sóknarleikur Skotanna er oft
á tíðum. Þeir leika hratt og
vel upp að markinu, en með
eilífum skotum í tíma og ó-
tíma verður snjöll uppbygging
að engu. Þennan galla í leik
liðsins ætti úrvalið að geta not-
að sér, og ef það tekst, er ó-
mögulegt að spá um úrslit. /
Þar sem hingað til landsins
koma ekki fleiri erlend lið í
sumar, er óhætt að segja, að
seinustu forvöð séu að sjá
„Stórleik“.
þakkaði þannig nokkrar mill-
jónir króna.
Nú hefir Joe Baker, 20 ára
gamall enskur landsliðsmaður,
skrifað undir samning við Tor-
ino. Baker lék með skozka fé-
laginu Hibernian og fær það
65.000 pund fyrir söluna, en
hann sjálfur um 12.000 pund í
þau tvö ár, sem hann verður í
Ítalíu.
Ef þessu heldur áfram, sem
allar líkur eru til, er í óefni
komið fyrir enska knattspyrnu.
Fólkið sækir ekki vellina, þeg-
ar „stjörnurnar" eru farnar og
annað verrá, ítalska knatt-
Framh. á 5. síðu.
Joe Baker til Ítalíu.
Er knattspyrna bandarísk?
Hvar var knattspyrnan fyrst
leikin? Yfirleitt hefur þess-
ari spurningu verið svarað á
einn veg: Englandi. Sú stað-
reynd hel'ur fyrir löngu verið
viðurkennd af flestum. Flest-
um en ckki öllum. f borginni
Florence í Ameríku eru menn
á annarri skoðun. Það vorum
við sem kenndum Englending-
um knattspyrnuna. en ekki
þeir okkur.
Forsaga málsins er sú, að
þar í borg hefur .verið fastur
siður að leika gamaldags bolta
leik tvisvar sinnum á ári, alveg
eins og hann tíðkaðist á 16.
öld. í fyrsta skipti fór leikur
þessi fram árið 1530 og var þá
milli tveggja sveita úr borgar-
hlutum Florence Borgin var
þá hersetin og voru borgarbú-
ar með leiknum að sýna fyrir-
litningu sína á óvininum.
Svona fóru þeir að því þá.
Leiknum hefir aðallega verið
haldið við til að laða ferðamenn
að og ángra Breta.
Tdlhögun leiksins er sú, að
tuttugu og sjö menn eru í
hvoru liði. Það má sparka og
henda og gera yfirleitt allt það,
sem stuðlar að því að koma
knettinum í net andstæðing-
anna. Eitthvað gengur víst
stundum á í hita bardagans,
því iðulega fara yfir 1300 pund
í sjúkrakostnað á slösuðum
leikmönnum.
Áður en leikurinn hefst
þramma heil herfylki um völl-
inn vígbúin 400 ára gömlum
vopnum, og skotið er þrisvar
sinnum úr fallbyssum. 1530
var þetta einnig gert, en þá
skutu þeir á óvininn. í hvert
sinn sem skorað er, er einnig
skotið. 1530 var skotið á óvin-
inn við hvert mark.
f leikjaskrá þeirrd sem gefin
er út hverju sinni, sem leikur
er háður getur að lesa eftir-
farandi klausu: „Það er í Flor-
ence, sem knattspyrnan var
fyrst leikin. Sednna lærðu Eng-
lendingar leik þennan, lag-
færðu hann og sömdu leik-
reglur þær, sem nú gilda.“
Einnig er í ledkjaskránni vitn-
að í orðabók frá 1612, sem
skýrir ,',soccer“ (knattspyrna)
á eftirfarandi hátt: „Það er
nafn á árlegum leik í Florence,
leiknum með þar til gerðum
knetti fullum af vindi“.
Hver segir svo, að Englend-
ingar hafi fyrstir leikið knatt-
spyrnu?
f.R. innanfélagsmót verður
haldið á morgun, miðvikudag,
kl. 5 í spjótkasti og sleggjukasti
Hér sést Muj-ray Halberg, í hlaupinu er hann setti heimsmet
sitt í 2 mílna hlaupi 8,30,0. Mótið var lialdið í Jyvaeskylae í
Finnlandi þann 7. júlí. Hinn maðurinn er Reijo Hoykinpuro,
Finnlandi, sem varð annar. — (AP. mynd).