Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 6
VtSIR Þriðjudagur 11. júlí 1961 Gerhardt b Pu ul Mestu sálmaskáld Þýzka- lands, innan hinnar evangel- isku kirkju, eru þeir Marteinn Luther og Paul Gerhardt. Margir álíta hinn síðarnefnda mesta sálmaskáld sem uppi hefur verið meðal mótmæl- enda. Paul Gerhardt fæddist 1607 og andaðist 1676- Hann varð því einungis sextíu og níu ára. Gerhardt orkti fimmtíu sálma, og er ekki hægt að segja, að það sé mik- il framleiðsla. En sálmar hans eru góðir, og margir þeirra með beztu sálmum, sem til eru. Þeir hafa ekki orðið úreltir þótt aldir hafi liðið. Sálmar Gerhardts eru óbrotnir eða viðhafnarlausir, hjartnæmir, myndauðgir og bera með sér mikla kristilega reynslu og djúpsæi höfund- arins. Hann þýddi margá’ á- gæta sálma á þýzku. Paul Gerhardt var ættaður frá litlum bæ, sem heitir Grafenheinichen, og stendur hálfa þriðju mílu fyrir suð- vestan Wittenberg. Sagt er að hann hafi fæðst fyrir þrjú hundruð og fimm- tíu árum — hinn tólfta marz 1607. Sögufræðingar eru þó ekki fullvissir um að fæðing- ardagur þessi og ártal sé rétt. Faðir Paul var bæjarstjóri, og móðir hans komin af gam- alli prestsætt. Hann stundaði nám í heimabænum og þá í Grimina og svo við háskólann í Witt- enberg, sem var háborg rétt- trúnaðarins eða strangtrúar- innar. Að afloknu guðfræðiprófi fór Paul Gerhardt heim til Grafenhainichen og var þar einkakennari um skeið. Á þessum árum stóð þrjátíu ára stríðið yfir í Þýzkalandi, og litli bærinn var brenndur. Þá fór Paul til Berlínar og stund- aði þar kennslu. Um það leyti hóf hann að yrkja sálma, og í sálmabók, sem kom út 1647 (Johann Cruger; „Praxis pie- tatis melica“) voru átján sálmar eftir Gerhardt. Árið 1651 varð hann prest- ur í Mittenvalde. Þar var hann prestur í fimm ár. Þar giftist hann 1655, Anna Ma- ria Bertholdt- Hjónaband þeirra varð mjög hamingju- samt. Anna andaðist 1668. 1655 yar Gerhardt skipað- ur prestur við Nicolaikirken í Berlín. Þar var hann í tíu ár. Hann þótti prýðilegur kennimaður, og var virtur og elskaður af sóknarbörnum sínum, og öllum, sem honum kynntust. Þrátt fyrir það, að hann væri friðsamur að eðlisfari, varð hann bendlaður við harð vítugar kirkjudeilur. Fredrik Wilhelm kjörfursti af Bran- denburg, sem var mótmæl- endatrúar, vildi fá enda bund- inn á deilur þessar. Hann bauð deiluaðilum að koma á trúarbragðasamræðufundi. Gerhardt var beðinn að mæta á fundi þessum. Hann. hafði litla trú á gagnsemi þessa fundar og óttaðist að þetta myndi leiða til trúblendings eða trúarsamsteypu, en ekki til einingar. Og þannig fór. Kjörfurstinn greip til ann- ars ráðs. 16. september 1664 gaf hann út miðlunartilskip- an. Var andlegrar stéttar mönnum stranglega bannað að viðhafa níðyrði hverjir um aðra, og allra sízt af pré- dikunarstóli. Lúterski flokk- urinn leit svo á, að hér væri um takmörkun á kenningar- frelsi að ræða. Prestar áttu að undirrita tilskipunina. Að öðrum kosti skyldi þeim vikið frá embætti. Gerhardt var kallaður fyr- ir kirkjudómstólinn og hvatt- ur til þess að skrifa undir- Hann neitaði því á þeim grundvelli, að það væri sama sem viðurkenning á uppgjöf Lúterstrúarinnar. Hinn flokk- urinn nefndist hinir „reform- eruðu“ (siðabótamenn). t þeim hópi var kjörfurstinn. Gerhardt kvaðst hafa svarið það, er hann var vígður, að fylgja ómengaðri Lúterstrú. Honum var þá vikið úr em- bætti. Honum var þó síðar veitt það vegna tilmæla stéttaþing- manna. En það var skamm- góður vermir. Kjörfurstinn sendi einkaritara sinn með þá orðsendingu til Gerhardts, að hann (þ. e. kjörfurstinn) treysti því, að Gerhardt starf- aði samkvæmt tilskipuninni, þótt hann hefði ekki undirrit- að hana. Þetta olli Gerhardt miklum heilabrotum. Hann vildi ekki breyta gegn sam- vizku sinni. Hann ritaði kjör- furstanum bréf. 1 því stóð þetta meðal annars: „Það, sem unnið er með vondri sam- vizku er viðbjóðslegt, fyrir Guði og hefur enga blessun í för með sér, heldur bölvun, og það er hvorki að mínu skapi né safnaðarins“. Vegna þessa bréfs missti Gerhardt em- bætti sitt og var öðrum veitt það. Hartn fór þá að kenna. Lifði á kennslu og gjöfum frá vinum sínum. Árið 1668 missti hann konu sína, eins og fyrr er frá sagt. Þau höfðu' orðið bak að sjá f jórum af börnum sínum- Nú var hann einn með sex ára son. Um haustið þetta ár fékk hann prestsembætti í litlum bæ, sem hét Liibben. Þar gegndi hann prestsstörfum til dauðadags. Hann andaðist 7. júní 1676. Paul Gerhardt fylgdi rétt- trúnaðarstefnunni, en varð þó. fyrir allmiklum áhrifum frá ritum Johanns Arndts og þeirri innileikastefnu, er hann var fulltrúi fyrir. En þessi stefna var orðin áhrifa- mikil, er leið að lokum rétt- trúnaðartímabilsins. Hún varð fyrirrennari heittrúar- stefnunnar eða þeirrar vakn- ingar, sem leiddi til þeirrar trúarstefnu. Það var því mjög eðlilegt að hið mikla sálmaskáld H. A. Brorson, hefði mikið dá- læti á Gerhardt og þýddi marga af sálrtium hans. Bæði formsnilld Gerhardts og hin innilega Guðstrú í sálmum hans hreif Brorson. Hann þýddi sálma Gerhardts af mikilli snilld. Þeir skína eins og perlur í sálmabókum Dana og Norðmanna. T.d. má nefna sálmana: Hvorledes skal jeg möde og favne dig min skate“, „O Jesus, som har elsket mig“, Vötnin miklu, sem eru á landamærum Bandarikjanna og Kanada (Efravatn, Michi- gan;í Huron, Erie og Ontario) sem eru samtals riæstum 240 þús. ferkílómetrar að flatar- máli, teljast með réttu mestu stöðuvötn í heimi. Hafnir á bökkum þeirra afgreiða meiri varning á einu ári, en fer um allar hafnir á ströndum Kyrra- hafs og Mexíkóflóa. INDtÁNAR: Áður en Evrópu- menn settust að á þessum slóðum, höfðu margir Indíána- kynflokkar átt heimili sin á ströndum vatnanna miklu. Veiðidýr margra tegunda voru í skógunum og fiskar og vatnafuglar höfðu aðsetur sitt i og á vatninu og vötnin voru ákjósanleg leið fyrir Indíán- ana, þegar þeir ferðuðust á eikjum sínum. Mit liv det er í Jesu blod“, Er gud med mig saa træde hvad der mig vil imod“, „Her ser jeg da et lam aa gaa“. Þá má minna á hina ágætu þýðingu Landstads á „Velt alle dine veje“. Septemberdag einn árið 1796 réðust franskir hermenn á lítinn bæ í Hessen, rændu hann og brenndu- 1 lélegum kofa í útjaðri bæjarins sat móðir hjá veiku barni sínu. Hún hafði ekki þorað að flýja vegna þess að hún áleit að barnið myndi ekki þola kuld- ann. Þegar konan heyrði byssuskotin og sá reykinn frá brennandi bænum, lokaði hún kofadyrunum, féll á kné við vöggu barnsins og baðst fyrir. Hún heyrði hávaðann og ópin, er hermennimir voru að ræna. Svo komu þeir að kofadyrunum og brutu hurðina með byssuskeftun- um. Hermaður með byssu- sting á byssunni ruddist inn. I angist sinni hélt móðirin Mikluvötn, sem þau eru oft kölluð einu nafni, mynduðust á ísöldinni, þegar kuldi var svo mikill á jörðinni, að jökull huldi mikinn hluta hennar og skriðjöklar runnu suður á bóg- inn frá íshettunni miklu nyrzt á jörðinni. Jöklarnir grófu dali og dældir, sem vatn hefur sið- an safnazt i. Þegar aftur hlýn- aði, hurfu jöklamir aftur, en FRANSKIR landkönnuðir: Fyrsti franski landkönnuður- inn, sem kom á þessar slóðir, var Verrazano árið 1524. Hon- um fylgd’u aðrir, sem fóru í rannsóknarferðir inn í landið og þeir fundu Mikluvötn. Allir þessir ferðalangar vonuðust til að finna Kína, ef þeir færu nógu langt vestur á bóginn. Þess vegna veittu þeir hinu rika landi, sem þeir ferðuðust um, enga athygli. örmunum yfir vöggu bams- ins og las kvöldsálm Ger- hardts: „Breit aus die Flugel beide O Jesus, meine Freunde Und nimm dein Kiichlein ein: Will Satan mich verschlingen, So lass die Englein singen: Dies Kind soll unverletzet sein!“ Hermaðurinn lét byssuna síga niður og gekk nær. Hann lagði höndina á höfuð barns- ins. Með tár í augum las hann bæn yfir því. Þá rétti hann móðurinni höndina og gekk hljóðlega út úr kofanum. Hermaðurinn fór ekki burt þegar í stað. Hann stóð á verði við kofann þar til rán- unum og ólátunum linnti. Margir álíta að Lina San- dell hafi orkt hinn fagra kvöldsálm „Bred dina vida vingar, o Jesus óver mig“ út frá fyrmefndum sálmi Ger- Framh. á bls. 11. eftir sátu vötnin. Sá siglt frá vestasta hluta Efravatns til austasta hluta Ontariovatns, sem er þeirra austast, er siglingaleiðin hvorki meira né minna en 1000 mílur. Michiganvatn, sem er eina vatnið, sem er að öllu leyti innan Bandaríkjanna, er hvorki meira né minna en 300 mílur á lengd. VERZLUNARSTÖÐ V AR: — Þegar Frakkar gerðu sér grein fyrir því, að þeir myndu ekki finna Kína við enda - Miklu- vatna, byrjuðu þeir að gera sér grein fyrir gildi landsins. Þeir byggðu verzlunarstöðvar þar sem þeir keyptu grávöru af Indíánum. Landnámsmenn settust að og vötnin hjálpuðu mjög til að létta á samgöngu- erfileikum, sem annars hefðu verið miklir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.