Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. júli 1961 VISIR r w SfLDARSKÝRSLAN. Framan aí sl. viku var all- góð síldveiði á sömu slóðum og áður, en eftir miðja viku dró mjög úr veiðinni. Veðrátta mátti heita hagstæð. Síldin var jöfn og vel fit og var saltað eins og vinnuafl leyfði, en svo mik- ið barst að, að töluvert magn fór í bræðslu. Vikuaflinn nam 192.511 málum og tunnum (í fyrra 68.336). Er þetta bezta veiðivikan um langt skeið. I vikulokin var aflamagnið sem hér segir. Tölurnar í svigum eru frá fyrra ári á sama tíma. í salt 213.574 upps. tn. (27.749) í bræðslu 130.398 mál (324.895) í frystingu 7.894 uppm. tn. (3.427) Útflutt ísað 0 (834) * Samt. mál og tunnur 351.866 (356.904) Nokkur veiðiskip fóru norð- ur í vikunni og í vikulokin var vitað um 250 skip (í fyrra 238) sem höfðu fengið einhvern afla og höfðu 188 þeirra (í fyrra 209) veitt 500 mál og tunnur og þar yfir. Fylgir hér með skrá yfir þau skip, sem fengið hafa 1500 mál og tunnur: Skip Mál og tn. Ágúst Guðmundsson 3855 Akraborg, Akran. 2454 Akurey, Hornaf. 1556 Anna, Sigluf. \ 4021 Arnfirðingur II, Rvk 3358 Árni Geir, Keflav. 5428 Árrii Þorkelsson, Keflav. 3370 Ársæll Sigurðsson, Hf. 3060 Ásgeir, Rvk 1908 Áskell, Grenivík 4410 Auðunn, Hafnarfirði 2607 Baldur, Dalvík 3757 Baldvin Þorvaldss., Dalv. 2297 Bergur, Vestm. 1786 Bergvík, Keflavík 4081 Bjarmi, Dalvík 4258 Bjarnarey, Vopnafirði 1764 Björg, Eskifirði 2626 Björgvin, Dalvík 1795 Blíðfari, Grafarnesi 1686 Böðvar, Akraríesi 2462 Dalaröst, Neskaupst. 2276 Dofri, Patreksf. 3902 Einar Hálfdáns. Bol. 4488 Eínir, Eskifirði 2163 E'dborg. Hafnarfirði 5015 Eldey. Keflavík 4200 Faxavík. Keflav. 2177 Fram. Hafnarf. 2850 Fiarðarklettur. Hafnarf. 2999 Frevja, Garði 1604 ^róðaklettur. Hafnarf. 1511 Garðar. Rauðuvík 1628 Oeir, Keflavík 1753 Gissur hvíti. Hornafirði 1524 Giafar. Vestm 5660 Onvfaxi Grafarnesi 3145 Orundfirðingur II Graf. 2758 ''tnðhiörg. ísafirði 4652 '~in*biörg. Sandgerði 3027 Onðhiörg. Ólafsf. 6191 'Snðfinnur. Keflavík 1884 ^"ðm Þórðarson. Rvk 6307 'Snðrún Þorkelsd.. Eskif. 4239 Oullver. Sevðisf. 4561 Onnnvör. ísafirði 2375 Ovlfi II., Akureyri 2770 Dafrún Neskaupstað 1820 rTcfhór Neskaunstað 1653 Wnfbór' Guðiónss.. Vestm. 1808 Dagbarður. Húsavík 2349 Halldór Jónssón. Ólafsv. 3236 ^araldur. Akran. 6107 H°ðinn. Húsavík 3825 Wniðrún Rnlungav 7163 Heimir. Stöðvarfirði 1537 Helga, Rvk 3137 Helgi Flóventsson, Húsav 2676 Helgi Helgason, Vestm. 1712 Hilmir, Keflavík 3809 Hoffell, Búðakaupt. 1979 Hólmanes, Eskifirði 1764 Hrafn Sveinbj.son II, Grv. 3068 Hringsjá, Sigluf. 2587 Hringver, Vestm. 5388 Hrönn II, Sandgerði 1792 Hugrún, Bolungarv. 2900 Húni, Höfðakaupst. 2794 Hvanney, Hornaf. 2068 Höfrungur, Akran. 4533 Höfrungur II., Akran. 2748 Ingjaldur, Grafarn. 1835 Jón Garðar, Garði 3226 Jón Guðmundsson, Keflav. 2890 Jón Finnsson, Garði 2821 Jón Gunnlaugss., Sandg. 1772 Jón Jónsson, Ólafsvk 1568 Jökull, Ólafsvík 2793 Keilir, Akranesi 1655 Kristbjörg, Vestm. 4123 Leifur Eiríksson, Rvk 2748 Manni, Keflavík 2935 Mímir, ísafirði 1538 Mummi, Garði 1955 Ófeigur II, Vestm. 1831 Ólafur Bekkur, Ólafsf. 2416 Ólafur Magnússon, Ak. 7314 Páll Pálsson, Hnífsdal 2711 Pétur Jónsson, Húsavík 4110 Pétur Sigurðsson, Rvík 4223 Rán, Hnífsdal 2809 Reypir, Vestm. 1689 Reynir, Akranesi 2899 Runólfur, Grafarn. 2039 Seley, Eskifirði 2503 Sigrún, Akranesi 1823 Sigurður, Akranesi 3456 Sigurður, Siglufirði 4508 Sig. Bjarnason, Akureyri 2623 Sigurfari, Vestm. 1763 Sigurfari, Akran. 2431 Sigurfari, Patreksf. 2433 Sigurvon, Akranesi 1970 Skarðsvík, Ólafsvík 1560 Smári, Húsavík 3417 Snæfell, Akureyri 4654 Snæfugl, Reyðarfirði 2266 Stapafell, Ólafsvík 5188 Stefán Þór, Húsavík 2501 Steinunn, Ólafsvík 4315 Stígandi, Vestm. 2224 Straumnes, ísafirði 1272 Stuðlaberg, Seyðisfirði 3280 Súlan, Akureyri 1955 Sunnutindur, Djúpavogi 3735 Sveinn Guðmundss. 1097 Sæfari, Sveinseyri 2860 Sæþór, Ólafsfirði 1735 Tálknfirðingur, Sveinse. 3212 Tjaldur, Stykkish. 1862 Valafell. Ólafsvík 3538 Víðir II, Garði 7705 Víðir, Eskifirði 2621 Vilborg, Keflavík 1574 Vonin II., Grenivík 2844 Vörður, Grenivík 2919 Þorbjörn, Grindavík 2620 Herman Saalfeld er ekki í neinum vandræðum, þegar hann þarf að bregða sér bæjarleið frá heimili sínu í San Diego í Kaliforníu. Hann hefir nefnilega smíðað þessa litlu þyrlu, sem ber hann langar leiðir á örskömmum tíma, þegar þörf er. Nú ætlar Saalfeld að hefja framleiðslu á svona tækjum, og er ætl- azt til þess, að kaupandinn setji þyrluna saman sjálfur. Fjölsótt og skemmti- leg héraðsmöt í Vík í Mýrdal cg að Hellu um helgina. Um helgina héldu Sjálfstæð- ismenn tvö héraðsmót austan fjalls. Var annað þeirra haldið í Vík f Mýrdal og hitt að Hellu. Voru bæði fjölsótt. og skiptu þeir húndi'öðum sem komu úr V.-Skaftafelíssýslu og Rangár- vallasýslu. Héraðsmótið í Vík í Mýrdal var haldið á laugardagskvöld- ið. Fór það fram í skólahúsinu á staðnum og var það þéttsetið fólki. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra og Sigurður Óli Ólason, alþingisforseti, héldu ræður, en að þeim loknum var frumsýnd óperan Rita eftir Donizetti, en með aðalhlut- verk fóru Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Guð- mundur Guðjónsson og Borgar Garðarson. Var óperunni mjög vel tekið. Var síðan dansað fram á nótt. Á sunnudagskvöldið var haldið héraðsmótið að Hellu. Ræðumenn voru þeir sömu og áður. Ingólfur Jónsson ræddi stjórnmálaviðhorfið nú, og vék m. a. að nýafstöðnum verkföll- um og afleiðingum þeirra. Ræddi hann einkum nauðsyn á því að meirihluti í vei;ka- Ivðsfélögum réði ætíð afstöðu félaganna í þýðingarmiklum málum Síðan rakti ráðherrann þróunina í kjaramálum frá stríðslokum, og benti á þa staðreynd, að þrátt fyrir það að þeir sem stað’ð hefðu fyrir verkföllum. hefði hverju sinni státað af stórsigri, þá hefði bað verið játað, að kjör al- Þórkatla, Grindavík 2241 Þorlákur, Bolungarvík 3457 Þorleifur Rögnv.son, Ó1 1263 Þráinn. Neskaupstað 1797 mennings hefðu ekki batnað á tímabilinu. Það væri því augljóst, að miða yrði kröfur við fram- leiðsluaukninguna, en hún væri um 4% á ári að meðaltali nú. Hins vegar hefðu þessi sann- indi engan vegin verið tekin til athugunar nú, og framvegis yrði að reyna að tryggja, að þær kröfur sem fram kæmu, yrðu almenningi til hagsbóta án þess að tefja fyrir þeirri efnahagslegu viðreisn spm rík- isstjórnin hefur beitt sér fyrir að undanförnu. Þátttakendur voru um þrjú hundruð og gerðu þeir góðan róm að ræðum þeim sem flutt- ar voru og í heild sinni fór mótið vel fram. * Italskar konur - Framhald af bls. 10. eins og ungfrú Piatti. Hún perði ekkert veður út úr máli sínu. En ítölsku blöðin gerðu það. Og þau vöktu svo mikla at- hygli á málinu, að forsætisráð- herrann, Amintore Fanfani, kvaðst mundu leggja fram frumvarp í þinginu og ráða þessu máli til lykta í eitt skipti fyrir öll. En svo missti hann forsætisráðherrastöðu sína á miðju ári 1960 og ekkert heyrð- ist af frumvarpi því, sem átti að opna dyr sendiráðanna fyrir kvenfólki. En nú er „prófessorinn litli“ kominn aftur í forsætisráð- herrastöðuna. Og nú hefir frumvarpið verið lagt fyrir þineið. Nefnd utanríkismála hefir það nú til athugúnar, en það er lítil von um að það nái f'jntlega samþykki. Gagarin Framh. af 1. síðu. Finnst mörgum að sjálfur Hail- sham lávarður, sem hefur yfir- stjórn brezkra vísinda með höndum ætti að fara út á flug- völlin að heilsa geimfaranum. Búizt var við, að mikill mann fjöldi safnaðist fyrir forvitnís- sakir út á flugvöllinn til að sjá hinn fræga mann. Brezka lög- reglan Scotland Yard hefur und irbúið geysivíðtækar öryggis- ráðstafanir vegna komu Gag- arins og að því leyti líkist und- irbúningurinn því að þjóðhöfð- ingi væri að koma til borgar- innar. Blaðamannafundur Menn bíða með mestri eftir- væntingu eftir blaðamanna- fundi sem Gagarin mun halda seinna í dag. Er það fyrsta sinn sem Gagarin verður að „þola“ rannsóknardóm vestrænna blaðamanna. Á blaðamanna- fundi sem hann hélt í Moskvu skömmu eftir geimflugið svar- aði hann aðeins úrvali úr skrif- uðum spurningum og voru svör hans þó svo loðin, að grunsemd ir komu upp um það að geim- flug hans hefði verið falsað. Hinir vestrænu blaðamenn vona að hann fallist nú á að skýra betur ýmis vafaatriði kringum geimferðina. Gagarin mun dveljast í Bret- landi í þrjá daga. Honum verð- ur sýndur ýmis sómi, m.a. verð ur hann sæmdur gullpeningi brezku vísindastofnunarinnar. ____________ Framh aí 2 •síi'u spyrnusambandið hefir leyft sér að banna erlendum leik- möönnum að leika með landslið um sínum upp á sitt eindæmi. í fyrra var t. d. John Charles meinað að leika með welska landsliðinu. Eru nú miklar get- gátur uppi um viðbrögð Breta og er helzt álitið að þeir kæri málið til alþjóða knatt- spyrnusambandsins eða leggi hreint bann við útflutningi brezkra leikmanna. Eitt er víst,' málið verður ekki látið afskiptalaust. Filippus öklabrotinn. Filippus prins, maki Elisabet- ar drottningar, varð fyrir því slys nýlega að bein brotn- aði í ökla lians. Gerðist þetta, er hann keppti í polo-knattleik. Mun hann ekki geta komið fram opinberlega hálfs mánaðar tíma vegna bein- brotsins. ’ Bczt ú auglýsa í VISI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.