Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 11. júlí 1961
VÍSIR
— Já, þetta er gott. En
mér er illt í hnénu.
Ég lyfti pilsinu til að skoða
á mér hnéð. Það var þriggja
þumlunga rifa á hægri ny-
lonsokknum. Og hnéð var ó-
hreint.
— Þér ættuð að þvo þetta,
en hér er líklega hvergi vatn,
sagði hann. Bezta úrræðið
held ég sé að komast á ein-
hvern stað, þar sem hægt er
að fá hressingu og þér getið
athugað hnéð.
Ég var skelfing lítilfjörleg
í bílnum, en ég held að það
hafi ekki stafað af hnénu. Ég
tók ekkert eftir fyrr en Gor-
don var kominn inn á ein-
hvern skógarveg, sem ég
kannaðist ekkert við.
— Ég held að við séum að
villast, sagði ég.
— Það gerir ekkert til. All-
ar leiðir liggja eitthvað- Ég
sá veitingastað þarna
skammt framundan, og það
er aðalatriðið:
Við vorum allt í einu kom-
in í þorp kringum kirkju, og
fórum beint inn í veitinga-
(húsið.
Gordon fór með mig inn í
vistlegasta hornið í stofunni,
en eiginlega hafði ég ætlað
að gera að hnénu á mér und-
ireins. Áður en ég vissi af var
komið glas fyri’r framan mig.
Ég sá Gordon lyfta sínu
glasi og tæma það í einum
teyg. Hann hló þegar hann
17
sá að ég var hikandi við að
bragða á.
— Komið þér þessu ofan í
yður, og munið að ég er ráð-
hollur frændi yðar!
Hann tók umsvifalaust
bæði glösin er þau tæmdust,
og fór að afgreiðsluborðinu
með þau. Þar sátu maður og
kona, og Gordon fór að tala
við þau. Ég hallaði höfðinu
upp að þilinu og lagði augun
aftur. Ég heyrði einhvern
hlæja — Gordon. Ég sá hann
endurtaka sömu hreyfinguna
upp aftur og aftur: glasið var
fullt á leiðinni upp og tómt
á leiðinni niður. Þau voru öll
mjög óðamála og ég heyrði
Gordon segja: — Því miður,
gamli vinur, en . . . Og svo
þagnaði hann og leit á mig.
Gordon kom með tvö full
glö_s.
Ég hristi höfuðið. — Ekki
handa mér, þökk fyrir.
— Enga vitleysu- Þér haf-
ið gott af þessu.
— Ég er ekki vön áfengi.
Og þetta eru svo stór glös . . .'
— Það skaðar engan .. ..
Jæja, ef yður finnst það ...
Hann tæmdi glasið í einum
teyg, og ég hugsaði með mér,
að nú hefði hann drukkið
þrjú. Þrjú tvöföld. Og það
fjórða stóð enn á borðinu. —
Þetta er heilsubót. . . rekur
drauga á flótta!
Nú tók ég eftir hve fölur
hann hafði verið — hörundið
var grátt gegnum sólbrun-
ann-
— Það er ekkert spaug að
upplifa svona. Hugsum okkur
að þetta hefði verið Adam!
Hann horfði hvasst á mig,
svo lygndi hann augunum, og
augnhárin voru þétt og löng
eins og á ungri stúlku. —
Finnst yður-það ekki skrýtin
tilviljun — þessi náungi
þarna frá Kenýa. Hann á
heima 3—4 mílur þaðan sem
ég var. Við eigum marga
sömu kunningjana báðir.
Þetta er konan hans, einstak-
Sagan — 42
lega viðfeldin. Ameríkönsk.
Það er hann sem á bílinn, sem
stendur hérna fyrir utan.
Ég stóð upp. — Ég ætla
að reyna að laga mig svolítið.
Ör benti á stigann upp á
loftið, og það munaði minnstu
að ég rækist á granna, grá-
hærða konu, sem var með
hlaða af hreinum lökum í
fanginu. Hún kinkaði kolli til
mín.
Iv
er þarna til vinstri
'niður.
— Þér gætuð líklega ekk:
.. . Ég hikaði. — Þér múnduc!
ekki eiga heftiplástur ? Ég
meiddi mig á hnénu • . .
— Er það sárt ? Húr
kveikti á lampa í hálfdimm-
um ganginum, og þegar é|
lyfti pilsfaldinum, hrópað:
SKYTTtRIMAR ÞRJÁR 30
Veizlan í höll Lúðvíks 13. átti
að fara fram næsta mánudag’, og
þeir höfðu því fimm daga til að
finna hina stolnu gimsteina og
koma þeim til baka, áður en þjóf-
urinn kæmist til Parísar. Nokkr-
um tímum seinna var það gert
heyrum kunnugt að ekkert skip
mátti sigla frá Englandi til
Frakklands, sem menn skildu sem
strlðsyfirlýsingu og fyrir d'Art-
agnan þýddi þetta að hertoginn
var óvinur lands hans og hann
aðeins þjónaði nú drottningu
sinni.
Næsta dag fékk hann hjá gull-
smið tvo steina, sem jafnvel beztu
skartgripasalar hefðu ekki þekkt
frá hinum réttu. D’Artagnan fór
frá hertoganum til hafnarinnar
þar sem skip nokkurt beið hans.
Þegar hann fór út úr höfninni og
fram hjá einu af hinum mörgu
skipum, sem ekki máttu sigla,
sýndist d’Artagnan sjá hina fögru
konu frá Meung, sém óþekkti að-
alsmaðurinn hafði ávarpað svo
virðulega, en hann var samt ekki
viss i sinni trú.
I St. Valery fann hann veitinga-
húsið, sem hertoginn hafði vísað
honum á, hann talaði strax við
veitingamanninn. Hann fylgdi
honum til hesthússins, þar sem
beið hans söðlaður hestur. Síðan
gaf veitingamaðurinn honum upp-
lýsingar um leið þá, sem hann
skyidi fara til Parísar, og hvar
hann gæti skipt um hesta ef hann
aðeins segði lvkilorð hertogans:
Áfram.
hún: — Blessað barnið! Þér
verðið að fá joð á þetta! Ég
skal útvega yður það sem þér
þurfið.
Ég kom inn í mjallhvítan
baðklefa. Og nú kom sviminn
yfir mig aftur. Kannske var
það viskíinu að kenna í þetta
skiptið. Eða hringstiganum . .
hring eftir hring — upp og
upp. Við höfðum notað þenn-
an stiga fyrr, þegar við
gleymdum lyklinum . . . læs-
ingin var biluð. Hver sem var
gat komistúnn. Mike eða Gil-
bert Slade . . . hver sem var.
En Mike er í Liverpool. Hvar
er Gilbert Slade ? Hvar er Gil-
bert Slade? Og Monarch-bíll-
inn? Nálægt Burford, hafði
Alf sagt. Norðaustur af Bur-
ford- Frá Burford til Camp-
erdown . .. Burford til Camp-
erdown .. .
— Hvemig gengur það?
— Vel. . . Ég opnaði aug-
un. Konan leit áhyggjufull á
mig.
— Hvemig atvikaðist
þetta ?
— Það var gat á gólfinu,
sem ég sá ekki. Við vorum
að skoða mannlaust hús.
Camperdown.. .
— Já, einmitt. Hún hreins-
aði hnéð á mér og leit upp.
— Það er á High Wycombe,
ég þekki það vel- Það var
þessi aumingja maður sem
fórst í flugslysinu, sem
keypti það. Brett hét hann
víst. Þér hafið auðvitað heyrt
hans getið. Og þetta var rétt
áður en hann ætlaði að gift-
ast — hvílík hörmung. Skyldi
það vera til sölu núna?
— Ég veit ekki... Farðu
varlega, Kata, segðu ekki of
mikið! — Við vorum bara . ..
að skoða húsið. Þekktuð þér
hann?
— Ég hef heyrt margt um
hann talað, en aldrei séð
hann sjálfan. Já, það hefði
verið gaman ef Camperdown
hefði byggzt aftur. Það er
svo ljómandi fallegt þar. En
svo missti Bosairs alla pen-
ingana sína, og staðurinn
níddist niður. Og svo lauk
þessu að lafði Bosairs og dótt-
ir hennar drukknuðu í vatn-
inu. Telpu-auminginn varð
föst í sefinu, og þegar móðir
hennar reyndi að bjarga
henni drukknuðu þær báðar.
Það er talsvert mikill straum-
ur þarna . • . Og svo var eign-
in í eyði í mörg ár, þangað
til kvennaskólinn fór að
starfa þar. Og þegar stríðið
kom tók herinn eignina lög-
námi... Er þetta betra
núna?
— Miklu betra, þakka yð-
ur fyrir. En hvað þér voruð
hjálpsamar.
— Ekkert að þakka, góða.
En ég veit ekki hvað við eig-
um að gera við sokkinn. ,
— Það gerir ekkert til með
hann. Rifan sést ekki undir
pilsinu. Og sokkurinn rekst
ekki upp.
— Má ég sjá ? ... Jæja,
þetta er ekki sem verst. Hún
tók saman dótið, sem hún
hafði komið með.
— Þér trúið ekki hve fal-
legt var þama fyrir eina tíð.
Á vorin var samfelld breiða
af bláklukkum í skóginum,
það var líkast og trén jcxu
upp úr bláu hafi •.. Nú verð-
ur húsið líklega tómt áfram,
því að hver á peninga til að
reka svona stað, nú á dög-
um ? Veslings maðurinn ...
Og svo unga stúlkan, sem
var trúlofuð honum . . . Það
er skelfing að hugsa til þess.
Hugsaðu ekki... hugsaðu
ekki... annars verðurðu vit-
laus!
Hún lokaði hurðinni eftir
sér og ég leit í spegilinn. Það
var skelfing að sjá mig. And-
litið eins og krít og augun
djúpt inni í tóttunum. Ég
makaði á mig vararoða, en
það gerði mig enn ferlegri,
svo að ég strauk hann af mér
aftur.
Ég hafði verið talsvert
lengi burtu en niðri í veit-
ingastofunni hafði ekki verið
slugsað. Hjónin við af-
greiðsluborðið voru setzt við
okkar borð; sem var fullt af
tómum glösum, og ég heyrði
Gordon segja:
K V I S T
Hættu nú að þreyta pabba með fuglum, Egon litli.
->y«| .vy^-xyi