Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 11.07.1961, Blaðsíða 10
10 V I S I B Þriðjudagur 11. júlí 1961 Myndin sýnir þjóðhöfðingja Laos á Genfarf undinum, Boun Oum prins, t.h. Hann skrafar hér við frú Nosavan, konu eins áhrifamesta mannsins í Laos og sendiherra Vietnam í Túnis, en hann er forseti sendisveitar lands síns á Genfarráðstefnunni. Að utan - Framh. a? 8 síðu Framfarir og framtíðarskilyrði. í yfirliti frá bandaríska landfræðifélaginu um Mong- ólíu segir, að 20. aldar brag- ur sé nú smátt og smátt að komast á margt í landinu, eikanlega í höfuðborginni Ulan Bator, þar sem — eft- ir 40 ára kommúnistastjórn — séu að rísa verksmiðju- og skrifstofubvggingar og skólar, en meginhluti þjóð- arinnar lifi enn hjarðmanna- lífi. Þó er svo komið. að syn- ir og dætur hjarðmanna eru farin að stunda nám við æðri skóla. Ríkisháskóli var stofnaður 1942 og voru nem- endur 90 fyrsta árið. en nú innritast 2500 árlega. Börn lands hinna gróðurlitlu auðna eru mörg að verða lækngr, kennarar, hjúkrun- arkonur o. s. frv. Samkvæmt yfirlitinu býr yfir milljón manna í þessu landi á há- sléttu, sem er meiri að flat- armáli en öll lönd sammark- aðslandanna sex. en áherzla er löeð á bað að Mongólía sé ekki það land auðnanna, sem margir hyegi. landinu svipi í rauninni að mörgu til hins víðáttumikla slétt- lendis í nm-ðurhluta Bandar. og Kanada, og norðan Gobi-auðnarinnar sé feikna landsvæði með miklum og góðura grasgróðri og villi- blómum prýtt beitiland milli fjallgarðanna. Kuldar eru miklir háveturinn og hitar miklir hásumarið, en á vorin og haustin sé meiri hluti landsins grænn og blómstrandi og nægilegt vatn, loftið tært og heil- næmt. Mestur hluti landsins sé háslétta 3000—5000 ensk fet yfir sjávarmál. Minnzt er á leiðangra bandaríska landkönnuðar- ins, Roy Chapmans Andrews til Mongólíu fyrir um 40 ár- um, en honum fannst margt minna á „villa vestrið" í Bandaríkjunum. f Urga, en svo hét höfuðborgin þá, voru flest hús bjálkabyggð. Það var Roy Chapman Andrews sem á þessum ferðalögum fann fyrstu risaeðlueggin. Þá lágu engar járnbrautir um landið. Ulan Bator er nú ein helzta millistöð á flugferðum milli Moskvu og Peking. íbúatala Ulan Bator er nú 180.000 og í 4 bæjum mun ibúatalan yfir 10.000. — í skólum landsins eru um 100.000 nemendur að full- orðnum meðtöldum. — Hús- dýrafjöldinn er yfir 21 millj., segir Time. Hrossafjöldinn er mikill, sauðfé margt, nautpeningur og geitfé. — Iðnaður er á uppsiglingu. Hafin er framleiðsla á olíu, kolum, málmum og vefn^ð- ardúkum. Forsætisráðherrann, Ymu- zhagin, hefir unnið að því, að landið vrði í sannleika sjálf- stætt. Auk þess sem hann hefir sent viðskiptanefndir til ýmissa landa hefir hann komið á stjórnmálasambandi við eftirtalin lönd, auk hinna kommúnistiskú, sem áður var getið- Indland, Nepal, Burma, Júgóslavíu. Cambo- dia og Guineu — og hann vinnur að viðurkennineu Bandarikjanna á .siálfstæði landsins og aðild Mongólíu að Sameinuðu bjóðunum, Time segir: Vafalaust er Mongólía kommúnistiskt leppríki. En svo virðist sem spyrja megi: Hvaða ríkis? (þ. e. Sovétríkjanna eða Kína). Eigíiimaðurmn bíður - » Framh af 9. síðu. ingardaginn sinn. Um leið og henni var ekið inn í skúrðstof- una, sagði hún við mann sinn: „Vertu hjá mér, þar til þessu er lokið.“ Hún hefir verið í dái, síðan skurðaðgerðin var hafin, og Ashworth hefir verið hjá henni öllum stundum síðan. Hann starfar við olíuhreinsunarstöð, en hefir ekki farið til vinnu sinnar síðan konan sofnaði í sjúkrahúsinu. Húsbændur hans, Central Petroleum-félagið, hafa hann á hálfum launum, og Ash- worth hefir komið sér fyrir í einu horninu á sjúkrastofú konu sinnar. Starfslið sjúkra- hússins bauð honum rúm til að sofa í, en hann er hræddur um, að hann muni ekki vakna nógu fljótt, ef hún skyldi koma tíl meðvitundar, svo að hann sefur aðeins í stól — eða dottar öllu heldur. Ashworth hefir bæði útvarp og sjónvarp til að stytta sér stundirnar, og þeir eru orðnir nokkuð margir kaffibollarnir, sem hann hefir drukkið til að halda sér vakandi. Tvívegis hefir hann brusðið sér frá! í fyrra skÍDtið skranp hann heim til að mála svefnherbergi þeirra hjónanna. því að læknar höfðu við orð að bráðum fengi kona hans jafnvel að fara heim. í hitt skiptið skranp hann í einn skóla borgarinnar, þar sem yngsta dóttir hans — af þrem — var að Ijúka t*aanfræðanrófi. - Stundum virðist frú Ash- worth heyra hávaða í kringum sig, og fyrir kemur. að kippir fara um andlit h°nnar. en enn hefir hún samt okVí komið t.i1 meðvitundar Vonandi fær mað- ur hennar þó laun tryggðarinn- ar bráðlega. Verða ítalskar konur sondi- herrar bráðSoga Fánfaní liefir lofafb að víuna að framgangi inálsins Ef loforð forsætisráðherra I Fyrsta tilraunin til þess að ítala, Amintore Fanfanis, fá, láta á sér bera í þessum mál- byr í þinginu, sem skipað er um var gerð af fallegri konu yfirgnæfandi meirihluta karl-' rómverskri, sem heitir Maria manna, mun Ítalía brátt fá sína Antonietta Piatti. Hún reyndi fyrstu kven-ambassadora. i að taka próf í opinberu prófi, ítalskar konur hafa stigið sem utanríkisráðuneytið átti stór spor til jafnræðis við karl- að. .Það var árið 1956. menn á síðustu 15 árum. Þær höfðu engan kosningarrétt fyrr en á síðari heimsstyrjald- arárunum. En í dag sitja þær á þingi með karlmönnum, og hefir jafnvel tekizt að umbæta refsilöggjöfina. Þeim hefir tek- izt að leggja þyngri refsingar á giftar konur fyrir hórdómsbrot, en þær tiltölulega léttu refsing- ar sem lagðar eru á kvænta jkarlmenn fyrir samskonar. Eitt svið er það þó sem kon- um hefir ekki tekizt að mynda í hina minnstu sprungu. Það er sá þétti varnarveggur er stjórnarerindrekar hafa skap- að með sér. Allar tilraunir kvenna til þess að komast í tölu stjórnarerindreka hafa hingað til gersamlega brugð- izt. En þetta mál mun bráðlega ná hámarki sínu, því að vakin hefir verið athygli á því fyrir ríkisdómstólunum — en hingað til hefir því verið hafnað þar. Hún vildi fá stöðu í einhverju af sendiráðum ríkisins. En stjórnarvöldin höfnuðu henni á þeim grundvelli, að konur væru ekki teknar í slík ar stöður. Ungfrú Piatti kvartaði þeg- ar fyrir ríkisráðinu — sem er flokkur lögfræðinga er gerir út um deilumál innan stofnana ríkisins. Ráðið dæmdi ákaflega tvíræðan dóm, þar sem þeir sögðust að vísu fyllilega viður- kenna grein nr. 51 í stjórnar- skrá ríkisins, sem fjallar um jafnrétti kynjanna, en þeir höfnuðu máli ungfrú Piatti af því að hún hefði kært yfir bréfi frá utanrikisráðuneytinu, sem neitaði umsókn hennar, í stað þess að hún hefði átt að kæra yfir reglum þeim, sem settar voru um þátttöku í prófinu. Annar umsækjandi um vinnu í sendiráðum var ungfrú Anna Maria Sternberg Mont- aldi og hafði hún sömu reynslu Framh. á 5. síðu. Kennedy hefir nú úrskurðað að fyrrv. aðalritari bandaríska kommúnistaflokksins skuli látinn laus úr fangclsi. Hann heitir Henry Winston og var dæmdur í fangelsi fyrir föður- landssvik 1949, en kommúnistaflokkurinn er bannaður með lögum í Bandaríkjunum sem kunnugt er. Winston er blindur og þjáist þar að auki af æxli á heilanum. Á mynd- inni leiðir vörður hann frá ríkisspítalanum í Staten Island | til bifreiðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.