Vísir - 27.07.1961, Side 8
B
VISI R
Fimmludagur 27. júlí 1961
ÚTGEFANDI: BIAOAÚTGÁFAN '/ÍSIR
Rítstjórar- Herstelnn Pólsson Gunnar G Schrarn.
Aðstoðarritstjóri: Axel fhorstelnsson Fréttastjór-
ar: Sverrlr Þórðarson, Porsteínn ó Thororensen.
Ritstjórnarskritstofur: Laugavegi 27 Auglýslngar
og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er
krónur <0.00 ó mónuði - f lausasölu krónur
3.00 eintakið Simi 11660 (5 linur) - Félops
prentsmíwjar h.f., Steindórsprent h.t. Eddo n.»
Ræða Kennedys.
Ræða Kennedys um BerlínarmáliS markar þátta-
skil í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Sjö vikur eru
liðnar frá því að Kennedy Kitti Krúsév í Vínarborg og
ræddi við hann Berlínardeiluna. Á þeim fundi var
Krúsév venju fremur óbilgjarn og Kennedy hvarf heim
með þá vitneskju í vegarnesti að Rússar hyggðust
hrekja Vesturveldin úr Berlín í haust.
I ræðu sinni í fyrrakvöld gaf Kennedy þá mikils-
verðu stefnuyfirlýsingu að Bandaríkin myndu ekki láta
Rússa hrekja. sig úr borginni og gaf í skyn að þau
myndu fyrr grípa til vopna en ofurselja íbúa Vestur-
Berlínar í hendur kommúnistum. „Okkur langar ekki
til þess að berjast,“ sagði Kennedy, „en við höfum fyrr
gripið til vopna.“
Hér eru notuð stór orð og sú herkvaðpmg, sem
nú fer fram í Bandaríkjunum sýnir að það er alvara
að baki þeim. En ef svo hörmulega tækist til að til
átaka kæmi í Berlín í haust, þá er ljóst hvoru megin
sökin Iiggur. Vesturveldin hafa lið sitt í Berlín sam-
kvæmt ótvíræðum alþjóðasamningi sem gerður var
milli sigurvegaranna að styrjöldinni lokinni. Einhliða
rof Rússa á þeim samningi er algjörlega ólögmætt.
Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í ræðu sinni að Banda-
ríkin væru fús til þess að skjóta deilunni til alþjóða-
dómstóls til úrskurðar. Sú lausn er sanngjörn og vissu-
lega ættu Sovétríkin að fallast á slíka málsmeðferð ef
þau virtu lög og rétt. Saga undanfarinna ára sýnir
hinsvegar að í þeirra augum eru alþjóðasamningar
einskis virði og vafalaust munu þeir ekki samþykkja
tilboð forsetans um dómsúrskurð.
Ræða Kennedys tekur af öll tvímæli um afstöðu
Bandaríkjanna í Berlínarmálinu. Aftur verður nú ekki
snúið. En allur heimurinn væntir þess að friðsamleg
lausn finnist á deilunni áður en það ófriðarbál tendrast,
sem í sögunni mun verða kallað þriðja heimsstyrjöldin
— ef nokkur verður þá lífs til þess að skrá þá sögu.
Ríkissjóður hallalaus.
I grein sem fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen,
ritaði hér í blaðinu í gær gaf hann þær upplýsingar að
ríkissjóður hafi verið hallalaus á s.l. ári. Undanfarin ár
hefir hinsvegar jafnan verið halli á ríkissjóði, enda flest
árin undir handleiðslu Eysteins Jónssonar.
Tímmn ætti að hugleiða þessa staðreynd, sérstak-
lega á þeim stundum, sem hann lofar mest „hina ör-
uggu fjármálastjórn“ Eysteins.
Flóttafólk frá A.-Þýzkalandi þyrpist í skráningarskrifstofu í V.-Berlín. Venjulega voru
skráðir 4—500 á dag eftir stríð, en nú konia um 1500 á dag — hafa aldrei verið fleiri eftir
uppreisnina 1953.
A.-Þýzkaland óviðbúið
öngþveiti út af Berlín.
J^ustur-þýzka kommúnista-
stjórnin er mjög illa við-
búin alvarleguip átökum út
af Berlín. Hún stendur sann-
ast að segja svo illa að vígi
að draga verður í efa, að
Krúsév forsætisráðherra
hafi athugað igu vandlega
tillögur sínar og áform varð-
andi Berlínarmálið. Ber hér
fyrst að nefna, að algerlega
virðist hafa mistekzt, að
treysta efnahagskerfi Iands-
ins undir átökin.
Þrátt fyrir fullyrðingar
Walters Ulbrichts, höfuðleið-
toga A.-Þýzkalands um sov-
ézka aðstoð, bendir allt til,
að sú aðstoð reynist of lítil
og komi of seint.
Austur-þýzku stjórninni
tókst að knýja fram loforð
um sovézka aðstoð snemma
á þessu ári. er hún óttaðist,
að vestur-þýzka stjórnin
myndi grípa til viðskipta-
banns á Austur-Þýzkaland.
ef til öngþveitis kæmi vegna
Berlínar-málsins.
Um afleiðingar slíks banns
þarf ekki að efast, því að
A.-Þýzkaland fær aðalstál-
birgðir sínar og vélar frá
V.-Þýzkalandi. Auk þess gat
hugsast að vestrænar þjóðir.
sem A.-Þ. skiptir við, styddu
slíkt vestur-þýzkt viðskipta-
bann, ef til kæmi.
|Jrúsév hefir gert áætun
sína þannig, að ef til slíks
banns kæmi. kynni það að
skella á þegar A.-Þýzkalandi
kemur verst. vegna land-
búnaðarkreppunnar. minnk-
andi iðnaðarframleiðslu og
sívaxandi flóttamanna-
straums. Meðal flóttamanna
eru verk- og vélfræðingar
og verksmiðjufólk, tækni-
lega sérþjálfað fólk, sem í
rauninni er lífsnauðsyn að
halda í.
Hér er ekki eingöngu um
að ræða hættuna af að auka
vandræði og öngþveiti í A.-
Þýzkalandi sjálfu — afleið-
ingin af rýrnun mikilvægis
A.-Þýzkalands sem iðnaðar-
lands gæti haft alvarlegar
afleiðingar í kommúnista-
löndum álfunnar yfirleitt
um ófyrirsjáanlega langan
tíma, því það hefir verið
ein höfuðstoð iðnaði A,-
Þýzkalands sem og Tékkó-
slóvakíu, að framleiða iðn-
aðarvörur handa hinum
kommúnistalöndunum.
jþegar. V.-Þýzkaland síðastl.
haust stofnaði til við-
skiptabanns um stundarsak-
sem gagnráðstöfun varð Ijóst,
að A.-Þvzkaland hefir ekki
haldið velli lengi án stór-
felldrar sovézkrar aðstoðar.
Þegar svo austur-þýzkir leið-
togar flugu til Moskvu i
febrúar bentj allt til, að sov-
étleiðtogarnir hefðu falizt
á þð með tregðu að veita að-
stoðina og ákveðið að fara
sér hægt. Samkomuagsum-
leitanir tóku einn mánuð. <
Þá var lofað stáli, málm-!
grýti, olíu, aluminíum, >
timbri og vélum „til viðbót-1
ar“ hráefnum og vörum, i
sem A.-Þýzkaland fengi I
með viðskiptum við Sovét- <
ríkin, en helmingur alls út- <
flutnings A.-Þýzkalands fer i
til Sovétríkjanna. — Sagt <
var í tilkynningu um þetta, i
að hér væri um mikla fórn !
að ræða af Sovétríkjanna,
hálfu, því þau hefði sjálf!
þörf fyrir það, sem lofað var.
En austur-þýzkir leiðtogar !
urðu að leggja upp í aðra !
flugferð til Moskvu í maí sl.,
en ekki hefir borið á því, að
neinar stórbirgðir frá Sovét-
ríkjunum séu farnar að koma
— m. ö. o. orðið fremur lítið
úr efndunum, — jafnvel ekki í
borizt aðstoð til að bæta úr
matvælaskortinum, sem er
afleiðing landbúnaðarkrepp-,
unnar. Og sama á við um i
fylgiríkin kommúnistisku,
að því er kom fram í Austur-
Berlín snemma í þessum I
mánuði, þ. e. að jafnvel hefði!
brugðizt, að frá þeim kæmi!
venjulegt magn matvæla og ,
skepnufóðurs, en þetta var!
réttlætt með erfiðleikum af
náttúrunnar völdum í komm-!
únistalöndunum — m. a. í!
Kína. Þaðan áttu að koma!
180.000 lestir af sojabaun-!
um, en komu ekki. En um
þetta sama leyti voru kín-
verskir kommúnistar að selja
sojabaunir á lækkuðu verði
á mörkuðum Vestur-Evrópu.
Fyrir hálfum mánuði sagði
Erich Honnecker, sem á sæti
Frh. á 7. s.