Vísir - 27.07.1961, Síða 10
1P
V I h I K
Fimmtudagur 27. jú’í 1961
>
BÆKUR OG HOFUNOA
*
Æntegjulegur
feröufélugi.
Góð bók.
Síðla árs 1960 kom út bók
eftir Birgi Kjaran, hagfræðing.
Bar hún heitið Fagra land.
Um þessa bók er þegar búið
að skrifa svo mikið og að verð-
leikum svo gott, að það er ef
til vill að bera í bakkafullan
lækinn að bæta þar nokkru við.
stofu austur á Skógasandi og
tökum myndir af forvitnustu
sekpnum jarðar, selnum. Vestur
í Hnappadal er hinn nýfundni
hellir kannaður. Gullborgar-
hellir heitir hann. Þar vaxa
„steinblóm“ og þar má enginn
stela dropasteinum. Á Suður-
nesjum, þar sem loftið er
En enda þótt svo sé og auk þess
nokkuð umliðið, get eg ekki
sleppt því með öllu að tjá höf-
undi þakkir fyrir þetta ágæta
verk, sem að mínum dómi er
sérstakt í sinni röð.
Höf. segist hvorki vera skáld
eða náttúrufræðingur. En þar
kemur bókin illa upp um
„Strákinn Tuma“. Hver lína
vitnar um hið gagnstæða. Djúp
innlifun í frásögn og myndræn-
ar lýsingar, sem bókin er svo
auðug af, sanna þetta bezt. Er
slíkt aðeins á færi þess, sem
,.gáfuna“ hefir hlotið.
Enda þótt hér sé um ferða-
þætti að ræða, er kjarni bókar-
innar og aðal uppistaða frá-
sagnir úr ríki náttúrunnar, sem
kryddaðar eru margskonar fróð-
leik svo sem lýsingum á héruð-
um og atvinnuháttum þeirra,
sögum, ljóðum og mörgu fleira.
Það er ánægjulegt að vera
ferðafélagi Birgis Kjaran.
Hann tekur okkur við hönd sér
og fer um byggðir og óbyeeðir,
sýnir okkur eitt eftir annað og
fyrir hans leiðsögn verður allt
merkilegt og skemmtilegt. Við
erum stödd við „ísmessu" í
koldimmum neðanjarðarhvelf-
ingum Hallmundarhrauns. Við
horfum m-f' aðdáun vfir fjöl-
skrúðugasta hektara Iandsins,
•garð skáldsins“, þar sem Flóra
skartar sínu fegursta. Sama
dag setjum við upp ljósmynda-
mettað dul þjóðsagnanna verð-
um við vitni að sjóslysum og
horfum á björgun úr sjávar-
háska. Við heimsækjum sögu-
ríkasta hérað landeins, Breiða-
fjörðinn. Erum þar við messu
í lítilli sveitakirkju. Spjöllum
við Vilhjálm á Narfeyri— þann
undramann. Fáum að vita
nokkur deili á pólitískri skoðun
hundanna. Horfumst í augu við
sjálfan konung fuglanna, örn-
inn, í hans eigin heimkynni.
,
-. /‘y*
- ptT
' /
Að lokum leiðir höfundur
okkur á Örævaslóðir, meðal
annars norður á Arnarvatns-
heiði og Tvídægru. Þar finn-
um við sannarlega „samhljóm
aldanna“. Sagan verður þar oft
hinn rauði þráður, fimlega
slunginn undurfögrum nátt-
úrulýsingum. Við kynnumst
herskörum af útilegumönnum
allar götur frá landnámsöld.
Við sjáum ungan pilt og unga
stúlku fara um þessar slóðir
það var árið 1828 —.
„Brosa blómvarir.
Blika sjónstjörnur.
Roðnar heitur hlýr.“
Níu árum seinna( |er þessi
sami piltur um lþÖS'ááJ 1 sömu
heiði — þá orðinn frægt skáld
— og lýsir þá ógleymanlegri
norðurljósadýrð.
Sagan heillar en náttúrlega
er þó seiðmagn hinnar djúpu
örævakyrðar: „— — — Það
stafar friði og ró af hverju strái.
Það finnst manninum, sem
horfist í augu við náttúruna.
Þögn hennar kallar á mann-
inn.“ (Bls 263). Þessi fáu orð
höf., sem í hógværð sinni segja
þó svo mikið, skilja þeir bezt
er eitthvað hafa kynnzt hinum
ósnortnu örævum landsins.
—v—
Eins og öllum má ljóst vera,
segir þetta fátæklega yfirlit
Heyrum fáeina kafla úr sögu
fjarðar og eyja. Og höf. segir:
„Minning eins dags hefur gróp-
ast í hugann. klukknahljómur
lítillar sveitakirkju, einn mað-
ur, einn fugl — og sámhljóm-
ur aldanna." (Bls. 155).
sáralítið um bókina. Enda átti
þetta aMrei að vera neinn rit-
dómur.
Tilgangur minn var annar.
Með þessum fáu línum vildi
eg vekja athygli á góðri bók,
bók sem beinir huga lesandans
út í víðáttur og inn í dulheima
íslenzkrar náttúru, inn í þá ver-
öld, sem allt of mörgum er lítt
kunn eða jafnvel algerlega
lokuð. Og þar sem að fer tími
sumarleyfa, vildi eg segja við
ungt fólk, sem nú fer sínar
fyrstu ferðir til að kynnast
landi og þjóð: Lesið þessa bók
og njótið leiðsagnar hennar.
Það er að vísu ekki einhlítt að
lesa bækur til að verða reglu-
legur náttúruskoðari. Við verð-
um sjálf að vinna ríki náttúr-
unnar, sjálf að opna þann
„sesam“. Láta þögn hennar
kalla á okkur og hlýða því
kalli. En góð bók getur verið
ómetanlegur leiðbeinandi.
-----Okkar öld er öld tækn-
|
innar, hávaðans, öld hvæsandi
véla og marrandi hjóla. Margir j
óttast að mannfélagið bíði tjón!
á sálu sinni við þær breytingar,
sem orðið hafá. Og sennilega
er sá ótti ekki ástæðulaus. En
væri það ekki andleg heilsu-
bót, ef við ættum meira sálufé-
lag við villta ósnortna náttúru
þessa lítt numda lands til hafs
og til heiða, og — hlytum þegn-
rétt í hennar ríki. Því vissulega
er það vígsla til betra lífs að
hlusta hugfanginn á hljóm-
kviðu vaknandi vors, að horfa
á óendanleg litbrigði hrannandi
haustskýja, að sjá „blárof í
skógi“ undir septembersól, að
sofna og vakna við hljóðlátt
skraf lítilla linda eða þrumu-
gný fallandi fossp, að finna vit-
und sína fá hlu'tdeild í hinni
djúpu og dulmögnuðu öræva-
kyrð, að héyra „samhljóm ald-
anna“ í sögum og ljóði við
kumbl og grafir horfinna kyn-
slóða — — —.
Eitt að lokum Birgir Kjaran:
„Mættum við fá meira að
heyra.“
Jón Þórðarson.
Laugarvatni í júní.
Æircf:
Iðnvæðing og kjör
verkfræðinga.
f leiðara blaðs yðar dags. 21.
7. er rætt um framkvæmdar-
áætlunina, sem nú er verið að
vinna að. Meðal annars segir
þar, að íslands standi á þrösk-
uldi iðnvæðingar, en hafi fram
að þessu verið vanþróað land
í iðnaðarmerkingu. Á næstu
árum verður ísland að gerast
stóriðnaðarþjóð.
Þetta er rétt og vonandi, að
svo getd orðið, en mér er spurn;
Er grundvöllurinn fyrir hendi?
Framkvæmdaráætlunin verð-
ur t.d. að gera ráð fyrir því,
að þjóðin hafi á næstu árum á
að skipa stórum hópi af fær-
um verkfræðingum, vísinda-
mönnum og slíkum, til að
hrinda þessari iðnvæðingu í
framkvæmd. Án þessara tækni
sérfræðinga yrði það vonlaust
verk. Að vísu höfum við hér
nokkurn hóp sérfræðinga, sem
gæti orðið kjarninn í væntan-
legri iðnvæðingu. Gallinn er
bara sá, að þjóðin virðist ekki
hafa efni á að búa þessum
mönnum sæmileg kjör og við-
unandi vinnuskilyrði, hvað þá,
ef þeir væru fleiri.. Nú er svo
komið, að verkfræðingum hér
fer fækkandi vegna þessa, og
flytjast þeir búferlum til landa
þar sem tæknikunnátta þeirra
er mun meira metin og betur
launuð en hér. Útkoman á nú-
verandi kjaradeilu verkfræð-
inga mun áreiðanlega hafa
mikil áhríf á það, hvort verk-
fræðingum fer hér fækkandi
eða fjölgandi á næstu árum. Ef
þeim heldur áfram að fara
fækkandi, þá yrði lítið úr þeim
lið framkvæmdaráætlunarinn-
ar, þar sem gert er ráð fyrir
mikilli iðnvæðingu næstu árin
eða áratugi.
Verkfræðingur.
Málverkasýning Sigurðar
Kristjánssonar.
ÉG brá mér í gær suður í Boga
sal Þjóðminjasafnsins, til þess
að líta á málverkasýningu Sig-
urðar Kristjánssonar. Hitti ég
þar fyrir gamlan góðkunningja
minn Kristján Guðmundsson.
Hann er þarna sýningarvörð-
ur. Hann fylgdi mér um sal-
inn, og gaf mér margar góðar
bendingar. Þar er margt merki
legt að sjá: Ágætar landslags-
myndir, og auk þess mörg lista
verk, sem bera því glöggt vitni,
að ímyndunaraflið er óbeizlað.
Um listamanninn sjálfan er
það að segja, að hann verður
að teljast að mestu sjálfmennt-
aður, en listeðlið sem í bloð
borið. Og það er sannarlega at-
hyglisvert, hve hann hefir
miklu fengið afkastað á lista-
ferlinum, þrátt fyrir allar ann-
ir dagsins.
Af listaverkunum nefni eg
sérstaklega: Kvöldkyrrð, Land
sýn, Snúið myndinni við, Á
miðum, Steinar tala, Landslag,
Þingvöllum. Þá mætti nefna
myndina Stjáni blái, sbr. úr
ljóði skáldsins Stjáni blái
strengdi klóna, og stýrði beint
á drottins fund“.
Af þessari sniildarsýningu
hafa selzt 12 listaverk. Á sýn-
ingunni eru 60 málverk. Fólk.
sem hefir yndi af fagurri list
ætti að nota tækifærið. Sýn-
ingunni lykur á sunnudaginn
kemur. og fæst ekki fram-
lengd. /
Sigurði er sannarlega sómi
að þessari sýningu. — S. A.