Vísir


Vísir - 27.07.1961, Qupperneq 16

Vísir - 27.07.1961, Qupperneq 16
VÍSIft Fimmtudagur 27 júlí. Síldarflutningaskipi hlekkist á — Ægir reynir að bjarga skipinu. Engir fundir. ENGIR fundir hafa verið með verkfræðingum og vinnuveit- endum og enginn árangur fyr irsjáanlegur. Ástand er óbreytt í vega- gerðarverkfallinu. Þar hafa engir fundir verið haldnir og sér ckki til samkomulags. Farmcnn og vinnuveitendur sátu á fundi fram eftir sl. nóttu og ræddu um kjaramál, en varð ekkert ágengt. Annar fundur hefur verið boðaður í kvöld kl. 21. RAUFARHÖFN, 27. júlí: öðru hinna norsku síld- arflutningaskipa, sem síldarverksmiðjurnar á Hjalteyri og í Krossanesi tóku á leigu og verið hafa í síldarflutn- ingum hlekktist á í nótt. Varðskipið Ægir og fleiri skip komu Norðmönnunum til hjálpar og standa vonir til að hægt verði að draga skipið til hafnar. Það var klukkan rúmlega hálf fjögur í nótt sem norska skipið, sem heitir Tallis, sendi út neyðarskeyti. Var það þá um 15 mílur austur af Digra- nesi. Þil í lest skipsins, sem var full af síld, hafði sprungið og síldin kastast til i skipinu og kom á það veruleg slagsíða til stjórnborða. Fyrsta skipið sem kom á stað inn, unl hálftíma eftir að neyð arkallið var sent, var vélbát- urinn Jón Gunnlaugs frá Sand- gerði. En varðskipið Æg.ir var ekki ýkja langt frá og hafði skipherrann á Ægi, Haraldur Björnsson, þegar snúið hinu gamla varðskipi til hjálpar hinu nauðstadda skipi. Ekki mun skipstjórinn á Tallis hafa talið öruggt fyrir skipshöfn sína að vera um borð í skipinu vegna hallans á því. Klukkan sex í morgun hafði hann gefið fyrirskipun um að yfirgefa skipið. Var þá norð- vestan 5—6 vindstig við skip- ið og dálítill sjór. Um það bil klukkutíma síð- ar, eða um kl. 7, var Ægir kom- inn á staðinn. Áhöfn norska skipsins, 10—12 menn voru þá Veiðiferð Heimdallar Ekki Berlín ein9 sem er í hættu. HEIMDALLUR F.U.S. efnir til veiðiferðar á Arnarvatnsheiði um næstu helgi Lagt verður af stað frá Valhöll á föstudags kvöld og komið til Reykjavík- ur á sunnudagskvöld. Þar sem fjöldi þátttakenda er mjög takmarkaður, eru fél- agsmenn, sem áhuga hafa á ferðinni beðnir að hringja í síma 17100 í dag og verða þar Hinni skorinorðu ræðu Ken- nedys forseta var ágætlega tekið meðal vestrænna þjóða af stjórnmálaleiðtogum og í blöðum. Kemur þar mjög fram, að hann hafi gert öllum Ijóst hvað í húfi er, ef ekki helzt ein- ing og gripið er til nauðsyn- legra varúðarráðstafana. Það kemur og fram, að hann hafi leitt þjóð sína skilmerkilega í allan sann- Ieika um það, að það er ekki Berlín ein, sem er í hættu, heldur þarf að vera á verði og viðbúnaður nægur til þess að mæta kommúnistahætt- unni hvar sem er í heimin- um. Brezk blöð vitna talsvert í þau atriði ræðunnar, þar sem '/l • t J I Kennedy kveðst reiðubúinn til viðræðna. Daily Hcrald spyr !af því tilefni hvaða tillögur hann hafi fram að færa til frið- samlegrar lausnar í Berlínar- vandamálinu. Að því hafi hann ekki vikið. Ekki sé við því að búast, að hann leggi öll spilin á borðið þegar, en æskilegt hefði verið, að hann hefði gefið í skyn hvað hann hefði í huga, sem von væri um, að sam- þomulag gæti náðst um. Þetta er helzta gagnrýnin á ræðunni, sem annars fær almanna lof vestrænna þjóða. Austan tjalds er ræðunni þannig tekið, að Kennedy er sakaður um stríðs- æsingar og vopnaskak. Kanadísk Elotadeild komnir um borð í Sandgerðis- bátinn Jón Gunnlaugs. Haraldur skipherra á Ægi sendi fimm menn af skipi sínu í skipsbátnum út í Tallis í því skyni að reyna að koma drátt- arvír í skipið. — Tókst það all- greiðlega, því kl. laust fyrir hálf átta í morgun var Ægir lagður af stað með Tallis í eft- irdragi og Ægismenn við stýri skipsins, á leið inn til Vopna- fjarðar. Eftir um það bil klst.- siglingu var Ægir staddur um 10 mílur austur af Digranesi, og var á Haraldi skipherra að heyra, að ekki væri vonlaust um að takast myndi að draga Tallis inn til Vopnafjarðar. Ef vel gengi ætti Ægir að koma þangað laust eftir hádegi í dag. Það mun vera með 3—4 þús. mál síldar innanborðs. — Fréttaritari. SíSustu fréttir: Um kl. 11,30 í morgun sím- aði fréttaritari Vísis á Rauf- arhöfn, að allar horfur væru á því að Ægi myndi takast að bjarga Tallis til hafnar á Vopnafirði. Veður fór batnandi og töldu Ægismenn að komið yrði til Vopnafjarðar kl. 1,30 í dag. Á Tallis sem er með 4000 mál síldar, cr 10 manna áhöfn og einn Islendingur, sem er fulltrúi verksmiðjanna, Jón Sigurðsson, að nafni. Um borð í Tallis voru tveir stýrimenn af Ægi ásamt þrem hásetum. til Reykjavíkur í ágúst. KANADÍSK flotadcild er væntanleg til Reykjavíkur upp úr miðjum ágúst. Hingað koma 4 kanadisk skólaskip með 112 sjóliðsfor- ingjaefni innanborðs. Þeir standa við í 5 daga og fara í kynningarferðir; taka þátt í í- þróttamótum og ýmislegt fleira verður þeim til dægrastytting- ar. Sendiherra Kanada á íslandi, sem búsettur er í Osló, mun koma hingað til að taka á móti flotadeildarmönnum ásamt að- alræðismanni Kanada, Hall- grími Fr. Hallgrímssyni. for- stjóra. Samið í nótt. Dönsku stúdentunum í duggarapeysum hefir þótt heldur hlýrra á íslandi en þeir bjuggust við. Ormagna leggjast þeir til hvíldar á Háskólatr öppurnar. (Ljósm. G. M. Jónsson) VEITINGAMENN hafa nú sam ið við starfsfólk sitt um kaup og kjör næstu mánuði. í nótt var samið við ófaglært starfs- fólk, en áður hafði náðst sam- komulag við þjóna og mat- reiðslumenn. Endanleg afstaða til samkomulagsins verður tek in á fundum samningsaðila í dag. Ófaglært starfsfólk fær 18% launahækkun. Eftirvinna greið ist með 60% álagi á dagvinnu- kaup, orlof verður 6% og fjöldi frídaga óbreyttur. Sjúkrasjóðs- gjaldið verður greitt beint til starfsfólksins í launum þess, en gengur ekki í sérstakan sjóð. Samningurinn gildir frá 1. júlí sl. til 1. júní á næsta ári. Einnig hefur verið samið við þjóna og matreiðslumenn. Laun hækka um 10—13%. Mat reiðslumenn fá 5 daga til við- bótar við fyrri frídagafjölda. Eitt prósent rennur í sérstakan sjúkrasjóð. Að öðru leytd er samkomulagið við matreiðslu- menn hliðstætt samkomulag- inu við ófaglært starfsfólk. Þjónar fá nú vinnuföt frá veitingahúsinu og 20% þjón- ustugjald 5 daga ársins í stað 15% áður. Framleiðslumenn féllu frá kröfu sinni um skipti vinnu í vínstúkum. Starfsfólkið, þjónarnir og’ matreiðslumennirnir höfðu boðað verkfall frá næsta laug- ardegi, en þvi verður væntan- lega aflýst eftir fund þeirra 1 dag. Veðurhorfur: NA-kaldi, bjartviðri.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.