Vísir - 12.08.1961, Page 2
2
VÍSIR
Laugardagur 12. ágúst 1961
wmm
,=T
w//////ámw///A
^ o >
LAISIDSKEPPNSN :
Verður hún eldraun liðs
sem er lakara en oft áður?
Eins og frá er skýrt á öðr-
um stað í blaðinu í dag, þá
hefst landskeppni milli B-liðs
A-Þjóðverja og íslendinga á
Laugardalsvellinum í dag.
Þetta er í annað skipti sem
þessar þjóðir þreyta slíka
keppni á þessum grundvelli,
en í hið fyrra skipti sigruðu
A-Þjóðverjar með miklum yf-
irburðum. Ýmsum getum hef-
ur verið að því leitt, hvort
fara muni á svipaðan hátt
nú, eða jafnvel, að munurinn
verði enn meiri nú en þá.
Lið A-Þjóðverjanna er a.m.
k. jafn sterkt, ef ekki sterk-
ara nú, en á hinn bóginn vant-
ar talsvert upp á, að styrk-
leiki hins íslenzka liðs, sem
nú hefur verið stillt upp, sé
sambærilegur við það, sem
var, er hin fyrri keppni fór
fram.
1 nokkrum greinum eigum
við góða menn, s. s. í þrí-
stökki, þar sem Vilhjálmur
Einarsson ætti að geta sigrazt
á hinum þýzka keppinaut sín-
um. Hann hefur að vísu ekki
náð eins góðum árangri í
sumar og í fyrra, en þó vant-
ar aðeins fáeina sentimetra
upp á að hann hafi náð jafn
góðu stökki og keppinautur-
inn. Jón Ólafsson, sem í ár
hefur stokkið rúma 2 m, á
einnig möguleika til sigurs,
þeir hafa stokkið 2,00 m A-
Þjóðverjamir en Jón 2,03 m.
1 hinum greinunum erum
við hins vegar ekki eins sig-
urstranglegir, og fyrirfram
er vitað að við bíðum ósigur í
mörgum. Liði okkar nú, er
stillt upp af vanefnum, eins
og þeir sem fylgjast með
þessum málum hafa vafalaust
þegar gert sér grein fyrir, m.
a. af skrifum hér í fyrradag
á íþróttasíðu. Kemur þar
bæði til, að þeir menn sem á
undanförnum árum hafa ver-
ið hvað efnilegastir hafa ekki
sýnt þær framfarir sem
margir hefðu talið eðlilegar,
og eru vafalaust margar or-
sakir til þess. Hins vegar, að
nú eru margir af þeim í-
þróttamönnum sem við höf-
um talið boðlega á alþjóðleg-
um vettvangi eru ekki hér á
landinu nú, eða hafa þá alveg
hætt keppni.
Björgvin Hólm, sem um
ár.e.bil hefur verið einna bezt-
ur í grindahlaupi og tugþraut
og er mjöð liðtækur í mörg-
um greinum, svo sem spjót-
kasti, er nú erlendis. Pétur
Rögnvaldsson, methafinn í
110 m grindahlaupi, er einn-
ig erlendis. Hann dvelst nú í
Bandaríkjunum við nám, en
þar hefur hann í sumar náð
14.6 sek. á vegalengdinni, en
það er betri tími en báðir
hinir a-þýzku menn hafa náð.
Jón Pétursson, hefur cinnig
verið mjög góður í hástökki,
stökk í fyrra jafnt og A-Þjóð-
verjarnir hafa náð nú. Hann
varð hins vegar fyrir meiðsl-
um í Málmey í sumar, og hef-
ur vart náð sér til fulls. Hilm-
ar Þorbjörnsson, spretthlaup-
ari, er nú hættur keppni, og
þar með okkar eina von um
að ná sigri í þeirri grein.
Tveir 400 m hlauparar, þeir
Þórir Þorsteinsson og Hörð-
ur Haraldsson, eru nú ekki
eins góðir og þeir hafa verið,
og veikir það aðstöðu okkar
í þeirri grein.
Valbjöm Þorláksson, hinn
ágæti stangarstökkvari,
meiddist í tugþrautarkeppni
á Bislet fyrir viku, en mun
samt keppa, en enginn veit
fyrr en á reynir, hvort hann
hefur náð sér til fulls. 1 spjót-
kasti keppir m.a. Gylfi Gunn-
arsson, sem oft áður hefur
Guðmundur Gíslason og
Ágústa Þorsteinsdóttir hafa
undanfarið tekið þátt I Norð-
urlandamótinu í sundi, sem
fram hefur farið í Halmstad,
Noregi. Frammistaða þeirra
hefur verið hin þokkalegasta,
hún hefur verið samkvæmt
þeim vonum sem gerðar
höfðu verið.
Hins vegar hefur sundfólk
hinna Norðurlandaþjóðanna
komið mjög á óvart og varla
hefur það sund verið synt,
þar sem ekki hefur Evrópu-,
verið í landsliðinu. Hann var
hins vegar skorinn upp við
sjúkdómi í baki fyrr á árinu,
og hefur því ekki getað æft.
Hins vegar hefur hann náð
rúmlega 60 m kasti á innan-
félagsmóti, þrátt fyrir algert i
æfingaleysi, og er því talinn
hafa líkur á að ná lengra en
aðrir menn sem völ er á. Er
blaðið ræddi við hann í gær,
sagðist hann mundu verða
með, þar sem hann vildi ekki
skorast undan, en kvaðst hins
vegar hvergi nærri telja sig •
nógu vel undirbúinn til að
geta staðið við fyrri árang-
ur. Svavar Markússon hefur
ekki náð sama árangri nú og
í fyrra, og stafar það m. a.
af veikindum fyrr á árinu,
sem hindruðu hann í æfing-
um. Þá er óvíst um þátttöku
Guðjóns Guðmundssonar í
báðum grindahlaupunum,
vegna meiðsla. Fleiri dæmi
má nefna.
Það er því ljóst, að við er-
um ekki vel undir þessa
keppni búnir, og hún verður
sannkölluð eldraun, og verða
allir að taka á sínu bezta, ef
halda á í horfinu frá því síð-
ast. En einmitt þess vegna er
kannske meiri ástæða til þess
að fylgjast með nú, því að í-
þróttamenn okkar hafa oft
sýnt það, að þeir gera bezt,
þegar mest á ríður, og það er
það sem mestu máli skiptir.
Norðurlanda- eða landsmet
verið sett.
Guðmundur synti 200 m.
baksund, náði tímanum 2.36,9
og varð fimmti. Einnig synti
hann 100 metra skriðsund og
varð þar sjötti á 59.4. Fyrst-
ur varð í því sundi Oie Lind-
berg, Svíþjóð, á nýju Evrópu-
meti, 55,5.
Ágústa varð sjöunda í 400
metra skriðsundi á tímanum
5.35.4 og 4. í 100 m. skrið-
sundi á 1.07.1.
Svíar
umiti
Finna
4-0
Svíþjóð og Finnland háðu
landskeppni í knattspymu
um helgina.
Svíar sigmðu 4—0, en
Finnamir komu á óvart með
því að sýna mjög góða knatt-
spymu og það var ekki fyrr
en undir Iokin sem þeir gáfu
sig. Það kom hinsvegar ekk-
ert á óvart þótt Svíarnir
stæðu sig vel, því „það er eins
og allir Svíar séu fæddir
knattspýmumenn“.
Það virðist engu máli
skipta hve marga og góða
leikmenn þeir missa út í at-
vinnumennskuna, alltaf hafa
þeir á takteinum landslið á
heimsmælikvarða. Landsleik-
inn sigmðu Svíar 1—0, ungl-
ingalandsleikinn unnu þeir 3
—1 og drengjalandsleikinn
unnu Svíar einnig 4—1.
Sigruðu þeir þannig í öllum
leikjum sínum gegn Finnum.
S.l. þriðjudag fengu
reykvískir Badmintonleik-
arar skemmtilega heim-
sókn af þeim Bill Berry og
Mike Hartgrove, en þeir
em báðir í landsliði USA,
og voru á heimleið frá
heimsmeistarakeppninni í
Badminton (Thomas-Cup)
sem nýlega er lokið í Indó-
nesíu. Indónesar unnu,
Thailendingar urðu aðrir,
Danir þriðju og Banda-
ríkjamenn fjórðu. — Bæði
Bill og Mike em fyrsta
flokks Ieikmenn, og er Bill
t. d. álitinn annar bezti ein-
liðaleikari í sínu heima-
landi, en Mike aftur á móti
mjög góður tvíliðaleikari,
vann t. d. í umræddri
keppni K. Nielsen og Er-
land Kops ásamt félaga
sínum. En Kops er eins og
allir vita heimsmeistari
1961 í einliðaleik karla, og
ekkert lamb viðureignar.
Bill og Mike léku hér
nokkra leiki við reykvíska
badmintonleikara, og
sýndu ótvíræða yfirburði.
Að lokum léku þeir svo
einliðaleik gegn hvor öðr-
um við mikinn fögnuð á-
horfenda, og mátti margt
af þeim læra. Hafi þeir
þökk fyrir komuna.
Sundfólkið stóð sig eftir vonum