Vísir - 12.08.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 12.08.1961, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. ágúst 1961 VlSIR 7 Tony og Margrét eru hamingjusöm, en ekki alltaf á sama máli. Beöiö Tony Armstrong Jones Ijósmyndarinn fyrrverandi hefur erfiða stöðu, enda virðist hann nú vera í vand- ræðum með sjálfan sig. Hugsið yður hvílík raun það hlýtur að vera, að vera kvæntur konungsdóttur, — og svo ofan á allt saman, að vera kvæntur konungsdótt- ur sem á von á barni. f vetur ætlaði Tony að sýna það, að hann þyrfti ekki að vera upp á konu sína kominn um lífsframfæri. Hann réð sig til vinnu sem listfræðingur hjá iðnaðar- ráði Bretlands. En fyrir nokkru sagði hann starfinu lausu. Hann undi sér ekki í því, enda var aldrei neinn friður fyrir konunni, sem var alltaf' að trufla hann í starfinu, hringja til hans og biðja hann um að koma ekki seivit heim. Fyrstu dagana mætti Tony á réttum tíma í vinn- una, en svo fór hann að koma seinna og seinna. Það tekur nefnilega svo langan tíma að snæða morgunverð- inn þegar maður er í kon- ungsfjölskyldu. „Tilvonandi pabbi“. Um leið og Tony sagði upp starfinu, lét hann orð falla um það, að hann ætlaði nú að snúa sér að blaða- mennsku. Enn er hann þó ekki farinn að rita ritstjórn- argreinar Times og hefur sem stendur engan annan embættistitil en — „tilvon- andi pabbi“. Og þá er það þetta vænt- anlega barn. Öll enska þjóð- in elskar þetta barn sem er á leiðinni og almennings- hylli Margrétar hefur aldrei verið meiri en einmitt nú. Hún hefur meira að segja verið að koma fram við op- inber tækifæri, þó vaxtar- lagið leyni sér ekki lengur. Einmitt þess vegna verði hún svo vinsæl. Deiluir hafnar um réttarstöðu barns lllar- grétar. En barnið er nú þegar að verða upphaf ýmissa vanda- mála og sérstaklega óttast menn að það kunni að geta orðið misklíðarefni milli for- eldranna. í búðir í Knightsbridge. Sjáið til, Tony Armstrong- Jones er kominn af bláfá- tækum almúgaættum, — og hann er hreykinn af því. En Margrét er nú líka hreykin af því, að hún er komin af konungsættuín. Að vísu er engin hætta á því að þau fari að deila um hvort sé komið af göfugri ættum. Þar myndi Tony undir eins verða að láta í minnipokann. Hann getur ekki rakið ætt sína til víkinga og Auðuns skökuls landnámsmanns á íslandi eins og Margrét. En þá verður deilan bara annars eðlis. Margrét heldur því fram, að það sé fínna að vera komin af konungum, — en Tony finnst hinsvegar miklu fínna að vera komin af almúgafólki, frekar en þessu bölvuðu kóngapakki. Þau orða það kannske ekki svona, en eitthvað á þessa leið er deiluefnið. Náttúr- lega reyna þau að jafna deil- una og Margrét hefur t. d. fallizt á að lifa almúgalífi. Þau sjást t. d. oft á gangi út í Knightsbridge, einu hverfi Lundúna þar sem þau fara saman í búðir til að kaupa fisk og kartöflur og grænmeti. Þó er sagt, að Margrét geti ekki gleymt því að hún er dóttir konungs. Verður barnið aðalstignar? Og nú er hið mikla vandamál, hver verður staða barnsins þegar það fæðist, og sérstaklega ef það verður drengur. Auðvitað fær barnið aðals- tign við fæðingu, kynnu menn að segja, — hann verð- ur prins af Windsor eða Wales eða Cornwall. En þetta er ekki svo auðvelt, því að það er fáheyrt, að barn sé æðra að vegsemd og virðingu en faðirinn, ef hann er á lífi. Hvernig er hægt að ímynda sér að vöggubarnið sé hertogi, en faðir þess réttur og sléttur Ijósmyndari. En er þá nokkur annar vandi, en að aðla Tony, gera hann að hertoga yfir Man- chester eða Liverpool? Það gæti virtzt bráðsmellin lausn, ef það væri ekki stór vankantur á henni, — og það er sá, að Tony Arm- strong-Jones vill alls ekki láta aðla sig. Honum finnst nefnilega miklu fínna að vera bara ljósmyndari. Svo virðist sem því verði alls ekki haggað. Barátta Margrétar. En Margrét fer sínu fram. Hún hefur háð baráttu sína í hallarsölum St. James- hallarinnar. Hún krefst þess, að sonur hennar, ef hann fæðist, fái að ganga inn í Buckingham-höll sem viðurkenndur aðalsmaður af Windsorætt og hún berst jafnvel fyrir því að hann verði talinn framar í tignar- röð en frændur hans, synir konungsbræðranna, hertog- anna af Kent og Glouchester. Margrét er svo viljasterk, að flestir sem til þekkja spá henni sigri. Ein leið væri t. d. hugs- anleg út úr þessum vanda, þó hún sé hvergi nærri góð, en það er að Margrét sjálf væri útnefnd hertogaynja. Þá gæti það kannske gengið, að barnið fengi aðalstign þótt faðirinn hefði það ekki. Enn eitt vandræðamál hefur komið upp í sambandi við hið væntanlega barn. Það hefur kvisast út, að Margrét ætli, ef barnið verð- ur drengur, að láta skíra það Edward eða Játvarður í höfuðið á Játvarði áttunda afabróður sínum, sem afsal- aði sér konungstign vegna ástar sinnar til frú Simpson. Eftir þann atburð var Ját- varður útskúfaður úr brezku konungsfjölskyldunni, hon- um var t. d. bannað að vera við krýningu Elísabetar drottningar og hefur yfir- höfuð aldrei fengið að taka þátt í hátíðahöldum fjöl- skyldunnar. Kænska Margrétar. Heyrzt hefur af Elísabetu drottningu hafi runnið kalt vatn milli skinns og hör- unds, er hún heyrði um þessa fyrirætlun systur sinn- ar og að hún hafi kallað hana á sinn fund og talað hörðum og alvarlegum orð- um við hana um þetta. Vitanlega ræður Margrét því sjálf ásamt Tony hvað hún kallar son sinn. En það er talið ótrúlegt, að hún ætli sér í fullri alvöru að skíra barnið Játvarð. Hitt er talið líklegra, að hún komi með þetta aðeins sem krók á móti bragði í þessari glímu og muni fús að fallast frá þessari fyrirætlun, ef hún fær nokkuð í staðinn. Eina bótin við þetta allt saman er, að menn vona að með fæðingu barnsins öðlist þau Margrét og Tony sanna foreldragleði. Sérstaklega vona menn að Tony uni sér betur eftir en áður, því að hann er mesta barnagæla. Bezti vinur hans er Karl krónprins sonur Elisabetar. Þeir eru alltaf að leika sér saman og hlákkar Karl til í hvert skipti sem Tony er væntanlegur. Um daginn gaf Tony Karli veiðistöng og ætlaði ekki að láta þar við sitja, heldur útvegaði hann sér lifandi silunga og ætlaði að sleppa þeim í eina tjörn- ina í Buckingham-gárðinum. Hann varð þó að hætta við það, þegar honum barst strengilegt bann Breta- drottningar við því. Hvernig sem til tekst með baráttuna fyrir aðalstign litla ófædda barnsins, mun því þó veitast ‘sjaldgæfur heiður. Það á að fæðast í sjálfri Buckinghamhöll í sama sal og Elísabet fæddi Andrés son sinn í. Mynd þessi sýnir glögglega aðdáun þá og elsku, sem brezka þjóðin ber til Margrétar. Hún var tekin fyrir hálfum mán- uði í London. Margrét prinsessa var í leikhúsi. Konan til hægri hafði beðið í 2 klst. við útgöngudyrnar. Hún hlaut líka ríkulega laun að fá að sjá prinsessuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.