Vísir - 12.08.1961, Side 11

Vísir - 12.08.1961, Side 11
Laugardagur 12. ágúst 1961 VfSIR 11 Bradford yppti öxlum. — Tja, Brett er dauður... — Brett er dauður, endur- tók ég. — Svo að þetta: skipt- ir engu máli, — eigið þér við það? En mér er það ekki nóg — ekki nærri nóg. Ég — ég mat húsbónda minn mjög mikils — hann var mér afar mikils virði. Hann var áreið- anlegur og reglusamur, hann hefur aldrei gert neitt rangt eða lítilmótlegt á ævi sinni. Þess vegna get ég ekki sætt mig við að hann sé brenni- merktur sem morðingi, þó hann geti ekki staðið fyrir máli sínu. Ég tók eftir að ég talaði hærra en ég á vanda til, og afgreiðslustúlkan var farin að líta til okkar. — Við skulum fá okkur hreint loft, sagði Bradford. Við gengum nokkurn spöl og sögðum fátt. Bradford fór með mig inn í knæpu og þar var fjölmenni og háreysti. Við náðum okkur í borð inn- an við pálma í einu horninu, og hann náði í límonað handa mér og bitter handa sjálfum sér. Svo settist hann og horfði á mig, og ég tók aftur eftir þessu augnaráði hans, sem minnti mig á að hann væri málaflutningsmaður, þó að háttemi hans bæri ekki vott um það að öllu leyti, og þó að hann teldist tæplega til fyrsta flokks í þeirri stétt. 43 — Áður en við höldum á- fram langar mig til að vita nákvæmlega hvað það er, sem þér viljið veiða upp úr mér? — Ég verð fyrst og fremst að fá að vita hvort þér eruð lögfræðilegur ráðunautur frú Seamon. Nokkur stund leið þangað til hann svaraði: — Ég held að ég geti svar- að því neitandi. — Þá erum við komin einu skrefi lengra. Og heyrið þér nú, herra Bradford, það er eitt, sem ég vil hafa á því hreina milli okkar . .. ef þér getið hjálpað mér, vil ég að það sé algerlega á viðskipta- legum grundvelli. — Það getum við talað um síðar. Fyrst vil ég að þér seg- ið mér hver mergur yðar máls er. Ég andaði djúpt. Ég neyddist til að treysta hon- um. Annars varð ég að hætta við hann og byrja á nýjan leik annars staðar. Og ég vissi ekki hvar annars staðar ég gæti byrjað á ný. Svo sagði ég honum frá samfundum mínum og frú Sea^uon, og lýsti því að lok- um fyrir honum hvernig frú- in hefði sótt lögregluna til að reka mig út. Hann virtist hafa gaman af þessu. — Þér getið í raun réttri ekki áfellst hana fyrir það, sagði hann. — Það er svo að sjá, sem það hafi verið eina úrræðið til að losna við yður. — En hvers vegna vildi hún losna við mig? Ég gat ekki verið henni til óþæginda nema því aðeins að hún hefði einhverju að leyna. Og ég er sannfærð um, að hún hefur einhverju að leyna. Hún var reið, en í rauninni var hún ekki síður hrædd en reið. Hún veit eitthvað um dauð- daga mannsins síns. Annað hvort var hún viðstödd sjálf eða veit um mann, sem hefur verið viðstaddur þegar Sea- mon dó. — Hún bjó ekki með Sea- mon, eins og þér kannske vit- ið — eða hefur að minnsta kosti ekki gert það síðustu fimm árin. Hún á heima í Lei- cester, ég sagði yður það víst í gær. Hún vissi ekki að hann var dáinn fyrr en hún las það í blöðunum. Seamon lét ekki eftir sig neina erfðaskrá, en frúin gaf sig fram í þeirri von að eitthvað yrði eftir handa | hennj. Ogjþað verður það vit- j anlega, allt’sem í íbúðinni var,! og svo framvegis. Sem ekkja! hans tekur hún við dánarbú- inu. Hún hefur ráðið sér mála- flutningsmann, og ég hef ekki haft neitt af henni að segja nema í sambandi við íbúðina — Seamon átti í erjum við umsjónarmann hússins og SKYTTURIMAR ÞRJÁR 54 Athos blandaði sér í samtalið: „Herrar mínir, við skulum veðja". „Já“, hrópuðu nærstaddir, „við skulum veðja, en um hvað?" „Ég vil veðja við ykkur um, að við Aramis, Porthos, d’Artagnan og ég, getum borðað morgunmat okkar og dvalið eina stund í St. Gervais, hvað svo sem óvinirnir gera til þess að hrekja okkur á brott". Porthos og Aramis litu á hvorn annan og skildu hvað Athos var að fara. Þjónn kom með körfu og Grimaud, þjónn Athos, sem hélt að hér væri um gamanferð að ræða, byrjaði að pakka niður. Vinir okkar fjórir hneigðu sig siðan fyrir undrandi hermönnun- um og lögðu sem leið lá til St. Gervais. Grimaud fór í farar- broddi og grunaði ekki hið minnsta hvað í bígerð væri. D’ Artagnan skildi heldur ekki hvorki upp né niður og heimtaði nú útskýringu. „Segið mér hvers vegna borðuðum við ekki i gisti- húsinu?" „Af því að veggirnir þar eru eins og annars staðar, hafa eyru en í St. Gervais auðu og yfirgefnu — getum við stungið saman nefj- um, án þess aðrir gruni neitt", svaraði Athos, Nú skildi Grimaud hvað var á ferðinni, og um leið og hann hristi höfuðið iagði hann frá sér körf- una með matn'um. Athos gekk ró- lega að honum, athugaði hvort púðrið væri í lagi I byssu sinni og miðaði síðan á þjón sinn. Skjálfandi beygði hann sig niður og tók körfuna upp aftur. ég hjálpaði honum í því máli. Ég hef ekki haft neitt saman við Seamon að sælda annað er ýmislegt fleira smávægi- legt. Ég veit ekkert um einka- mál hans. Svo að ég sé ekki að ég geti hjálpað yður, hversu feginn sem ég vildi. — Spumingin er hvort þér viljið gera það? Hann horfði fast á mig. — Hvers vegna látið þér ekki lögregluna fást við þetta ? — Það hef ég sagt yður áður. Lögreglan er sannfærð um að Brett hafi myrt Sea- mon — hún talaði við mig seinast í dag og var talsvert frek. Hún sér ekkert nema Brett í þessu máli. Ég þagnaði. Ég fann að hann var að spyrja sjálfan sig hvers vegna ég tæki alt þetta amstur á mig — og ég þorði ekki að segja honum sanneikann: að ég væri ekki að berjast fyrir mannorði átins manns, hedur fyrir ífi manns, sem ætti á hættu að missa það. Ég þorði það ekki. Því að ef mér tækist ekki að sanna það, sem ég ætlaði mér að sanna. . . eða að mér skjátlaðist. . . — Ég held að ég ætti. að biðja yður um að fara mjög varlega, sagði hann með al- vörusvip. Það er hugsanlegt að þér hafið rétt fyrir yður hvað frú Seamon snertir — en ef þér flækið alsaklausa manneskju inn í þetta mál... — Þér viljið þá ekki hjálpa mér? — Hvað viljið þér að ég geri? — Hvernig get ég komist að fleiru um hana ? Hvar hún á heima, hvers konar fólk hún þekkir? Þjónn í hvítum jakka kom og tók tómu glösin og þurrk- aði af borðinu. Þegar hann var farinn sagði Bradf ord: — Það hlýtur að vera un- un að bera annað eins hugar- þel til manneskju og þér ber- ið til Bretts. Að vera svona viss um ... — Það er refsidómur, svar- aði ég stutt. Hann fylgi mér heim og ég fann að ég hafði ekki fengið neitt svar við hjálparbeiðn- inni. Ég vissi ekki hvort hann var vinur minn eða ekki, og fór að halda að þetta hefði allt verið hræðilegur mis- skilningur hjá mér. Um nóttina dreymdi mig aftur drauminn minn. Ég var stödd í dimma ganginum og eftir því sem ég hljóp Iengra varð ljósið í enda gangsins daufara og daufara og hvarf loks alveg. — Adam! hrópaði ég. Og í myrkrinu heyrði ég rödd hans: — Það stoðar ekki, Kata . .. Ég er horfinn, þú finnur mig aldrei aftur. Ég varð að hverfa, þú hlýtur að skilja það. Þín vegna og Nichols vegna ... það yrði hræðilegt fyrir ykkur, ef það vitnaðist að þið hefðuð hjálp- að mér. Ég get ekki átt það á hættu. Ég drap manninn. Ég barði hausnum á honum við jámgrindina þangað til hann var dauður, og Sylvia Sea- mon horfði á það . .. Hún hló og svo drakk hún úr viskí- glasinu. . . hún á heima í Leicester. Allt í einu fannst mér ég sjá andlitið á honum greini- lega og gráu augun hans horfðu á mig. — Leieester ... þú veizt — bærinn með öllum skógerðunum ... hún varð að fara þangað aftur. Vertu ekki svona raunaleg, Kata ... eft- ir eina öld er allt gleymt. Það sagði ég Rosemary líka, og hún fór til Antibes. Það var hyggilegt af henni, finnst þér það ekki ? Og ég fann loksins það, sem ég óskaði mér, það lá létt fyrir nefinu á mér, elskan mín, en það var of seint... Hann rétti fram höndina og snerti hárið á mér. Ég vaknaði skjálfandi. Klukkan var hálf fjögur, og ég fór á fætur og hitaði mér te. Mér var ómögulegt að sofna aftur. 1 dag var miðvikudagur og K V I S T Nú, þá sjáumst við klukkan 8, ef forlögin leyfa.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.