Vísir - 17.08.1961, Page 6

Vísir - 17.08.1961, Page 6
Vf SI R Fimmtudagur 17. ágúst 1961 6 Nú má læra kelt- nesku í London. Á hausti komanða tekur til starfa í London skóli, þar sem bömum verður kennd þjóðtunga Walesbúa. Englendingum og fleiri þjóðum hættir til að láta sér fátt um finnast, þegar talið berst að keltnesku, gaelisku og tungu Walesbúa, sem eru allar keltneskar tungur og skyldar, telja þær dautt eða deyjandi mál. Hvað sem segja má um keltnesku Skotanna lifir hún þó enn, — og jafn- vel góðu lífi og betra lífi á af- skekktum stöðum í Kanada, aðallega Nova Scotia eða Nýja Skotlandi, en heima í Skotlandi, og gaeliskan lifir í afskekktum héruðum og eyjum, einkum Aranseyjum, á írlandi; og þessi tunga eða írskan er kennd í skólum landsins, hvort sem nú tekst að gera hana að framtíðar- máli eða ekki. En af þessum þremur tungum tala flestir þjóðtungu Walesbúa. Það er talið, að hún sé þann dag í dag mál einnar milljónar manna, 700.000 í Wales, en hinna dreifðra um England og samveldislöndin. Walesbúar hafa ríka sjálf- stæðiskennd og vemda móð- urmál sitt eftir mætti. Einn liðurinn er Eisteddfod — þjóðhátíð, en sú regla gildir, að meðan þau fara fram, eða fyrstu vikuna í ágúst, megi ekki önnur tunga heyrast þar á ræðupalli en hún. Wales hefur átt marga menn og konur, sem heims- frægð hafa hlotið. David Lloyd George var Walesbúi til dæmis. Og Selwyn Lloyd fjármálaráðherra er frá Wal- es. Fyrsti skólinn. Og nú í september á, sem að ofan segir, að byrja að sjá um að foreldrar frá Wal- es, búsettir í London, geti lát- ið böm sín í skóla, þar sem þeim verður kennt móður- málið. Þessi skóli verður fyrir börn allt að 11 ára að aldri. Enskunám sitt byrja bömin 9 ára. Með þessu er lögð mik- ilvæg undirstaða — svo og með því að welska er töluð á heimilunum. En flestinn bömum er auðvelt að læra fleiri mál en sitt eigið, séu skilyrði hagstæð. Það er af ást á Wales og tungunni og rækt við hana, að hún er áfram lifandi mál í Wales. Það er messað á tungu þjóðarinnar, — og mikið simgið á henni, en kór- söngur er mikið iðkaður í Wales, svoog þjóðdansar. Áætlun Kennedys samþykkt í Punta del Este. Öll Mið- og Suður-Ame- ríkuríkin, sem sitja ráðstefn- una í Punta del Este í Uru- guay, féllust á áætlun Kenne- dys forseta um efnahagslega og tæknilega aðstoð, að einu undanteknu — Kúbu, en full- trúi hennar sat hjá. Hann heitir Ernesto Gue- vara og er iðnaðarmálaráð- herra Castros og í hverri ár- ásinni af annarri réðist hann hatrammlega á Bandaríkja- stjóm. Ofannefnd atkvæða- greiðsla sýnir bezt hvert mark var tekið á orðum Gue- vara. Áætlun Kennedys forseta er stundum kölluð „Marshall- áætlunin" fyrir Mið- og Suð- ur-Ameríku og lýsir betur en langt mál hvers konar aðstoð er um að ræða. Gert er ráð fyrir, að fjárframlög Banda- ríkjanna á grundvelli þessar- ar áætlunar nemi 20 milljörð- um dollara á 10 ámm. Greiðslan fyrir fyrsta misser- ið fer þegar fram. • Ákveðin liefur verið framleiðsla á nýrri gerð af Hillman de Luxe Saloon-bifreið, með stærri en sparneytnari hreyfli. Hraði verður yfir 130 km. á klst. Verðið á Englandi verður 498 stpd, en með söluskatti 727 stpd. • Svíþjöð, Tékkóslóvakía og Portúgal voru kosin í stjórn I Alþjóðakjarnorkustofnunarinn- ar fyrir timabilið 1961—62 í stað Finnlands, Belgíu og Pól- lands. Fyrir nokkru var Amin- tore Fanfani, forsætisráð- herra ítala, í opinberri heimsókn í Sovétríkjunum, og færði hann þá Krúsév forsætisráðherra að gjöf þetta líkan af sikileyskum skrautvagni, sem gerður er af mikilli list. Myndin er tekin, þegar Fanfani af- henti gjöfina við móttöku í Kreml. Salai' er örugg hjá okkur. Bifreiðar við allra hæfi. Bifreiðar með afborgunum. BQarnir eru á staðnum. BIFREIÐAS/ILAIXI FRAKkASTÍG 6 Símar: 19092,18966,19168 /SlLASALANi ■II5-OW Buick Station ’52, verð kr. 40 þús. Lítil útb. Volkswagen ’58 og ’59, góðir bílar Opel Caravan ’54, Verð kr. 60—65 þús. Skoda Station ’52, góður en ódýr. Ingólfsstræti 13 Símar 15-0-14 ög 2-31-36. HAI\IDLAIVIPAR SKIPAPERUR 220/230 volt 75 og 100 watta fyrirliggjandi. G. Marteinsson h.f. Umboðs- og heildverzlun Bankastr. 10. - Sími 15896 Höfum FRAIHTÍÐ ARSTARF handa ungum lagtækum manni, sem áhuga hefur fyrir viðgerðarstarfi við fíngerðar vélar og nokkra kunnáttu í ensku og norðurlandamáli. Ákjósanlegt er að viðkomandi hafi einhvers konar tæknimenntun. Góðum manni verður greitt gott kaup. Eiginhandarumsókn, sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðs- ins sem fyrst merkt „Umboð — 25“. Hrafnista D.A.S STARFSSTÚLKUR óskast. — Upplýsingar hjá brytanum í síma 35133 og eftir kl. 7 í síma 50528. Iðnskólinn í Reykjavík Innritun fyrir skólaárið 1961—1962 og nám- skeið í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana 21. til 26. ágúst kl. 10—12 og 14—19, nema laugardaginn 26. ágúst kl. 10—12. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum haustprófum hefjast 1. september næst- komandi. Við innritun skal greiða skólagjald kr. 400,00 og námskeiðsgjöld kr. 100.00 fyrir hverja náms- grein. Nýir umsækjendur um skólavist skulu einnig leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla. Skólastjórl. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.