Vísir - 17.08.1961, Síða 8
Vf SIR
Fimmtudagur 17. ágúst 1961
B
ævisogur
I þessum þætti í dag
munum við spjalla um
tvær merkar ævisögur
sem nýlega eru komnar
út erlendis. Fjallar önnur
bókin um ævi Tolstoys
en hin um feril Michel-
angelo.
Bókin um ævi Tol-
glæpir væru tvíburar í
flokki hins illa. Tolstoy
vildi skipta landi sínu með-
al smábændanna og hann
vann við hlið þeirra að skó-
smíðum og mykjumokstri.
Hann varð einskonar dýr-
lingur í augum heimsins líkt
og Albert Schweitzer ér á
okkar dögum. Ein varð þó
til að skerast úr leik. Hún
Irving Stone,
stoys nefnist „Married
to Tolstoy“ og er rituð
af Cynthiu Asquith.
Einhvern tíma á sjö-
unda tug 19. aldarinnar
ÚTðEFANDI: blaðaútgáfan vIsii
Ritstjiran Hsrstalnn Pilsson. Gunnar G. Schraia.
AðstoSarrltstjiri: Axol íhorstelnsson. Frittastjir-
an Sverrtr ÞirSarson, Porstelnn Ó. Thorarensen.
Ritstjirnarskrltstofun Laugavegl 27. Auglýsingar
og afgreiSslai Ingilfsstrcati 3. Áskriftargjald er
krinur 30.00 i minuSl. - I lausasilu krinur
3.00 elntaklð. Slml lliið (5 llnur). - Filage
prenttmlwjan h.f., Stelndinprent h.f.. Eddo n.t.
Örlyndi Bandaríkjaþjóðar.
I viðtali við Thor Thors sendiherra Islands í Wash-
ington, sem hér birtist í blaðinu í fyrradag gat hann
þess, að frá 1948 til þessa dags hefðu Bandaríkin ýmist
lánað okkur eða gefið 2 milljarða og 919 milljónir
króna. Þessar tölur, sem sendiherrann vitnaði í, eru
athyglisverðar.
Fæstir munu hafa gert sér grein fyrir því hve mikils-
vert-framlag Bandaríkjanna til uppbyggingar íslenzks
efnahagslífs hefir verið á undanförnum árum. Með
þeirra aðstoð höfum við reist þá stóriðju, hér á landi,
sem svo getur kallast, sementsverksmiðju og áburð-
arverksmiðju. Þá hefir rafvæðing landsins, hinar miklu
framkvæmdir við fossa landsins, verið að verulegu leyti
unnar fyrir atbeina bandarísks fjármagns. ötaldar eru
margar aðrar framkvæmdir, sem efnahagsaðstoðin hefir
gert fyrr kleifar en ella hefði verið.
Á árunum eftir stríðið þegar Marshallhjálpin var
nýhafin börðust kommúnistar mjög gegn því að við
Islendingar tækjum við bandarískri efnahagsaðstoð og
töldu oldcur myndu glata frelsi okkar og sjálfstæði með
því að „ganga á mála hjá Wall Street“ eins og Einar
Olgeirsson orðaði þa&, í hverri langlokunni á fætur
annari.
Reynslan hefir sýnt hvílíkar firrur voru fólgnar í
þeim málflutningi. Bandaríkin hafa ekki stutt Islend-
inga eina til þess að skapa sér betra líf í landi sínu. I
minnum er haft örlyndi þeirra og höfðingsskap í garð
Þjóðverja eftir styrjöldina, er þau veittu þeim liðsinni
við að byggja upp land sitt út rúst.
Það eru engar ýkjur, þegar sagt er, að sú efnahags-
aðstoð, sem bandaríska þjóðin hefir veitt ríkjum í öllum
hlutum heims síðan styrjöldinni lauk sé einsdæmi í
veraldarsögunni. Sú aðstoð hefir verið veitt af góðum
hug og við Islendingar munum vissulega kunna að meta
það sem vel er gert, ekki síður en aðrar þjóðir.
ERLENDAR
BÆKUR
V erðhækkanirnar.
I gær var tilkynnt hækkun á benzíni og olíum.
Þessa dagana verður einnig tilkynnt um nýtt verðlag
á kjöti og einnig þar mun hækkun eiga sér stað. Hví
koma þessar hækkanir til framkvæmda ? spyr fólk.
Svarið er einfalt. Efnahagskerfið var sett úr skorðum í
sumar með miklu hærri launahækkunum en atvinnu-
vegirnir fá borið.
Þessar eru afleiðingarnar.
gerðist það afturhvarf í lífs-
skoðun rússneska skáldsnill-
ingsins að hann hætti að
hugsa um bók sína „Stríð og
friður“, þetta stórbrotna
listaverk, nema sem „marg-
orðan sóðaskap". Uppfrá
þessu ætlaði Tolstoy að
verða siðgæðispostuli en
ekki listamaður. í orði og
verki ætlaði hann að sýna
heiminum að eignir og
var Sonya Andreyevna Tol-
stoy, eiginkona hins mikla
anda. Kannske var ástæðan
sú, að á meðan Tolstoy fékk
allt lofið, voru henni sendir
reikningarnir.
JJonya bar börn þeirra
hjóna, 13 talsins, meira
fyrir brjósti en frelsun Tol-
stoys og barðist með hnúum
og hnefum gegn þrá bónda
síns eftir heilagri fátækt.
Enda þótt Sonya stæði af
þrákelkni fast við hlið
skáldsins í 48 ár, þá fór nú
samt svo, að hún sveik hann,
að því er Tolstoy fannst
sjálfum, nefnilega með þvi
að neita að skipa sér í hóp
þeirra, sem numu kenningar
hans. Afleiðingin varð sú,
að alvarlegur breztur kom
í hjónabandssambúð þeirra
og Sonya varð geðbiluð um
stund. Hún reyndi eða hót-
aði sjálfsmorði næstum þvi
daglega og að lokum rak
hún mann sinn út í hinn
fræga flótta hans að heiman,
flótta. sem lauk ekki fyrr en
hann andaðist 82ja ára gam-
ali í aðalstöðvarhúsinu í
Astopovo.
Lady Cynthia Asquith
ritar um konu Tolstoy af
samúð, sem hún hefir ekki
notið til þessa. Ein af á-
stæðunum til þess að hjóna-
band Tolstoys var svo
stormasamt var sú, að hjón-
in elskuðust, enda þótt þau
berðust eins og villimenn,
og sú ást kulnaði aldrei. Það
er athyglisvert að fylgjast
með áhrifum hjónabandsins
á Tolstoyhjónin.
JJin bókin er „The Agony
and Ecstacy“ eftir Irving
Stone. Fyrir 27 árum ritaði
Irving Stone bókina Lust
for Life, skáldsögu, sem
byggð var á ævi listmálar-
ans Vincent van Gogh. Bók-
in kom út árið 1934 og náði
þegar í stað mikilli út-
breiðslu. Hún hefir verið
þýdd á íslenzku undir nafn-
inu Lífsþorsti. Höfundurinn
hafði gaumgæfilega kannað
opinber gögn og skyggnst
djúpt inn í lífssögu listmál-
arans og fundið mikið af á-
reiðanlegum og óþekktum
efnivið. í meðferð sinni á
efninu færði höf. sér í nyt
skáldgáfu sína og tókst á
þann hátt að gæða bók sína
meira lífi en ella og sýna
van Gogh, ekki aðeins sem
listamann, heldur sem hlý-
legan, tilfinningaríkan en
oftlega truflaðan mann.
Nýlega kom frá Irving
Stone sú bók hans af skáld-
legum ævisögum, sem kann-
ske ber hæst af þeim öllum
og fyrr var nefnd. Stone
kallar hana The Agony and
Ecstacy og byggir verkið á
ævi listamannsins mikla og
fjölhæfa Michelangelo.
Hann hét Michelangelo
Buonarroti, var líklamlega
smávaxinn en stor í list
sinni, og líf hans og starf er
óaðskiljanlegur þáttur í
sögu Florence og Rómar.
Irving Stone dregur upp
nokkuð aðra mynd af
Michelangelo én þá, sem
þekktust er. Sagt var að
hann sem var bæði ljóðskáld,
myndhöggvari og húsameist-
ari ætti til að rjúka upp í
ofsalegu æði. Og til eru
ástríðuþrungnar sögur um
samlíf hans með þeim karl-
mönnum er sátu fyrir hjá
honum og ýmsum vinum
hans. Stone sýnir Michel-
angelo sem rólegan, ákveð-
Framh. á bls. 10.
V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.W.'
I I I I Il' l’lj