Vísir - 17.08.1961, Page 9

Vísir - 17.08.1961, Page 9
Fimmtudagur 17. ágúst 1961 Ví SIR 9 • • . >. * 0tfs?ntór!t, 'Dct< mmlt'it, h £?tte!ri!rg', «8r ftfta iííi i/í X r'* t Íít i <J 'íh i l&t&m m n-'ir’f t"'< *. (W>1 ?> !’«.«'>'(*«■« *W* tsfftc, ^fts^r ( -í ' fcc í- ' >- vc , f*. iíftA Slftit Sftfí 3* ' t X ' i>. ' >. i ( < r< (!-. íf» ,-if, C".- <-i, ! <« ' : <íí.i f í'- *t’ o, * -,-<;, {: ’ ' < -t " !*-'< «Jr« n t < ‘<1 < , . < ( < <' ‘ '< i- . en . ........... i: ( " » a« •< < '• » «!>li 'j f-< • --‘V i i?5ÉT í ■ /-f V ,, V í 1 1111«! WíK&ftSSiftii: . Hún átti vitlausa stiftamt- manninum mikið að þakka. Afmælisdagur Reykja- víkur sem kaupstaðar er talinn 18. ágúst, vegna þess að þann dag árið 1786 gaf Kristján 7. Danakonungur út kon- ungsúrskurð um afnám konungsverzlunarinnar og var íslandsverzlunin gefin frjáls fyrir alla þegna Danakonungs. Þá var 6 verzlunarstöðum á Iandinu veitt kaup- staðarréttindi. og. var Reykjavík meðal þeirra. Hinir kaupstaðirnir voru Vestmannaeyjar, Eski- fjörður, Akureyri, ísa- fjörður og Grundar- fjörður. Ákvæði þessi gengu þó ekki í gildi fyrr en um áramótin 1787 og mætti með rétti halda því fram að afmæli Reykjavíkur sé ekki fyrr en 1. janúar. Höfuðstaður við Faxaflóa. Á áratugunum næst á undan þessum atburðum, höfðu ýmsir atburðir gerzt, sem hnigu að því að Reykja vík yrði höfuðstaður fs- lands. Það verður að álíta, að höfuðstaður landsins hefði vart getað orðið annarsstað- ar en við Faxaflóa. Á suð- vestur-hluta landsins hefur byggðin ætíð verið mest og Suðurlandsundirlendi hafn- laust, meðan hafísinn gerði siglingar fyrir Norðurlandi ótryggar. Alþingi var og í þessum landshluta og aðal- bækistöðvar konungsvalds- ins á Besaastöðum. Þrátt fyrir þetta var þó lengi óráðið, hvar við Faxa- flóann höfuðstaður íslands risi. Fram á 18. öld var Reykjavík aðeins góð kirkju jörð með mörgum hjáleig- um. Verzlunarstaður var í Hólminum, sem er smáeyja fyrir vestan Örfirisey. Lengi vel var. Hafnarfjörður aðal- verzlunarstaðurinn hér um slóðir og var um tíma hald- ið á loft tillögum um að gera hann að höfuðstað íslands. Skúli fógeti. Það sem virðist hafa ráð- ið hér úrslitum voru verk- smiðjuhúsin, sem Skúli fó- geti lét reisa í Reykjavík upp úr 1750. Það virðist hafa verið Skúla í sjálfsvald sett, hvar hann léti reisa þau. Það kom þá mjög til mála að reisa þau í Gufu- nesi, skammt frá þeim stað, þar sem Áburðarverksmiðj- an er núna, en Skúli kaus Reykjavík og það sem réði vali hans var að því er menn telja að hann minnt- ist þess að hér hafði fyrsti landnámsmaðurinn tekið sér bólfestu. Þetta virðist hafa verið tilfinningaatriði hjá Skúla og réði úrslitum. Eftir að verksmiðjuhúsin höfðu verið reist, á svæð- inu neðst við Grjótagötuna, sem nú er, leið ekki á löngu áður en verzlunin flutti úr Hólminum og í land og munu hús konungsverzlun- arinnar þá hafa verið aðal- lega fram við sjóinn, þar sem nú eru gatnamót Vest- Auglýsing frá 18. ágúst 1786, þar sem Kristján sjöundi af Guðs náð tilkynnir að Reykja- vík og fimm aðrir verziunarstaðir séu gerðir að kaupstöðum. urgötu, Aðalstrætis og Hafn arstrætis. Levetsow vildi bylta öllu. Nú gerðist margt sam- tímis. Á árunum 1782 til 1784 var feikilegt tap á kon- ungsverzluninni, sem staf- aði m-a. að því að Móðuharð indin skullu á og heimilaði konungur verzluninni að taka stórlán til aðstoðar landsmönnum í erfiðleikun- um. Og þá gerðist það einn- ig, að Daninn Levetsow fór að hafa mikil áhrif á fs- landsmál, en hann gerðist sérfræðingur í málefnum íslands, ferðaðist hér um og fór með málefni íslands í rentukammerinu. Levetsow varð síðan stift- amtmaður á fslandi 1785 til 1790. Hann hefur stundum verið kallaður vitlausi stift- amtmaðurinn, vegna ofsa síns og skapríkis, en hann vildi bylta öllu og breyta á íslandi. Hann kom með tilíögúf um brottflutning þjóðarinnar af íslandi bg niðurlagning Alþingis og vildi koma á landvörnum og herskyldu, en ekkert af því náði fram að ganga. Hinu kom hann fram, að biskupsstóll og skóli var lagður niður í Skálholti. Biskupssetrið fluttist að Laugarnesi, en skólinn á Hólavelli, í brekkunum fyr- ir ofan Suðurgötu og Reykjavíkurkirkja var gerð að dómkirkju. Hann átti og frumkvæðið í verzlunar- málinu. Þó að Levetsow hafi ekki verið vinsæll á íslandi og þó hann hafi verið blóðug- ur fjandmaður Skúla fó- geta á elliárum hans, þá Klapparvör — líkan gert af Eggert Guðmundssyni listmálara. verður því ekki neitað að Reykjavík á honum mikið að þakka. Ef til vill mætti líta á hann sem þriðja höf- und Reykjavíkur næst á eftir Ingólfi og Skúla. Hvaða þýðingu hafði það nú, að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi og verzl unin var gefin frjáls? Við þurfum ekki að fara langt til að sjá þetta. Allt fram að þessu hefur hin opinbera Grænlandsverzlun haft ein- okun þar, og hefur hún ver- ið alræmd fyrir óreiðu og laka þjónustu. Nú er verið að gefa verzlunina frjálsa þar og nýir og fullkomnari viðskiptahættir með bættri þjónustu eru teknir upp. Útmæling kaupstaðanna. Þann 12. febrúar 1787 fór Vigfús Þórarinsson sýlu- maður á staðinn og kvaddi til tvo menn, þá Guðmund Jónsson hreppstjóra i Skildinganesi og Pétur Bárðarson vefara í Grjóta til að mæla út kaupstaðar- svæði í Reykjavík. í útmælingarskjalinu kemur í ljós að kaupstaðar- mörkin eru dreg.in frá „Sjó- búð“ sem mun hafa staðið nálægt því þar sem „Veit- ingastofan Naustið“ er núna og þaðan suður eftir línu, sem hefur legið svona um það bil um Mjóstrætið, suð- ur að lóð Hólakots og þaðan í Tjörnina nálægt núverandi slökkvistöð. Síðan fylgdu mörkin Læknum úr Tjörn- inni og til sjávar nálægt Esso-portinu. Er þess getið að á þessu svæði, sem er um 30 þúsund ferfaðmar séu verzlunarhúsin, verk- Framh. á bls. 10,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.