Vísir - 24.08.1961, Side 2

Vísir - 24.08.1961, Side 2
 P3 H u pl EEj W/////A Þetta líV.nnið: aí íþrótta- og sýningaliúsi því í Laugardalnum, sem nú cru að hefjast fram- kvæmdir við. Það mun taka um 2000 manns í sæti og glófflöturinn verður ca. 4 sinnum stærri en gólfið í gamla Hálogalandi. urgeir Guðmannsson fram- kvæmdastjóri ÍBR, en það má segja að þeir beri hita og þunga hins dáglega og umfangsmikla starfs, sem snýst um íþróttalíf höfuð- staðarins. Þeir gátu frætt mig á, að ÍBR hefði verið stofnað 31. ágúst 1944. Innan banda- lagsins væru nú 22 félög (14 íþróttagreinar) með samtals um 9000 meðlimi. Af þeim eru um 4700 virkir. Eftir að hafa rabbað góða stund v.ið þá Baldur og Sigur- geir um íþróttanna gagn og nauðsynjar, leit ég aftur á myndirnar. Ég skoðaði Vilhjálm stökkva þrístökk, Skagamenn sækja að marki andstæðinganna og strákhnokka berjast við tæpan einn meter í hástökki. Þar var ólíku saman að jafna, en all- ar áttu myndirnar það sam- merkt að lýsa vilja, krafti og lltíyh/u v ih ursMjn ingin: um Reykjavíkursýningin er í algleymingi þessa dagana. Þúsundir manna streyma í Melaskólann á hverjum degi, ganga um stofur og kynna sér meðal annarra hluta, iðnað, fræðslumál, sjávarútveg, síma og póst- mál Reykjavíkurbæjar. — Yfirleitt allt milli himins og jarðar. Sýningin er á þrem hæð- um skólans og á efstu hæð- inni hefur íþróttahreyfing- in aðsetur sitt. Eg lagði leið mína í skólann einn daginn í vikunni, og eins og sam- vizkusömum og sönnum íþróttafréttaritara sæmdi stormaði ég rakleitt upp á þriðju hæð og inn í íþrótta- deildina. Frekar fátt fólk var þetta augnablikið,, en fyrir framan heljarmikið línurit á einum veggnum, stóðu nokkrir menn og ræddu saman af greinileg- um áhuga. Línuritið var af að- sókninni á íþróttavellina síð- astliðin ár, og var hið athyglis- verðasta. Sýndi það, að að- sóknin hafði farið minnkandi á síðari árum og snerist um- ræðuefnið um orsakirnar fyrir oví. Getgátur voru uppi um hærra verð, færri leiki og minnkandi áhuga, en flestir hölluðust þó að þeirri skoðun, að orsökin væri bein afleiðing þess, að allir fyrstu deildar- og úrvalsleikir hefðu verið fluttir af Melunum inn í Laug- ardal. Vesturbæingar áttu nefni- lega að vera mun sportsinn- aðri en aðrir bæjarbúar. — Það skal tekið fram að Vesturbæ- ingar voru í meirihluta meðal v.iðstaddra! Þarna gat að líta forkunnar- fagra bikara og verðlaunapen- inga. Út í einu horninu stóð hið fræga þolhjól Benedikts Jakobssonar og upp um alla veggi hafði verið komið fyrir útvöldum myndum af íþrótta- mönnum, íþróttakeppnum og íþróttamannvirkjum. Ég gekk um góða stund og dáðist að vel teknum myndun- um, áður en ég i rauninni tók eftir af hverju þær voru. Þær brugðu upp skemmti- legri svipmynd af því starfi og þeim stórkostlegu áföngum, sem unnizt hafa í íþróttamál- um undanfarin ár. Nú eru í notkun 6 félagsheimili og vell- ir, samtals um 14 hektarar. Af öllum þessum félagsheimilum eru hinar skemmtilegustu myndir, svo ég tali nú ekki um íþróttaleikvanginn í Laugar- dal. Beint andspænis dyrunum hafði litlu líkani af tilvonandi sýninga- og íþróttahúsi í Laug- ardal verið komið fyrir. Bygg- ing þessi verður öll hin glæsi- legasta. Hún mun rúma um 2000 manns í sæti og gólfflöt- urinn mun verða um 5 sinnum stærri en í gamla Hálogalandi. Það verður sannarlega gaman að vera íþróttamaður þá. Þarna voru staddir Baldur Jónsson, vallarstjóri, og Sig- áhuga, — lönguninni til að ná ákveðfiu marki — þeirri löng- un, sem gefur íþróttunum gildi. Um leið og við gengum út, rak miðaldra kona höfuðið í gættina, hnippti í samferða- konu sína og sagði: „Hérna eru blessaðar íþróttirnar, við meg- um til með að kíkja hér inn.“ e.b.s. ÍSjréttadafskrá. f TILEFNI Reykjavíkursýn- ingarinnar verður efnt til íþróttasýningar og keppni á sunnudaginn. -Þessi íþrótta- dagskrá hefst í Melaskólan- um kl. 4 og verður bar sýnd íslenzk gMma og judo. Aðalviðburðimir verða þó á Melavellinum, og hefjast þeir kl. 5. Þar leiða saman hesta sína úrvalslið úr Vest- ur- og Austurbæ í körfu- knattleik, handknattleik og knattspyrnu. — Þá verður keppt í frjálsum íþróttum í eftirfarandi greinum: Stang arstökki, þrístökki, 200 m, 800 m og 3000 m hindrunar hlaupi, 1000 m boðhlaupi og 4x100 m boðhlaupi. Athiigasemd. ÉG ætla að biðja ykkur að koma á framfærj óánægju minni vegna ummæla þeirra, sem höfð voru í íþróttaþætti útvarpsins fyrir skömmu, varð' andi Reykjavíkurfánann, sagði Baldur vallarstjóri er við rædd' um við hann á Rvíkursýning- unni. „Fáninn blaktir við hún á íþróttavöllum bæjarins, og ger ir það ævinlega þegar keppni fer fram. íþróttafréttaritara útvarpsins þótti það bæði ó- smekklegt og óviðeigandi. Smekk hans læt ég liggja milli hluta, en ég vil benda á, að á flestum erlendum íþróttaleik- • vöngum er þessi siður hafður á. Ættu þeir gerst að vita, sem' sífellt eru á þönum á erlend íþróttamót“. Hcr sjást nokkrir áhugasamir íþróttaunnendur virða fyrir sér línurit að aðsókn að íþróttavöllunum s.I. áratug. — Meðal þeirra eru Sigurgeir Guðmannsson framkvæmdastjóri Í.B.R. (y.t.v.) Gísli Sigurbjörnsson í Ási (annar f.v.) og Baldur Jónsson vallarstj. (fjórði f.v.)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.