Vísir - 24.08.1961, Page 4

Vísir - 24.08.1961, Page 4
4 Vf SIR E'irruntudagur -24. ágúst 1961 pwwww< Áður „ ■■ mí skrúðgar&ur með síðasta brunninn í Reykjavík. Leið vor lá í Alþingis- húsgarðinn einn sól- skinsdag fyrir skömmu, og þá rifjaðist það upp, sem vér höfum séð einhversstaðar, að þetta virðulega hús á ein- mitt afmæli í ár. — Alþingishúsið er sem sagt orðið áttrætt. Það var fullbyggt árið 1881. En í stað þess að ráðast til inngöngu í þetta virðulega •hús og ganga fyrir þá hátt- virtu, sem þar ráða húsum, snerum vér oss að tveim mönnum, sem sátu á bekk En áður en vér tökum upp spjall við þessa ágætu menn, leyfist oss að horfa dulítið um öxl aftur í tímann. Fyrir nálega níutíu árum var skipuð nefnd manna til að sjá um hátíð 1874 á 1000 ára afmæli íslandsbyggðar. Og nú kom einmitt fram á- skorun á landsmenn um að leggjast á eitt um að reisa Alþingishús úr íslenzkum steini í höfuðstaðnum. Þótt skömm sé frá að segja, tóku landsmenn dauflega undir, og fyrsti skerfurinn í þenn- an byggingarsjóð kom úr annarri og ólíklegri átt. Það var sem sé norski fiðlusnill- ingurinn Ole Bull, sem barst þessi hugmynd til eyrna og Síðasti brunnurinn — kaffærður í trjánum. og skeggræddu í síðdegissól- inni. Og þeir reyndust ein- mitt hafa borið veg og vanda af garðinum á undanförnum árum, garðvörðurinn Jón Hjartarson og garðyrkju- maðurinn Johan Schröder. Nú upphófst vitanlega mikið þref og þóf um það, hvar Alþingishúsið skyldi standa. Stungið var upp á Arnarhóli. En einn mesti valdamaður landsins nytjaði túnið og stóð gegn því, að húsið kæmi inn í mitt túnið. Reyndar náði þá Arnarhóls- túnið að Bakarabrekku, sem nú er Bankastræti. Varð nú það úr, að farið var að grafa fyrir grunni hússins í út- jaðri túnsins fyrir neðan hús Jóns háyfirdómara (nú Verzlunin Vísir), því sem næst á núverandi gatnamót- um Bankastrætis og Ingólfs- strætis. En þegar iðnaðar- mennirnir komu á vettvang, stöðvaðist sú fyrirætlan. Bald yfirsmiður þvertók fyrir að byggja húsið í Bankastræti og kaus frek- ar Arnarhól. Síðan kom hann varð svo hrifinn af, að hann sendi 20 sterlings- punda gjöf í byggingarsjóð- inn. En þessum sjóði var reyndar ekki varið til að byggja húsið sjálft, og kom- um vér að bví síðar. Á garðbekknum: Jón hefir orðið og er stákasta alvara. Johan hlustar, þangað til hann kemst að. garður, er náði austur und- ir kirkju. Meldahl byggingarmeistari og vildi reisa húsið á Austur- velli, og það varð úr. Um svæði þetta segist Jóni Helga syni svo frá: „Eftir að kirkja bæjarins hafði verið flutt úr kirkju- garðinum við Aðalstræti austur á Austurvöll, mynd- aðist gata sunnan með kirkjugarðinum að kirkj- unni, sem lengst af aldar- innar nefndist Kirkjubrú, en síðan Kirkjustræti. Kirkjubrú var lengi lítill sómi sýndur. Lengi fram eft- ir öldinni stóð fjóskofi Jó- hannesar Zoega út í miðja götuna, og rann leðja úr fjóshaugnum yfir strætið að garðsgirðingunni. Þá sýndi Stefán bæjarfógeti rögg af sér að heimta aðfjósiðyrði rifið til grunna, svo að fært yrði um Kirkjubrúna þurr- um fótum. Næsta hús þar fyrir austan byggði Chr. L. Möller 1848 (það var lengst kallað hús Halldórs Kr. Friðrikssonar, ýarð seinna efnarannsóknarstofa Há- skólans og íbúð háskólarit- ara, seinast aðsetur Líknar og berklaskoðunar). Austur af húsinu var mikill kál- Var nú samið um kaup á kálgarði Halldórs Kr. Frið- rikssonar undir Alþingishús fyrir 250 krónur, og blöskr- aði Reykvíkingum það ,,ok- urverð“. Var lengi tekið til þess. Fyrst átti húsið að standa innar, en Bald yfir- smið þótti ófært að hafa það svo nærri Tjörninni, þar sem leðjan væri þar svo djúp. Því var það sett í línu við kirkjuna og hús Halldórs Kr. Húsið kostaði uppkomið 123 þús. kr. Tólf árum eftir að húsið var full- smíðað, 1893, var svo skipuð nefnd til að ráðstafa ,,A1- þingishússjóðnum“, sem staðið hafði og nam þá kr. 2509,67, og var ákveðið að nota hann til að prýða Al- þingishúsið og umhverfi þess. Og af því að nóg þótti þegar lagt í húsið, varð sjóð- urinn vísir að Alþingishús- garðinum, og Tryggvi Gunn- arsson tók sér fyrir hendur að koma verkinu í fram- kvæmd. Hann fól Ólafi Sig- urðssyni steinsmið að gera steingarð umhverfis garð- inn. Lóðin hafði verið í mestu vanhirðu, og tók einn alþingismaður svo til orða, að hann væri „aftökustaður fyrir sorp nábúanna og gróðrarstía fyrir allskonar illgresi.“ Er nú tími til kominn að snúa sér að áðurnefndum heiðursmönnum á garð- bekknum í sólskini um miðjan dag, og spyrjum vér fyrst garðyrkjumanninn, Jo- han Schröder, hvað gerzt hafi í garðinum í hans tíð. — Ég á nú eiginlega af- mæli í ár eins og fleiri, og það er í sambandi við þenn- an garð. Það er liðinn aldar- fjórðungur síðan ég tók hann að mér fyrst. Fyrstu verulegu breytingarnar í garðinum gerði ég fyrir lýð- veldisstofnunina, felldi mörg tré, sem voru til óþarfa, lagði þessa gangstíga umhverfis flötina, og bekkir voru sett- ir, eins og þeir eru nú. Lengi var þessi garður lokaður al- menningi og var reyndar ekki bjóðandi inn í hann framan af. Það var feikimik- ið verk að gera hann útlits, eins og hann er í dag, og þó er enn breytinga þörf. Tré standa allt of þétt, og þarf enn að ryðja mörgum burt, svo að þau fallegustu fái að njóta sín. Það hefir orðið að skipta hér mikið um jarðveg og hauga áburðií því að garðbotninn stendur svo lágt, að um stórstraums- fjöru stígur sjórinn alveg upp undir svörðinn og eyðir vitanlega næringu frá trján- um. Hérna var oft áður fyrr eitt svað og varla fæti stíg- F,i;amh. á 5—síðn iliHSil: Bi!ininiiiliiiiiiiifliliiiiiiiiiii«Hi!!lBamiiU!Hn:in!iniini!iiiiiUií!l!!ii!iiiiiii!i!Saíiíiiiiiiíini!iuiiii!i!]i:iiíÍiiiiiiiiiiHHa!Íi]I!imiBiÍÍiiiniiBiSiiiiíiiÍiiniinimiÐiiÍ!iÍiÍífflÍiiniÍ!Í!imiHÍ!n!IÍÍlíBuÍiÍSiiniliniS!ÍÍSiaiini!ÍiiiÍIÍÍÍHIÍ!!ÍIÍÍi!ÍÍÍiniiiní!nHií!iiíí]!iHmiÍÍ!!ilÍ!]i!HMnniiHÍ!ílíli!iÍH!!n!0í!ÍÍ’iÍíiÍi!mi!ÍK!!!iÍ!lÍÍII!íliaiÍi8nal!n SI-SLETT POPLIN (NO-IRON) MINERVAc/W***** STRAUNING ÓÞÖRF

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.