Vísir - 24.08.1961, Page 8

Vísir - 24.08.1961, Page 8
B Vf SIR Fimmtudagur 24. ágúst 1961 ÚTGE>-ANDI- BLADAÚTGÁFAN 'dSIF Rítitiórar-. Hersteinn Pólsson Gunnar G Schrar.v Aðstoðarritst|óri. \xel rhorsteinsson Préttastjób ar: Sverrir hórðarson. Porsteinn ó Thorarensen. Ritstiórnarskrlfstofuri laugavogl 27 Auglýsingat og afgroiðsla. IngólfsstrcBti 3. 4skriftarg|ald er krónui *0.00 6 mónuði - f lausasðlu krónur 3.00 eintakið Slmi 11660 (5 llnuri - Félaps prentsmiojar h.f. Steindórsprent h.t. 6ddo n.» Múrinn mikli. Einu sinni encfyr fyrir löngu byggði keisari austur í Kína mikinn múr utan um ríki sitt og hugðist með því einangra sig og land sitt frá umheiminum. Nú hefir aftur verið byggður kínverskur múr. Að vísu ekki jafn hár og hinn eldri og ekki jafn langt í burtu. En tilgang- urinn er sá sami: að einangra fólkið frá umheiminum, svo það fái lifað sælt í þeirri trú að allt sé bezt heima, en aðrir menn villtir og vondir. Þessi múr stendur á landamerkjum hinna tveggja hluta Berlínar og hann er jafnframt minnisvarði um uppgjöf stjómar Ulbrichts. Sú stjóm hlýtur að vera komin á heljarþröm, sem neyð- ist til þess að múra þegnana inni í landinu til þess að varna því að þjóðin hverfi á nokkrum misserum. Stjórn án þjóðar er vissulega gróflega dapurlegt fyrirbrigði! En kínverska múrinn er ekki aðeins að finna í Berlín. Þar er hann að vísu naglfastur og hans gætt af vígamönnum með vélbyssur. En hann er líka að finna hér á landi — í hugum þeirra manna, sem hvorki þora né vilja viðurkenna staðreyndir eða horfast í augu við sannleikann. Hann hefir verið reistur í hugum þeirra íslendinga sém hafa gert lífslygina að sínu aðalsmerki, og gengið á hönd þeirri lífsskoðun, sem þróun sög- unnar og atburðir liðinna ára sýnæ að er helskoðun, neikvæðari lífsfílósófía en um getur síðan á dögum Rannsóknarréttarins. öll þekkjum við mennina með kínverska múrinn í hjartanu. Þegar fólkið flýr og leggur líf sitt að veði þá krjúpa þeir undir múrinn mikla og segja: „Almenn ánægja austanmegin.“ Þegar fólkið rís upp og gengur berhent gegn skriðdrekunum eins og í Ungverjalandi, þá segja þeir: „Fasistarnir gerðu uppreisn.“ Þegar skýrt er frá því að Stalin hafi verið mesti fjöldamorðingi veraldarsögunnar svara þeir því til að hér hafi aðeins verið um að ræða smá mistúlkun í fram- kvæmd kommúnismans. 0g kínverski múrinn nær ekki aðeins til utanríkis- málanna. Þegar flokksbróðir skrifar lélega bók eða málar lélegt málverk er hrópað í einum kór: „Hvílíkur snillingur!“ Við tölum um það á tyllistundum, að við Islend- ingar séum nú loks frjálsir menn eftir aldalanga ánauð. En það er misskilningur. Enn er fimmtungur þjóðarinnar á bak við múrinn mikla. ★ Berlín reyndist mér vera um 12 klst. leið frá Reykjavík. Ég lagði af stað með Hrímfaxa frá Reykjavík kl. 8 á fimmtudaginn og lenti á Tempel- hof-flugvelli í Berlín með Globemaster-flugvél frá Pan American kl. 8 um kvöldið. Þannig var aðeins eitt dægur milli þessara tveggja höfuðborga. En hvilik óraf jarlægð var þó ekki milli þessara tveggja staða. ★ Daginn áður en ég Iagði af stað frá Reykja- vik, hafoi eg venð að vinna að þvi niðn miðbæ, að koma vegabréfinu í Iag og sækja um svolítinn gjald- eyri til þessarar ferðar. Um miðjan dag á miðviku- daginn, hafði sólin brotizt út undan skýjunum og í logninu varð svo hlýtt, að hópur fólks settist í brekkuna fyrír sunnan Bankastræti og ég settist þarna líka til að hvíla mig. ★ Síðan líður aðeins rúmur sólarhringur og hér stend ég við mörldn milli austurs og vesturs á Potsdamer-torgi og við augum blasa rammgerar gaddavírsgirðingar og bak við þær urmull af her- mönnum í gráum og grænum búningum allir búnir handvélbyssum. Á bak við sést í rökkrinu í nokkrar brynvarðar bifreiðir og standa stórar vélbyssur út um skotraufar á þeim. AHt er þó kyrrt og rótt, en einhver óhugnanlegur drungi og ógn yfir þessu. Þarna gapa byssuhlaupin móti manni og maður nuddar augun og vill helzt ekki trúa þessari hörmu- Iegu sjón. Jjru þetta Rússar? spyr ég vestur-berlínskan lög- regluforingja sem stendur hjá mér. — Nei, svarar hann, — og það er það versta við þetta. Þetta eru bræður okkar. Þeir tala þýzku eins og við, — þeir eru að vísu fæstir frá Berlín, heldur eru Saxlend- ingar fluttir hingað til að halda uppi reglu hér, — og Berlínarbúar fluttir upp í Saxland, til að halda fólkinu þar í skefjum. — En segið mér, lögreglu- foringi, haldið þér að þessir piltar í leðurstígvélunum og með rauðu stjörnuna í húfunni séu reiðubúnir að að skjóta á ykkur, ef fyrir- skipunin kemur um það? — Ef slík fyrirskipun kæmi? — Ég veit það ekki. Ja, ég get sagt yður, að þess- Berlín II. ir piltar hata Ulbricht eins og við gerum. En menn eiga erfitt að slíta sig upp með rótum og flýja. Og þessir menn eru misjafnir. Sumir þeirra eru það sem við köll- um „harte Hunde“, þ. e. harðir hundar, algerir og hlýðnir flokksmenn. Þeir eru tilbúnir að skjóta hve- nær sem kallið kemur frá Moskva. Ég veit ekki hvort við eigum að kalla þá bræð- ur okkar, — við héldum einu sinni að þeir væru bræður okkar, en ég segi yð- ur satt, það er engin mann- leg taug í þeim. Kannske er sú manntegund til með öll- um þjóðum, — það var sú manntegund, sem starfaði í fangabúðum Hitlers á stríðs- árunum, — og hún starfar enn í hinum hræðilegu fangaþúðum í Austur- Þýzkalandi. ♦ £Jg rabbaði þarna góða stund við lögreglufor- ingjann og hann spurði mig hvaðan ég væri. — Hvað heitir aðaltorgið hjá ykkur í Reykjavík? spurði hann. — Það er víst Lækjartorg, svaraði ég. — Hvernig myndi ykkur fslendingúm líka það, ef einn góðan veðurdag hópuð- ust út á „das Lækjartorg" fjöldi vopnaðra manna með vélbyssur og jafnvel skrið- dreka og legði þvert yfir torgið ykkar gaddavírsrúllur og hindranir úr steinsteypt- um bitum. Og mér varð hugsað til gærdagsins, þegar ég hafði legið á grasinu fyrir framan gamla bakaríið. Ja. hvernig ætli manni likaði það, ef maður sæi gaddavírsflækj- urnar liðast suður eftir eyj- unum í Lækjargötunni og andspænis okkur hinu megin stæðu-gamhr félagar okkar og samlandar með vélbyssu um öxl. ♦ (^trax og ég hafði fengið hótelpláss fór ég í göngu- ferð um borgina og var för- inni fyrst stefnt yfir að Brandenborgarhliði. Leiðin var lengri en ég hélt, en veðr BMnmw “^niiiiiiiiiiMiiiiiuiuiiniiijiíiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiuiaiiiiiiiiiimuiumiiiuiHniiiiiiii

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.