Vísir - 24.08.1961, Síða 9

Vísir - 24.08.1961, Síða 9
Fimmtudagur 24. ágúst 1961 VÍSIR S lilil' li'll . j. -.Z - 1 - i. j-i -diJhaiJUdJUfa mi.a.u.1 r ■' j1 j i'Ufea. a- iu ia i F j|..gfiCtdHiiii8NHÍ eggja hann á leiði konunnar minnar" ið var kyrrt, þó það væri heldur svalt. Ég þekkti annars þessar slóðir vel síðan ég hafði heimsótt Berlín sumarið 1952. Ég man að það var þá talsverð ókyrrð í borginni og stöðugur straumur flóttafólks vestur á bóginn, aðallega bænda, því að þá stóð yfir þjóðnýt- ing landbúnaðarins. Þá fyrir nokkru hafði það og gerzt, að lögfræðingnum Linze hafði verið rænt á hinn ægilegasta hátt og fluttur til fangabúða í Austur-Þýzka- landi, svo það var engin furða þó menn væru óróleg- ir. . En nú er ástandið miklu verra. í ljósunum sá ég vélbyssuhreiðrið uppi á Brandenbrgarhliði. fbúarnir eru gagnteknir af ótta. Þeir vita ekki hver ósköpin geta dunið yfir og þeir hafa orð- ið áhorfendur að því, hvern- ig eystri borgarhlutanum hefur verið breytt í fangelsi. Fólk úr Yestur-Berlín getur komizt þángað inn með sér- stöku leyfi, — en fyrir íbúa Austur-Berlínar er leiðin al- gerlega lokuð. Ég hef orðið mjög var við þennan ótta hjá fólki, sér- staklega þegar ég er með myndavélina. Á einum staðnum þar sem hlið er á gaddavírsgirðingunni eru hjón frá Vestur-Berlín með tvær litlar dætur sínar, að reyna að fá leyfi til að koma aðeins austur fyrir mörkin. Þau benda mér á að þarna hinu megin við gaddavírinn standa önnur hjón, systir konunnar hérna, maður henn ar og lítil dóttir þeirra. — Má ég taka mynd af ykkur? spyr ég í einfeldni minni, og sé strax eftir því, af því að konan fer að sjálfa, svo hrædd og skelfd verður hún og augun í henni tindra eins og í litlum fugli sem liggur í lófa manns. — Hver er tilgangurinn með að taka mynd? spyr maður hennar og J^að endar með því að þau banna mér að smella myndinni. ♦ einum stað í Neukölln, alveg við mörkin, hitti ég verkamenn sem eru að byggja 40 íbúða blokk aðeins um fimm metra frá og með- fram gaddavírsgirðingunni. Skammt frá okkur hinu megin við gaddavírinn standa þessir grænklæddu með vélbyssurnar með stuttu millibili. Þegar ég kem þarna og þeir komast að því að ég er blaðamaður hópast þeir að mér og fara að tala við mig um ástandið. — Það er ljóta ástandið, segir einn, — og þið ætlið ekkert að gera, hann heldur að ég sé Bandaríkjamaður, það er kurr í hópnum. Var okkur ekki lofað vernd og hvar er hún núna. — Þið ætlið að svíkja okkur. Hvar er NATO —þeir hafa nógu oft talað um það að þeir muni vernda okkur. Nú hefur vestur-þýzkur lögregluþjónn komið að af því að þessi hópur hefur safnazt þarna saman. Og hann tekur til að andsvara verkamönnunum á sinn kyrrláta hátt. — Við skulum ekki vera með neinn æsing, segir hann. Það er betra að semja í 10 ár en að láta styrjöld brjótast út og nú fer lögregluþjónn- inn og einn verkamannanna að rökræða um þetta. Ég hlusta á með áhuga. Þessir tveir vestrænu menn eru þér að gera það. Það vil ég helzt ekki. — Af hverju viljið þér það ekki? — Spitzel, spitzel, svaraði gamli maðurinn, — en það þýðir flugumaður. — Ég er enginn flugu- maður, svaraði ég og nú sá ég að það þýddi ekki að spyrja fólkið að þessu, bara að taka myndina og ég smellti af- Hér sjáið þið á einni myndinni gamla manninn með blómvöndinn, þar sem hann stendur við kirkjugarðshliðið og biður um inngöngu. Bak við grindina sézt í andlitið á austur-þýzkum lögregluher- manni, sem neitaði honum um inngöngu. Því maður, sagði hinn ungi austur-þýzki hermaður. Kirkjugarðinum er lokað, það er regla og ég get ekki brotið hana. Þessi Austur- Þjóðverji virtist ekki sami „Harter Hund“ eins og sum- ir aðrir. Hann horfði afsak- andi á gamla manninn, eins og hann væri að biðja hann Eftir Þorstein Thorarensen fréttastjóra Vísis. Garpli maðurinn kom að kirkjugarðinum með blómvönd sinn. En hliðið var lokað og bak við það glytti í hermann austur-þýzku kommúnistastjórnarinnar. (Ljósm. Þ. Th.) ekki frekar en fyrri daginn á sama máli. — Má ég ekki taka mynd af ykkur, þar sem þið eruð að rökræða um þessi aðkall- andi vandamál. „Nei,“ segja þeir báðir og hrista höfuðið. „Lieber nicht“. ♦ J^llsstaðar neita menn að láta Ijósmynda sig, líka gamli maðurinn, sem kom að hinum lokaða kirkjugarði uppi í hverfinu Gesund- brunnen. Hann kvaðst vera 83 ára, en var enn sæmilega ern. Hann hélt á litlum blóm- vendi í hvítu bréfi. — Ég ætlaði að leggja hann á leiði konunnar minn- ar. Hún átti afmæli í dag. Hún hefur legið þarna graf- inn í 14 ár, en ég kemst ekki inn, — strætið hérna fyrir framan tilheyrir Vestur- Berlín, — en kirkjugarður- inn er í Austur-Berlín. — Má ég taka mynd af þér? — Nei, af hverju þurfið fyrirgefningar. Ég horfði á hann þennan unga mann, gegnurri grindina. Líklega myndi hann ekki skjóta, þessi. J|ann var alger andstæða annars austur-þýzks her- manns sem stóð á öðrum stað við gaddavírinn og veifaði vélbyssunni ógnandi í kringum sig. Hérna megin við gaddavírinn stóð hópur verksmiðjustúlkna úr ná- lægri sápuverksmiðju. Hinn vélbyssuvopnaði kommúnisti austan megin Framh. á 5- siðu. Stúlkurnar úr sápuverksmiðjunni og „hinn harði hundur“. Það þyrfti að þvo í þér sálina. Við höfum nóga sápu. — (Myndirnar á þess ari síðu tók Þorsteinn Thorarensen.) tiaiiiliiiHiiiiiiiiiumUiiiiiiyiiHiiiuuyiimiiíiyiiiiiuiKiiiijijiiijiiiiijiuiimuiiuiiiijmjiniiiHjjjmmiiiiyiiiiiíaiiiiiinHiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiaiiiiiiiaiigiiiiiiiiiiijiiiHiiiiiHiiiiiBiiniiiMaíiiiniiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiigíiíin i , » j | í i ! I I I 1 II • iiKi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.