Vísir - 29.08.1961, Qupperneq 1
VISIR
Óviljaverk
— segir skipsfjórinn.
Einn stærsti úthafstogari
Breta, sem ber hið konung"
lega nafn Prince Philip, var
tekinn að veiðum fyhr inn-
an fiskveiSitakmörkin viS
Grimsey í gærdag. Réttar-
höld í máli skipstjórans
munu hefjast síSdegis í
dag á Akureyri. Togarinn
er um 700 tonna skip. Einn
eigenda í hlutafélagi því
sem togarann á, Páll AS-
alsteinsson skipstjóri frá
Grimsby, var staddur hér í
Reykjavík er fregnin barst
og hélt hann af staS norSur
til Akureyrar í dag.
Það var varðskipið Óðinn
undir stjórn Eiríks Kristófers-
sonar skipherra er tók togar-
ann. í tilkynningu Landhelgis-
gæzlunnar segir, að hann hafi
verið 1,9 sjóm. fyrir innan fisk-
veiðitakmörkin á Grímseyjar-
sundi, milli lands og eyjar — á
algjöru bannsvæði, 8 mílur til
SV. frá eyjunni. Engu skoti
var skotið.
Fréttaritari Vísis á Akureyri,
Árni Bjarnason, sagði í símtali
í morgun, að hinn 44 ára gamli
skipstjóri togarans, Alfred
Whittleton hafi skýrt umboðs-
manni brezkra togaraeigenda á
Akureyri, Jóni Egilssyni frá
því að um hreint óviljaverk
hafi verið að ræð, og væri á-
stæðan sú, að radar skipsins
hefði bilað. Togarinn hafi ný-
lega verið kominn á miðinn,
afli verið tregur og væri lítill
fiskur í skipinu. Togarinn var
bggður 1956.
Páll Aðalsteinsson, skipstjóri,
sonur Aðalsteins heitins Páls-
sonar skipstjóra í Reykjavík, er
einn hluthafa í útgerð togarans,
Abunda, í Grimsby. Ætlaði Páll
að koma hingað norður flug-
leiðis, en vegna þess að ekki er
flugveður mun Páll hafa farið
hingað í bíl.
Bæjarfógetaembættið byrjaði
yfirheyrslur í málinu kl. 1 í
dag.
Á. B.
Sígarettu-
þjófnaður.
í NÓTT var framinn mikill
sígarettuþjófnaður. Brotist var
inn í Nesti i Fossvogi og stolið
þar um 300 pökkum af sígarett
um.
Janio Quadros ekur á brott úr forsetahöllinni. Hann ekur bílnum sjálfur. Kona hans Elona situr
í baksætinu.
r
I
Neyðarástandi hefur
verið lýst yfir í Brazilíu
eftir að Quadros forseti
landsins sagði af sér fyr-
ir helgi. Öttast menn
jafnvel að blóðug borg-
arastyrjöld geti brotizt
út í landinu.
Þegar Quadros sagði af
sér var varaforseti landsins,
Coulart i kynnisferð austur
í Rauða Kína. Hann ákvað
þegar í stað að snúa heim.
Óvíst er þó, hvort hann
getur komizt til Brasilíu
vegna þess að herinn í Bras-
ilíu hefur tekið völdin og
meinar honum aðgang að
Joao Goulart kemur til
Parísar á hraðferð sinni frá
Kína til Brazilíu. Hann sést
hér ræða við blaðamann.
Stórþjófnaður í
2 ungir menn hafa
Aðfaranótt sunnudagsins
var þjófnaður framinn suð-
ur í Njarðvíkum, er miklu
af peningum var stolið. í
gærdag tókst rannsóknar-
lögreglunni hér í Reykja-
vík að upplýsa þjófnað
þennan, en tveir ungir
menn höfðu verið að verki
bar syðra.
Það var um klukkan 2 aðfara-
nótt sunnudagsins, er dansleik
var rétt nýlokið í samkomu-
húsi hreppsins, Krossinum, að
lögregluþjónum úr flugvllar-
lögreglu Keflavíkurvallar, sem
voru við löggæzlustörf að dans-
leik þessum, var tilkynnt um
þjófnaðinn.
Öllum inngangseyri af dans-
skemmtun þessari, sem mun
hafa verið haldin á vegum
hreppsins, hafi verið stolið. Var
talið að um væri að ræða 19,500
krónur. Peningarnir höfðu legið
í dálitlum vindlakassa í sælgæt-
issölunni.
Þegar rannsóknarlögreglan
fékk málið í hendur, var hægt
að gefa lýsingu á mönnum er
grunur féll á, svo og lýsingu
á bíl sem þeir höfðu verið í
þessari grunsamlegu náungar.
í gær tókst rannsóknarlög-
reglunni eftir þessari lýsingu,
að finna hina grunuðu menn,
sem báðir eru ungir. Lögreglan
hefur ekki haft nein teljandi
afskipti af þessum piltum. Við
yfirheyrslu játuðu þeir að hafa
framið þennan peningaþjófnað.
Þeir skiluðu síðan rannsóknar-
lögreglunnj rúml. 13000 krón-
Pramh. á 5. síðu.
Brasilíu. Coulart er talinn
allróttækur í skoðunum, allt
að því kommúnisti. Hann
dvelst nú 'í Paris og bíður
eftir leyfi til að mega fljúga
heim. Hann lítur nú á sjálf-
an sig sem lögmætan forseta
Brasilíu.
Ástæðan til þess að Quad-
ros sagði af sér var, að hann
mætti harðri mótspyrnu hjá
þjóðþingi Brasilíu. Quadros
var kosinn forseti með mikl
um atkvæðamun í forseta-
kosningum sl. vetur, en
hafði engan þingmeirihluta
á bak við sig.
Afsögn Quadros kom
mjög á óvart og hefur vald-
ið því, að Brasilía, þetta
friðsama land Suður Amer-
íku, hefur nötrað af ótta við
borgarastyrjöld og alls kon-
ar ófarir. Quadros hefur nú
ákveðið að fara til Bretlands
en þar ætlar hann að dvelj-
ast í fríi sínu næstu fjóra
mánuði. Myndirnar, sem hér
fylgja eru teknar síðustu
daga. Sýnir önnur Quadros
er hann ekur : brott alfarinn
úr forsetahöllinni. Hin sýnir
Coulart hinn rauðlitaða vara
forseta ræða við blaðamann
á Parísar-flugvellinum. —
Hann sagði þar: — Ég er nú
hinn eini löglegi forseti
Brasilíu.
Af Grænlands-
miðutn.
í MORGUN var verið að landa
karfa úr tveim togurum, sem
komið höfðu af Grænlandsmið
um. Er afli nú tekinn að treg-
ast þar. Júpiter var þó með um
200 tonn, en Þorsteinn Ingólfs-
son með um 140 tonn. Víking-
ur var i morgun hér að taka
ís, en hann er nýkominn af
Grænlandsmiðum og var með
130—140 tonna afla.