Vísir - 29.08.1961, Page 10

Vísir - 29.08.1961, Page 10
1P VtSIR Þriðjudagur 29. ágúst 1901 Það virðist ekki vera nxikill áhugi fyrir hreindýraveiðum nú í sumar, sagði Egill Gunn- arsson eftirlitsmaður hrem- dýranna á Austurlandi, í sím- tali við Visi í gærmorgun. Leyft var að hefja veiðar dvr- anna í byrjun ágústmánaðar. Líklega hafa verið felld alls 30—40 dýr Egill kvaðst hafa farið tvisv- ar um slóðir hreindýranna og kvaðst hafa undrað sig yfir því í bæði skiptin, hve dýrin hafi verið fá. Við rákumst hvergi á hreindýrahjarðir og dýrin voru yfirleitt dreifð. Hagar eru góðir þar inni í landinu, t.d. Vesturöræfunum. Kvaðst Egill telja víst að dýrin væru yfir- leitt sunnar. Engin ástæða er til þess að halda að ekki sé allt með felldu, sagði Egill, því svo vel hefur viðrað á kýr og kálfa nú í sumar. Egill kvaðst ekki hafa heyrt eða vita um neinn meiri háttar leiðangur veiðimanna. Þau dýr, sem felld hafa verið hafa bænd ur sjálfir nytjað á heimilum sínum. En í lok símtalsins var spurzt fyrir um heyskapartíðina. Illa hefur viðrað, en á miðvikudag og fram á fimmtudag var þurrkur og taldi Egill bændur þar í sveit hafa náð nokkru af heyjum inn. Það fer þó ekki hjá þvi að við verðum að auka fóðurbætisgjöfina, því taðan er hrakin. Síðan sneri Vísir sér til Birgis Thorlacius ráðuneytis- stjóra, en hann hefur eftirlit með hreindýrastofninum fyrir stjórnarvölddn. Veiðitími hreindýra stendur nú yfir, og er leyft að skjóta 600 hreindýr á þessu ári, en það er sama tala og verið hef- ur undanfarin ár, enda þótt fullvíst sé talið, að hreindýrum hafi farið ört fjölgandi síðustu árin. Að því er Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri tjáði Visi er fylgzt með hreindýrastofnin- um frá ári til árs og þau talin úr flugvél. Þykir örugg vissa hafa fengizt fyrdr því að dýr- unum fjölgi verulega frá ári til árs. Hefur þó ekki enn verið gripið til þess ráðs að hækka tölu þeirra dýra, sem heimilt sé að skjóta, enda hefur reynzl- an verið sú að skotheimilddn hefur yfirledtt ekki verið full- nýtt árlega. Að utan - Franoh. a) 8 síðu í framkvæmd þeirra. Hann hefur oft látið undan, þeg- ar meirihlutavaldið heimt- aði það. Og ef hann missir meirihluta á þingi, mun hann að sjálfsögðu láta af stjórn. Hér er því ekki hægt að tala um einræðisherra. Kuldalegur karl. Gunther lýsir de Gaulle allýtarlega í bókinni. Hann segir, að hann sé mjög ó- þægilegur maður í um- gengni. Hann er oft í vondu skapi og sífellt kuldalegur. Háttsettur franskur embætt ismaður sagði við Gunther: — Gallinn við de Gaulle er, að hann er ekki maður. Það fylgdi ekki með sögunni, hvað hann var. De Gaulle hefur lítið álit á öðrum persónum en sjálf- um sér. Hann hefur því að- eins safnað í kringum sig fáum mönnum, þröngum hring, sem gerir allt sem hann óskar. Það er skoðun hans, að maður eigi ekki sjálfur að hafa frumkvæð- ið, heldur láta andstæðing- inn koma fyrstan fram. Því vill margt leggjast í undan- drátt hjá honum. Það er ennfremur einkenn andi fyrir það, hve de Gaulle lítur stórt á sjálfan sig, að hann telur sjálfan sig í rauninni hið sama og Frakkland. Hann gæti sagt með fullkominni sannfær- ingu eins og Lúðvík XIV, — Frakkland það er ég. Einu sinni var hann spurður, hvað yrði um Frakkland, þegar hann félli frá. Hann svaraði, — þá verður að finna annan de Gaulle. Hann er strang kaþólsk- ur. Þegar hann varð forseti og flutti inn í forsetahöllina, lét hann segja upp öllu þvi, starfsfólki, sem hafði lent í hjónaskilnaði. Um Macmillan segir John Gunther, að það hafi komið öllum á óvart, er hann varð fyrir valinu sem forsætis- ráðherra 1957. Hann var þá lítið sem ekkert þekktur maður. Lengi vel eftir að hann tók við embættinu, þótti hann gamaldags, já hreinlega hlægilegur og sveitalegur. Hann hataði sjónvarp og vildi sem minnst koma fram opinber- lega. En undarlega brá við, — hann komst ekki hjá sjón- varpsviðtali og i því gekk hann beina leið inn í hylli fólksins. Hann varð bráð- lega mjög vinsæll vegna hinnar eðlilegu og öþving- uðu framkomu sinnar. Macmillan er verst klæddi forsætisráðherra, sem Bret- ar hafa nokkurntíma átt. Það versta sem hann getur hugsað sér er að kaupa ný föt eða klæða sig í ný föt. Hann unir sér bezt í göml- um slitnum tweed-jakka og í ullarpeysu innanundir. Það hlýtur að vekja furðu, að hann hefur engan áhuga á íþróttum, hvorki knatt- spyrnu né krikket. En hann hefur gaman af að fara á veiðar. Hann er meistari í (Frh. af bls. 7) téðum rithöfundi hafi yfirleitt verið í nöp við rauða litinn um ævina; var og sjálfur rauð- birkinn er þetta gerðist, en þá var Halldór seytján ára og dvaldist við nám í orgelleik í Reykjavík — en margur hefur verið eldri orðinn, er honum auðnaðist að vinna afrek sér til ódauðleika. Ekki mun rit- höfundurinn einn um það, að hafa farið halloka fyrir honum í einvígi um kvenhylli, og ekki mun Halldór telja hann með þeim vígfimustu, sem hann hefur þar átt í höggi við. Þótt hann hafi ná lagt niður slíkan vopnaburð — að eigin sögn — er víst um það, að heldur kyssti hann húsfreyjuna en bóndann, þar sem okkur bar að garði á hans gömlu slóðum í áður- nefndu ferðalagi, og varð ekki séð að nein þeirra tæki því illa, enda var hann áreiðanlega nær því að vera seytján ára en sjö- tíu þá stundina. Ekki verður skilið svo við Halldór Sigurðsson sjötugan, að ekki sé minnzt nokkuð á það, sem hann hefur unnið Húnavatnssýslunni, eftir að hann fluttist þaðan. Hann hef- ur verið ötull starfsmaður, bæði í fjáröflunarnefndum og skemmtinefndum Húnvetninga félagsins. Og það var hann, sem átti frumkvæðið að end- urreisn Borgarvirkis hins forna, safnaði einn öllu fé til þeirra framkvæmda til móts við framlag ríkissjóðs — að einum 160 krónum undanskild- um, svo ekki sé hallað á hlut neins — og það var hann, sem setti hina fjölmennu vígslu- hátíð í virkinu, að þeim fram- kvæmdum loknum, og stjórn- aði henni af röggsemi og skör- ungskap. Nú vinnur hann að því af kappi, að Þórdísarlund- ur í Vatnsdalshólum megi verða sem fegurst sýsluprýði og verðugur minningarlundur um fyrstu meyna, sem fæddist í sýslunni að því er sögur herma. Loks er Halldór Sigurðsson meiri mannasættir en almennt gerist; hefur jafnvel unnið slík afrek á því sviði, að það má teljast furðulegt að enginn skuli hafa orðið til þess- að benda Hammarskjöld á hann. Á ég þó ekki við það, er hann fékk Austur- og Vestur-Hún- vetninga til að gleyma sýslu? mörkunum á hátíðarstund við Borgarvirki, heldur hitt, að hann gat talið . átthagafélag Húnvetninga og Skagfirðinga á að efna til sameiginlegrar árshátíðar að Hótel Borg, og skemmta sér þar í sátt og sam- lyndi, eins og væru þeir sam- sýslungar. Það afrek hefur hann að vísu ekki endurtekið, enda vart hægt að ætlast til þess af neinum — jafnvel ekki húnvetnskum Kjósverja. L. G. að segja skrítlur, — oftast á annarra kostnað. Hann elsk ar England, bækur, slúður, fjölskyldu sína. úmsma Lög um neyðarástand eru gengin í gildi í Brazilíu að undangenginni samþykkt í full- trúadcildinni, sem kom saman eftir lausnarbeiðni Quadros forseta á föstudag. Alger óvissa er, hvort varaforsetinn, Goula- ert — sem var í heimsókn í Moskvu og Peking og er nú í París á heimleið — haldi em- bætti sínu, þar sem hann er róttækur eins og Quadros, en þeir sem nú halda í taumana segja, að sé ekki nema um tvcnnt að velja: Kommúnisma eða lýðræði. | Mjög strangri skeytaskoðun hefur verið komið á, og öflugur jhervörður er við allar opinber- ; ar byggingar, samgöngumið- stöðvar og sendiráðsbyggingar. í endurskipulagðri stjórn halda ráðherrar hers, flota og flughers embættum sínum, en áður var tilkynnt handtaka tveggja ráðherra. Var annar ' eitt sinn hermálaráðherra og er hann stuðningsmaður Goulaert. Baráttan gegn Quadroá harðnaði mjög fyrir um það bil viku og var harðastur allra gagnrýnenda Carlos Lacerda fylkisstjóri í Guanabaras. Hann kvað kommúnista hafa opnað upp á gátt dyrnar fyrir komm- únismanum, dyr lands sem væri sjötta fólksflesta lands heims með 62 milljónir íbúa. Sakaði hann Quadros um einræðis- áform. Áður hafði Quadros birt bréf til Krúsévs, þar sem hann þigg- ur boð hans um opinbera heim- sókn til Moskvu, og segir stjórn- ina hafa til íhugunar að taka upp stjórnmálasamband við Sovétríkin á ný. Seinustu fréttir af Janio Quadros voru, að hann myndi leggja af stað ti] London á morgun til þriggja mánaða dvalar. Skógareldur olli talsverðu tjóni nálægt Marseille í Frakklandi nýlega. Þetta var fyrsti skógareldur sum- arsins í Frakklahdi. Járn- brautarlest á leið til Carry- le-Routet komst ekki leiðar sinnar og urðu farþegar að fara fótgangandi til næsta þjóðvegar. Ekki mikill áhugi fyrir hreindýraveiðum Hér sést geimskipið Vostock 2. þegar verið var að búa það undir geimferðina.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.