Vísir - 29.08.1961, Side 15
Þriðjudagur 29. ágúst 1961
V I S I R
T5
Ástin sigrar
allt.
Mary Burdhell.
ir, hvort sem mér líkar bet-
ur eða ver. Ég kem heim und-
ireins og ég get.
— Við Roddy ætlum í nýju
sundlaugina, og vorum að
hugsa um að fá Donald til að
slást í hópinn. Ertu viss um
að þú takir ekki sinnaskipt-
um?
Erica leit á skrifborðið sitt
og hristi höfuðið. Það var
erfitt að standast sundlaug-
ina, en verkinu þurfti hún:
að ljúka. Og ef Donald færij
með þeim þá mundi hann
kannske kjósa einmitt þetta
kvöld til þess að reyna á ný
að fá hana til að lofa að gift- j
ast sér, en henni féll alltaf
þungt að þurfa að neita hon-
um.
Þegar Carol var farin tók
Erica til óspilltra málanna.
Henni fannst sífellt vera að
hitna í veðri og stundum
heyrði hún þrumur í fjarska.
Loks varð svo dimmt að
hún varð að kveikja. Og nú
var komin úrhellis rigning.
Hún var búin klukkan átta.
öll bréfin tilbúin til undir-
skriftar. Hún hallaði sér aft-
ur í stólnum og varp öndinni
og lét líða úr handleggjunum
á sér. Svo fór hún að hugsa
um það sem hafði gerzt í dag.
Hún vonaði að hann mundi
ekki erfa þetta við sig á
morgun. Annars var það ekki
honum líkt að vera langræk-
inn. Hann gat þotið upp eins
og naðra, en þegar það var
liðið hjá minntist hann aldrei
á það framar.
— Og hann var ekki veru-1
lega óánægður fyrr en í lok-
in, sagði hún við sjálfa sig. —
En ég vona að hann fari ekki
að mínum ráðum og giftist
einhverri annari. Það var lík-1
lega flónska af mér að vera
að brýna hann svona, til þess
að gera einmitt það, sem
mundi gera mig óhamingju- j
sama. En ef það gæti gert j
hann hamingjusaman . . .
Hún andvarpaði og stóð
upp og tók ljósgrænu línkáp-1
una sína af snaganum. Það
var orðið mál að komast
heim.
Hún hrökk við um leið og
hún setti á sig hattinn.
Þarna var einhver inni í
skrifstofu Leynes.
Erica hafði haldið að hún
væri alein í húsinu. Og hún
var ekki vön að vera hrædd.
En nú var þetta öðru vísi. Þó
að hún hljóðaði var klefi næt-
urvarðarins svo langt undan
að hann mundi ekki geta
heyrt til hennar . . .
Hún herti upp hugann og
opnaði dyrnar.
— Hvað á þetta að . . .
Hún nam staðar. Oliver
Leyne stóð við borðið sitt og
leit upp frá blöðunum, sem
lágu fyrir framan hann.
— Öllu óhætt, ungfrú Mur-
ril. Ég er enginn innbrots-
bjófur.
— Ég .. . ég hélt.. . ég var
að vinna, sagði hún fumandi.
— Ég skil það. Þér eruð
of samvizkusöm, liggur við.
Þér gerið mig of heimtufrek-
an og ég læt yður þræla.
— Æ, nei! Hún sá að hann
brosti að uppKrópuninni og
flýtti sér að halda áfram. —
En hvers vegna komið þér
hingað, svona seint?
— Ég fór alls ekki heim,
sagði hann hægt. — Og ég sá
að ljós var í glugganum yðar,
svo að ég vissi að þér voruð
hérna. Ég hef verið úti. . hef
ranglað um.
— Úti — í þessari rign-
ingu? 'Hún rétti fram hönd-
ina og snerti við ermi hans.
— Þér eruð rennvotur, sagði
hún.
— Það skiptir engu máli.
— Víst skiptir það máli!
Hvers vegna gerið þér þetta ?
spurði hún eins og hún væri
að setja ofan í við krakka,
sem henni þætti mjög vænt
um.
— Ég hafði um svo margt
að hugsa. í rauninni voruð
það þér, sem vöktuð mig til
umhugsunar um það.
— Ég? sagði hún og rak
upp stór augu.
— Já. Þér og hann faðir
minn í sameiningu.
Nú setti að henni ótta.
Hvers konar niðurstöðu hafði
hann komist að ? Mundi kann-
ske verða veruleilci úr þess-
um veika möguleika, sem
hafði verið réttur, fræðilega
séð, en sem ,..
— Eigið þér við . . ., sagði
hún. — Eigið þér við . . .
— Eruð þér að hugsa um
ráðleggingu yðar — að ég
ætti að giftast? Já, það er
einmitt það, sem ég er að tala
um.
Nú var stutt þögn en svo
hélt hann áfram: — Ég held
að það hafi verið þetta, sem
þér sögðuð um að eiga félaga,
sem kom mér til að hugsa um
þetta. Þér hafið alveg rétt
fyrir yður. Það er það sem
ég þarf. Stundum hefur mér
fundist einveran og tómleik-
inn í stóra húsinu vera að
gera mig vitlausan . . .
Erica studdi hendinni á
handlegginn á honum.
— Já, yður mundi senni-
lega finnast allt vera öðru
vísi, ef þér hefðuð einhvern
hjá yður þar, sagði hún hugg-
andi.
Hann hló þegar hann
heyrði hvemig hún sagði
þetta.
— Og svo er það annað,
sagði hann hægt. — Ég skil
núna að mér skjátlaðist þeg-
ar ég sagði að sú kona væri
ekki til, sem ég gæti lifað í
sambúð með um aldur og ævi.
Ericu fannst hjartað í sér
ætla að hætta að slá, en hún
þvingaði siar til að horfast í
augu við hann.
— Var það? sagði hún
eymdarlega.
— Það er stúlka til, sem
ég hef lifað í næsta herbergi
við dag eftir dag í heilt ár.
Hún ergir mig aldrei. Það er
svo að sjá, sem hún skilji erf-
iðu skapsmunina mína ákaf-
lega vel — henni finnst meira
að segja ég vera skemmtileg-
ur stundum — og það finnst
mér mjög merkilegt. .. Nú
varð stutt þögn, og svo sagði
hann, líkast og af tilviljun:
— Viljið þér giftast mér, ung-
frú Murril ?
Erica hrærði hvorki legg né
lið. Hana sundlaði og hún
hugsaði með sér: — Þrumu-
veðrið er hætt, rigningin er
hætt, allt annað er líka hætt.
En áður en hún hafði svar-
að nokkru hélt Oliver áfram:
— Þér megið ekki misskilja
mig. Ég veit vel að þér lítið
ekki á þetta sem venjulegt
hjónaband. Það geri ég ekki
heldur. Það er ekki um djúp-
ar tilfinningar milli okkar að
ræða, — og það er heldur ekki
nauðsynlegt. Ég óska — já,
ég þarfnast — að eiga yður
að félaga og vini, og í staðinn
vil ég gefa yður öll þau efna-
hagslegu hlunnindi, sem
fylgja því að vera konan mín.
Ericu fannst nærri því að
hún ætti að grípa blað og
fara að hraðrita. Þetta var
svo nauðalíkt því, að það ætti
að fara að gera samning.
Hún heyrði hann segja: —
Eins og þér kannske vitið er
ég mjög ríkur maður ...
Hún tók fram í, hissa á því
hve róleg rödd hennar var:
— Það er eitt, sem ég þarf
að fá að vita fyrst.
— Og hvað er það ?
Erica hikaði augnablik, en
hún gat ekki stígið svona mik
ilsvert skref út í óvissuna. I
gær hefði hún kannske gert
það, en ekki í dag. Ekki eftir
að hún hafði heyrt orð gamla
mannsins um Dredu, og hina
bitru athugasemd Olivers um,
K V I S T
SKYTTURNAR ÞRJÆR
65
Þegar báturinn kom að landi,
stökk liðsforinginn til og rétti
Mylady höndina. Ferðbúinn vagn
var þarna til staðar og liðsfor-
inginn leiddi Mylady að honum.
„Er þessi vagn fyrir mig? Er
langt til hótels m;ns?“ „Það er í
hinum enda bæjarins", hljóðaði
hið stutta svar.
Og vagnmn þeysti af stað.
Þegar Myiady leit út um glugg-
ann 15. mín. seinna var engin
hús að sjá, aðeins tré, sem litu
út i myrkrinu eins og svartir
draugar. „Við'erum komin út fyr-
ir bæinn", sagði hún. Liðsforing-
inn þagði. „Ef þér segið mér ekki
strax hvað þér ætlist fyrir, fer ég
ekki lengra", sagði hún og gerði
tilraun til að opna hurðina. „Ver-
ið þér rólegar, frú, eða ég geri
út af við yður“.
Mylady leit á hann, með því
augnatilliti sem beygði flesta
menn, og augu hennar skutu
gneistum. „Hvers vegna eruð þér
að æða yður upp, enginn annar
gerir það“. Einum tíma seinna
keyrðu þau upp holóttan veg, og
að stórri og drungalegri höll
Hvernig dettur þér í hug að lenda í rifrildi við strák,
sem á pabba sem er stærri en ég...