Vísir - 29.08.1961, Page 16

Vísir - 29.08.1961, Page 16
VISIR Þriðjudagur 29. ágúst. Götur skemmast Akureyri íimorgun. Á LAUGARDAGINN gerði hér meiri rigningu en elztu Ak- ureyringar telja sig muna. Afleiðingin af þessu feikilega úrfelli, kom fljótt í ljós, því götur hér stórspilltust og þó hvergi meiri skemmdir en á Oddeyrinni. ornabörn á úræfum — Það var undarlegt að sjá þetta litla tjald þarna uppi í regmöræfum. Það var einnig undarlegt, að sjá Iítinn sendiferðabíl við tjaldið. — Hverjum hafði dottið í hug að fara á slík- um farkosti upp um torfær- ustu fjallaleiðir? En hverj- um skyldi detta í hug að ganga með 6 mánaða barn á jökul? En þá fyrst brá okkur þó í brún, þegar við komum að tjaldinu og sá fyrsti sem kom út til að taka á móti okkur var Nýi Tónlistarskólinn, bíóið og konsertsalurinn. (Ljósm. Vísis I.M.) TÚNLISTARFÉLAGID ÚR ÞRÚÐ- VANGI í NÝJA STÚRBYGGINGU. NÝLEGA náði blaðamaður frá Vísi sem snöggvast tali af Ragnari Jónssyni formanni Tónlistarfélagsins, og spurði hann hvort blaðafregnir um sölu Þrúðvangs væru réttar. Jú, það er rétt. Tónlistarfélag ið er nú að byggja stórhýsi við Skipholt, beint fyrir neðan Sjó- mannaskóla. Þar verður skóli Tónlistarfélagsins, svo og kvik- myndasalur, sem jafnframt verður konsertsalur og rúma mun 600 manns í sæti. Það pláss sem skólinn f ær í þessu nýja húsi er meir en heLmingi stærri en hann hafði niðri á Laufásvegi, — í Þrúðvangi. Allt er húsið gert eftir nýjustu kröfum hvað viðvíkur tæknileg- um atriðum í konsertsal og í tónlistarskóla. Við hefðum gjarnan viljað eiga Þrúðvang áfi'am, sagði Ragnar. Eign svona í hjartá bæjarins hlýtur að vaxa gífur- lega í verði á næstu árum. Við höfðum ekki efni á að halda húsinu samhliða hinni fjár- Höfuðdagurinn er í dag. Það er gömul þjóðtrú að haustveðrið muni verða eins og á höfuðdginn. fi’eku stórbyggingu okkar. Við í Tónlistarfélaginu, á- kváðu því að leyfa lögfræð- ingafirma hér í bænum að at- huga um sölu Þrúðvangs. Nú hefur þetta tekizt. Fram- kvæmdabanki fslands hefur keypt eignina, og tekur við henni er við flytjum í nýja húsið. Við vonum að það verði Gamla fólkið á sýningu. VISTFÓLKIÐ á Grund, um 80 manns, fór í fyrradag á Reykja víkurkynninguna, í boði fram- kvæmdanefndar hennar. Formaður nefndarinnar, Björn Ólafsson, f.yrrum ráðherra, tók á móti gestunum og flutti við það tækifæri ávarp. Síðan fylgdu þeir Ágúst Hafberg og Óskar Hallgrímsson vistfólk- inu um hina mörgu sali kynn- ingarinnar og útskýrðu og lýstu þvi sem fyrir augun bar. Forstöðumaður Gruijidar hef ur beðið blaðið að færa fram- kvæmdanefnd sýningarinnar og starfsfólki hennar, innileg- ustu þakkir fyrir boðið og göð- ar mótttökur. nú í vetur, m. a. vegna þess, sagði Ragnar, að við höfum skuldbundið okkur til að rífa hið gamla braggabíó félagsins, Tripolibíó í desember næstk. berlappaður strákur um eins og hálfs árs gamall. Þannig lýsir þátttakandi í einni fjallaferð Guðmundar Jónassonar aðkomunni að tjaldi skozkra hjóna sem voru á ferð um Kjalveg. Þau höfðu tjaldað norðarlega á Kjalvegi um 10 km. fyrir norðan Hveravelli. ♦ En öll sagan er ekki sögð enn. Ferðaflokkur Guðmundar Jón- assonar nam staðar við tjldið. Er nokkuð að? var spurt. Jú, bíllinn var bilaður og þau kom- ust ekki lengra áfram skozku hjónin. — Hvað eruð þið mörg? — Það erum við og tvö börn okkar, — annað er IV2 árs, hitt er 6 mánaða. Ferðamennirnir líta inn í tjaldið. Það liggur sex mánaða reifabarn í vöggu. Hvað hefðuð þið gert, ef við hefðum ekki verið hér á ferð? — Það vitum við ekki. Bíllinn er mjög illa bilaður og þið eru fjarri alfara- leiðum. Vitið þið ekki, að þetta er eins hættulegt og að vera úti á miðri Sahara-eyðimörkinni? Já þið voruð heppin að við komum hérna. ♦ Nú hófst Guðmundur Jónas- son handa um að hjálpa hinum skozku hjónum til Hveravalla. Skotinn settist við stýrið á bil- uðum bíl sínum. Það varð að taka bremsurnar úr sambandi og þetta varð glæfraferð yfir óteljandi læki og ár. Allt tókst þetta þó á endanum. Síðan tók það mikinn hluta dagsins að gera við bílinn. ♦ — Hvar hafið þið verið á ferð með börnin? eru skozku hjónin spurð. — Norður á Tjörnesi og norður á Hornströndum. — Og hvert var ferðinni heitið? — Við ætluðum að Hvítár- vatni. Við höfum með okkur svolítinn kajak, sem hægt er að blása og spenna út. Við ætluð- um að róa á honum yfir Hvít- ái-vatn, fara í Skriðufell og ganga upp á Langjökull. ♦ — Ætluðuð þið að hafa börn- in með í þessa jöklaferð? — Já, auðvitað við bindum þau bara á bakið og þá getum við róið með þau á útblásnum bát yfir Hvítárvatn. Svo vorum við að hugsa um að ganga með börnin á Heklu seinna. Ferðafólkinu sem er með Guðmundi Jónassyni rennur kalt vatn milli skinns og hör- unds, þegar það heyrir þessar ferðaáætlanir með börnin. — Þið hafið þó ekki ætlað að vaða með börnin yfir Þjórsá? — Nei, það ætluðum við nú ekki, en það gæti verið ágæt hugmynd. Einn bátur í Faxaflóa. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. AÐEINS einn bátur er nú á síldveiðum í Faxaflóa. Er það Svanur frá Akranesi, sem hef- ir verið með reknet. Báturinn hefir lagt net sín fjórum sinn- um en aldrei fengið meira en 1 tunnu af síld í lögn. Allir síldveiðibátarnir, sem voru fyrir norðan og austan í sumar liggja nú bundnir og munu ekki halda út að leita síldar meðan ekki horfir væn- legar með veiði hér í Faxaflóa. Afli dragnótabáta hefir glæðst síðustu daga og fá þeir nú allmikið af þorski og er þar af leiðandi mikið annríki við verkun aflans. Fengu 218 kr. fyrir SUMARSÍLDVEIÐUNUM er nú að ljúka. Nokkur skip eru þó enn að veiðum, aðallega bátar frá Austfjörðum. í vik- unni sem leið varð aflinn að- eins 35.725 tn, og mál og var heildaraflinn í vikulokin 1.525. 166 mál og tunnur eða helm- ingi meiri en í fyrra. Síldarbræðslurnar hafa tek- ið á móti 1.131.802 málum. Saltað hefir verið í 359.466 tunnur og frystar hafa verið 23.786 tunnur. Auk þessa voru seld 10 þúsund mál af bræðslu síld í norsk skip. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að útflutningsverðmæti síldarinnar í heild sé um 500 milljónir króna. Þegar á heild- ina er litið má segja að þetta hafi verið happasumar fyrir þs sem freistuðu gæfunnar á síld veiðum eða í síldarvinnu fyrii norðan og austan. Verðmæti síldarinnar upp úi sjó er um 218 milljónir krón; og er því hlutur sjómanna næi 120 millj. kr. Söltunarlaun oí vinna á plönum er vai'la undir 50 millj. kr. og er því ekki fjar stæða að segja að síldarpening- ar hafi drýgt fjölskyldutekjur Framli. á 5. siðu. (UiLh! Norð-austan og norðan kaldi. Dálítil rigning.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.